Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 3
FLÖSKUSKEYTI lllindi meðal Navaho Ófriðlega horfir nú hjá Nava- ho, fjölmennasta indíánaþjóð- flokki Bandaríkjanna. Æðstaráð þjóðflokksins setti í vor af for- mann hans, Peter MacDonald, eftir að nefnd á vegum öldunga- deildar Bandaríkjaþings hafði borið á hann sakir um spillingu. En stuðningsmenn hans reyna nú að fá hann settan í embætti á ný og neyta til þessa allra bragða. MacDonald þessi er fjölda- sjarmör mikill og hefur þessvegna verið kallaður indíánskur Reag- an. Navahoar eru næstum 200.000 talsins og búa á sérsvæð- um í Arizona, Nýja Mexíkó, Utah og Kóloradó. Stærst er svæði þeirra í fyrstnefnda ríkinu og nær yfir sjötta hluta þess. En land þetta er hrjóstrugt og fátækt mikil meðal íbúa þess, atvinnu- leysið þannig eitthvað á milli 30 og 50 af hundraði. Fyrir um hálfum mánuði kom til illinda milli stuðningsmanna og andstæðinga MacDonalds í höfuðstað sérsvæðisins. Lögregla þess, sem mönnuð er Navahoum sjálfum, dreifði fólkinu af hörku og beitti við það skotvopnum, með þeim afleiðingum að tveir menn voru drepnir og yfir tíu særðir. Margir óttast að til frekari illinda komi. FLÖSKUSKEYTI fjármálunum áþínu heimili Þegar kemur að afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum tíma. var Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttar- vaxta, svo ekkí sé mínnst á ínnheímtukostnað. 16. ágúst leggjast dráitarvextir á íán með lánskjaravísitölu. 1. sepiember íeggíast dráttarvextir á lán með byggingaivúsitölu. Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. HÚSNÆÐtSSTOFNUN RÍKISINS bUOURlA'NLJSBRAU : 24 lOb SW: BSbSOO I „ Myndarlegt” samband segir meira en þúsund orð Það er hœgt að spara mörg orðin, allt að þúsund samkvœmt máltœkinu, með þvíað nota Póstfax myndsendiþjónustu Pósts og síma. Sjón er jú sögu ríkari. Með myndsendiþjónustunni er hcegt að senda allt sem á annað borð tollir á blaði: Myndir, samninga, bréf skjöl og skýrslur, teikningar, vottorð o.fl., o.fl. Á flestum þóst- og símstöðvum geturðu fengið Póstfax myndsendiþjónustu. Þú kemur með frumritið og einni mínútu síðar birtist skýr og nákvœm eftirmynd af því á áfangastað innanlands eða ’ erlendis. Fyrir þá sem vilja eignast sín eigin myndsenditœki selur Póstur og sími ódýr og vönduð tœki. Notaðu myndsendiþjónustu Pósts og PÓSTUR OG SÍMI síma. Með henni sparast ótrúlegur timi wmmamm^m^^mmmmmmmmmmmm og hlutirnir ganga betur fyrir sig. Við spörum þér sporin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.