Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 8
Máigagn sosialisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Ritstjóri: Árni Bergmann
Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: OlgaClausen
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Afgreiðsla: ‘H'68 13 33
Auglýsingadeild:®68 13 10-68 13 31
Verð: 140krónur
Að maður
græði á því
Eins og margoft er fram tekið eru loksins komnir þeir
tímar, að umtalsverður árangur næst í afvopnunarvið-
ræðum. Sú þróun er ekki bein braut og greið, en mönnum
ber þó saman um að andrúmsloft allt og aðstæður í
samskiptum austurs og vesturs hafi breyst í þeim mæli,
að hver sá sem nú reynir að finna sér smugu til að halda
áfram vígbúnaðarkapphlaupi, hann á miklu erfiðar upp-
dráttar en lengst af áður allar götur síðan heimsstyrjöld-
inni síðari lauk.
Þessi þróun kemur í Bandaríkjunum fram m.a. í því, að
þingið fellur frá ýmsum áformum um ný vopnakerfi -
flugvélar og eldflaugar til dæmis. Og gætu menn ætlað
að sá sparnaður allur sé mönnum fagnaðarefni: ekki
veitir af að þrengja feiknarlegt fjárlagagat hjá þeim í Was-
hington, og kannski verður nú auðveldara að fá peninga í
þann velferðargeira, sem Reaganstjórnin lét drabbast
niður. En þá kemur að því sem einna erfiðast er í afvopn-
unarsókn: að gífurlegum hagsmunum sem bundnir eru í
vopnaframleiðslu.
Bandarískur iðnaður er háðari hergagnapöntunum
ríkisins í ríkari mæli en gerist í nokkru öðru vestrænu ríki.
Þetta þýðir ekki aðeins að 40 þúsund fyrirtæki, stór og
smá, lifa að verulegu leyti á vopnaframleiðslu og að 26
miljónir Bandaríkjamanna hafa af henni lifibrauð sitt -
með beinum eða óbeinum hætti. Þetta þýðir líka, að stór
hluti bandarískra iðnfyrirtækja hefur getað sópað saman
feiknagróða meö fyrirhafnarlitlum hætti.
Vopnaframleiðsla og viðskipti með vopn lúta nokkuð
öðrum lögmálum en önnur framleiðsla. ( samskiptum
ríkisvaldsins við vopnaverksmiðjur verður til gjörspilltur
ríkiskapítalismi, sem er m.a. fólginn í því, að fyrirtækin
taka enga áhættu, en græða þeim mun meira sem þau
leggja meira í allskonar „kostnað" við framleiðsluna.
Þessi auðveldi gróði vopnaframleiðenda hefur hins-
vegar hinar skaðvænlegustu afleiðingar út um allt samfé-
lagið. Vopnaiðnaðurinn bandaríski stendur sig svo illa að
því er varðar afköst miðað við tilkostnað, að sérfræðingar
telja að hann vinni að þessu leyti verr en sovéskur iðnað-
ur, sem er þó eftirbátur hins bandaríska í mörgum grein-
um. Vopnaframleiðslan sýgur til sín feiknamikið af hinum
bestu vísindamönnum og rannsóknafé (til dæmis tvo
þriðja af öllum, opinberum útgjöldum til rannsókna og
framleiðsluþróunar). Alltþetta verður að meinsemd sem
lamar bandarískan iðnað í heild og ræður m.a. miklu um
það, að hann hefur dregist aftur úr vesturþýskum og
japönskum iðnaði í framleiðslu neysluvarnings, þar sem
barist er hart um hylli almennings og engin miskunn sýnd
í verð- og gæðaslag.
Að ekki sé minnst á það, að gróðabrall vopnaframleið-
enda, sem hefur notið forgangsvinsemdar ráðamanna í
Washington, hefur vitanlega komið niður á því gloppótta
félagslega öryggisneti sem Bandaríkjamenn búa við.
Það er talið að hergagnaframleiðendur séu svo þrotnir
frumkvæði, að þingmenn undirbúa löggjöf um fjárhags-
lega aðstoð hins opinbera við þá - til að auðvelda að þeir
þoki sér yfir á framleiðslu varnings til friðsamlegra nota.
En hvernig sem þeirri „forsjárhyggju" mun af reiða, þá er
það víst, að í Bandaríkjunum er áfram til öflug
hagsmunasveit, sem mun reyna að grípa hvert tækifæri,
hverja snuðru í sambúð austurs og vesturs, til að rétta við
sinn hag með vopnabraski. Það voru þeir sem skáldið orti
um: Þótt borgir standi í báli, og beitt sé eitri og stáli, þá
skiptir mestu máli, að maður græði á því...
ÁB
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ágúst 1989
Helgarveðrió
Hjónin Skúli Valtýsson og Vilborg Þorfinnsdóttir
með dóttur sinni Halldóru í garðinum við Fjólu-
hvamm 11 í Hafnarfirði, en þau fengu viðurkenn-
ingu fyrir fallegan og snyrtilegan nýjan garð. Þau
byrjuðu á garðinum í fyrra og luku honum í vor og
hafa þau að mestu leyti séð sjálf um framkvæmd-
ina. Mynd Jim Smart.
Eigendur Markarflatar 15 í Garðabæ fengu sérs-
taka viðurkenningu fyrir sérstaklega snyrtilega
lóð. Mynd Kristinn.
Horfur á laugardag og sunnudag
NA-átt, strekkingur um norðan- og austanvert landið með þungbúnu veðri, en hægari annarsstaðar. Víða
- bjart veður á Suður- og Vesturlandi, en hætta á síðdegisskúrum inn til landsins.
Þessi litli burstabær var í einu horni garðsins að
Þúfubarði 8 í Hafnarfirði. Eigendur eru Nikólína
Einarsdóttir og Sigfús Svavarsson en þau fengu
viðurkenningu fyrir fallegan garð í áraraðir í gömlu
hverfi. Mynd Jim Smart.
Ólöf Guðjónsdóttir og Guðmundur Óskarsson
fengu viðurkenningu fyrir garð með fallegum
hleðslum og fjölbreyttum runnagróðri, en þau eru
búsett að Glitvangi 15 í Hafnarfirði. Mynd Jim
Smart
Snyrtilegasta gata Garðabæjar er að mati umhverfismálanefndar Holtsbúð. Fyrstu húsin við götuna voru
viðlagasjóðshús vegna gossins í Vestmannaeyjum og búa enn nokkrir Eyjamenn við götuna. Verður sett
upp sérstakt skilti við götuna þessvegna. Mynd Kristinn.
Verðlaun fyrir fegurð
Sveitarfélögin keppast nú við að verðlauna viðurkenningu, bæði einstaklingum og fyrirtækj-
garðeigendur, fyrirtæki og heilu göturnar fyrir um, fyrir natni við garða og umhverfi. Ljósmynd-
umhverfisfegurð og snyrtimennsku. í vikunni sem arar Nýja Helgarblaðsins fóru á stúfana og mynd-
leið veittu fegrunarnefnd Hafnarfjarðar og um- uðu nokkra garða sem hlutu náð fyrir augum
hverfismálanefnd Garðabæjar ýmsum aðilum nefndarmanna. _____________________