Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13 Mjöll Snæsdóttir við skarðið sem brotnaði í hólinn sl. vetur. Myndir Sáf. Munirnir Ferða- fólk grafirnar og Þórður fann, því þegar hún bar saman teikning- arnar féllu þær ekki saman. „Beinin hafa ekki varðveist eins vel og munir sem fundist hafa í bæjarrústunum, en leirinn þar hefur varðveitt munina mjög vel. Beinin hafa legið í súrari jarðvegi og voru því mjög mork- in, nánast einsog smjör og stund- um bara þunnt skæni. Maður þurfti að skera frá moldina með hníf og bursta beinin svo með bursta því það var ekki hægt að koma við þau með neinu hörðu. Þau voru svo illa farin að það var ekki hægt að taka þau upp.“ Eins og fram kom þá hafa mun- ir varðveist mjög vel í leirnum á hólnum og hafa fleiri þúsund munir komið fram við uppgröft- inn. Þegar Mjöll er spurð að því hvað henni þyki merkustu mun- irnir þá segir hún að því sé erfitt að svara. „Við fundum t.d. rúnaristu árið 1985. Hún er mjög fagurlega skorin og það er hægt að lesa úr letrinu, en það gefur ekkert af viti. Annaðhvort er þetta leyni- letur, skammstafanir eða kukl ef þetta þýðir þá eitthvað. í ár höf- um við fundið mjög lítið af hlutum. Þó fundum við í gær mjög vel varðveittan trédisk. Uppskeran er mjög breytileg eftir því hvar við gröfum. Þetta eru mörg hús og mismikið að finna í þeim. Það liggur sennilega í mismunandi notkun húsanna. í þeim húsum sem fólk hefur dval- ist í og unnið í finnast yfirleitt margir hlutir. Menn hafa misst hluti, brotið eða týnt og þeir síð- an troðist ofan í gólfið.“ Á meðan blaðamaður skoðaði uppgröftinn fann Orri Vésteins- son tvo trénagla og voru þeir ó- fúnir. Hann sagði að mikið af svona nöglum hefðu fundist að undanförnu. Einnig kom í ljós tréstoð í gólfi skálans sem hann var að grafa í. Til að sýna blaða- manni að stoðin væri vel föst í gólfið reyndi hann að hreyfa hana með handafli en stoðin haggaðist ekki. Orri var spurður hvaða munir honum þættu merkastir af þeim munum sem fundist hefðu. „Það fannst hér bókarspennsl, til að loka bókum, með höfðaletri en það hefur ekki enn tekist að ráða letrið. Merkasti fuhdurinn sagnfræðilega séð er líklega vett- lingur sem við fundum, en hann virðist töluvert eldri en talið var að prjónaskapur hafi borist til ís- lands, sennilega frá fyrri hluta í VÖRUHÚSIVESTUR- LANDS fáið þið allt sem þarf í ferðina, hvort sem halda skal vestur, austur, norður eða suður: Matvöru, fatnað og afþreyingavörur svo sem spil, bækur og blöð. Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTUR- LANDS Birgðamiðstöð ferðafólksins hafa verið send í rannsókn til bandarískra vísindamanna sem hafa verið að rannsaka fæðu íbúa á norðurslóðum. Mjöll sagði að mikið hefði fundist af fiskibeinum, einnig fuglabein og selsbein auk beina úr kindum, kúm og einstaka svínsbein. Minni hefði verið um hrossabein enda hross ekki étin fyrr á öldum. En náttúruöflin halda áfram eyðingarstarfi sínu. Mjöll bendir á hvernig áin hefur sorfið sand- steinsklöppina undir bæjarrúst- unum og á síðasta vetri molnaði stór hluti úr klöppinni en sem betur fer var búið að grafa þann hluta hólsins upp áður. Og í stór- brimi á veturna getur brimið komið upp að hólnum. Þegar verki fornleifafræðinganna lýkur fær svo náttúran að sjá um að eyða þessum minjum endanlega. „Það hefur lengi verið fyrir- sjáanlegt að þessi hóll myndi eyðast, það var bara spurning hvað það tæki langan tíma. Þegar ég byrjaði hér fyrst átti ég alveg eins von á því að þetta myndi ekki takast. Nú er þetta sem sagt að hafast og við erum farin að sjá fyrir endann á þessu verki. Við hefðum getað lokið þessu í sumar ef við hefðum verið stálheppin með veður, en því var ekki að heilsa því miður.“ -Sáf Þóra í eldhúslnu. sextándu aldar, en fram til þessa hefur verið talið að prjónaskapur hafi fyrst borist hingað á seinni hluta sextándu aldar.“ í kapp við náttúruöflin Þegar svæðið sem uppgröftur- inn fer fram á er skoðað sést greinilega að ekki mátti seinna vera að hafist væri handa við að grafa upp þessar merku minjar um líf forfeðra okkar. Munirnir sem upp koma eru merkar heim- ildir um líf þess fólks sem þarna bjó allt frá miðöldum fram á síð- ustu öld. Sjálf húsin eru þó merk- asta heimildin, hvernig bygging- arnar hafa þróast allt frá 12. öld fram undir okkar tíma. Bygging- arefnið er það sama, steinar og torf í hleðslu en húsaskipan hefur breyst í aldanna rás. Þá verður hægt að fræðast ýmislegt um lífs- hætti þeirra sem búið hafa á Stóru Borg fyrr á öldum jafnvel á hvaða fæðu þeir nærðust því öll bein Þóra Magnúsdóttir teiknar upp eldhúsið sem verið var að grafa upp á Stóru Borg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.