Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 12
''Mmtish fK‘Wt am. ‘‘iiaskvijj toUtettiithi tiliW laimamai Mðð taun £n«fi> laun Grafið í kapp við náttúruöflin Uppgreftri á Stóru Borg undir Eyjafjöllum að Ijúka. Elstu minjarnar f rá miðöldum. Mikið af munum hefur komið í Ijós. Þarna keppast f ornleifaf ræðingar við að rannsaka líf þjóðarinnar í gegnum aldirnar í kapp við náttúruöf lin sem eru að jaf na bæjarhólinn við jörðu fræddi hann um uppgröftinn á Stóru Borg. Skeiðsprettur til sjávar „Þetta er gamla bæjarstæði Stóru Borgar. Bæjarstæðið var flutt um 1840 og þá var bærinn sem stóð hér, sem reyndar var tvíbýli, rifinn, en nýi bærinn var byggður töluvert austar, bar sem Stóra Borg stendur nú. Ástæðan fyrir því að bærinn var fluttur er örugglega sú að sjórinn var kom- inn þetta nærri bænum. í jarða- bók er talað um sandfok í túnum sem bendir til þess að eyðingin sé þegar byrjuð þá. Það er ekki vitað nákvæmlega hversu langt landið náði út áður en í þjóðsögum segir að það hafi verið skeiðsprettur frá bænum, en það þýðir 200-300 metrar á hrossamáli núna, hvort það þýddi það sama þá veit ég ekki. Þórður Tómasson hefur fylgst með hólnum hérna frá því að hann kom að Skógum og hann vakti athygli á því að hóllinn væri að blása upp og að mjög merki- legar rústir væru að eyðileggjast. Hann kom oft eftir stórbrim og tíndi hluti sem eru til sýnis í Byggðasafninu að Skógum. Hlutir sem hafa fundist uppgröft- inn hafa hinsvegar verið sendir til Þjóðminjasafnsins og eru varð- veittir þar, utan eins steinkers sem er til sýnis að Skógum. Það var svo sumarið 1978 að ég hófst handa við uppgröftinn og hef verið hér á hverju sumri síð- an, mislengi að vísu, styst vorum við sex vikur en lengst í ellefu vikur. Það eru fjárveitingar sem ráða því hversu lengi við getum verið að á hverju sumri en fjár- veiting til þessa verkefnis kemur úr þjóðhátíðarsjóði. í sumar verðum við líklega í átta vikur en stefnt er að því að ljúka uppgreftr- inum næsta sumar. Elstu rústirnar sem við höfum komið niður á eru frá miðöldum, frá tólftu eða þrettándu öld. Það er erfitt að tímasetja það ná- kvæmlega. Við höfum ekki sent frá okkur neinar prufur í kolefn- isrannsókn og öskulög hafa ekki hjálpað okkur neitt. Hér hefur komið í ljós aska, sennilega úr Kötlugosi, en það er mjög erfitt að þekkja í sundur öskuna úr mis- munandi Kötlugosum, auk þess sem hér hefur verið samfelld byggð þannig að það er erfitt að lesa neitt út frá öskunni. Það horfir öðru vísi við ef bær fer í eyði við ákveðið gos.“ Kirkju- garðurinn Á Stóru Borg hefur verið kirkja til forna og segir Mjöll að kirkjunnar sé getið í máldögum frá fyrri hluta fjórtándu aldar. í kirknatali frá tólf hundruð er sagt frá kirkju að Stóru Borg en það kirkjutal er ekki til nema í yngri uppskriftum og því ekki talið ör- ugg heimild. Suð-austan við hólinn var kirkjugarður. Uppgröfturinn hófst í kirkjugarðinum þar sem garðurinn stendur lægra en bæjarrústirnar og náttúruöflin því unnið meiri spjöll þar. Þórður Tómasson hafði skoðað garðinn og teiknað hann upp einsog hann leit út þá. Samkvæmt uppdrætti Þórðar frá árinu 1972 sást móta fyrir um 70 gröfum í garðinum. Sex árum seinna hóf Mjöll ásamt öðrum að grafa fram garðinn og fundu þau um 60 grafir en Mjöll telur að það hafi ekki verið sömu rra ...rQ\a'ds Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson í bæjarrústunum. I baksýn sést í Þóru Magnúsdóttur. Orri með trénagla sem hann fann þegar blaðamaður var á staðnum. Austur undir Eyjafjöllum var beygt út af þjóövegi eitt og ekið niður með Kaldaklifsá í áttina að Stóru Borg. Þegar skammt var að bænum er ekið út af tröðinni og þræddur vegaslóði yfir úthaga bóndans niður að sjávar- kambi. Þar uppi á hól blöstu við mælistikur og hjólbörur. Ekkert kviktsjáanlegt. Ómur úthafsöldunnar heilsaði að- komumanni og strekkings- vindur fyllti lungun angandi sjávarlofti. Skammt frá hólnum var hvítt vegavinnutjald. Þar inni sátu þau Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð- ingur, Orri Vésteinsson sagn- fræðinemi, Þóra Magnúsdóttir mannfræði- og þjóðfræðinemi og Adolf Friðriksson fornleifafræði- nemandi og yljuðu sér á kaffi. Skömmu seinna var haldið út á hólinn og hafist handa við upp- gröftinn aftur en Mjöll gekk um svæðið með aðkomumanni og Ski! á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15 HVERS MÁNAÐAR 12 SfÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ógúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.