Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 19
Alveg æðislegt ár Miami Stringquartet, strengjakvartett frá Miami í Bandaríkjunum er einn af gestum Hundadaga ‘89, og heldur tónleika í íslensku Óperunni á þriöjudaginn kem- ur. Kvartettinnskipatveir Bandaríkjamenn, þau Cathy Robinson fiðluleikari og Keith Robinson sellóleikari, og tveir íslendingar, Ásdís Valdimars- dóttir violuleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiöluleikari, sem leikur fyrstu fiðlu í kvartettin- um. Sigrún útskrifaðist úr Tónlistarskóla Reykjavíkur vorið 1984 og hélt þá til Phila- delphiu til framhaldsnáms. Þar var hún við nám við Curtis tónlistarháskólann, útskrifað- ist þaðan vorið 1988 og var ráðin í kvartettinn skömmu síðar. - Ég fór í prufuspilið að gamni mínu, segir hún, - og sé sko ekki eftir því. Þetta hefur verið alveg æðislegt ár. Cathy og Keith, sem lærðu bæði við Curtis, stofnuðu kvartettinn fyrir rúmu ári. Þá var með þeim violuleikari, sem við misstum svo skömmu eftir að ég byrjaði. Honum bauðst önnur vinna, sem honum fannst hann ekki geta sleppt, við vorum ekki með neinn fastan samning, svo við urðum að fara að leita að öðr- um violuleikara á miðju sumri. - Það var skemmtileg tilviljun að af þeim, sem sóttu um skyldi okkur lítast best á Ásdísi. Hún var þá að koma frá Þýskalandi, en þar spilaði hún í fjögur ár með kammersveit eftir að hún útskrif- aðist frá Juillard skólanum, og var einmitt á lausum kili. Hún lenti í hálfgerðri klemmu því hún þurfti að ákveða sig á stundinni. Við könnuðumst aðeins við hvor aðra þó við þekktumst ekkert mjög vel og það vakti mikla kát- ínu að hún skyldi líka vera íslend- ingur. Við lentum í basli við að útskýra að við hefðum ekki valið hana vegna þess, heldur vegna þess að okkur leist best á hana af þeim sem við prufuspiluðum. - Kvartettinn er stofnaður í tengslum við tónlistardeildina við New World School of the Arts í Miami. Það er frekar nýr skóli, gagnfræða og háskólastig, eða college, sem samsvarar efri bekkjum menntaskóla og fyrstu árunum í háskóla. Tónlistar- deildin er eitthvað um þriggja ára og kvartettinum er meðal annars ætlað að vera auglýsing fyrir skólann, við eigum að vekja at- hygli á því hvað þetta sé nú góður skóli og afla þannig fleiri nem- enda. Fyrirmyndin að skólanum er þessi listaskóli í New York sem Fame þættirnir eða Á framabraut eru gerðir um, og þetta er svona einhvers konar tilraun til að glæða lista- og menningarlíf í Mi- ami, sem hefur ekki beint verið þekkt fyrir slíkt hingað til. - Skólinn er mjögstór, en samt eru ekki nema um tuttugu nem- endur í college þar, en þá deild er einmitt verið að byggja upp. Þar er boðið upp á ókeypis skólavist, en gallinn er sá að þar er engin heimavist, og þar að auki er fólk tregt til að senda börn sín í col- lege til Miami. En við vonumst til að þetta standi allt til bóta. - Skólastjórinn var áður við Curtis og vill allt fyrir okkur gera, en annars er frekar iítill skilning- ur á kvartettinum hjá skólayfir- völdum. Hann fellur aldrei inn í venjulegt skólastarf því við æfum f okkar frítíma. Við þurfum að í Miami er gott að vera þar. Þetta er svo sem ekkert spennandi staður og okkur dreymir um að geta staðið á eigin fótum, vera með umboðsmann og losa okkur frá skólanum. En sem stendur er þetta eitt besta tækifæri sem við getum fengið til að byggja okkur upp sem kvartett. - Það var heilmikið basl að koma sér af stað og fá fyrstu tón- leikana. Við vorum ekkert nafn, enginn vissi hver við vorum eða hvað við gætum, svo við þurftum hálfpartinn að betla okkur tón- leika hjá hóp sem heitir Vinir kammertónlistarinnar og stendur fyrir tónleikaröðum í Miami. Þeim fannst þeir vera að gera okkur alveg óskaplega mikinn greiða og töluðu hálfpartinn nið- ur til okkar og auðvitað fengum við engin laun, en eftir tón- leikana vildu þeir ailt fyrir okkur gera. Okkur voru gefin úr fyrir frammistöðuna og svo buðu þeir okkur með pomp og prakt að spila á tónleikum hjá sér næsta ár. - Hjólin fóru að snúast fyrir al- vöru þegar við unnum Fischoff keppnina, kammermúsíkkeppni, sem var haldin í South bend Indi- ana í apríl í ár. Eftir það fórum við í tónleikaferð til Chicago og Indianapolis í Indiana, og þar heyrði í okkur maður sem vill skipuleggja með okkur tónleika- ferð til Pittsburgh. - Fyrstu tónleikarnir á næsta starfsári verða fyrsta september í Florida. Þá spilum við með Aar- on Rosand fiðluleikara og það er talað um að við spilum inn á plötu með honum. Svo er maður, sem heitir Maurice Gardner og býr í Florida, búinn að skrifa handa okkur kvartett. Hann heyrði í okkur á tónleikum, sem við héld- um í Florida áður en við tókum þátt í keppninni og skrifaði þá kvartettinn handa okkur, og nú er talað um að við spilum hann inn á plötu. Okkur hefur verið boðið að spila konsert fyrir kvart- ett og hljómsveit með Strengja- sveit Miami, sem er víst nokkuð góð hljómsveit. Og svo vill ein- hver þýskur hörpusnillingur fara í hljómleikaferð með okkur til Evrópu og spila inn á plötu með okkur. Það er reyndar ekkert ákveðið, hefur bara verið talað um það en gæti orðið meiri háttar gaman. - Ég verð áfram í kvartettin- um, því það er mjög gaman hjá okkur, okkur gengur vel að vinna saman og það er æðislegt að geta unnið fyrir sér á þennan hátt. Ég ætla líka að halda áfram að vera ég sjálf og reyna að koma mér áfram sem einleikara, ég fór í eina keppni í ár, alþjóðlega fiðl- uleikarakeppni í Florida. Við spiluðum inn á snældur sem við sendum inn í keppnina, og síðan voru valdir sex þátttakendur frá sitthvoru landinu. Það var mjög gaman að taka þátt í þessari keppni og ég komst í þriðja sætið. - Ég held að verði ég einhvern tímann að velja á milli þess að spila í kvartett eða vera einleikari velji ég einleikaraferilinn, því hann er og verður númer eitt hjá mér, en nú er ég í kvartettinum og ætla að gefa honum allt sem ég á. Við fáum þarna tækifæri, sem annars hefði getað verið erfitt að fá, og svo höfum við mjög mikla ánægju af þessu. Ef við lendum í því sem gerist stundum hjá at- vinnukvartettum að okkur hætti að þykja þetta skemmtilegt eða sérstakt hættum við undir eins, en núna er alveg óskaplega gam- an hjá okkur. LG Sigrún: Einleikaraferillinn er og verður númer eitt hjá mér. Mynd - Jim Smart. SigrúnEðvaldsdóttir: Aðstaðaní Miami eitt besta tækifæri sem við get- um fengið afla okkur punkta eins og nem- endurnir til að fá okkar laun, og það gerum við með kennslu. Við höfum eina opna æfingu á viku fyrir nemendur og fáum ákveð- inn punktafjölda fyrir hana, Keith er með hljómsveit skólans, við Cathy og Ásdís kennum tón- heyrn og svo erum við öll með einkatíma í hljóðfæraleik. - Það er auðvitað alveg óskap- lega mikið að gera, og heilmikið átak fyrir mig að byrja á þessu, ég var alls ekki vön þessari stunda- skrá. Því miður hafa þessir krakkar allir byrjað frekar seint að læra á hljóðfæri, því fólk í Mi- ami virðist ekki hafa skilning á því að til þess að verða góður hljóðfæraleikari þarf maður að byrja mjög ungur, helst fimm ára. En ég held að okkar vera þarna eigi eftir að breyta þessu viðhorfi. Við erum brautryðjend- ur þarna að mörgu leyti, og eini kvartettinn á staðnum, margir af okkar áheyrendum höfðu aldrei heyrt í kvartett áður nema á plötu. - Þetta er alveg óskaplega gott tækifæri fyrir okkur. í Bandaríkj- unum er mjög mikil samkeppni á milli kvartetta og erfitt að koma sér áfram, en þarna höfum við tíma og peninga til að æfa og byggja okkur upp, og enginn annar kvartett á staðnum í sam- keppni um tækifærin. Þó það sé kannski ekki mikið menningarlíf ixpy garmfnningtn Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.