Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 14
SAMEINAÐA/SI'A
Ljóð Kristjáns frá Djúpalæk
þekkja flestir íslendingar.
Fyrsta Ijóðabók hans, Frá
nyrstu ströndum, kom út 1943
og síðan hver af annarri fram
til ársins 1981 þegar Ijóða-
bókin Fljúgandi myrkur kom
út sem að mati margra er sú
besta. Auk þess hefur hann
samið barnabækur og þýtt
Ijóð í mörg barnaleikrit auk
fleiri ritverka. Á ferð minni
norður í land um síðustu helgi
heimsótti ég Kristján sem
góðfúslega féllst á þetta við-
tal.
Það skiptir litlu máli í hvernig
veðri maður kemur til Akur-
eyrar, það er alltaf jafn fallegt og
andrúmsloftið er öðruvísi en á
öllum öðrum stöðum sem ég hef
heimsótt í landinu.
- Það er eitthvað við Eyjafjörð
sem erfitt er að lýsa, það hvflir
yfir honum ákveðin helgi, sagði
Kristján. Hér fer saman mikil
gróðursæld og veðurgæska og
fjallahringurinn er ákaflega fal-
legur. Ég er alinn upp í»nyrsta
hluta Norður-Múlasýslu, sem í
daglegu tali er kallað Langanes-
strendur. Þar var mjög erfitt að
búa, gróður lítill og erfitt að afla
heyjanna. Mér brá því mjög við
þegar ég kom hingað fyrst, því
þetta eru ólíkir staðir.
Hvenœr komstu hingað?
Ég kom fyrst til Akureyrar árið
1937 og byrjaði í Menntaskólan-
um. Það voru erfið ár. Líkast til
eru einhver allra erfiðustu ár sem
núlifandi kynslóð hefur lifað árin
milli 1930 og 1940. Heimskrepp-
an í algleymi, fátækt mjög al-
menn og ýmis óáran varð til að
auka enn á eymdina. Draumur
um skólagöngu var mjög vonlí-
till, nánast útilokað fyrir aðra en
efnað fólk, embættismannasyni
og stórbændasyni. Þetta var satt
að segja mjög dapurlegur tími, ég
þjáðist mjög af löngun til að
I nl/Uilínnn. OO H ÍVVI
ganga menntaveginn og var frem-
ur lítið gefinn fyrir erfiðisvinnu.
Ég komst þó ekki hjá að vinna í
vegavinnu á sumrin. Á hverju
sumri var úthlutað fé til allra
hreppa til vegavinnu. Einhvers
skonar pólitískur biti til að jafna
kjör sveitarfélaganna. Þetta var
afspyrnu leiðinleg vinna og mjög
erfið. En erfiðast af öllu var þó að
komast ekki í skólann. Ég var á
Eiðum veturinn á undan. Það var
prýðilegt svo langt sem það náði.
En vera mín í menntaskólanum
var ekki löng. Fátækt og heilsu-
leysi hömluðu því en heilsuleysið
hefur hrjáð mig, svo að segja frá
fæðingu.
Á Eiðum kynntist ég konunni
minni og við byrjuðum að búa að
Staðartungu í Hörgárdal árið
1938 en fluttumst til Akureyrar
1943.
Þá hefur efnahagsástandið
heldur verið farið að skána?
Já svolítið og þá var herinn
kominn. Eftir komu hersins var
ísland ekki lengur það sama og
áður og hefur aldrei orðið síðan.
Það er í raun og veru ekki ís-
lenskri dyggð að þakka að við
réttum úr kútnum heldur hörm-
ungum styrjaldarinnar.
Byltingarsinnaöir
baráttumenn
Þú varðst kommúnisti á
kreppuárunum?
Já ég var það og hef aldrei
skammast mín fyrir að hafa verið
kommúnisti eða iðrast neins í því
sambandi. Á þessum tíma var
ekkert eðlilegra en að íslenskur
almúgi hefði verkalýðsbaráttu og
að ungt fólk og fátækt gerðist rót-
tækt, yrðu kommúnistar, bylting-
arsinnaðir baráttumenn. Sú þró-
un var eðlileg afleiðing af því
þjóðfélagsástandi sem ríkti og
peim pólitísku hræringum sem
voru að gerast út í heimi.
Þetta var líka ákaflega frjó-
samt tímabil í bókmenntum og á
því græddi maður mikið. Það
ríkti mjög sérstakt andrúmsloft,
það má greina tvenns konar
strauma sem þá voru ríkjandi,
annars vega mikil rómantík, sem
best er túlkuð í kvæðum Davíðs
Stefánssonar, hins vegar mikill
baráttuhugur sem kemur meðal
annars fram í kvæðum Jóhannes-
ar frá Kötlum og í bókaútgáfu
þessara ára sem var mjög mikil og
merkileg. Á þessum tíma fékk ég
í hendurnar bók Steinbecks,
Þrúgur reiðinnar, sem er ein allra
besta bók sem hefur verið skrifuð
í heiminum, fyrir utan bækur
Laxness.
Maður græddi líka mikið á því
að kynnast hinni hörðu og ein-
huga baráttu verkalýðsins sem
barðist upp á líf og dauða. Þetta
var fórnfús barátta og fólk
heimtaði ekki peninga fyrir hvert
viðvik sem það innti af hendi í
þágu málstaðarins.
Sól og sumar
í Sovét
Á þessum árum fögnuðu marg-
ir rússnesku byltingunni og höfðu
á henni mikla trú. Hún fékk ósk-
ammtað lof af sterkum mönnum
;em trúðu á Sovét og sáu þar ekk-
ert nema sól og sumar. En margir
þeirra féllu í þá gryfju að þegja
þunnu hljóði eftir að þeir fengu
vitneskju um að það væri ekki allt
með felldu í Rússlandi. Því miður
héldu helstu boðberar kommún-
ismans áfram að segja okkur
ósatt eftir að þeim varð ljóst að
ekki var allt eins og það átti að
vera. Stalín var ekki aðeins vinur
barna og blóma eins og okkur var
sagt, heldur nokkuð harður í
horn að taka. Þjóðviljinn tók
lengi þátt í þessari lýgi því miður.
Líklega var það vonin um að Eyj-
ólfur hresstist, eins og Laxness
orðaði það sem fékk þá til að
breiða yfir sannleikann. Þó voru
sumir svo heittrúaðir að þeir sáu í
raun og veru ekkert rangt við það
sem var að gerast. f þeirra augum
var ekkert athugavert við það að
fórna mannslífi svo þjóðin fyrir-
færist ekki öll. Það er ákaflega
erfitt að fyrirgefa þessi ósannindi
sem héldu áfram svo lengi.
Fæstum varð fullkomlega ljóst
hvað var að gerast í Sovétríkjun-
um fyrr en Stalín var afhjúpaður
og Krústjov hélt sína frægu ræðu.
Ég var þó farinn að efast miklu
fyrr. Ég fór til Póllands 1955 á
alþjóðlega unglingaráðstefnu.
Þar var ákaflega vel tekið á móti
okkur og við sáum ekki mikið af
eymd. Endurreisnarstarf eftir
stríðið hafði verið mikið og sums-
staðar unnin hrein kraftaverk. Þá
var til dæmis að mestu búið að
endurreisa Varsjá úr rústum. En
samt sem áður fór ekki hjá því að
maður fann undir niðri að ekki
var allt með felldu
Það hefur verið mikið áfall þeg-
ar fyrirmyndarríkið hrundi?
Já, það voru mikil vonbrigði.
Vonbrigði sem í raun og veru
enginn maður getur komist yfir.
Eg sagði svona í gamni um dag-
inn, að fyrst refarækt á íslandi
brást, og kommúnisminn í Rúss-
landi brást þá er á fátt að trúa.
Hins vegar er ég glaður núna yfir
þeim stórmerkilegu hlutum sem
eru að gerast í Rússlandi. Gor-
bachev er merkilegur maður, þó
að árangurinn af starfi hans sé
ekki fyrst og fremst að þakka
hans eigin ágæti, heldur ástand-
inu sem ríkti þegar hann tók við
völdum. Það þarf sérstakar að-
stæður og andrúmsloft til að
svona menn komi fram.
En hefurðu trú á að honum tak-
ist það ætlunarverk sitt að sveigja
Sovéskt samfélag í átt til meira
frjálsrœðis?
Ég verð að viðurkenna að ég er
á nálum um að honum takist það
ekki. Þegar þjóðir hafa mátt þola
svona mikla kúgun og hefur verið
haldið niðri með harðneskju í 70
ár þá óttast ég að um leið og er
slakað á skorti fólki biðlund. Það
er hungrað og þyrst eftir réttlæti
og hefur ekki þolinmæði til að
leyfa hlutunum að þróast þau ár
sem breytingar þurfa að fá.
Raunar er ég undrandi á því
hvað sovéskur almúginn er
kröfuharður á réttlæti, eins og
aldrei hafi verið haldið öðru að
þeim. Það þykir mér merkilegt
hvað frelsisandinn er ríkur. Allur
heilaþvotturinn virðist hafa vask-
ast af í einni gróðrarskúr. Það er
heilmargt sem gefur tilefni til
bjartsýni en maður er hræddur.
Það þarf svo lítið til að út af
bregði.
Vildiekki takaþátt
íþessum
skrípaleik lengur
Það voru miklar væringar á
vinstri væng stjórnmálanna þegar
Kommúnistaflókkurinn klofn-
aði. Alþýðubandalagið var stofn-
að, sem ég var nú aldrei neitt hrif-
inn af. Ég var eiginlega á móti því
á sínum tíma, mér fannst það
vera merki um undanhald. Síðan
urðu fleiri klofningar eins og vit-
að er og þegar einn höfuðleiðtogi
verkalýðs á íslandi og sá sem ég
vann mest með, Björn Jónsson,
átti forgöngu um stofnun sam-
taka frjálslyndra og vinstrimanna
ásamt Hannibal Valdimarssyni,
þá fylgdi ég Birni að málum. En
þegar það sprakk í loft upp þá
kvaddi ég pólitíkina. Ég vildi
ekki taka þátt í þessum skrípaleik
lengur og hef lítið gert af því að
kjósa síðan.
Ég get þó lýst því yfir að ég er
frekar vinveittur þeirri ríkisstjórn
sem nú situr. Ég hef nú alltaf ver-
ið hrifinn af gáfum Ólafs Ragn-
ars, og Svavar er ágætur líka.
Hins vegar er langt síðan mér var
það ljóst að það er hvorki á færi
stjórnmálamanna né annarra að
stjórna þessari þjóð. Henni er
ekki hægt að stjórna. Til þess
erum við of gleypigjörn og
heimtufrek. Þegar bjátar á í
rekstri fyrirtækja þá er farið og
grátið og ætlast til að ríkið komi
mönnum til hjálpar. Ég vil beina
því til Ólafs Ragnars að taka fast-
ar á fjármálunum, hirða betur
þann auð sem þjóðin skapar.
Auðurinn sem við eigum kemur
14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ágúst 1989
úr hafinu. Og hvað er svo gert við
hann. Hann erafhentur einhverj-
um strákum í Reykjavík, sem
flytja inn alls konar skran og
drasl. Svo er þetta auglýst upp og
þjóðin tryllist svo menn kaupa
hundrað þúsund soda stream vél-
ar og nokkur þúsund fjórhjól og
báta sem þeysast um fjörðinn.
Mér er sagt að jafngildi verðs sem
við fengum fyrir loðnuna í fyrra,
11 milljarðar sé það sama og
þjóðin keypti leikföng fyrir í
fyrra. Ég vil að Ólafur Ragnar
hafi meiri stjórn á þessum gjald-
eyri og hætti færa hann innflytj-
endum og heildsölum til að flytja
inn hvað sem er í hvaða magni
sem er.
Við búum við það að vera þjóð
sem lifir á fiski og það er sannað
mál að það er ekki til nóg af hon-
um. Þá er fundið upp á því að búa
til kvóta sem er skipt niður á skip
og síðan er tekið upp á þeirri
ósvinnu að leyfa skipum sem ekki
nýta sinn kvóta að selja hann.
Það finnst mér glæpur, einfald-
lega vegna þess að hvorki þeir
hafði ekki andlegan þroska til að
njóta þessara gæða og varð því að
flóni. Þannig fór fyrir okkur.
Eru íslendingar flón?
Við urðum að flónum vegna
þess að við kunnum ekki að fara
með það fé sem okkur áskotnað-
ist í svo ríkum mæli á svo
skömmum tíma. Ekki þar fyrir að
fólk er mjög vinnusamt og dug-
legt, ákaflega listrænt og sæmi-
lega greint, en við kunnum samt
ekki að fara með fé og njóta þess
sem er einhvers virði. Auglýsing-
askrumið tryllir okkur. Við erum
að kaupa fyrir dýran pening fölsk
verðmæti.
í hverju eru hin raunverulegu
verðmæti fólgin?
Hin raunverulegu verðmæti
eru að sjálfsögðu fólgin í friði
milli manna og stétta. Sérstak-
lega er þó hamingjan fóigin í því
að ala börnin sín vel upp. Menn
ættu heldur að eyða svolítið meiri
tíma í að sinna börnum sínum og
rækta elsku sína gagnvart þeim
en vinna myrkrana á milli til að
komast í utanlandsferð til meng-
Það þykir mér
merkilegt hvað
frelsisandinn
er ríkur
sem selja kvótann né þeir sem
úthluta honum eiga fiskinn.
Þjóðin á hann og að selja
óveiddan fisk er lögmálsbrot að
mínum dómi. Ónýttur kvóti á
auðvitað að ganga aftur í sjóðinn,
annað hvort til að rækta upp í
hafinu eða til að láta bágstadda
menn eða þorp hafa hann. Þá
þykir mér annað feikilega merki-
legt. Frystihús sem kaupa fiskinn
af sjómönnum geta ekki greitt
nema skammarlega lágt verð
fyrir hann til þeirra. Sjómenn
sem sækja erfiðustu fiskimið
heims og eru merkilegasta og
virðingarverðasta stétt þjóðfé -
lagsins.Svo getur sama frystihús
keypt óveiddan fisk út í sjó fyrir
stórar fjárhæðir. Þetta skil ég
ekki hvernig er hægt.
Þjóðin er
algerlega
ábyrgðarlaus
Á flakki sínu heimshorna á
milli eyða íslendingar stórum
hluta þess gjaldeyris sem fiskur-
inn gefur okkur. Ég vil að það
verði dregið stórkostlega úr utan-
landsferðunum, sérstaklega með
því að selja gjaldeyrinn miklu
dýrari. Ef við hættum að fara til
útlanda, þó ekki væri nema
fimmta hvert ár og skjögtum þess
í stað um landið okkar þá væri
líklega hægt að borga upp skuldir
landsins á fáum árum. Ég er
sannfærður um að okkur liði ná-
kvæmlega jafn vel eftir sem áður.
Þessi lífsstfll okkar er bara
dæmi um ábyrgðarleysið. Þjóðin
er algerlega ábyrgðarlaus. Ég er
að vísu ekkert mjög hrifinn af
forsjárhyggju, en fyrr má nú vera
ef fjármálaráðuneytið hefur ekki
vald til þess að takmarka óþarfa
útaustur fjár úr sameiginlegum
sjóðum okkar.
Það hefur farið fyrir okkur eins
og fátæklingnum, sem sögur hafa
verið skrifaðar um, sem vann í
happadrætti mikið fé. Hann vildi
eignast allt milli himins og jarðar
en því meira sem hann eignaðist,
því vansælli varð hann. Hann
aðra sólarstranda og eignast
eitthvert skran sem það hefur svo
engan tíma til að njóta vegna
yfirvinnu.
Fátæktin kenndi
manni
að leita eftir
andlegum verö-
mætum
Þú talar um ábyrgðarleysi. Hef-
ur það eitthvað að gera með það
að komnar eru kynslóðir sem
aldrei hafa kynnst fátœkt?
Ja ekki skal ég segja um það en
ég veit að sannarlega kynntist ég
fátækt og það var erfitt líf en ekki
alvont. Maður leitaði kannski
meira að andlegum verðmætum.
Núna þurfa menn ekki að leita að
neinni dægradvöl. Þetta kemur
allt sjálfkrafa inn á heimilin. Það
dynur yfir ákaflega forheimsk-
andi efni í gegnum fjölmiðla. Sér-
staklega er æskan í hættu því yfir
hana dynur svo mikið af ofbeldi,
klámi og viðbjóði. Jafnvel barna-
efnið í sjónvarpinu er fullt af of-
beldi. Hvernig getum við ætlast
til þess að börn skilji það þegar
Tommi og Jenni eru barðir og
kramdir sundur og saman og rísa
svo alheilir upp á eftir. Er það
ekki eðlileg ályktun barnsins að
það sé í lagi að hrekkja köttinn í
næsta húsi því hann muni rísa
heill upp aftur. Börnum verður
ekki kenndur munurinn á réttu
og röngu með því að hafa fyrir
þeim sjónvarpsefni af þessu.tagi.
Eins og svo margir aðrir hef ég
líka verulegar áhyggjur af ís-
lenskri tungu. Löng og mikil
skólaganga virðist ekki einu sinni
megna að gera menn altalandi.
Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð í
þessu sambandi en rísa í fæstum
tilfellum undir henni. Þó hefur
mér fundist blöðin heldur skárri
en annað.
Andleg fátækt er mikil og kem-
ur best fram í því að hér étur hver
upp eftir öðrum einhverja frasa
og ofnota. Alþingismenn eru sér-
stakir skaðvaldar á þessu sviði.
Orðafæðin er mikil og líkinga .
málið svo snautt.Raunar hef ég
lengi haldið því fram að Alþingi
sé ekki góður staður til andlegra
þrifa. Ég hef séð afburðamenn
fara á þing og mér finnst þeir hafa
staðnað. Alþingismenn eru líka
svo bundnir af flokknum. Þeir
mega ekki segja hvað sem er því
það kann að stangast á við stefnu
flokksins. Þessi stranga krafa að
þurfa að lúta aga flokksins. Mér
er minnistæð sú göfuga kona,
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Henni verður það á að styðja
þessa ríkisstjórn og fékk mikið
bágt fyrir að hlýða ekki forystu-
mannsaga. Þetta er andlegt of-
beldi sem flokksmenn eru beittir.
Þingmenn ættu að gera meira af
því að brjótast undan þessu oki
og fylgja sinni eigin sannfæringu.
Næ ekki upp
í andagift
ungu skáldanna
Hvað með skáldskapinn, ertu
að yrkja eitthvað um þessar
mundir?
Því miður þá hef ég verið
eitthvað svo andlega sljór að ég
hef ekkert getað ort. Allur minn
skáldskapur hefur farið þannig
fram að hann kemur bara aðvíf-
andi og allt í einu er ég farinn að
yrkja og yrki þá látlaust. En svo
koma stórir dauðir tímar og batt-
eríið er lengi að hlaðast. Það
koma þó tvær bækur væntanlega
á markað í haust, barnabækur
sem ég hef verið að þýða. Önnur
er myndabók með einum 80 ljóð-
um. En ég er afskaplega óvirkur,
andlegur doði og líkamlegur van-
máttur hafa sótt á mig undanfar-
ið.
Hvað með Ijóð yngri kynslóða.
Fylgistu með því sem þau eru að
gera?
Ofurlítið geri ég það. En gáfur
mínar ná ekki upp í þann skáld-
skap. Þetta er svo hátt uppi að
mig skortir nokkra sentimetra til
að ná upp í andagiftina. Þessi fár-
ánleika loftfimleikar höfða ekki
til mín. Ung ljóðskáld virðast
bara yrkja fyrir hvert annað og
það finnst mér miður. Ljóðabæk-
ur voru meira keyptar á árunum
áður og við áttum auðvitað ljóð-
skáld sem voru á heimsmæli-
kvarða. Þau gáfu þjóðinni meira
en nokkurn getur grunað. Mikið
af ljóðunum voru ort undir lögum
og þjóðin söng þessi ljóð enda-
laust og gerir enn. Kynningin fór
fram í gegnum sönginn.
Trúin
fjötrar fólk
Við höfum enn ekkert rætt um
trúmál eða hugmyndir þínar utn
endurholdgun en ég veit að þú
hefur ákveðnar skoðanir í þeim
efnum.
Ég veit nú svo sem ekki mikið
um guðstrú og þess háttar og ég
er ekki lútherstrúar. En trúin get-
ur verið ákaflega hættuleg og
stendur oft í vegi fyrir þroska
fólks. Það á við um trú á alla
hluti, til dæmis pólitísk trú. Hún
kemur í veg fyrir að fólk geti skipt
um skoðun og leiðir oft til þess að
menn fara að halda í trúna trúar-
innar vegna og sniðganga allt sem
getur veikt þá í trúnni. Slíkt kom
fyrir marga kommúnista á sínum
tíma. Þeir lásu kannski ekkert
annað en málgagnið af ótta við að
efinn færi að læðast að þeim.
En varðandi endurholdgunina
þá finnst mér það mál bara of
sjálfsagt til að hafa um það mörg
orð lengur. Þetta var öðruvísi
áður og viðhorf fólks hafa breyst
mikið. Það eru svo margir farnir
að sjá þau rök sem liggja að baki
hugmyndinni um endurfæðing-
una. Það getur skýrt svo margt
sem erfitt væri annars að útskýra.
Til dæmis það hve ólíkir einstak-
lingar finnast í systkinahópi sem
hefur alist upp við nákvæmlega
sömu kjör og fengið sama upp-
eldi.
Ég ræddi mikið um þessi mál
áður fyrr, en nú finnst mér ekki
sama þörfin á því. En afstaða mín
er óbreytt. *Þ
Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15
áldi'ft kristján frá
_ - _ f _ _ _
Djúpalæk f viðtali þar sem
pánn talárum
kommúnismann, kreppuna,
látækt og líf þeirrar þjóðar
sem ekki verður stjórnað og
fólkið sem varð að f lónum