Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON 2. umferö Evrópukeppni taflfélaga Bæjarar lagðir að velli Skáksveit Taflfélags Reykja- víkur er nú komin í þriðju umferð Evrópukeppni skákfélaga eftir öruggan sigur á v-þýsku meistur- unum Bayern Múnchen. Loka- tölur, 6Í/2-5V2 gefa til kynna að jafnræði hafi verið með liðunum en staðreyndin var sú að TR hafði svo gott sem tryggt sér sigurinn er nokkuð var liðið á fyrri umferð viðureignarinnar, því strax unn- ust fjórar skákir og þær tvær sem eftir lifðu litu allsæmilega út. Það vill brenna við undir slíkum kringumstæðum að menn gerist dálítið værukærir, treysti jafnvel á aðra liðsmenn og þarf ekki að fjölyrða um að slíkur hugsunar- háttur er stórvarasamur, enda munaði minnstu að Bæjarar sem eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp næðu að jafna metin. Að mínu viti er talsverður styrk- leikamunur á liðunum og úrslit eins og 8:4 hefðu verið eðlileg. Sveit TR komst úr 1. umferð með nokkuð öruggum sigri á belgíska liðinu Anderlecht sem þó skartaði Jan Timman og Gennadi Sosonko. Nú var róður- inn þyngri. Bæjarar eru harð- snúnir skákmenn með hinn ör- ugga ungverska stórmeistara Zoltan Ribli í 1. umferð. V-þýska bundesligan er alvöru sveitak- eppni með 16 liðum sem skipuð eru mörgum heimsþekktum stór- meisturum s.s. Nigel Short, Ro- bert Húbner og Boris Spasskí svo nokkrir séu nefndir. Þegar þess er gætt að sveit TR getur stillt upp með ólympíulið íslands eins og það leggur sig er Ijóst að fáar sveitir standast henni snúning og Dregið hefur verið í 4. umferð Bikarkeppni Bridgesambandsins (í samvinnu við Útsýn og Kredit- korta). Eftirtaldar sveitir mætast: Pólaris/Stefán Ragnarsson gegn Braga Haukssyni Flugleiðir gegn Sigmundi Stef- ánssyni. Modern Iceland/Logi Þormóðs- son gegn Samvinnuferðum/ Tralla-sveit. Valtýr Jónasson/Sigurður Vilhj., gegn Skrapsveitinni (Hjördís E)- I 3. umferð var spilað sl. mið- vikudag í Sigtúni, leikir Modern- Logi og Samvinnuferðir- Trallasveitin. Sl. fimmtudag (fyrir viku) áttust við sveitir Hjördísar Eyþórsdóttur (Skrap- sveitin) og Sigfúsar Árnasonar. Leikurinn var æsispennandi undir lokin. Eftir 10 spil átti Hjördís 35 stig til góða. Eftir 20 spil 24 stig til góða og eftir 30 spil mér virtust Þjóðverjarnir ekki gera sér ýkja miklar vonir. Úrslit í fyrri umferð urðu þessi: TR - Bayern Múnchcn 4Vi:lVi Jóhann Hjartarson-Ribli 1:0 Jón L. Árnason-Kindermann 1:0 Margeir Pétursson-BischofT 0:1 Helgi Ólafsson-Hickl 1:0 Hannes H. Stefánsson-Hertneck 1:0 Karl Þorsteins-Hecht Vi-.Vi Sigrar TR-inga voru allir sannfærandi. Jóhann tefldi sína bestu skák í langan tíma og yfir- spilaði Ungverjann á sannfær- andi hátt. Jón L. Árnason bjó til litla skákperlu sem verður tekin til meðferðar hér. Margeir lenti fyrir hálfgerðan klaufaskáp í ómögulegri stöðu og tapaði eftir langa baráttu. Undirritaður hirti peð og það kom á daginn að Hickl hafði engin mótfæri og Hannes vann Hertneck sannfærandi með lokahnykk sem innihélt drottningarfórn. Fyrir vikið var Hertneck settur út úr liðinu. Karl átti góða stöðu gegn Hecht en glutraði henni niður í tímahraki og varð að berjast fyrir jafntefli. í seinni umferð snerist dæmið alveg við: TR - Bayern Múnchen 2:4 Jóhann Hjartarson-Ribli 0:1 Jón L. Árnason-Kindermann Vr. V2 Margeir Pétursson-Bischoff Vr.Vi Helgi Ólafsson-Hickl Vr.Vi Hannes H. Stefánsson-Hecht V2: Vz Karl Þorsteins-Schlosser 0:1 Jóhann tefldi ónákvæmt gegn Ribli sem náði fram hefndum. Athyglisvert er að báðar skákir 1 stig til góða. Síðustu lotuna unnu Sigfúsarmenn með 1 impa og stóðu leikar þá jafnir. Hjördís sigraði þar með leikinn á jöfnu (yfir fyrir síðustu lotu). Naumara getur það víst ekki verið. Hjördís hefur því slegið út tvær sveitir, sem eru í hópi 8 stigefstu sveita landsins. Geri aðrir betur. í kvöld (óstaðfest) eigast við sveitir Pólaris og Stefáns Ragn- arssonar Akureyri. Spilað verður í Sigtúni. Ólokið í 3. umferð er því aðeins leikur Valtýs og Sig- urðar, sem væntanlegur verður um næstu helgi. Og enn minnum við á skrán- inguna í Opna stórmótið, sem spilað verður í Hallormsstað helgina 25.-26. ágúst nk. Fyrir- komulagið er barometer, há- marksþátttaka 32 pör með 3 spil- um milli para. Nokkur sterk pör Þegar Jón L. Arnason samdi um jafn- tefli við Kindermann í seinni umferð var sigurinn í höfn. þeirra skyldu vinnast á svart. Skákir Jóns og Margeirs voru í jafnvægi en undirritaður lenti í miklum erfiðleikum eftir slaka byrjunartaflmennsku. Hannes sætti sig við stutt jafntefli en Karl tapaði eftir mikla baráttu fyrir varamanninum Schlosser. Viðureign TR og Bayern Múnchen fór fram á gamalkunn- um stað, Kristalsal Hótel Loft- leiða, sem hýst hefur margan merkan skákviðburðinn. Var vel að allri framkvæmd staðið af hálfu TR með þá Jón Briem for- mann og Gylfa Gaut Pétursson gjaldkera í broddi fylkingar. Dómarar voru þeir Guðmundur af Reykjavíkursvæðinu eru þegar skráð til leiks og ljóst að mótið verður vel skipað. Enn vantar þátttökuna af Austurlandi. Skráð er hjá Forskoti (Jakob) í s: 91-623 326 eða Ólafi Lárussyni í s: 91- 673 006 eða 91-1 65 38 (eftir miðj- an ágúst). Framlag þáttarins til slagorða- keppni Vífilsfells (um þýðingu á amerískum orðalepp, sem glym- ur í eyrum landsmanna þessa dagana) er: „Kaninn bítur ffl- inn“. Nokkrar breytingar og endur- bætur hafa átt sér stað í húsi Bridgesambandsins, og veitti ekki af. Heiðurinn af þessum framkvæmdum á Rúnar Magnús- son, sem síðustu daga hefur farið um allt húsnæðið og lagfært það Arnlaugsson, Ólafur Ásgrímsson og Ríkharður Sveinsson alþjóð- legir dómarar og þekkja þeir sitt hlutverk vel. Fannst mér sláandi munurinn á þeim og skandinav- ísku kollegum þeirra á Norður- landamótinu í Finnlandi. Þegar langt var liðið á keppnina minnti rafmagnsveitan á sig með því að almyrkva Kristalsalinn. Um tut- tugu mínútna skeið urðu kepp- endur að tefla við kertaljós og veika birtu eldhnattarins sem við sjáum nú sjaldnast hér á höfuð- borgarsvæðinu. Svo maður snúi sér að einstök- um skákum þá voru margar skemmtilegar tefldar í þessari keppni en sú snotrasta var án efa skák Jóns L. og Kindermann: Jón L. Árnason - Kindermann Frönsk vörn 1. e4-e6 2. d4-d5 3. Rd2-c5 4. Rgf3-xcd4 5. exd5-Dxd5 6. Bc4-Dd6 7. 0-0-Rf6 8. Rb3-Rc6 9. Rbxd4-Rxd4 10. Rxd4-a6 11. Hel-Dc7 12. De2-Bd6 13. Ú3-0-0 14. c3-b5 15. Bd3-Bb7 16. Bg5- (Svartur hefur fengið allþægilega stöðu út úr byrjuninni en velur nú áætlun sem telja verður vafasama þó hún þekkist úr svipuðum stöð- um í þessu afbrigði frönsku varn- arinnar sem kennt er við Tartak- ower.) 16. ...-Bh2 (skák) 17. Khl-Bf4? (Kindermann taldi greinilega að þó peðastaðan riðlaðist örlítið kæmi það ekki að sök. Hann gat leikið 17. ... Rd5.) 18. Bxf6-gxf6 19. Dg4 (skák)!-Bg5 (Fða 19.... Kh820. Dh4!f521. Bxf5! exf5 22. Df6 (skák) og 23. sem miður hefur farið. Má þar nefna vatnsleka, gólffjalir, skilrúm og skápasmíði o.fl. Eftir 27 spilakvöld í Sumar- bridge hafa eftirtaldir spilarar hlotið flest meistarastig: Þórður Björnsson 334, Murat Serdar 302, Anton R. Gunnarsson 266, Lárus Hermannsson 235, Óskar Karlsson 235, Jakob Kristinsson 225 og Gylfi Baldursson 182. Alls hafa 256 spilarar hlotið stig, þaraf 54 konur. Stigefstu kvenmenn eru: Hjördís Eyþórs- dóttir 151 og Lovísa Eyþórsdóttir 150. (Þær eru ekki skyldar, að best er vitað...) Vænta má mikilla breytinga á skipan A- og B-sveita á næsta tímabili. Nokkur pör munu vera hætt félagsskap og aðrir hyggja að hvfld frá erilsömum mótum og spilamennsku. Þá hafa ungir spil- arar verið í sókn síðasta misserið (á höfuðborgarsvæðinu) og eru til alls líklegir á næsta keppnis- tímabili. Nánar verður fjallað um þennan þátt í upphafi haustspila- mennsku í september. Ein bjartasta von okkar í kvennaflokki, um þessar mundir er tvímælalaust Hjördís Eyþórs- dóttir í Reykjavík. Sveit hennar í Bikarkeppni Bridgesambandsins er komin í 8-liða sveita úrslit, eftir 2 góða sigra á nokkuð öflug- um andstæðingum. I Sumarbridge sl. þriðjudag, í C-riðli, kom þessi hönd upp: Rxf5 með vinningsstöðu). 20. Dh5! (Eftir 20. h4 á svartur 20. ... Df4! o.s.frv.) 20. ...-h6 21. h4-Bf4 22. Rf5! (Einföld en áhrifarík mannsfórn. Kóngur svarts er berskjaldaður eftir22.... exf5 23. Dxf5 o.s.frv.) 22. ...-Hfd8 23. Dg4 (skák)-Kf8 24. Dg7 (skák)-Ke8 (Hér væri einfaldast að leika 25. Dg8 (skák) og ryksuga síðan upp peð svarts. En meira býr í stöð- unni og Jón finnur leið til að vinna drottningu svarts.) 25. Hxe6 (skák)!-fxe6 26. Rd6 (skák)! (Þetta er skínandi fallegt dæmi um þema sem kallað er línurof. Svartur verður að drepa með hrók - annars 27. Bg6 (skák) - en við það missir svartur vald á drottningunni.) 26. ... Hxd6 27. Dxc7-Hxd3 28. Dxb7-Had8 29. g3 - og svartur gafst upp. Önnur umferð Evrópukeppn- innar er tiltölulega stutt á veg komin þó vitað sé um tvær sveitir, auk TR, sem hafa unnið sér rétt í fjórðungsúrslitin: v-þýska sveitin Solingen sem hefur innan sinna vébanda m.a. Spasskí og Húbner og ungverska sveitin MTK Bu- dapest sem hefur á að skipa m.a. Lajos Portisch og þeim Polgar- systrum Judit og Szusu. Líklegt er að þriðja umferð Evrópu- keppninnar fari fram í október. S: ÁG9xx H: Dxxxx T: 1098 L: — S: — H: ÁKlOx T: ÁKxxx L: ÁDGx Hjördís sat í Suður og vakti á 1 tígli. Félagi hennar gaf 1 spaða, hún 2 hjörtu og félagi 4 lauf (sem er sterk undirtekt við hjartað og lofar fyrirstöðu í laufi, oftast stuttlitur). Hjördís gaf 4 tígla við laufasögninni og þá fann félagi hennar 5 hjörtu í sagnboxinu og Hjördís var ekkert að tvínóna við hlutinn og breiddi út 7 hjarta sögnina, með brosi út um annað. Lögmálið segir: „Meldirðu djarflega, verður þú að spila djarflega." (Og fá spilin á hend- ina). Útspil Vesturs (áttum breytt) var spaðakóngur. Einvherjar til- lögur um framhaldið? Lítum á hvað gerðist. Spaðakóngur tek- inn á ás og laufi hent heima. Hjarta upp á ás og Vestur sýndi eyðu. Þá laufaás og laufadrottn- ing. Lítið frá Vestri og Hjördís lá aðeins yfir þessu. Trompaði síð- an og kóngurinn kom fljúgandi frá Austri. Hann hafði þá sýnt 2 lauf og 4 hjörtu. Hvað átti hann marga tígla? Hjördís hristi höfuð- ið og tók tvo efstu í tígli (báðir með) og spilaði þriðja tíglinum. í ljós kom að Austur átti hann, þannig að einfalt var að trompa lágt í borði og taka trompin af Austri. Slétt staðið og 1510 til góða. Eina parið af 7 sem náði þessum Alla. Eitt prik fyrir Hjör- dísi. BRIDDS Ólafur Lárusson 18 SIÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ágúst 1989 Hverjir komast í undanrásir?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.