Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 17
Samtímaskopmynd um fjárhagskreppuna rétt fyrir byltinguna: „Hvað er eiginlega orðið af peningunum?" Lok ógnarstjórnarinnar: Robespierre handtekinn. hugmyndir þess höfðu fengið öfl- ugan hljómgrunn meðal þeirra Parísarbúa af alþýðustétt sem settist um þetta forna virki og hataða tákn „lénskipulagsins“ og enginn var lengur fús til að verja konungsstj órnina. Er þá hér loksins fundin end- anleg skýring á frönsku stjórnar- byltingunni, sem sé samspil þriggja þátta: efnahagskreppu, skipbrots einveldisins sem hafði losnað úr tengslum við þjóðlífið með því að bola burt „milliliðun- um“ og gerjun nýrra hugmynda meðal heimspekinga og hugsuða upplýsingastefnunnar? Þótt þessi skýring atburðanna virki mjög sannfærandi, er svar Francois Furet samt ekki jákvætt. Hann hafnar þeirri hugmynd, að „fræ- korn“ frönsku stjórnarbyltingar- innar hafi falist í þessum aðdrag- anda hennar, þannig að hún hafi verið bein afleiðing af honum. Hann álítur að þótt við þekktum orsakir byltingarinnar miklu bet- ur en við gerum, gætum við samt sem áður ekki komið með neina endanlega skýringu: um leið og byltingin skall á, hófst að hans dómi eitthvað sem var algerlega nýtt og ákvarðaðist ekki af orsök- um atburðanna, sem sé nýtt hegðunarmynstur byltingar- mannanna, ný aðferð til að breyta gangi sögunnar. Var byltingin óþörf? Reyndar beitir Francois Furet þessum skýringum á aðdraganda stjórnarbyltingarinnar síðar, þegar hann reynir að rekja ýmsar ástæður fyrir því hvaða stefnu hún tók á tíma „Ógnarstjórnar- innar“, og verður drepið á þær bollaleggingar hér á eftir. En áður en lengra er haldið, er rétt að staldra við og líta á þá spurn- ingu, sem er sennilega ofarlega í hugum margra á afmælinu, sem sé hvaða áhrif þessi nýja túlkun getur haft á viðhorf manna nú á dögum til þessara tveggja alda gömlu atburða. Nú heyrast þær raddir alloft, að franska byltingin hafi í rauninni verið „óþörf": þær umbætur sem byltingarmennirnir hafi verið að berjast fyrir hafi komist í framkvæmd annacs stað- ar án þess að til þess þyrfti nokkra byltingu með þeim blóðsúthell- ingum sem slíkum atburðum fylgja, en franska byltingin hafi hins vegar leitt út í hina hrikaleg- ustu ógnarstjórn og síðan til keisaradæmis Napóleons og landvinningastefnu hans. Slík spurning hlýtur að verða áleitnari, þegar ekki er lengur unnt að líta svo á, að í frönsku byltingunni hafi einhver „söguleg lögmál“ verið að verki, og hún hafi þannig verið liður í nauðsyn- legri þróun: ef það var einhver tilviljanakenndur árekstur ólíkra og óskyldra þátta við einhverjar sérfranskar aðstæður sem ýtti byltingunni af stað, var hún þá nokkuð annað en „sögulegt slys“, sem Frakkar hefðu getað sloppið við, t.d. ef konungur landsins hefði gert nauðsynlegar ráðstaf- anir á réttum tíma eða almenn- ingur hefði ekki látið einhverja heimspekinga rugla sig í ríminu? Hefðu þeir þá ekki líka losnað við fallöxina, Rússlandsferð Napó- leons og annað slíkt, en samt náð sama árangri að lokum? Þannig virðist liggja beint við að spyrja hvort Frakkar hefðu ekki getað farið sömu leið til lýðræðis og t.d. Norðmenn eða Danir. Erfitt að semja söguna aftur Hér er rétt að hafa í huga, að það er býsna erfitt að ætla sér að skrifa söguna upp á nýtt: menn verða að taka tillit til fjölda- margra þátta og forðast alls kyns villur, t.d. þá að einn þáttur hafi getað verið allt öðru vísi en hann var en allir aðrir óbreyttir. Nú er fráleitt að halda því fram, að árið 1789 hafi sá kostur yfirleitt verið fyrir hendi, sem íhaldssamir menn virðist telja ákjósanlegast- an, að þjóðfélagið þróaðist áfram hægt og rólega og í djúpri virð- ingu fyrir yfirvöldunum biði al- menningur eftir því að þeim þóknaðist að mylgra í hann ein- hverjum umbótum. Þeirri leið hafði verið lokað löngu áður, og þegar árið 1787 var skipbrot kon- ungsstjórnarinnar slíkt að mikil ólga og upplausn af einhverju tagi var yfirvofandi og sennilega óumflýjanleg: enginn aðili var til sem gæti bjargað málunum innan ríkjandi stjórnkerfis og hvergi virðist nokkur kostur hafa verið á nokkurri perestroiku í ríki Lúð- víks konungs 16. Hann - eða hershöfðingjar hans - hefðu kannske getað reynt að kæfa upp- reisn alþýðunnar Bastilludaginn í blóði, en það hefði leitt til enn meiri harmleiks og vafalaust ein- hverra annarra umskipta síðar. Nýstárlegar hugsjónir Af þessu verður að hafa hlið- sjón þegar reynt er að leggja ein- hvern sögulegan dóm á byltingar- mennina frönsku og svara þeirri spurningu hvort uppreisn þeirra gegn sérfrönsku ófremdarástandi hafi verið stundlegt franskt innanríkismál eða haft einhverja víðtækari þýðingu. Þrátt fyrir það sem sagnfræðingar nútímans hafa sagt, má segja að forsprakkar byltingarinnar hafi í vissum skiln- ingi verið að berjast gegn „léns- skipulagi", því það var orðið sem þeir notuðu um þjóðskipulagið sem þeir vildu brjóta niður. Eftir þá hugmyndaþróun sem orðið hafði fyrir tilstilli heimspekinga upplýsingarstefnunnar og ann- arra hugsuða innan hins „nýja pólitíska samfélags" höfðu menn farið að nota þetta orð um þjóð- skipulag þar sem menn fæddust misjafnir eftir stéttum, menn höfðu því misjafnlega mikil rétt- indi og gátu ekki unnið sig áfram með hæfileikunum einum, stjórnendur fengu vald sitt „af guðs náð“ og engin ástaða var til að spyrja þegnana álits nema þegar stjórnendunum þóknaðist svo. Fyrir bragðið voru byltingar- mennirnir að berjast fyrir miklu stærri málefnum en einhverjum staðbundnum og stundlegum frönskum innanlandsmálum: þeir voru að berjast fyrir hug- sjónum sem voru nýstárlegar í Evrópu, fyrir því að menn fædd- ust jafnir og rætur stjórnmálavalds væru hjá al- menningi. Eftir tvær aldir - og skipbrot þeirra kenninga sem tengja hugmyndir byltingar- mannanna við „borgarastéttina“ eina- er augljóst að þetta eru þær hugsjónir sem reynst hafa Vest- urlandabúum haldbestar. Þá er röðin komin að þeirri spumingu, hvort nokkur þörf hafi verið á frönsku byltingunni til að vinna þessum hugsjónum brautargengi: þær sigraðu að lok- um í öðrum löndum Evrópu án byltingar. En hér er þess að gæta, að Vesturlönd mynda eina heild, og fráleitt er að ímynda sér að unnt sé að nema burt lykilatburð úr sögu þeirra þannig að ekki verði breytingar á öðrum sviðum hennar. Þær hugsjónir sem bylt- ingarmennirnir börðust fyrir voru ekki bundnar við Frakkland heldur voru þær sprottnar upp úr hugmyndagrósku Vesturlanda og breiddust út um alla álfuna. En þær rákust á harða mótspyrnu allra þeirra sem með völdin fóru, og þegar búið er að hafna kenn- ingum um „sögulega nauðsyrí', er ekki lengur hægt að ganga út frá því að í einhverri óskilgreindri lýðræðisþróun hafi þær hlotið að sigra: þróunin gat allt eins farið inn á einhverjar allt aðrar brautir. Þegar hugmyndir af þessu tagi skutu upp kollinum í Genf og Hollandi sameinuðust margar stjórnir Evrópuríkja um að berja þær miskunnarlaust nið- ur með hervaldi. í Norður- Ameríku þurfti margra ára styrj- öld til að hugsjónin um jafnrétti og lýðræði sigraði. Auk þess voru Bandaríkin, sem urðu til í þeirri styrjöld, á vissan hátt staðsett á jaðri Vesturlanda og alls óvíst hvaða áhrif þau gætu haft á gang mála annars staðar. En í frönsku stjórnarbyltingunni voru forvíg- ismenn hugsjónanna skyndilega búnir að sigrast á einu elsta og - að því er menn höfðu talið - sterkasta einvaldskonungsdæmi Evrópu, - einni sterkustu stoð- inni í fornri skipun álfunnar. Hvað sem síðan gerðist hafði þessi sigur afdrifarík áhrif á þró- unina síðan: í byltingunum 1830 og 1848 voru Frakkar að berjast fyrirsömu hugsjónunum, uns svo fór að þær sigruðu endanlega þar í landi. Án þessara atburða og síðar málalykta er allsendis óvíst að þróunin í öðrum löndum álf- unnar hefði orðið eins og raun ber vitni. Ógnarstjórnin Að þessu leyti lifum við á arfi frönsku byltingarinnar. En svo er líka annar arfur sem orkar öllu meira tvímælis, en það er „Ógn- arstjórnin" ogstyrjöldin íEvrópu og síðan valdataka Napóleons og landvinningastefna hans: var þetta „eðlileg" afleiðing bylting- arinnar eða e.k. afvegaleiðsla hennar? Francois Furet hefur reynt að skýra þá stefnu sem bylt- ingin tók út frá forsendum henn- ar. Álítur hann, að þar sem bylt- ingarmennirnir voru að rísa gegn „einveldi af guðs náð“ hafi krinfr- umstæðurnar leitt þá til þess að snúa þeirri kenningu einfaldlega við, byggja upp kenningu um vald sem ætti upptökin hjá al- menningi, en væri þá jafnframt í eðli sínu alræði. Samkvæmt hug- myndum þeirra hefði almenning- ur rétt fyrir sér og ætti minnihlut- inn að lúta fyrir meirihlutanum eða fulltrúum hans, en þeir sem vildu það ekki væru þá andstæð- ingar lýðræðisins eða jafnvel svikarar. Innbyrðis deilur bylt- ingarmanna hefðu ekki verið hagsmuna- eða stéttaátök heldur hefðu þær snúist um það hver væri réttur fulltrúi eða túlkandi almenningsviljans. Hefði þessi staða dæmt forsprakka bylting- arstjórnarinnar til að ganga sífellt lengra, í stöðugri samkeppni hver við annan. Þannig hefðu „Ógn- arstjórnin" og stríðið verið stöð- ugur flótti fram á við. Samkvæmt þessari kenningu má því líta á „Ógnarstjórnina“ og valdatöku Napóleons síðar sem rökrétt framhald af byltingunni og þeim kringumstæðum sem hún spratt upp af. Liggur þá nærri að bera þessa atburði saman við rússnesku byltinguna og örlög hennar, enda hefur það óspart verið gert - og frá tveimur and- stæðum sjónarhólum. Stuðnings- menn Sovétríkjanna hafa gjarnan notað frönsku bylting- una til að réttlæta rússnesku bylt- inguna í heild og það sem af henni leiddi, og þá kannske sagt að „Ógnarstjórrí* á báðum stöðun- um hafi verið eðlileg afleiðing að- stæðnanna og bellibragða and - stæðinganna. En fransktr hægri- menn hafa hins vegar stundum hneigst til þess að fordæma frönsku byltinguna í ljósi þeirra atburða sem gerðust í Sovétríkj- unum á 20. öld: Robespierre var eins konar Stalín, segja þeir þá. Þetta er flókið mál, og þyrfti ítarlega rannsókn. En athyglis- vert er, að þrátt fyrir þessar kenn- ingar sínar hefur Francois Furet hafnað þessum túlkunum, sem hér hafa verið nefndar. Hann bendir á, að þegar árið 1790 hafi byltingarmenn í rauninni verið búnir að ná öllum þeim markmið- um sem þeir náðu á annað borð, þannig að ekki varð aftur snúið: sé það hin raunverulega „upp- skera“ þessa tíma, sú sem við búum enn að. Með „Ógnar- stjórninni“ hafi byltingin hins vegar leiðst afvega, þar sem bylt- ingarmönnunum hafi ekki tekist að finna jafnvægi og skapa stöðu- ga stjórn. Jafnframt hefur Fra- ncois Furet hafnað öllum hlið- stæðum milli byltinganna í Rúss- landi og Frakklandi og haldið því fram að á „ógnarstjórnunurrí' á þessum tveimur stöðum hafi ver- ið eðlismunur: í útvarpsum- ræðum í vor benti hann t.d. á, að jafnvel þegar ógnarstjórnin var sem verst í Frakklandi hefðu um- ræður þar verið nokkuð frjálsar. Hvað sem þessum kenningum Francois Furet líður, er það reyndar ljóst, að rússnesku bylt- ingarmennirnir gerðu sér far um að líkjast hinum frönsku og láta líta svo út að þeir væru að vinna hliðstætt starf, og þessa samlík- ingu notuðu þeir markvisst sem áróðursbragð, þegar framferði þeirra var í rauninni með allt öðr- um hætti. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að „bylting bolsé- víkka“ hafi verið valdarán dulbú- ið sem bylting í frönskum stfl. Þegar menn eru að leita að hlið- stæðum milli frönsku og rússnesku byltingarinnar og reyna að skýra eða réttlæta - eða þá fordæma - atburði á einum staðnum með tilvísun til hins sýni það þegar öllu er á botninn hvolft fyrst og fremst góðan árangur sovésku áróðursmaskínunnar. En umræðurnar um tengslin milli byltinganna á 19. og 20. öld leiða beint að merkilegu vandamáli, sem sé „endurtekningurrí* í sög- unni. Og það er allt önnur saga. e.m.j. Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.