Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 6
Að svipta sig réttindum Þaðfœrist í vöxt að atvinnurekendur semji við launafólk um að gerast verktakar. Meðþvíað gerast verktaki stimplar launafólk sig ávissan hátt úr velferðarþjóðfélaginu Vinnumarkaðurinn hefur tekið töluverðum breytingum síð- ustu ár og ef miðað er við hvernig ástandið var á vinnumarkaði um og upp úr seinna stríði, hefur hann tekið stökkbreytingum síð- an þá. Þetta eru í sjálfu sér engin ný vísindi. En þær breytingar sem hafa átt sér stað síðustu ár hafa farið mjög lágt og almenningur verður þeirra ekki var fyrr en hann heyrir dapurlega sögu af annaðhvort vini eða fjölskyldu- meðiimi. Þeim réttindum og tryggingum sem verkalýðshreyf- ingin hefur með baráttu í gegnum áratugina tryggt sínum félags- mönnum, er ógnað af þöglum óvini sem ekki er svo auðvelt að þreifa á: verktakatilboðinu. Hér er átt við það fyrirbæri þegar atvinnurekendur „semja“ um það við launafólk að það ger- ist „verktakar“ í stað þess að vera launafólk. í grundvaliaratriðum felst í þessari beiðni atvinnurek- andans, að launamaðurinn hætti að líta á sig sem launamann en líti þess í stað á sig sem atvinnurek- anda með einn mann í vinnu: sjálfan sig. Ef launamaðurinn gengur að þessari heiðni verður enginn munur á honum og hverju öðru fyrirtæki sem atvinnureka- ndi hans verslar við, skyldur at- vinnurekandans gagnvart honum verða þær sömu, og atvinnurek- andanum ber að greiða raf- magnsreikninginn. Einstaklingshyggjan í öndvegi Þessi þróun þarf í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart. Þjóðfélagið hefur verið að þróast æ meira í átt til einstaklings- hyggju og þeir sem ráða ferðinni í miðlun skoðana í landinu hafa ýtt undir þá þróun. Það þykir sjálf- sagt samkvæmt þessari hyggju, að einstaklingurinn standi einn á báti í samfélaginu. Það sé hans að spjara sig í gegnum súrt og sætt. Hann á ekki að reikna með sam- hjálp, hann á að lifa í þeirri lífs- speki að hver hafi nóg með sitt. Ef þessi þróun fær að eiga sér stað óáreitt gæti hún á örfáum árum breyst í stærstu ógn sem ís- lensk verkalýðshreyfing hefur þurft að horfast í augu við lengi. Á frumdögum verkalýðshreyf- ingarinnar var barist nákvæmlega MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Laus staða Staða sérfræðings við Orðabók Háskólans er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að starfið verði veitt frá 1. janúar 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í íslenskri málfræði. Jafnframt er æskilegt að þeir hafi aflað sér sérþekkingar á sviði orðabókarfræða. Umsóknir skal senda menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. október n.k. ásamt ræki- legum upplýsingum um námsferil og fyrri störf og ítarlegri greinar- gerð um fræðistörf sem máli geta skipt vegna starfsins. Menntamálaráðuneytið 20. september 1989 Blaðberar óskast LAUS HVERFI Skerjafjörður Aragata - Oddagata Miðstræti - Þingholtsstæti Fjólugata - Smáragata Freyjugata - Bragagata Hlemmur og nágrenni Skúlatún - Sætún Mjóahlíð - Engihlíð Selvogsgrunn - Sporðagrunn Skipasund - Efstasund Háaleitisbraut Neðstaleiti - Ofanleiti Mosgerði - Melgerði Borgargerði - Rauðagerði Blesugróf Vesturberg Rjúpufell - Torfufell Unufell - Vclvufell þlÓDVILIINN Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681663/681333 gegn þessum sömu viðhorfum kapítalistanna, sem vildu koma í veg fyrir að verkafólk byndist samtökum, þannig að þeir gætu samið við hvern og einn yfir borð- ið. Sumir félagsfræðingar hafa sagt að með mótmælandatrúnni hafi guð verið tekinn frá fólkinu og hver og einn verið látinn um að ná sambandi við guð, í ein- rúmi. Og víst er að margt í mótmælandatrúnni greiddi götur kapítalismans. Með því að gera launamann að verktaka er hann sviptur samstöðumættinum og hann stendur einn gegn samein- uðum og sterkum atvinnurek- endum. Verkalýðshreyfingin er langt í frá áhyggjulaus vegna þessar þró- unar. Hennar virðist mest hafa gætt í byggingariðnaði og á þenslutíma síðustu ára gat þessi óvinur nokkurn veginn þróast í kyrrþey. Benedikt Davíðsson, formaður íslenskra byggingar- manna, segist hafa orðið var við mikla aukningu á því að verka- menn geri sig að undirverktökum hjá atvinnurekendum sínum. Hann sagði Þjóðviljanum að þetta væri stórhættuleg þróun, ekki hvað síst í því ástandi sem nú ríkti á vinnumarkaði, í auknum samdrætti og opinberum spám um frekari samdrátt. Það er eftir- tektarvert að Benedikt segir þetta fyrirbæri nýtt sem vanda- mál. Auðvitað hafi þetta alltaf þekkst, en aldrei í eins miklum mæli og síðustu misseri. Benedikt er nýkominn af nor- rænni ráðstefnu og sagði að þar hefði þetta vandamál verið rætt og komið í ljós að Norðmenn væru að reyna eitthvað svipað og íslendingar, þannig að hér væri um alþjóðlegt vandamál að ræða. Til Iangs tíma sagði Benedikt að þetta myndi trúlega hafa þau áhrif að verkalýðshreyfingin yrði talin minna nauðsynleg og hún hefði þar af leiðandi minni mögu- leika á að hafa áhrif og ná árangri í starfi. Að sögn Benedikts þekkja stéttafélög byggingarmanna mörg og oft hörmuleg dæmi þess að menn hefðu brennt sig illa á því að gera sig að verktaka hjá atvinnurekanda. Þegar menn rækju sig á leituðu þeir til síns félags og þá væri reynt að verða þeim að liði eins og frekast væri unnt. En hvers vegna lætur verkafólk til leiðast? Benedikt sagðist telja að menn héldu sig vera að bæta kjör sín með því að gerast verk- takar og síðan væri þetta gamla sagan um „að það kemur ekkert fyrir mig“. Að sögn Benedikts missir einstaklingur mikil réttindi um leið og hann gerist verktaki og greiðir ekki þau gjöld sem greidd eru með venjulegum launamanni. Þó verktaki leggði einhverja upphæð fyrir sjálfur sem baktryggingu, missti hann til dæmis allan rétt á framreikningi í bótarétti, komi eitthvað fyrir hann. Ef maður um þrítugt yrði td. fyrir alvarlegu slysi og yrði ör- yrki fengi hann aðeins bætur sam- kvæmt þeim rétti sem hann hefði unnið sér inn áður en hann gerð- ist verktaki. Ef hann væri hins vegar launamaður í venjulegum skilningi, ætti hann rétt á fram- reikningi réttar fram til eftir- launaaldurs. 0g fjölmiðlarnir líka Verktakaveiran hefur laumað sér í allar starfsstéttir þó hún sé algengari í sumum stéttum en öðrum. Veiran er mjög útbreidd í þeirri stétt sem undirritaður til- heyrir, það er blaðamannastétt- inni. Lúðvík Geirsson, formaður blaðamannafélagsins, sagðist hafa áhyggjur af þessari þróun. Hennar hefði farið að gæta í rík- ara mæli með fjölgun fjölmiðla og væri hvað sterkust í tímarita- geiranum. Lúðvík sagði að stær- sti tímaritaútgefandinn á íslandi væri til að mynda með svo gott sem allt sitt fólk á verktakasamn- ingum. Blaðamenn fengju tíma- bundna glýju í augun yfir „hærra kaupi“ sem biðist á þessum kjörum en gleymdi réttindamiss- inum sem fyldi með í kaupunum. Þá sagði Lúðvík að fólk hefði tilhneigingu til að líta á lífeyris- sjóðina sem einhverjar lánastofn- anir og eftirlaunasjóði. En líf- eyrissjóðirnir væru annað og meira en það. Þeir væru trygging- arsjóðir sem kæmu til skjalanna þegar launamaður yrði fyrir skakkaföllum og frá vinnu vegna þeirra. Hann sagði að félagið hefði fengið til sín fleiri félags- menn eftir að greiðslur í lífeyris- sjóð urðu að skilyrði fyrir hús- næðisláni. Nú væru um 500 fé- lagsmenn í Blaðamannafélagi ís- lands og af þeim reiknaðist hon- um að um 100 manns væru á verk- takasamningum. Hvaða réttindi eru þetta sem launafólk verður af með því að gera sjálft sig að verktökum? í sem fæstum orðum sagt þá eru þau ótrúlega mikil og margslung- in. Og ekkert af þeim fékkst af sjálfu sér, fyrir þeim varð að berj- ast og sýna atvinnurekendum fram á að launafólk stæði saman til að ná þeim. Það er þess vegna augljóst að með því að gerast verktakar vinnur launafólk gegn eigin hagsmunum, þegar til lengri tíma er litið og skemmri, ef eitthvað kemur fyrir. í júnítölublaði Vinnunnar, var ítarleg úttekt á þessum málum. Þar eru talin upp 34 atriði sem öll fela í sér réttindi sem launafólk hefur en glatar við að verða verk- takar. Þau helstu eru réttur á um- sömdum lágmarkslaunum, launum fyrir viðurkennda frídaga og helgidaga, greiðslu orlofsfjár eða launa í orlofi, réttur til des- emberuppbótar og orlofsuppbót- ar, launa í veikinda- eða slysatil- fellum, hvort sem slys verða í vinnu eða utan, réttur til launa í enn lengri tíma ef viðkomandi slasar sig eða veikist á vinnustað, trygginga vegna dauðsfalls og þar af leiðandi tryggingu fyrir af- komu maka og barna við skyndi- legt dauðsfall, rétti á uppsagnar- fresti, ríkisábyrgð á launum verði atvinnurekandinn gjaldþrota, at- vinnuleysisbótum, launum í veikindum barna og svo framveg- is og svo framvegis. Auðveldast væri að segja, að með því að ger- ast verktaki stimpli viðkomandi sig út úr velferðarsamfélaginu og setji sjálfan sig áratugi ef ekki öld aftur í tímann. Er veira á þínum vinnustað? f úttekt Vinnunnar er sett upp dæmi um hvað launatengd gjöld eru stór hluti af laununum. Nið- urstaðan er sú að ef verktaki ætti að fá samsvarandi launakjör og launamaður þurfi greiðslur til hans að vera 50-60% yfir því kaupi sem sem eðlilegt væri að greiða. En algengast er að at- vinnurekendur bjóði verkafólki 30% „bónus“ fyrir að afsala sér þeim fjölmörgu réttindum sem hann annars hefði. Jafnvel þó atvinnurekandinn greiði verkamanni 50-60% hærri laun fyrir að vera verktaki, þá er óupptalið allt það aukaumstang sem verkamaðurinn þarf að taka á sig. Hann er nefnilega ekki laus allra mála við það eitt að verða verktaki. Hann þarf að standa í skilum með greiðslur og upplýs- ingar til skattyfirvalda. Ef hann tryggir sig telst Vinnunni til að hann komist aldrei upp með að greiða minna en 8-9.000kr. á mánuði í tryggingariðgjöld. Ef hann greiðir í lífeyrissjóð þarf hann að greiða bæði það sem honum sem einstaklingi er skylt að greiða, að viðbættu því sem atvinnurekandi greiðir venjulega og hann þarf að sjá um að lífeyris- sjóðurinn fái réttar upplýsingar um hans kaup, þannig að mark verði á honum tekið. Allt þetta kostar tíma og fjármagn. Ef bara er litið til tímans sem verkamað- urin bætir á sig í þessu umstangi, mætti hann örugglega bæta við 1-3 klukkustundum á hverjum degi við vinnudag sinn. Verkefni verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkisvalds er að ' upplýsa verkafólk um raunveru- legar staðreyndir þessa máls. í lífsgæðakapphlaupi nútímans er auðvelt að gleyma sér og auðvelt að láta glepjast af loforðum um stundargróða. Allir vinnandi menn og vinnandi konur eiga einnig að taka þátt í því að berjast á móti þessari þróun. Ef atvinnu- rekandi býður þessi kjör á auðvit- að að hafna þeim og tilkynna síð- an til verkalýðsfélagsins að við- komandi atvinnurekandi sé veira sem fylgjast þarf með. -hmp Eiginmaður minn, faðir og afi Ágúst Jóhannesson Faxabraut 32c Keflavík lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 21. september kl. Bergljót Ingólfsdóttir Jóhannes Agústsson Hrólfur Brynjar Ágústsson Guðrún Ágústsdóttir Dúa Berg IfeWrWað er gott auglýsingablað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.