Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 19
/fENNINGIN Gegn Ijótleika- flæðinu! Sigurður Þórir: Ekkert náttúrulögmál að við sökkvum alltaf dýpra og dýpra í fenið Sigurður Þórir: Þegar ég var unglingur voru hugsjónir i hávegum hafðar en nú vilja menn bara verðbréf. Mynd - Jim Smart. - Það má kalla þetta tilvistar- myndir, segir Sigurður Þórir, se'm opnar málverkasýninguna Úr myndheimi í kjallara Norræna hússins á morgun. - Þetta eru myndir sem fjalla um manneskj- una sem hugsandi veru, sam- skipti karls og konu og mannsins við umhverfi sitt. - Mínar myndir hafa breyst að því leytinu til að áður var ég alltaf að reyna að lýsa ástandi eða at- burðum; pólitík, ástandinu í þriðja heiminum eða styrjöldum. Eg ætlaði að nota myndlistina til að bjarga heiminum og hellti mér út í að lýsa ástandinu. En svo fór ég að hugsa um að það væri svo mikið af Ijótleika í heiminum og að það væri alltaf verið að miðla okkur myndum af ofbeldi og hörmungum. Til að mynda sýnir könnun sem gerð var á Englandi að það eru að meðaltali framin sex morð á sólarhring inni í stofu hjá fólki. Það bætast endalaust við neikvæðar fréttir og þetta er hreinlega orðið yfirþyrmandi. Þess vegna tók ég mig saman í andlitinu og fór að vinna með feg- urð, sem andstæðu við allt Ijót- leikaflæðið. - Ég hef unnið út frá þessu sjónarmiði undanfarin ár og finnst ég verða var við einhverja þróun í myndunum eins og mað- ur vill svo gjarnan sjá á milli sýn- inga. Eg mála eins og mér dettur í hug og veit ekkert hvaða stefnur þetta eru, ég er ekkert að velta því fyrir mér, enda varðar mig í raun og veru ekkert um það. En ég hef alltaf málað manneskjuna hver svo sem stíllinn hefur verið þó ég sé núna farinn að mála hana innan frá. í 'pólitískum-, stríðs- eða atvinnulífsmyndunum, sem ég gerði á tímabili þar sem ég reyndi að sýna manneskjuna í þessum gráa hversdagsleika, málaði ég hana utan frá. - Ég er jafn pólitískur og ég var og þó ég hafi nú snúið mér að manneskjunni sem sjálfstæðu tjáningarformi er ég enn á því að listin, - með öðru, geti breytt heiminum. Listin er mannbæt- andi, hún getur aldrei verið niðurrifsafl heldur getur hún lagt sitt af mörkum til að bæta heim- inn. Sumir segja að mynd sé bara Iitur, form og lína, en hún er líka hugmyndafræði, tjáning og inni- hald. - Ég tel mjög mikilvægt að miðla fegurð og hana þarf maður ekki að kaupa sér, heldur getur maður bara notið hennar. Við ís- lendingar höfum svo miklu að miðla, fegurð landsins, víðátt- unni og þessum sterku og mögn- uðu litum, sem maður getur miðl- að öðrum. Það þarf eitthvert mótvægi við þann raunveruleika sem hellist yfir okkur daglega, allt stríðsbröltið, fréttir af götum í ósonlaginu og mengun. Þetta eru allt hlutir sem hljóta að móta manneskjuna, enda hegðar fólk sér oft þannig að svo virðist sem það eigi mjög skammt eftir ólifað. - Það er algjör vitleysa að taka þann pól í hæðina að þetta sé vandamál sem ekkert er hægt að gera við, því í rauninni er enginn vandi að snúa þróuninni við ef vilji er fyrir hendi. Það er ekkert náttúrulögmál að við sökkvum alltaf dýpra og dýpra í fenið. Af hverju þurfa Bandaríkjamenn endilega að éta svona mikið af hamborgurum? Er þaðæitthvert lögmál að það þurfi að eyðileggja Amazonskógana til þess að hægt sé að rækta nautgripi í hamborg- ara handa þeim og öðrum? Þetta er bara spurning um hugarfar. Við getum étið eitthvað annað. - Það er eins og mannkynið sé rekið áfram af einhverri sjálfs- eyðingarhvöt og það finnst mér ekki þurfa að vera lögmál. Það vantar alla hugsjónamennsku í fólk. Þegar ég var unglingur voru hugsjónir í hávegum hafðar en nú vilja menn bara verðbréf. - Listin er mannbætandi en henni þarf að hlúa að. Meira að segja aldamótakynslóðin vissi að það þurfti að hlúa að listum og menningu, að þjóðin þyrfti að eiga listamenn og Þjóðleikhús. En það er eins og við höfum gleymt því að séu listinni ekki sköpuð almennileg skilyrði verð- ur hér engin list. Það er fáránleg tilhugsun að menn geti orðið listamenn eftir kvöldmat þegar þeir hafa staðið i brauðstritinu allan daginn. LG Laddi í hlutverki Fagins. Á munaðarleysingjahælinu er matur af skornum skammti enda kemur að því að drengirnir fara að ræða það sín á milli að biðja um meira. Hrakningar Olivers Twist Oliver! frumsýndur í Þjóðleikhúsinu annað kvöld Leikár Þjóðleikhússins hefst annað kvöld, en þá verður söng- leikurinn Oliver! eftir Lionel Bart frumsýndur á stóra sviðinu. Oli- ver! er sem kunnugt er byggður á sögu Charles Dickens um mun- aðarleysingjann Oliver Twist. Hann elst upp við harðræði og kröpp kjör, fer af munaðarleys- ingjahælinu til erfiðrar vistar hjá líkkistusmið og þaðan til dvalar hjá konungi vasaþjófanna, Fag- in, sem leggur sitt af mörkum til að gera glæpamann úr Oliver. Því leikurinn snýst um að spilla munaðarleysingjanum, sem er í raun og veru lögmætur erfingi umtalsverðs auðs, nema hann verði dæmdur sakamaður. En Oliver hittir ekki bara eintóm ill- menni á leið sinni, fyrir aðstoð góðra manna hlýtur hann upp- reisn æru og allt fer vel, svo sem lög gera ráð fyrir. Lionel Bart er fæddur og upp- alinn í Lundúnum. Hann var orð- inn rrfikils metinn dægurlagahöf- undur þegar hann hóf að semja tónlist og söngtexta fyrir leikhús, en Oliver! (saminn 1960) var þriðja verkefni hans fýrir leiksvið og fyrsti söngleikurinn sem hann samdi einn. Söngleikurinn náði þegar margfalt meiri vinsældum en dæmi voru um meðal enskra söngleikja og hefur verið sýndur víða um lönd. Bart hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir verk sín og hlaut kvikmyndin sem gerð var eftir Oliver! sjö Óskars- verðlaun. Gissur Páll Gissurarson leikur Oliver Twist og ívar Sverrisson Hrapp. Laddi leikur Fagin, Ragnheiður Steindórsdóttir Nansí og Pálmi Gestsson Bill Sik- es. Leikstjóri Olivers! er Bene- dikt Árnason, stjórnandi tónlist- ar Agnes Löve, Ingibjörg Björns- dóttir sér um dansa og hreyfingar og Mark Henderson annast lýs- ingu. Þýðandi söngleiksins er Flosi Ólafsson, sem jafnframt leikur Bumble, yfirvaldið á mun- aðarleysingjahælinu, sem með hörku reynir að siða til Oliver og alla hina. Oliver! fylgja búningar og fræg leikmynd eftir Sean Kenny og þarf að skila hvorutveggja aftur til Bretlands 1. nóvember. Því verður síðasta sýning á Oliver! þann 29. október en aðrar sýn- ingar verða ekki í gangi á stóra sviðinu á meðan á sýningum söngleiksins stendur vegna um- fangs leikmyndarinnar. LG Föstudagur 22. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.