Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Kasparov efstur í Tilburg eftir sigur á Jóhanni Karl nær öruggur með sigur á íslandsþinginu Jóhann Hjartarson mátti lúta í lægra haldi fyrir Garrí Kasparov heimsmeistara þegar þeir öttu kappi í 6. umferð Interpolismóts- ins í Hollandi í gær. Kasparov vann skákina með miklum tilþrif- um í 26 leikjum en sá grunur læð- ist að mönnum að þarna hafi Jó- hann fengið að kynnast heima- vinnu Garrís. Hann er þekktur fyrir að rústa mönnum í örfáum leikjum fylgi þeir alfaraleiðum. Með þessum sigri skaust heimsmeistarinn einn í efsta sæt- ið. í fimmtu umferð lagði hann landa sinn Vasily Invantsjúk að velli en þar sem gamla kempan Viktor Kortsnoj vann einnig sína skákina voru þeir jafnir fyrir um- ferðina í gær. í sömu umferð gerði Jóhann jafntefli við Agde- stein. í gær gerði Kortsnoj hins- vegar jafntefli við Ungverjann Guyla Sax, Júgóslavinn Lubomir Ljubojevic vínn Ivantsjúk og Agdestein og Piket gerðu jafn- tefli. Staðan að loknum sex um- ferðum er þá þessi: 1. Kasparov 5 v. 2. Kortsnoj 4V2 v. 3.-4. Jóhann Hjartarson og Ivantsjúk 3 v. 5.-7. Ljubojevic, Sax og Agdestein 2*/z v. 8. Piket 1 v. Jóhann beitti Vínarafbrigðinu svokallaða sem gafst vel í 4. ein- vígisskákinni við Anatoly Karp- ov í Seattle fyrr á þessu ári. Eftir 16 leiki var komin upp sama staða og í skák Eingorn og Judasin á sovéska meistaramótinu í fyrra. Kasparov breytti þá út af tafl- mennsku landa síns en Jóhann virtist bera takmarkaða virðingu fyrir endurbót heimsmeistarans, hirti peð og sennilega var það hans banabiti. Með glæsilegri mannsfórn í 19. leik náði Kaspar- ov að opna kóngsstöðu svarts og knýja fram sigur: Tilburg 1989, 6. umferð: Garrí Kasparov - Jóhann Hjartarson Drottningarbragð (V ínar-afbrigðið) 1. d4-Rf6 2. Rf3-d5 3. c4-eó 4. Rc3-dxc4 5. e4 (Karpov lék 5. e3 en sá leikur gefur lítið í aðra hönd.) 5. .. Bb4 6. Bg5-c5 7. Bxc4 (Hér hefur Kasparov áður reynt 7. e5 sem leiðir til snarpra átaka eftir 7. .. cxd4 8. Da4+-Rc6 9. 0-0-0-Bd7 10. Re4-Be7 11. exfó- gxfó.) 7. .. cxd4 8. Rxd4-Bxc3+ 9. bxc3-Da5 10. Bb5+ Bd7 11. Bxf6-gxf6 12. Db3-a6 13. Be2-Rc6 14. 0-0-Dc7 15. Habl-Ra5 16. Da3-Hc8 17. Hfdl (Eingorn lék 17. c4 í áðurnefndri skák og fékk heldur betri stöðu þó svartur eigi að halda jafnvæginu með bestu tafl- mennsku. Nú tekur Jóhann ákvörðun sem teljst verður vafa- söm.) 17. .. Dxc3? (Býður hættunni heim. Svarta staðan er auðvitað dálítið vara- söm og hér gat hann falast eftir drottningaruppskiptum með 17. .. Dc5 sem Kasparov hefur sennilega hugsað sér að svara með 18. Dcl, en eftir 18. .. Dg5 má svartur sæmilega við hags sinn una. 19. f4 er vafasamt vegna 19. .. Dc5 sem hótar m.a. 20. .. e5 o.s.frv. Betra er því 19. Hd2 og sennilega hefur hvítur heldur betri færi.) 18. Dd6-Dc7 19. Rf5! (Glæsileg mannsfórn byggð á ná- kvæmum útreikningum. Svartur verður að taka manninn.) 19. .. exf5 20. Dxf6-0-0?! (Svartur gat valið um þennan leik og 29. .. Hg8, sem er sennilega skásti kosturinn. Eftir 21. Bh5d- Hg6 22. Dh8+! Ke7 23. Dxh7 hefur hvítur frábær færi. 23. .. Hf6 strandar á 24. e5! o.s.frv., en eftir 23. .. Hcg8 24. Bxg6- Hxg6 er ekki öll nótt úti. Eftir- tektarvert er afbrigðið 21. exf5- Dc6 22. De5+ Kf8 23. Bf3-Dc7! (23. .. DxG 24. Dd6+ og vinnur) og ekki verður séð hvernig hvítur á að halda taflinu gangandi.) 21. Hd3!-f4 22. Hd5!-h6 (Eða 22. .. Hef8 23. Hg5+-Kf8 24. Hg7-Be625. Hxh7 ogmátar.) 23. Dxh6-f5 24. Hb6!-Bc6 (Eða 24. .. Rc6 25. Bc4!-Hf7 26. Hd6 o.s.frv.) 25. Hxa5-Dh7 26. Dxf4 - og Jóhann gafst upp. Kasparov tefldi þessa skák af- burðavel. Yfirburðir Karls á íslandsþinginu Karl Þorsteins er svo til örugg- ur um sigur á Skákþingi íslands þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Hann hefur þegar þetta er ritað náð tveggja vinninga for- skoti á keppinauta sína Jón L. Árnason og Þröst Þórhallsson. Hann hefur auk þess teflt við aðra titilhafa mótsins og lagt þá alla að velli sem gerir árngurinn sérlega glæsilegan. Einungis Ak- ureyringnum Rúnari Sigurpáls- syni tókst að ná gegn Karli og og hafði fram að því tapað öllum sín- um skákum. Jón L. Árnason sem fyrirfram var álitinn sigurstranglegastur hefur náð sér vel á strik eftir tapið fyrir Karli í 3. umferð. Þröstur Þórhallsson hefur teflt af öryggi ef undan er skilin skákin við Karl Björgvin Jónsson fékk 2V2 v. úr þrem fyrstu skákum sínum en festist síðan í jafnteflisgír. Hann má þó vel við sinn árangur una. Hinsvegar veldur frammistaða Hannesar Hlífars vonbrigðum. Staðan fyrir níundu umferð sem tefld var í gærkvöldi: 1. Karl Þorsteinsson 7V2 v. 2.-3. Jón L. Arnason og Þröstur Þór- hallsson 5V2 v. 4. Björgvin Jóns- son 5 v. 5. Hannes Hlífar Stefáns- son 4 v. 6.-7. Þröstur Arnason og Ágúst Karlsson 3V2 v. (8.-9. Guð- mundur Gíslason og Tómas Björnsson 3 v. 10.-12. Rúnar Sig- urpálsson, Jón G. Viðarsson og Sigurður Daði Sigfússon 2'/2 v. Bridge á skjánum Úrslitaleikur Bikarkeppni Bridgesambandsins, á milli sveita Modern Iceland og Trygginga- miðstöðvarinnar, hefst kl. 18.30 í kvöld, á Hótel Loftleiðum. Útlit er fyrir að 48 spil verði spiluð í kvöld, en 16 síðari spilin verði geymd til morguns. Stöð 2 áætlar að sýna ca. 10 spil í beinni útsend- ingu á morgun, sem þýðir að sá hluti leiksins verður lokaður fyrir áhorfendur á staðnum. Framkvæmd þessa úrslitaleiks hefur verið vægast sagt í þoku og ekkert talað við fyrirliða sveitanna, svo eitthvað sé nefnt. Um síðustu helgi lá ekki einu sinni Ijóst fyrir, hvar leikurinn yrði spilaður. Yfirstjórn BSÍ las hins vegar í Þjóðviljanum sl. föstudag og aftur í DV á laugar- dag, að leikurinn yrði spilaður á Loftleiðum og ákváðu í fram- haldi af því að spila leikinn þar. Já, mikill er máttur fjölmiðlanna. Eigi að verða framhald á því, að bridge sem íþrótt vinni sér sess í sjónvarpi, verður að standa þannig að málum, að þeir sem vinna við undirbúning og endan- lega gerð þátta, svo ekki sé talað um beina útsendingu af úrslita- leik í Iandsmóti, geri sér grein fyrir eðli íþróttarinnar; þeir sem taka hana alvarlega, og koma til með að bera hitann og þungann af sjálfum viðburðinum, sem aft- BRIDGE ur á móti leiðir hugann að því, að það er sjálfur úrslitaleikurinn í þessu tilviki, sem skiptir mestu máli. Góður bridge, í við- kvæmum leik, með tilheyrandi framkomu, allt eftir eðli spilar- anna sjálfræ, skiptir að mínu mati meira máli en góð klipping, nýir skór eða sæmilegur fatnaður. Hafi yfirstjórn BSÍ áhuga á dúkkuleik, ætti okkur hinum að standa á sama. Það er verra ef sá leikur á að sýna íslenskan bridge. í kvöld og á morgun er í gangi úrslitaleikur í landskeppni. Eftir þann leik verður aðeins einn sig- urvegari. Sveit Modern Iceland skipa: Ólafurog Hermann Lárus- synir, Magnús Ólafsson, Páll Valdimarsson og Jakob Kristins- son. Sveit Tryggingamiðstöðvar- innar skipa: Bragi Hauksson, Sigtryggur Sigurðsson, Ásmund- ur Pálsson, Guðmundur Péturs- son, Hrólfur Hjaltason og Ásgeir Ásbjörnsson. Siglfirsku bræðurnir Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssynir urðu á dögunum Norðurlandsmeistarar í tvímenning. 19 pör tóku þátt í mótinu, sem haldið var á Siglu- firði. Aðrir Siglfirðingar gerðu það gott í Kópavoginum um síðustu helgi, er síðata Alslemmu-mótið Ólafur Lárusson 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ var spilað. Það voru feðgarnir Vilhj álmur Sigurðsson og Sigurð- ur Vilhjálmsson, sem höfðu sigur í 20 para móti. Baráttan var jöfn og hörð allt mótið, og um miðbik- ið áttu ein 10-11 pör möguleika. Hrólfur Hjaltason og Sverrir Ár- mannsson náðu 2. sætinu, og úr því neðsta upp í 3. sæti komu svo stormandi Sveinn E. Eiríksson og Steingrímur G. Pétursson. Fullbókað er í afmælismótið á ísafirði um næstu helgi. 26 pör munu taka þátt í mótinu, sem verður með barometer-sniði, 3 spil milli para. Bridgefélag Isa- fjarðar var stofnað 13. október 1954. Stofnendur voru 58 og fyrstu stjórn skipuðu: Alfreð Al- freðsson formaður, Guðfinnur Magnússon og Haukur Ingason. Bridgefélagið Muninn í Sand- gerði verður með árlegt stórmót sitt laugardaginn 25. nóvember. í athugun er að halda sveitakeppni með svipuðu sniði og verður á Húsavík x byrjun nóvember. Aðalfundur Bridgefélags kvenna var haldinn fyrir skemmstu. Ný stjórn var kjörin, og lét Aldís Schram af for- mennsku. Ólína Kjartansdóttir var kjörin formaður í hennar stað, Kvenfélagið spilar á mánu- dagskvöldum í húsnæði Bridge- sambandsins að Sigtúni 9. Skagfirðingar hyggjast hefja haustbarometer sinn næsta þriðjudag, ef næg þátttaka fæst. Stefnt er að 4-5 kvölda keppni. Skráning er hjá Ólafi Lárussyni (16538) eða Hjálmari Pálssyni (76834). Hugsanlegur möguleiki er að Bridgeskólinn opni útibú á Akur- eyri í vetur. Stjórnandi yrði Jak- ob Kristinsson, ef af verður. í Evrópusambandinu í Bridge, eru nú 300 þús. meðlimir, en voru 220 þús. árið 1983. Þetta þýðir að 5,8 af hverjum 10 þús. íbúum álf- unnar eru meðlimir í Evrópusam- bandinu. Mestagróskan síðustu 5 árin hefur verið í Tyrklandi (48,87%), þá íslandi (26,53%), Grikklandi (24,45%) og Portúgal (18,53%). Með neikvæða þróun voru 4 þjóðir, Finnar (+0,14%), Noregur (+0,15%), Svíþjóð (+3,24%) og Monaco (+6,96%). fsland er á toppnum með flesta spilara pr. 10 þús. íbúa eða 135,4. Næstir eru Monaco og San Marino með 59,6 og 50,0. Fæstir eru þeir í Tyrklandi (0,2) og Júgóslavíu (0,2). Um daginn birti ég spil eftir Mike Lawrence, úr bók eftir hann, sem heitir „Judgement at Bridge". Þar tekur hann fyrir ýmis atriði í vörninni, sem hjálpar þér og fé- laga þínum, til að „tala“ saman. En eins og allir vita, eru eiginleg- ar samræður með öllu bannaðar í sjálfum leiknum. Lítum á eitt „samtalið": 9532 KD Á962 83 Vestur Pass 1 spaði Pass Pass S: D64 H: 1054 T: D7543 L: Á106 S: ÁG1087 S: H: 632 H: T: 8 T: L: K975 L: S: K H: ÁG987 T: KG10 L: DG42 Sagnir gengu: Norður Austur Suður Pass Pass 1 hjarta 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 hjörtu Pass Pass Ef ykkur er sama um sagnir N/ S, þá er mér það einnig. Nú, út- spil Vesturs er tígulátta, sem fé- lagi hans tekur á ás og spilar meiri tígli og gefur stunguna. Hverju á Vestur að spila í þriðja slag? Spaði til baka (undan ás) hefur hörmulegar afleiðingar í för með sér. En hverju spilaði félagi þinn í Austur, eftir að hafa tekið á tígul- ásinn? Jamm, málið snýst um það. Það er raunverulega Austur sem ber hitann og þungann af vörninni. Það er hann sem sér að spilið fer einn niður, ef félagi á spaðaslag. Austur vill ekki fá spaða til baka, þar sem hann á enga snögga innkomu þar (með kóng í spaða breytist þetta). Þess vegna, spilaði Austur tígultvisti til baka, beiðni um lauf. Vestur hlýddi hlýðinn og spilið fór rólega einn niður. Margar útgáfur eru til, sem þessar. Málið er að vera vakandi í þessum eilífa tvíleik mannanna. Föstudagur 22. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.