Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 20
SIGURÐUR A. _ MAGNÚSSON Að forðast fyrirhöfn Ingrid Jónsdóttir, ein af gellunum frá Huli. Gellur frá Hull „Það er dapurleg staðreynd um fátækt okkar og allsleysi, mitt í öllum fínheitunum, að íslenskum börnum skuli í tugþúsunda tali plantað á helgidögum fyrir fram- an skrípóið á Stöð 2 og þau sett í samband við tóma froðu.” Þessi orð lét ungur prestur falla í blaða- viðtali nýlega og beindi athygli að tvennu í senn: skeytingarleysi foreldra um andlega velferð barna sina og eðli og inntaki þess fjölmiðils sem virðist vera ætlað að ala upp ungviði landsins, mennta það og manna. Skeytingarleysi foreldra á sér vitaskyld fyrst og fremst félags- legar orsakir: ómanneskjulegt vinnuálag til að láta enda ná sam- an og hraksmánarlega frammi- stöðu yfirvalda í dagvistar- og skólamálum. Satt að segja verður naumast önnur ályktun dregin af ríkjandi ástandi en að hérlendir ráðamenn, og þá ekki síst ráða- menn Reykjavíkur, hatist við ungviðið sem er að vaxa úr grasi. Sú klikkaða hugmynd að ætla rándýrum einkaskólum að ráða bót á ófremdinni vitnar um svo brenglað veruleikaskyn og bjag- aða réttlætiskennd, að vekja hlýtur til umhugsunar um þau fornu sannindi, að valdhöfn sé ekki einungis skaðvæn siðgæði manna, heldur einnig andlegu heilbrigði. Þær misfellur sem eru á skóla- kerfinu og hafa áratugum saman hrópað á úrbætur (vanmetin og vangoldin störf uppeldisstétt- anna, tví- eða margsetnir skólar, lyklabörn og geigvænlegur hörg- ull á dagvistarplássum, svo eitthvað sé nefnt) eiga ugglaust eftir að skila sér þegar fram líða stundir í óánægju og agaleysi þjóðfélagsþegnanna, aðlögunar- vandamálum og eyðileggingar- fýsn. Mér hefur stundum boöið í grun að landlægt skemmdaræði Islendinga (br. símaklefa og sumarbústaði) kynni að vera af- leiðing rangrar umgengni við börn á viðkvæmasta mótunar- skeiði þeirra, og kannski má rekja ýmsa aðra kvilla samfélags- ins til sömu róta. Og ekki efast ég eitt andartak um, að vaxandi of- beldi í þjóðfélaginu sé nátengt þeim ókræsilega kosti hverskyns ofbeldis sem báðar sjónvarps- stöðvar og þorri kvikmyndahúsa bjóða uppá hvert kvöld vikunn- ar. Þetta ofbeldisframboð er hreint ekkert náttúrulögmál, heldur meðvitað val manna sem veita nefndum stofnunum for- stöðu og telja ofbeldi vænlegasta og greiðfærasta gróðaveginn. Hinum þættinum, eðli og inn- taki sjónvarps, er ekki síður ástæða til að gefa gaum, þótt ýmsum góðum mönnum þyki goðgá að gera greinarmun á sjón- varpi og prentuðu máli. Þannig hefur virtur rifhöfundur haldið því fram, að ekki sé neinn eðlis- munur á bók og sjónvarpi (eða kvikmynd); í báðum tilvikum sé um að ræða hlutlaus tæki til að koma boðum milli manna. í því efni held ég kollega minn fari mjög villur vegar. Svo tekið sé einfalt dæmi um verulegan skilsmun bókar og sjónvarps, þá útheimtir lestur vissa undirstöðukunnáttu og þjálfun. Sjónvarpið þekkir hins- vegar engin aldurstakmörk. Það er í senn vinsælasta barnfóstran og hollasti vinur þeirra sem komnir eru að fótum fram. (Stundum er einsog sjónvarpið sé eina ljósglætan í biðsal dauðans). Sjónvarp er hvarvetna að- gengilegt afþví það höfðar milli- liðalaust til sjónskynjunar. Tung- an (hið talaða eða ritaða orð) út- heimtir innri viðbrögð, frum- kvæði, sköpun, en sjónvarpið (eða kvikmyndin) ekki. Að þessu leyti er sjónvarpið handhægt og aðlaðandi, en jafnframt háska- legt afþví það gerir áhorfandann að óvirkumsjónarvotti. Það erað sönnu ástand sem menn hefur lengi dreymt um - von trúarinnar var einmitt í því fólgin að hún forðaði manninum frá sálrænum áföllum. Það er einmitt þetta sem sjónvarpið gerir. Það sannar að maður getur ævinlega staðið álengdar og verið sjónarvottur að harmsögum annarra. í því sam- hengi skiptir ekki máli, að sjálfur á maður að líkindum eftir að deyja fyrir framan sjónvarps- skerminn, afþví maður er ekki minntur á það fremuren veður- lagið fyrir utan upptökusalinn. Sjónvarpið segir aídrei: „Opnið glugga og gáið til veðurs.” Það segir: „Veðrið í dag er...“ og svo framvegis. Veðurfræðingurinn bætir aldrei við: „Ef þið trúið mér ekki, farið þá og aðgætið sjálf.” Frá örófi alda hefur það verið helsta keppikefli mannsins að komast hjá að horfast í augu við óþægindi eigin tilveru, ljótleika, slys, ofbeldi, dauða. Frá sjónar- miði þeirrar viðleitni er sjónvarp- ið heppilegt og eftirsóknarvert tæki: Það útilokar þátttöku og gerir alla að sjónarvottum. Óþægindin eru ævinlega ætluð hinum, og jafnvel því er rift, þar- eð næsti dagskrárliður ónýtir þann sem á undan fór! Bókmenntir hafa ekki þennan hæfileika til að sefa og hug- hreysta. Lesandinn verðursjálfur að kalla fram persónur og atburðarás og skapa þeim vett- vang í eigin hugarfylgsnum. Þeg- ar lesið er um deyjandi mann, þá deyr hluti af manni sjálfum með honum, afþví dauði hans er endurskapaður í eigin höfði. En maðurinn sem deyr á sjónvarps- skerminum, hann er þar, og mað- ur getur hvenær sem er snúið takka og skipt um stöð. Það er ekki hægt að skapa þennan mann innra með sér afþví hann er ljós- lifandi á skerminum, nánast hlut- gerður þar. Af þessum sökum er sjónvarp- ið í innsta eðli sínu svarinn óvinur skapandi bókmennta og á senni- lega með tíð og tíma eftir að gera þær að viðfangsefni sérvitringa og manna sem leita sér óvenju- legrar reynslu - og kannski þeirra sem haldnir eru sjálfspíslahvöt- um. Það er íhugunarvert að hvenær sem við horfum á kvikmynd gerða eftir skáldsögu, þá er það ekki sjálf söguhetjan sem við vei- tum athygli eða upplifum, heldur leikarinn sem fer með hlutverk söguhetjunnar, Baldvin Hall- dórsson í gervi séra Jóns prímus- ar, Sigurður Sigurjónsson i hlut- verki Einars á Gilsbakka, svo tvö dæmi séu nefnd. Það skrýtna er, að því betri sem kvikmynd er, þeim mun sennilegra er að áhorf- andinn segi við sjálfan sig þegar skelfingin á hvíta tjaldinu nær há- marki: „Heyrðu nú, kall minn, þetta er bara bíómynd.” í skáld- sögu kemst lesandinn ekki hjá að lifa skelfinguna, afþví tjaldið er innra með honum; fyrir bragðið verður hann fyrir raunverulegri og sársaukafullri reynslu. Fráleitt væri að ætla bók- menntunum að etja kappi við kvikmyndir eða sjónvarp, enda vill þorri fólks bara fá sefjun og huggun. En bókmenntirnar gegna eftir sem áður því mikils- verða hlutverki að leiða mannin- um fyrir sjónir hver hann er, og láta hann ganga gegnum eld- skírslu tilfinninganna. í bók- menntunum (þarmeð taldar leik- bókmenntir) eru tilfinningar manneskjurnar skírðar, en í sjón- varpi eru þær einungis sýndar. Á þessu tvennu er himinvíður mun- ur, og þyrfti marga pistla til að fjalla nánar um hann, en hér læt ég staðar numið með minn síð- asta pistil og þakka lesendum sex vikna samfylgd. Alþýðuleikhúsið sýnir í Iðnó: Isaðar gellur eftir Frederich Harrison. Þýðandi: Guðrún Bachman. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Gerla. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikendur: Ása Hlín Svavarsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Ólaiia Hrönn Jóns- dóttir, Halldór Björnsson. Fyrir rétt átta árum þegar Hull Truck - flokkurinn var loksins farinn að njóta virðingar, var orðspor hans fyrst og fremst sprottið af leiksýningum sem voru unnar með spuna; leikstjóri og leikarar unnu mánuðum sam- an við að skapa leiksýningar úr eigin efni, eigin reynslu og lífi. Einkenni þeirra var öðru fremur þröngur heimur lítils hóps, ein- angrun þar sem tekist var á um vald, kringumstæður, persónur oft grunnar og óskýrðar. Leikritið sem Alþýðuleikhúsið frumsýndi á föstudag í síðustu- viku dregur dám af The Hull Truck þótt það sé eins mannshöf- undarverk. Höfundurinn var ráðinn til að skrifa um enska farandverka- menn frá Hull sem flýja til íslands í fiskvinnu frá atvinnuleysinu heima. Hann kom hingað og dró efni sitt saman hér. Það er reyndar hlálegt og slakur vitnis- burður um leikskáld okkar að þá og þegar við sjáum leikrit um ís- lenskt verbúðalíf skuli það koma frá Englandi, frá Hull. Enda sýn- ist manni í skjótu bragði að efni- viðurinn einn ráði því að leikur- 118 málverk eflir Jón Sýning sem spannar feriljóns Stefáns- sonar verður opnuð í Listasafninu á morg- un Yfirlitssýning á verkum Jóns Stefánssonar (1881-1962) verð- ur opnuð í Listasafni íslands á morgun. Er þetta fyrsta sýningin, sem spannar allan hans feril, en yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin hér á landi árið 1952, eða fyrir 37 árum. Jón stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn og við skóla Matisse í París. Hann dvaldi langdvölum í Kaupmannahöfn inn er sýndur, ágæti hans sem skáldskapar er ekki beinlínis til- efni til sviðsetningar, hann errýrí roðinu og grunnsækinn í allri gerð en fyndinn á köflum, þótt sjá megi íyrir flesta þætti hans. Sviðsetning Hávars leggur líka áherslu á skemmtigildið og gerir úr leiknum þægilega kvöld- n fc 3 * UJ m. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON skemmtun, annað ekki. Persónu- sköpun leikaranna er hressileg, kannski um of í byrjun, en leikur þeirra allra er skynsamlegur og hófstilltur er á líður. Hlutverkin gefa vissulega mis- mikið tilefni til leiks: Ása Hlín er feimna yfirstéttarstúlkan sem þrátt fyrir allt hættir ekki að líta á sig sem skör hærra setta en aðra. Ingrid er glanspían sem vill helst vera heima og halda í gæjann sinn, Ólöf Hrönn er þessi hressa sem lætur allt vaða, skvetta sem verður alla tíð aflgjafi, veitull fé- lagi í blíðu og stríðu. Velgengni sýningarinnar en reisti sér árið 1929 heimili og vinnustofu í Reykjavík. Allir salir Listasafnsins eru lagðir undir sýninguna, en á stendur þannig og fellur með eiginleikum leiksins eins og leikararnir vinna úr þeim. Takist Alþýðuleikhúsinu að gera úr sýn- ingunni gangstykki er það ein- vörðungu leikurum og leikstjóra að þakka. Og vissulega er rík ástæða til að ætla að svo geti far- ið, ég tala nú ekki um ef farið er með þessa sýningu á leikför. Áhorfendur á frumsýningu skemmtu sér prýðisvel. Textinn er hispurslaus og mátulega grófur. Þýðing Guðrúnar sprell- lifandi og fersk eins og fiskur. Það var líka hátíðarsvipur á Al- þýðuleikhúsfólki, enda komið með sýningu á fjalirnar í Iðnó og hefur nú hátt um nauðsyn þess að sú gamla spennitreyja verði keypt fyrir frjálsa leikhópa svona rétt í þann mund sem Leikfélag Reykjavíkur er laust úr henni. Þangað leitar klárinn. Með þessari sýningu er Al- þýðuleikhúsið komið öllu nær upprunalegum takmörkum sín- um. Vissulega hefði verið ánægjulegra að sjá svipað efni höndlað af íslenskum höfundi, jafnvel á keimlíkan máta og Hull Truck hefur unnið sínar sýningar til skamms tíma. Sú ósk rætist ef til vill síðar. En þó þykir mér ánægjulegast að sjá næmt og skynsamlegt handbragð Hávars Sigurjónssonar á ísuðum gellum þá hann ioksins fær tækifæri til að koma atvinnusýningu á svið mörgum árum eftir að hann kom frá námi í þeim tilgangi að vinna í leikhúsi. henni verða 118 verk. Er það elsta talið vera frá námsárum Jóns í París en þau yngstu eru máluð um 1960. LG Dóttir Jóns og Bera Nordal við eitt af verkunum á sýningunni. Mynd - Jim Smart. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.