Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 13
íjr moldarkofunum út hvernig á að gera hlutina. Það á að vinka þessum afsökunum í eitt skipti fyrir öll og horfa fram á við því það er ekkert í veginum sem ég sé að ætti að hindra okk- ur.“ Hvernig myndir þú sjálf lýsa þínum fötum? „Hérna köllum við þessa línu sem ég er að vinna með „new consept". Við reynum að halda verðinu á fötunum skikkanlegu og þetta eru föt sem henta mjög vel tískuliðinu heima á íslandi, fólki sem hugsar mikið um hvern- ig það klæðir sig. Ég veit ekki alveg hvernig ég myndi lýsa mín- um fötum, þetta eru bara mín föt, hönnuð eftir mínum hugmyndum um það hvernig gaman væri að fólk gæti klætt sig. Kerfisbreyting nauðsynleg Það er með föt alveg eins og tónlist. Fólk finnur sína tónlist og fólk finnur sín föt. Þetta eru föt fyrir vissan hóp af fólki. En ullin passar á alla. Hún er fyrir krakka og fullorðna og alla þar á milli. Ég nota miklu sterkari liti en gengur og gerist heima á íslandi. En maður verður einfaldlega að fylgja þeim litum sem eru í tísku á hverjum tíma. Þetta hefur svo sem ekki verið mikið vandamál heima, það er skipulagið sem hef- ur fyrst og fremst verið vanda- mál, hvað varðar afgreiðslu á pöntunum og svo framvegis. Ef þetta embættiskerfi heima, sem er orð sem ég nota yfir stóran Tveir menn og tré, hönnun Gerð- ur. hóp af fólki, væri liðað upp og komið á meiri samvinnu á milli þeirra sem vinna á hinum ýmsu sviðum, yrðu hlutirnir miklu auðveldari. Það vantar samhæf- ingu á milli þeirra sem eru í hönnunar- og kynningarstörfum, framleiðslu- og markaðsmálum. Hönnuðir heima hafa ekki efni á því að taka þátt í alþjóðlegum sýningum á eigin vegum. Þeir þurfa sérstakan millilið sem ríkið og stórfyrirtæki ættu að styðja. Það vantar sérstakt íslenskt fyrir- tæki undir yfirskriftinni „íslenk hönnun“. Það er svo margt að gerast heima sem' hægt væri að gera mikið úr. í myndlist, tónlist og í listum almennt. Þetta fólk hefur engin tök á að koma sér á fram- færi erlendis án aðstoðar. Við verðum að taka mið af því hvar við erum. Hérna í Amsterdam gengur þetta betur því markaður- inn er við hliðina á manni. En heima vildi aldrei neinn trúa því að það væri einhver markaður til að nálgast. Ég veit ekki um einn einasta mann heima sem ég gæti bent á með alla þá reynslu og kunnáttu sem þarf til að koma hönnuði áfram á erlendum markaði, þrátt fyrir alla þá reynslu sem ég hef af því að vinna í þessum málum heima. Það virðist vanta hjá mönnum heima löngunina til að vita réttu hlutina. Það er eins og fólk heima vilji aldrei viðurkenna að aðrir viti hlutina kannski að- eins betur en það sjálft eða að hugmyndir gætu safnast saman og orðið að einn góðri heild. Það er fullt af góðu fólki til heima sem getur framkvæmt ótrúlegustu hluti. Ég er ekki með minni gagnrýni að segja að allir séu tómir aumingjar sem ekkert geti gert. En það vantar samvinnuna. Ég fann fyrir því þegar ég leitaði til manna heima varðandi það að koma hlutum á framfæri, hvað þeir vissu lítið. Þeir vissu ekkert hvað þeir voru að tala um. Ég vissi það að sjálfsögðu ekki sjálf því ég hafði ekkert unnið í framleiðslu og erlendum sýning- um og markaðskynningu. En þessir menn vissu það ekki held- ur. Það vantar alla umræðu um þessi mál svo hægt sé að komast fyrir meinsemdirnar. Að mínu mati hefur enginn áhuga á að gera þetta eða býr yfir vitneskju um hvernig á að gera þetta. Auðvitað er hægt að gera þetta eins og allt annað en það verður að vera vilji fyrir hendi til þess að eitthvað gerist.“ Ull er gull Er þettaþá skortur á djörfung, erum við með minnimáttar- kennd? „Nei, við erum með mikil- mennskubrjálaði. Ef við erum ekki með mikilmennskubrjálaði, þá er enginn með það. Þetta mikilmennskubrjálæði er kann- ski afleiðing minnimáttarkennd- ar, en hvers vegna veit ég ekki. Við getum þetta mjög vel. Við höfum ýmsa frasa sem eiga að leysa öll vandamál eða breiða yfir allt það sem við gerum ekki, svona moldarkofa- og sögufrasa. Ég hef verið sannfærð um það og enn meira eftir að ég flutti til Hol- lands, að ullin getur reynst ís- lensku þjóðinni alger gullnáma ásamt öðrum góðum hlutum sem íslendingar eru að gera. Dóra Einars gerði til dæmis mjög gott safn fyrir Álafoss á sín- um tíma og þetta voru mjög selj- anleg og góð föt. Ég sá hvemig þetta var kynnt í Osló. Maður vissi ekki alveg hvort konan sem var við afgreiðslustandinu hjá þeim var gína eða manneskja. Básinn var púkalegur og fötin hennar Dóru voru sýnd með hin- um klæðnaðinum þannig að þau týndust algerlega. Svo afgreiddu þeir hana með því að það þýddi ekkert að vera með tískufatnað á svona sýningum vegna þess að hann seldist ekkert. En þessi föt höfðu selst mjög vel á íslandi. Ég er ekki að ásaka Álafoss eða einn né neinn. Ég er bara að reyna að fá þessa menn til að vinna öðruvísi. Þeir eru allir mjög pirraðir út í mig og finnst ég setja mig á háan hest, ég veit það. En við verðum að komast út úr þessu gamla fari.“ Tekst þér aðfljóta áfram íAm- sterdam án þess að vera með fal- landi víxla á hœlunum? „Hérna þarf einstaklingur ekki að vera viðskiptafræðingur til að komast áfram. Maður er í allt öðru vísi sambandi við sinn banka hér en heima. Kerfið er miklu þægilegra og það er tekið tillit til manns sem persónu og þeirrar vinnu sem maður er að hrærast í. Maður vinnur mjög náið með sínum endurskoðanda, einsog ég var að reyna að gera heima. Minn endurskoðandi sér algerlega um öll mín pappírs- og peningamál og ég þarf ekkert að hugsa um þau mál og get einbeitt mér að því sem ég vil gera, það er að hanna föt. Bankinn sér alveg um mig og bankinn tekur mig alvarlega. Maður er ekki hlaupandi á milli margra banka eins og heima, sem er ótrúlega slítandi og tímafrekt. Ég þarf nánast aldrei að fara í banka vegna þess að bankinn sendir mér öll nauðsynleg eyðu- blöð heim og ég get póstað allt til hans sem ég vil að hann geri fyrir mig, mér að kostnaðarlausu. Ef ég skulda til dæmis einhverjum heima á íslandi peninga, get ég bara fyllt út eyðublað hérna heima hjá mér og bankinn sér um afganginn.“ Engin vinnu- skilyrði á íslandi Ertu komin til Amsterdam til að vera? „Já, ég hef engan áhuga á að flytja heim. Ég sakna landsins of- boðslega og minna vina. En við núverandi ástand heima sé ég enga framtíð þar. Ekki bara fyrir mig heldur marga aðra. Ég get ekki leyst þessi vandamál sem eru fyrir hendi. Það er svo yfirþyrm- andi að sjá alla þessa möguleika sem við höfum og geta ekki unnið úr þeim. Ég get ekki tekist á við slíkt. Ég get tekist á við það að vinna en ekki að þurfa að eiga við allar þessar hindranir sem eru í gangi heima. Það eru einfaldlega ekki vinnuskilyrði fyrir hönnuði á íslandi. Sjáðu alla hönnuðina heima. Nú eru þeir að vinna fyrir sýningu sem á að vera í október á vegum FAT. Af hverju í október? Sýn- ingin verður ekki í neinum tengsl- um við nokkuð sem er að gerast í heiminum. það verður engin kynning sett í gang fyrir þessa hönnuði, á því hvernig þeir eigi að komast í sambönd við erlenda aðila og koma sínum vörum á framfæri. Og til hvers þá að hafa sýningu sem tengist engu? Þessi sýning kemur ekki til með að hafa neitt í för með sér annað en útlát fyrir þessa hönnuði. ísraelar eru að gera nákvæm- lega sömu hlutina og ég var að reyna að fá menn til að gera heima. Þeir eru með útflutnings- ráð eins og við, en í þeirra út- flutningsráði sitja jafnmargir full- trúar frá verslunareigendum og frá mönnum í iðnaðinum, það eru ekki neinir embættismenn að þvælast þar. Hönnun fjármagn- ast af ríkinu og þeim iðnrekend- um sem tengjast beinlínis fata- iðnaði. Heima fær maður einn mann á sig frá útflutningsráði, sem kann- ski þolir mann ekki, eins og gerð- ist í mínu tilfelli. Hann fer til út- landa og vasast í þínum málum, án þess að taka tillit til þess hvað þú hefur að segja um málið. Það er ekki tekið tillit til neins. Kann- ski hefur þetta breyst til batnaðar frá því ég fór, og það væri óskandi. Mín tillaga var að stofna hönnunarfyrirtæki sem sæi um að markaðssetja íslenska hönnun og ræki einhverja miðstöð sem út- lendingar gætu leitað til. Þetta fyrirtæki sæi um að gefa út kynn- ingarbæklinga og halda uppi sam- böndum við erlenda aðila og sjá um pappírsmál og annað slíkt. Þetta er enginn stór galdur. Svo er það annað. Smæðin er okkar stærsta afsökun fyrir því að lítið miði áfram. En smæðin er okkar besta tromp. Við erum kannski að tala um 20-30 hönn- uði á íslandi, sem er ekki neitt. Hér í Hollandi eru 6-800 hönn- uðir. Með því að standa saman getum við orðið mjög sterk og beinskeitt. Vandamálið er bara stjórnun. Hráefni og fjarlægð frá markaði skipta minna máli.“ -hmp Svartur maður með svarta regnhlíf, hönnun Gerður. Föstudagur 22. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.