Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 9
Óréttlátt að fólk mennti sig í fríum Félagsmálaskóli alþýðu gæti átt þátt í að aukajafnrétti fólks til náms og fræðslu málaskóla í formi tveggja vikna námskeiðs í Ölfusborgum en nú hefur stefna skólans verið mörk- uð til hlítar. - Pað hefur auðvitað verið þörf á slíkum skóla á langan tíma og hefur maður orðið var við að kröfurnar eru sífellt að aukast. Æ fleiri hugmyndir hafa vaknað um fræðslustarf af þessu tagi og verða þessi tímamót að teljast all mikil tíðindi fyrir verkalýðs- samtök á íslandi, sagði Tryggvi Þór framkvæmdastjóri MFA um þennan nýja skóla. - Þetta er í fyrsta sinn sem verkalýðshreyfingin hlýtur slíka viðurkenningu og fær grundvöll fyrir svo öfluga fræðslustarfsemi. f nýju lögunum er kveðið á um að ASI og BSRB skuli sameiginlega starfrækja félagsmálaskólann en MFA skuli fara með málefni hans. Þetta eykur því með vissum hætti samstarf þessara stóru stétt- arsamtaka. - f lögum um skólann er gert ráð fyrir að félagsmálaráðherra skipi sjö manna skólanefnd til fjögurra ára. 80% stofnkostnað- ar kennsluhúsnæðis og heima- vistar auk rekstrarkostnaðar heimvistar verður greidður af rík- issjóði en annar rekstrarkostaður verður greiddur að fullu úr ríkis- sjóði. Við gerum ráð fyrir að skólinn eignist eigið húsnæði auk þess sem hann mun halda nám- skeið úti á landi því það er oft nauðsynlegt að skipuleggja stutt námskeið í heimabyggð launa- fólks. En hvert er hlutverk svona skóla? - Hlutverk hans liggur ekki einungis í fræðslu um kaup og kjör, heldur ekki síður að auka sjálfstraust og þroska fólks og gera því þannig kleift að takast á við fjölbryttari verkefni. Lögin gefa okkur tækifæri á ýmsum möguleikum í því sambandi, ss. fræðslu fyrir ýmsa hópa og get ég nefnt ungt fólk í eða utan verka- lýðshreyfingar eða nárns- og dvalardaga aldraðra í því sam- bandi. Það er vitaskuld ætlast til þess að skólinn annist fræðslu fyrir trúnaðarmenn en hann hef- ur heimild til að kenna allar al- mennar greinar. Slík almenn kennsla yrði skipulögð í samræmi við framhaldsskólana í tengslum við verkalýðshreyfinguna. Hver eru helstu verkefni MFA utan Félagsmálaskólans? - Við erum með óvenju mörg járn í eldinum um þessar mundir og ber þar fyrst að nefna sögusafn verkalýðshreyfingarinnar. Þar er safnað sem flestum munum sem tengjast verkalýðshreyfingunni og tekur safnið við hvers konar gögnum á því sviði, ss. bókum, blöðum, ljósmyndum eða bara hverju sem er. Stærsta verkefni sögusafnsins um þessar mundir er hinsvegar saga Alþýðusam- bandsins sem Stefán F. Hjartar- son ritar. Sagan verður gefin út í tveimur bindum og við væntum þess að fyrra bindið komi út í mars árið 1991. - Þá er Tómstundaskólinn að góðu kunnur en hann er sjálfstæð eining innan MFA og hefur nán- ast ótakmarkaða möguleika. MFA heldur einnig reglulega ýmis námskeið varðandi tjáningu og fundarstörf og þá er útgáfa sambandsins einnig blómleg. Við gefum út talsverðan fjölda bókar- titla sem tengjast oft námskeið- um okkar. Á næstu dögum kem- ur td. út Handbók vinnustaða sem verður vafalaust mörgum nytsamleg og einnig erum við að gefa út bók sem kallast Um- heimurinn og ábyrgð okkar. Þessi bók er afar athyglisverð og er hún gefin út á öllum Norður- löndum, á hverju tungumáli. Hún tekur á heimssýn almenn- ings og því sem brennur á fólki sem lætur sig varða heiminn okk- ar. í bókinni eru greinar eftir nokkra íslendinga td. Kjartan Jó- hannsson og Ólaf Ragnar Gríms- son og einnig nokkra þekkta er- lenda stjórmálamenn. Hafa miklar breytingar átt sér stað varðandi menntun hér á landi þessi 20 ár sem MFA hefur verið starfandi? - Það hafa gífurlegar breyting- ar orðið síðustu 10-20 árin. Fram- boð og möguleikar á menntun fyrir almennt launafólk hefur aukist til muna. Fólk sækir þessa menntun nú í öldungadeildir framhaldsskólanna, í verkalýðsh- reyfinguna og einnig í sjálfstæða skóla sem hafa aukist mjög í sam- bandi við tölvukennslu. Þetta sýnir okkur hvað þörfin er mikil og þetta kallar ennfremur á að fólki í verkalýðshreyfingunni séu sköpuð sömu réttindi til að taka sér frí frá störfum vegna menntunar og aðrir. Þá á ég ekki eingöngu við starfsmenntun heldur einnig félagslega og al- menna menntun. Það er óréttlátt að fólk skuli þurfa að eyða frftíma sínum í starfsnám. Það hefur sýnt sig að því minni menntun sem einstaklingur hefur því minni réttindi hefur hann til slíks náms. Þetta er jafnréttismál og færist vonandi til batnaðar með nýja fé- lagsmálaskólanum. -þóm Starfsemi Menningar- og fræðslusambands aljDýðu, MFA, hefur verið mjög fjölbreytt um langt skeið en útlit er fyrir enn víðtækara fræðslustarf á næst- unni. Sl. vetur voru samþykkt lög á Alþingi um Félagsmálaskóla al- þýðu og kemur MFA til með að fara með málefni skólans. MFA hefur reyndar starfrækt félags- Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Mynd-Kristinn. Föstudagur 22. september 1989 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.