Þjóðviljinn - 22.09.1989, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Síða 10
MINNING Guðni Ársælsson F. 16. 11. 1924 - D. 18. 9. 1989 Nú er hann afi minn og nafni Guðni Ársælsson fallinn frá, og margs skemmtilegs er að minnast úr samskiptum okkar. Helst minnist ég þess hve við bræðurnir hlökkuðum alltaf mikið til þegar við fréttum að afi og amma væru á leiðinni í sveitina með allt sitt hafurtask. Við biðum í ofvæni eftir að Landcrouserinn renndi í hlað, og svo þegar hann loksins kom, var aldeilis hátíð í bæ, ýmsu góðgæti var rutt á borðin og farið að spjalla saman. Eins minnist ég þess, að ein helsta skemmtun okkar bræðranna á sumrin var, þegar við fórum til Reykjavíkur í heimsókn til afa og ömmu, dvöld- um hjá þeim í nokkra daga og fórum með þeim í ferðalag til frændfólks okkar í Landeyjun- um, þar sem við fórum á hestbak og skoðuðum æskustöðvar hans. Ég man að okkur bræðrunum fannst þetta ákaflega skemmti- legar ferðir og hlökkuðum ávallt mikið til þeirra og kölluðum þær orlofið okkar. Alltaf var afi hress og kátur, talaði mikið og söng hátt oft og fallega. Mér verður stundum hugsað til þess hve mikið við bræðurnir eigum honum að þakka. Hann sá svo að segja um allt kristilegt uppeldi á okkur, kenndi okkur ótal bænir og vers. Á hverjum sunnudagsmorgni í heilan vetur þegar við bjuggum í Reykjavík, náði hann í okkur alla leið upp j Breiðholt til þess að fara með okkur í barnaguðsþjónustu í Laugarneskirkj u. Nú hugsa ég til þess hve ég hef átt gott að fá að kynnast honum afa og þekkja hann í öll þessi ár, og mikið vorkenni ég systrum mínum og frændum, sem ekki fá að njóta hans, svo góður sem hann var. Nú er ég að hefja skólagöngu í Fjölbrautaskóla, og hlökkuðum við mikið til samverunnar, því ég mun dvelja á heimili hans, en því miður varð sú samvera allt of stutt. Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi minn. Guðni Halldórsson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ 1 Alþýðubandalagið í Kópavogi Haustferð í Þórsmörk 30. september 1989 Laugardaginn 30. september fer ABK haustlitaferð í Þórsmörk. Farið verð- ur frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður um Ölfus, Flóa, Holt, Rangárvelli og Landeyjar allt austur yfir Markarfljót undir Eyjafjöllum. Þaðan er farinn 25 kílómeíra langur vegarslóði inn í Þórsmörk. Gist verður í skála Ferðafélags Islands í Langadal. Gengið verður á Valahnúk að venju og þeir sprækari fara fram í hella og heim um Húsadal. Þeir sem skemmra ganga skoða nágrenni skálans sem er víða skógi vaxið með skjólgóðum lautum. Um kvöldið sitja menn saman og gera sér gaman. Á sunnudag verður skoðað Slyppugil og þeir göngusnörpu skreppa upp í Tindfjöll á Þórsmörk. Haldið verður heim á leið klukkan 14 og komið við í Básum og í Merkurkeri. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnu- dagsins. Athugið að þátttaka er öllum velkomin!! Tilkynnið þátttöku í höfuðstöðvar flokksins, Hverfisgötu 105, simi 17500. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 23. september kl. 10 árdegis að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á landsfund. 4. Önnur mál. Stjórnin AUGLÝSINGAR „Upp úr hjólförunum" Ráöstefna um stööu kynja í skólum, haldin laugardaginn 23. september 1989 kl. 9-16 í Borgartúni 6, Reykjavík, fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum og aðra uppalendur. Kl. 9:15 Kl. 9:30 Kl. 11.45 Kl. 12.30 Kl. 13.15 Kl. 14:00 Kl. 15:00 Kl. 16:00 $etning: Sigríður Jónsdóttir. Avarp: Menntamálaráðherra, Svavar Gests- son. Erindi: Bente Schwarts: „Pá vej, om ligestill- ingsstrategier i folkeskolen". Hádegishlé. Stutt erindi: - Bryndís Guðmundsdóttir og Ása Björk Snorradóttir: „Fræðslustarf á Reykjanesi“. - Lilja Jónsdóttir og Gísli Sigurþórsson: „Frá- sögn af námskeiði í Englandi". - Guðný Guðbjörnsdóttir: „Kennaramenntun í Ijósi jafnréttis kynjanna". Kynning: Ritið og myndbandið „Upp úr hjólför- unum“. Umræður í hópum. Spurningar og umræður. Ráðstefnulok. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ PÓST- OG SÍMAMÁLA STOFNUNIN óskar aö ráöa LOFTSKEYTAMANN SIMRITARA RITSÍMARITARA til starfa í Neskaupstað. Nánari upplýsingar veröa veittar hjá stöövar- stjóra Pósts og síma í Neskaupstað og hjá starfsmannadeild í Reykjavík. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðiö hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 15. þing Verka- mannasambands íslands sem haldið verður á Hótel Loftleiðum dagana 12.-14. október 1989. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 29. september 1989. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félags- manna. Listum ber að skila á skrifstofu félags- ins, Skipholti 50A. Stjórnin AUGLÝSINGAR HjarCanlega þakka ég vinum og vandamönnum ungum og gömlum, nær og fjær, sem heiðruðu mig á áttræðisafmælinu og léttu mér þar með gönguna inn á níræðisaldurinn. Megi guð og gæfa fylgja ykkur öllum. Björn Kristmundsson RIKISSPITALAR Kópavogshæli Dei Idar þroskaþjálf i óskast til að stjórna sambýli þar sem búa 8 einstaklingar. Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu með sambýlishæfum einstakling- um. Ráðningartími og starfshlutfall samkomu- lag. Upplýsingar gefur yfirþroskaþjálfi og/eða hjúkr- unarforstjóri í síma 60 2746 og 60 2747. Reykjavík 21. september 1989 RÍKISSPÍTALAR RIKISSPÍTALAR Dagheimilið Solbakki v/Vatnsmýrarveg Fóstra og starfsmaður óskast þegar til starfa. Störfin eru 100% stöður. Upplýsingar gefur Bergljót Hermundsdóttir í síma 20 1593. Dagheimilið Sunnuhlíð v/Klepp Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldis- menntun óskast nú þegar til starfa. Einnig vantar starfsmann sem áhuga hefur á að vinna með fóstrum á faglegum grundvelli. Bæði störfin eru 100% stöður. Upplýsingar gefur Kolbrún Vigfúsdóttir for- stöðumaður í síma 60 2584. Skóladagheimilið Litlahlíð v/Eiríksgötu Starfsmaður óskast í 50% vinnu frá 1. október n.k. Vinnutími er eftir hádegi. Upplýsingar gefur Margrét Þorvaldsdóttir í síma 60 1591. Reykjavík 21. september 1989 RÍKISSPÍTALAR AUGLÝSINGAR REYKJkVIKURBORG Acuctoin AtödtCl Viðskiptafræðingur óskasttil starfa áskrifstofu borgarlæknis.Starfið felur meðal annars í sér eftirfarandi: 1. Umsjón með gerð rekstraráætlana. 2. Rannsóknir í heilbrigðisþjónustu, þar á með- al á sviði heilsuhagfræði. Laun samkvæmt kjarasamningum starfs- manna Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður. Umsóknir á þar til gert eyðublað sendist til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknarfrestur er til 10J október næstkomandi. Borgarlæknirinn í Reykjavík Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa félagsins á 15. þing V.M.S.Í. 12.-14. október 1989. Kjörnir verða 23 fulltrúar og jafnmargir til vara. Tillögur stjórnar um fulltrúa liggja frammi á skrif- stofu félagsins frá og með föstudeginum 22. september 1989. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindargötu 9, fyrir kl. 12 fimmtudaginn 28. september 1989. Kjörstjórn Dagsbrúnar Útsýnishús á Öskjuhlíð Hitaveita Reykjavíkur auglýsir eftir aðilum sem vilja koma til álita sem leigutakar að rekstri út- sýnishússins á Öskjuhlíð. Upplýsingar liggja frammi á skrifstofu Hitaveit- unnar, Grensásvegi 1. Umsóknum skal skilað til hitaveitustjóra eigi síðar en 6. október n.k. Hitaveita Reykjavíkur 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.