Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla:® 68 13 33 Auglýsingadeild: @ 68 13 10 - 68 13 31 Verð: 140 krónur Stóriðjan og raunsæið Alþýðublaöiö dró í fyrradag þær ályktanir af leiðara hér í blaöinu um stóriðjumál, að „Þjóðviljinn hefur greinilega ekkert lært og engu gieymt". Og á vafalaust við það að í þessu blaði hér hafa menn lengi.verið gagnrýnni á blá- eygar stóriðjuspár og framkvæmd stóriðjustefnu en flest málgögn önnur. En þótt það hljómi hallærislega og eins og krakkar séu að kýta, þá er freistandi til að snúa staðhæfingunni upp á Alþýðublaðið sjálft: Hefur það lítið sem ekkert lært af stóriðjusögu undanfarinna ára? Bæði af því sem hér hefur gerst og í öðrum löndum. Þær lexíur eru náttúrlega ekki alveg samhljóða, veldur hver við tekur. En þetta hér stendur þó upp úr að okkar mati: í fyrsta lagi: Nú er svo komið að allir telja sig sammála um nauðsyn öruggra mengunarvarna með hverju stóriðj- uveri - en víðast hvar er mikið misræmi milli orða og gerða í þeim efnum. í öðru lagi: Reynslan hefur kennt okkur nauðsyn þess að traustur íslenskur lagarammi sé settur utan um skatt- amál og bókhald erlendra fyrirtækja sem hér koma við sögu orkufreks iðnaðar: hver vill láta snúa á sig á nýjan leik með „hækkun í hafi“? í þriðja lagi: Stóriðja hefur reynst miklu torsóttari leið til hagvaxtar en menn héldu. Áhugi erlendra aðila reyndist minni en menn bjuggust við - og kemur þar ótalmargt við sögu: ekki gengu eftir spár um verðlagsþróun á afurðum, þróunarríki hafa teygt sig mjög langt til að fá til sín fjárfest- ingarofl. Um leið hafa íslendingar haft af því meiri áhyggj- ur en við upphaf stóriðjusögu að arðsemisdæmin gengju ekki upp: Það er að sjálfsögðu freistandi fyrir menn að skapa atvinnu við að reisa ný orkuver og verksmiðjur, en menn er búnir að fá sig meir en sadda á fjárfestingaræv- intýrum sem hafa snúist í framtíðarvíxla sem enginn veit, hver innistæða er fyrir. í þessu samhengi er ekki úr vegi að vitna í greinargerð frá svonefndum Orkuhópi framtíðarkönnunar frá 1986, en þar er margt fróðlegt fest á blað um orkubúskap og þá stóriðju á næsta aldarfjórðungi. Þessi hópur leggur áherslu á að markmið með stóriðju sé „ekki að skapa störf og því síður að nýta orku, heldur að skapa hagvöxt og útflutningstekjur. Atvinnugrein," stendur þar, „sem ekki skilar arði stuðlar ekki að hagvexti." Orkuhópurinn talar í miklu varfærnari og gagnrýnni tón en tíðkaðist nokkrum árum fyrr þegar hann ber fram þetta mat hér: „Arðsemi orkufrekrar stóriðju út af fyrir sig er mjög háð raforkuverðinu. Á sama hátt ræðst arðsemi meiriháttar virkjana hér á landi fyrst og fremst af því hvaða verð stóriðjan er reiðubúin að greiða fyrir rafork- una. Almenni raforkumarkaðurinn hér á landi er alltof lítill til þess að hann megni að standa undir meðgjöf á raforku- verði til umtalsverðrar nýrrar stóriðju hér á landi. Slík meðgjöf er alls ekki sambærileg við samskonar meðgjöf til svipaðs iðnfyrirtækis í öðru landi þar sem íbúarteljast í miljónatugum eða miljónahundruðum.“ Ekki vita menn til að iðnaðarheimur hafi breyst neitt að ráði síðan þetta var á blað fest. Og í því m.a er að finna forsendu þess að þetta blað hér rýkur ekki upp til handa og fóta í gagnrýnislausum fögnuði þegar menn tala eins og stóriðjulausn á íslenskum efnahagsvanda sé rétt fyrir handan næsta horn. Það má líka minna á það, að við samninga við Alusuisse á sínum tíma reyndist það afleitt veganesti að láta, eins og þá var gert, sem íslendingar ættu engra góðra framfarakosta völ, enda látið óspart að því liggja að nú væru síðustu forvöð að koma vatnsorku í verð áður en ódýr atómorka tæki við! ÁB 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. september 1989 Tónlist Ámi fær góða dóma Tvær plötur Árna Egilssonar hafa fengið frábæra dóma í bandarískum blöðum Árni Egilsson vekur mikla athygli vestanhafs og er dásamaður sem bassasnillingur. Tvær ólíkar plötur bassaleikar- ans Árna Egilssonar hafa fengið frábæra dóma í öllum helstu blöðum Bandaríkjanna, bæði þeim sem fjalla aðeins um tónlist og í almennum dagblöðum. Á annarri plötunni, AE214CD, eru sígild verk eftir Árna sjálfan, Þorkel Sigurbjörnsson og Char- les Whittenberg. Árni leikur ein- leik á plötunni með Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Vladimírs Ashkenazy. Um þessa plötu segir gagnrýnandi The Wax Works: „Arni Egilsson er einn af fremstu listamönnum veraldar“. Það verk sem vekur einna mesta athygli gagnrýnenda er „Niður“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, í Intern- ational Society of Bassists segir að Niður sé fögur túlkun á hinu íslenska hljómlistarlandslagi. Verkin færi sönnur á úrvalsspila- mennsku og tónsmíðahæfileika Árna Egilssonar. f American Record Guide segir að Árni sé óhemju mikill og ógnvekjandi tónlistarmaður. Niður hafi gullfallegt stef í ein- leikspartinum, "jafn minnisstætt og tónlist Síbelíusar. Önnur plata Árna sem fengið hefur frábæra dóma er „Fascinat- ing Voyage“. í New York Times er sagt að platan sé sýning í fullri stærð á bogastrokum og pizzieato í tvísöngvum og einleikum sem og hugmyndaríkri djassnotkun þessarar sérkennilegu hljóðfær- askipunar. Brown og Árni Egils- son vinni saman að litfögrum, ástríðueggjandi blús. Internatio- nal Society of Bassists segir að platan sameini tvo menn sem báðir séu fullkomnir listamenn, fullkomnir tónlistarmenn og fullkomnir bassaleikarar, - þá Árna Egilsson og Ray Brown. Afstaða Árna til djassbassaleiks hafi opnað algerlega nýja veröld fyrir alla bassaleikara. - hmp Dagur heyrnarlausra „Mikið átak þarf að gera á næstu árum til að geta rofið þann múr sem hamlar samskiptum heyrnarlausra í daglegu lífi í heyrandi heimi," segir í fréttatil- kynningu frá Félagi heyrnar- lausra, en á sunnudag 24. sept- ember er „Dagur heyrnalausra" haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi. Þann dag á að vekja athygli fólks á málefnum heyrnarlausra í íslensku samfé- lagi. Helsta verkefni Félags heyrnarlausra er að koma upp samskiptamiðstöð heyrnar- lausra sem mun hafa það hlut- verk að mennta táknmálstúlka, annast túlkaþjónustu í skólum og félagslegar aðstæður heyrnar- lausra, hafa víðtæka táknmálskennslu og stunda rannsóknir á íslensku táknmáli. Dagur heyrnarlausra hefst með messu sr. Miyako Þórðar- son, prests heyrnarlausra í Hall- grímskirkju kl. 14. Sr. Ólafur Skúlason biskup íslands verður viðstaddur messuna. Eftir messu verður boðið upp á veitingar í fé- lagsheimili heyrnarlausra að Klapparstíg 28 og verður húsið opið til kl. 18. Helgarveðriö Horfur á laugardag og sunnudag. Sunnan og suðvestan átt um allt land. Rigning á Suður- og. Vesturlandi en að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 6-11 stig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.