Þjóðviljinn - 29.09.1989, Page 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég ætla að leysa
áfengismálin
Ég verö nú að segja það eins og er: það er
svo mikið rugl í þessum fjölmiðlum, að það
tekur engu tali. Og mikið lagt á mig, gamlan
manninn, að þurfa að fylgjast með því.
Það þarf svosem ekki langt að fara. Var
ekki Þjóðviljaritstjórinn ykkar að skröltast til
að verja einhvern bjálfalegan kommúnista-
bækling um bókmenntir sem Svavar ráð-
herra gaf út? Jú. Og fann hann ekki þessum
bæklingi það helst til ágætis að þar væri
sleþpt svo miklu af rithöfundum? Jú. Því
fleirum sem sleppt er þeim mun betra. Það er
eins og vitur maður sagði: Það er ekki öll
vitleysan hálf.
Þó verður ruglið fyrst alvarlegt þegar blöð
fara að sulla í ráðherravíni á kostnaðarverði,
sem er stærsta málið í þjóðarsálinni og sýnu
stærra en kvótamálin þótt vinir mínir á Morg-
unblaðinu haldi kannski annað.
Til dæmis rak Timinn upp feiknarlegar rok-
ur í bak og fyrir í vikunni út af því, að Jón
Baldvin keypti eitthvert ropvatn sem þeir
kalla freyðivín handa ritstjóra Alþýðublaðs-
ins, honum Ingólfi Margeirssyni sem átti fer-
tugsafmæli í fyrra. Ég segi nú bara eins og
æska landsins: So what? Nema hvað. Menn
mega ekkert lengur í þessu landi, hvorki
veiða fisk, skera hrúta á sínu heimili, né held-
ur eiga afmæli.
Það sem ég sagði síðast var alls ekki út í
hött. Tíminn tilkynnti það nefnilega með fyrir-
gangi á forsíðu að „Yfirskoðunarmenn ríkis-
reikninga krefjast skýringa á afmæli Ingólfs
Margeirssonar". Hvað eru mennirnir eigin-
lega að fara? Eru foreldrar Ingólfs sek um
eitthvað Ijótt á sínum tíma eða hvað? Eða má
ritstjórinn ekki vera til svona lengi? Er þetta
kannski einhver framsóknarútfærsla á
ádrepuvísunni frægu:
Apaköttur apaspit
að þú skulir vera til...
Ég segi nú bara ekki meir.
Ég segi nú bara eins og stendur í Biblíunni:
sá yðar sem ekki hefur ráðherravín smakk-
að, hann kasti fyrsta steininum í flöskur á
kostnaðarverði! Ég þekki engan slíkan, því
sem betur fer eru íslenskir ráðherrar mann-
úðarvinir upp til hópa og bjóða öllum til sín
sem á mannamót koma, hvort heldur það
væri Hugleiðsluklúbbur lögreglumanna eða
Söngsveit vitavarða. Enda segir meira að
segja ríkisendurskoðandi að vissulega verði
ráðherrar að efla tengslin við fólkið í landinu
og kokkteilpartí flýta svo mikið fyrir sam-
skiptum og tjáskiptum að þau eru hreinn
sparnaður á tíma og orku í sjálfum sér.
Ég veit að menn eru svo með allskonar
hugmyndir um að það eigi að setja meiri
reglur um þessi áfengiskaup. Einn vinur
minn heldur því til dæmis fram, að í reglunum
eigi að standa, að það sé leyfilegt ráðherra
haldi upp á afmæli eiginkonu sinnar, en alls
ekki vinkonu (það vill þjóðkirkjan ekki, né
heldur hinar vinkonurnar). Annar heldur því
fram, að það eigi að setja þak (eða kjallara) á
niðurgreidd afmælisboð og miða til dæmis
við sextugsaldur - enda sé alls ekki ástæða
til að halda upp á afmæli með tilþrifum fyrr en
menn hafa náð þeim þroska að blöð taki við
afmælisgreinum um þá í leiðinni.
Ég hefi hugsað þessi mál talsvert en ég er
á móti öllum þessum hömlum, því frelsi verð-
ur að vera eins og Þorsteinn Pálsson segir
og sem minnst um opinber valdboð og bönn.
En ég er sjálfur að velta fyrir mér einni lag-
færjngu á áfengisinnkaupakerfinu sem ég tel
brýna og réttláta. Hún er um rétt ráðherra til
uppsafnaðs fullvirðisréttar á áfengisinn-
kaupum.
Leyfið mér að útskýra málið
Það er vitaskuld tilviljun háð hvort vinur
manns er ráðherra eða ekki einmitt þegar
maður á merkisafmæli. Það er ekki réttlátt
eða skynsamlegt að láta tilviljanir ráða miklu
um þetta. Því legg ég það til, að ráðherrarfái
að halda ofangreindum uppsöfnuðum
fullvirðisrétti vegna afmæla allra þeirra sem
þeim eru kærir, líka eftir að þeir eru hættir
sem ráðherrar. Meðan þeir eru ráðherrar
senda þeir inn spásögn um afmæli þeirra
sem til greina koma, sem safnast fyrir hjá
ríkisendurskoðun og ÁTVR og fær þá hver
sitt freyðivín fyrr eða síðar, hvað sem flokk-
amynstrinu líður eða líður ekki.
Þetta tel ég tvímælalaust til bóta eins og
hver maður getur séð.
I ROSA-
GARÐINUM
HLJÓÐS
BIÐ ALLAR...
Tónlist síðustu tveggja alda
hefur stórskaðað eyru alls þorra
manna. 0V
MEÐILLUSKAL
ILLT ÚT REKA
í fjórða skipti á þessu ári hækk-
aði vodka í verði í Póllandi, að
þessu sinni um 120%. Dabrowski
aðstoðarfjármálaráðherra sagði
að markmiðið með verðhækkun-
inni væri að draga úr peninga-
magni í umferð.
Morgunblaðið
ÞÁ RIÐU HETJUR
UM HÉRUÐ
Eftir að Jónas (frá Hriflu)
hafði sigrast á kapítalismanum
einbeitti hann sér að menning-
unni Alþýðublaðið
OFBELDIÐ
í BORGINNI
Svo rammt kvað að áreitni
flugunnar að húsráðandi sá enga
aðra leið út úr ógöngunum en
kalla á lögreglu. Þegar lögreglan
kom á staðinn dugðu engin rök á
fluguna og endaði málið svo að
lögreglan banaði henni.
Morgunblaðið
EN ÞAÐ
HÉLT KJAFTI
Alþýðublaðið þagði ekki í heilt
ár.
Fyrírsögn á ritstjórayf-
irlýsingu um mál Stef-
áns Valgeirssonar
TVÖ NÚLL
ERU BETRI
Núll er ekki nóg handa fisk-
vinnslunni.
Fyrírsögn í Timanum
EG ER EKKIÉG OG
HROSSIÐÁEIN-
HVER ANNAR
Morgunblaðið á enga aðild að
Sj álfstæðisflokknum og Styrmir
nýtur einskis stuðnings í Sjálf-
stæðisflokknum, sagði Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins í morgun. DV
BÖNNUM
EFTIRLÍKINGAR!
Reyndar er furðu margt í Dal-
las sem minnir á íslenskan veru-
leika. Tilraunir J.R. til að ráða
öllu sem hann vill í olíuvið-
skiptum minna á átök Óla Kr. í
Olís við Landsbankann. DV
HVAÐ ER SVONA
MERKILEGT VIÐ AÐ
VERA KARLMAÐ-
UR?
Drap eiginmann sinn með því
að setjast ofan á hann.
Fyrírsögn í DV
BOTNINN ER
SUÐUR í BORGAR-
FIRÐI
Akureyri er hjarta landsins.
Fyrirsögn í DV