Þjóðviljinn - 29.09.1989, Síða 4

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Síða 4
Þórhildur Þorleifsdóttir er á beininu fremst að rétta hag kvenna og þarmeð barna og ýmissa annara „fylgifiska“ kvenna. Það er mikill misskilningur að við höfum farið inná þing bara til þess að sýna í statistík að það væru fleiri konur á þingi. Við munum enn og aftur leggja til atlögu við launamálin því þau eru auðvitað sá hagur megin hluta íslenskra kvenna sem skiptir miklu meira máli en hugsanlegur frami einstakra per- sóna, þótt konur séu auðvitað líka nauðsynlegar í áhrifastöð- um. Það er staðreynd að nú í tíð stjórnar félagshyggju og jafnrétt- is, eykst launabilið enn og þótt stigið hafi verið hænufet til að draga úr launamisrétti í síðustu BSRB-samningum þá dugir það engan veginn til. - Við höfum farið í mörg ferðalög í sumar og talað við ó - tölulegan fjölda fólks á vinnustöð- um sem bornir eru uppi af konum sem eru á svívirðilega lágum launum. Ef við tökum fiskiðnað- inn sem dæmi þá er ekki hægt að kalla þetta neitt minna en nútíma þrælahald. Af hverju þarf td. að borga bónus? Ef hægt er að borga 500 krónur samtals á tímann, af hverju má þá ekki borga það beint sem tímakaup? Þarf endi- lega að hafa þær á smánarlaunum og láta þær fá svo dúsu ef þær standa sig? Einsog konur séu þannig upp til hópa að þær vinni illa og séu kærulausar nema þær hafi gulrót fyrir framan sig. Hvers konar lítilsvirðing er þetta? Svo þegar þessar konur hafa lokið löngum og erfiðum vinnudegi utan heimilis, bíður annar ólaun- aður „vinnudagur“ heima. Það er bara ekki hægt að bjóða fólki svonalagað, hvorki konunum, börnunum né fjölskyldunum. Þetta er misrétti sem verður að laga, hvað sem Einar Oddur á Flateyri segir, því annars missum við fólkið endanlega frá fisk- vinnslunni. Unga fólkið fussar við þessu og mæðurnar vara börnin sín við. „Menntaðu þig svo þú lendir ekki í fiski,“ er við- kvæðið. Við þurfum að hefja þetta starf til virðingar, bæði hvað varðar laun. menntun. virð- ingu.Við megum ekki meðhöndla fiskinn sem einhverja gullkistu sem hægt er að moka stanslaust úr, heldur eigum við að fara með hvern einasta fisk einsog gull- mola sem við höfum fundið og gera það fallegasta og besta úr honum. - Þetta þurfum við að leggja áherslu á, en ekki þessa massa- framleiðslu sem við höldum uppi með vanlaunuðu, þreyttu, stress- uðu vinnuafli. Þetta hlýtur að vera aðal verkefni okkar, ekki bara í vetur heldur einnig næsta og næsta... Svo eru auðvitað ótal mörg önnur mál sem snerta kon- ur og börn fyrir utan höfuð við- fangsefnið sem er að breyta hug- arfari fólks. En það gerum við ekki með lagasetningu. „Innáskiptingar“ ykkar hafa vakið nokkra athygli. Hvaða við- brögð hafið þið fengið við þessari nýjung í íslenskri pólitík? - „Innáskiptingarnar“ hafa ekki vakið neinn storm nema helst í fjölmiðlum. En ég ætla hinsvegar ekki að draga úr því að þetta er víða nefnt við okkur og oftar í neikvæðri merkingu. En ég vil taka það fram að það vefst mun meira fyrir körlum að skilja af hverju við gerum þetta en kon- um. Kannski er það vegna þess að konurnar hlusta betur á það sem við segjum. Við skýrðum þetta nokkuð vel í kosningarbar- áttunni og þau rök hafa skilað sér betur til kvenna en karla. Siðferði vekur æ meiri athygli í ísienskri pólitík. Er siðferði að bresta eða hefur þetta alltaf verið svona? - Því meiri auðhyggja og áhersla á efnahagslegar forsend- ur þarsem öll vandmælanleg verðmæti eru lögð til hliðar, því veikari verður siðferðisgrunnur- inn. Það miðast allt við peninga og þetta er orðin þráhyggja hjá stjórnmálamönnum, þeir geta ekki talað um annað en efna- hagsmál. Þetta held ég að sé ein orsök áherslubreytinganna - sið- ferðisárekstranna. Ef efnaleg rök ein eru notuð sem mælikvarði á framfarir, gróða, ávinninga, vel- gengni, virðíngu, hagvöxt og hvað það nú heitir allt, er maður- inn hálfur - ekki heill og missir fótanna. Hitt er svo annað mál að í sambandi við þau mál sem hafa komið uppá yfirborðið að undan- förnu - menn kaupa of mikið vín á kostnaðarverði, þiggja of mörg laxveiðiboð eða fara of oft til út- landa - eru bara birting á miklu djúpstæðara vandamáli. Bak við þetta blómstrar mikil fjármálaleg spilling. Hér er alveg ótrúlegt samtryggingarnet í atvinnu- fjármála- og stjórnmálalífi þar- sem hver verndar annan og allir vita að ef einn möskvinn er leystur þá raknar allt Hetið. Þetta er einmitt eitt af mörgu sem gerir konum svo erfitt um vik að hasla sér völl í pólitík. Þær hafa ekki þetta samtryggingarnet og þær eru ekki í pólitík til að reka erindi hagsmunahópa. Gamla fjór- flokkakerfið er þrælofið í þetta samtryggingarnet, en við erum fullkomlega óspilltar og ósnertar hvað þetta varðar. Kvennalistinn hefur sagt sjálf- an sig vera tímabundið fyrirbæri. Hafið þið nálgast þann tíma- punkt? - Nei, það er auðvitað langt því frá. Það breytir enginn heiminum á sex árum, ekki einu sinni íslandi. Við höfum sagt að vonandi komi einhvern tíma sá dagur að við teljumst óþarfar og þá verði heldur ekki þörf á sér- stökum karlahreyfingum einsog eru í raun nú. Enginn getur sagt hve langt er í þetta eða hvort það verði nokkurn tíma, en hvort að framboð til Alþingis eða borgar- stjórnar sé rétta leiðin er aftur annað mál og það endurmetum við í hvert skipti. Ef við bjóðum ekki fram í næsta eða þarnæsta skipti er ekki þarmeð sagt að kvennabaráttunni sé lokið. - þóm Mynd: Jim Smart Kvennalistinn hefur lýst sig samþykkan skatti á vaxtatekjur en samt finnst ykkur ekki rétt að leggja þann skatt á nú. Hvaða skýringar gefur þú á því? - Auðvitað er alveg sjálfsagt að skattleggja tekjur sem fólk hefur af því að eiga peninga rétt einsog að skattleggja tekjur sem fólk hefur fyrir vinnu. En nú er það mat flestra að í dag myndi slík skattlagning hækka vexti og þótt það kæmi einhverjum vel er það ljóst að vaxtahækkun kemur mun fleirum illa. Öllum fyrir- tækjum og ekki síður heimilum, sem bera mjög þunga skulda- bagga og mega ekki við hækkun vaxtagjalda. Þetta á sérstaklega við nú þegar samdráttur er hvar- vetna í þjóðfélaginu og við álítum það skyldu okkar að verja heimil- in þeim áföllum sem yrðu við að auka vaxtagjöld. - Við megum heldur ekki gleyma því að á síðustu tveimur árum hefur rignt sköttum yfir þjóðina. Fyrst kemur stað- greiðslukerfið sem eykur skatta- byrði og svo kemur matarskattur og eignarskattur. Skattar einsog td. vörugjald og tollar sem verið er að vippa út og inn vegna þess að þeir eru vanhugsaðir. Það er ekki fyrr búið að setja á eignar- skatt en hann á að leiðrétta með nýjum skatti og nú á að taka upp virðisaukaskatt um áramótin. 7 Það er erfitt bæði fyrir skattayfir- völd og almenning í landinu að átta sig á áhrifum hverrar skatt- lagningar. Það er nóg að gert í bili. Við höfum vegna þessa feng- ið skeyti frá hæstvirtum fjármála- ráðherra um að það sé tvískinn- ungur að vera fylgjandi einhverri skattheimtu og jafnframt á móti framkvæmd hennar nú. En ég vil bara benda á að maðurinn hefur sjálfur komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Hann hefur lýst sig fylgjandi hátekjuskatt- þrepi, en finnst ekki tímabært að setja það á, og hann barðist ötul- lega gegn matarskattinum á sín- um tíma en hefur ekki enn fundist tímabært að leggja hann af. Það að þið eruð í stjórnarand- stöðu hcfur sem sagt ekki áhrif á afstöðu ykkar í þessu máli? - Ef fólk hefur fylgst sæmilega með pólitík frá því að Kvennalist- inn kom þar inn, ættu menn að átta sig á því að við höfum aldrei tekið afstöðu út frá því hvort mál eru flutt af stjórn eða stjórnar- andstöðu. Það er bara þessi gam- aldags hjólfarahugsunarháttur sem veldur því, að menn skilja ekkert annað en út frá sínum eigin forsendum og vinnu- brögðum. Margur heldur mig sig. Þar að auki treystum við okkur best til að útdeila þessum skatti á réttan hátt og viljum helst fá að gera það sjálfar. Er Kvennalistinn ekki að ein- angra sig í íslenskri pólitík með því að vera einn með Sjálfstæðis- flokknum í stjórnarandstöðu? - Það er nú reyndar einn flokk- ur í viðbót þótt það vefjist eðli- lega fyrir mönnum að muna eftir honum! En þegar Kvennalistinn ákvað að fara ekki í þessa stjórn var hann að taka afstöðu til stjórnarinnar en ekki með hverj- um hann yrði í stjórnarandstöðu. Þú hefur tækifæri á að velja með hverjum þú ferð í stjórn, en þú velur ekki stjórnarandstöðuna. Við erum ekki að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn sem samstarfsað- ila með þvf að vera með honum í stjórnarandstöðu. En við munum að sjálfsögðu hafa samvinnu við þá rétt einsog aðra sem hafa Ient með okkur í stjórnarandstöðu. Fylgi ykkar í skoðanakönnun- um hefur verið í brennidepli, enda hefur það farið hrakandi að undanförnu eftir mikla upp- sveiflu. Má draga þá ályktun að óánægjufylgið svokallaða hafi farið frá ykkur yfir til Sjálfstæð- isflokksins? - Ég kann auðvitað enga ein- hlíta skýringu á því frekar en þeg- ar við rukum upp. En mér finnst þessi skilgreining á óánægjufylgi mjög niðrandi tal um þegna í landinu sem eiga að njóta Iýð- frelsis, sem ma. felur í sér kosn- ingarétt og skoðanafrelsi. Að tala um þetta einsog einhverja hjörð sem hrekst til að frá í vanhugsaðri óánægju finnst mér vera dæmi um þröngsýni fjórflokkanna. Hinsvegar held ég að við höfum gert okkur vel grein fyrir því þeg- ar við vorum hvað hæstar í skoð- anakönnunum að það væri ekki endilega raunfylgi sem myndi skila sér í kosningum. En hvort fylgið fari beint frá okkur til Sjálf- stæðisflokksins höfum við engar sannanir um. Það gæti allt eins hafa komið við í Alþýðubanda- laginu og líkað vistin illa, við vit- um ekkert um það. Lýsa þessar kannanir þá ekki óánægju fólks með að þið skulið ekki hafa gengið til liðs við núver- andi félagshyggjustjórn? - Við skulum nú fara varlega með orðið félagshyggjustjórn í þessu sambandi. Það er rétt að við fengum mikinn byr í síðustu kosningum og fólk batt miklar vonir við okkur. Þegar stjórnin sprakk sl. haust var greinilegur vilji á meðal almennings að við færum inní ríkisstjórnina. Þá ákvörðun gat enginn tekið fyrir okkur og við gerðum okkur fullkomlega grein fyrir því þegar við ákváðum að fara ekki inní stjórnina að það myndi ekki auka fylgi okkar í bili. - Það er mjög vandmeðfarið að vera með annað eins fjöregg í höndunum og íslensku kvenna- hreyfinguna. Annars vegar eru auðvitað mjög miklar vonir bundnar við okkur og þær vonir eru ekki bara frá konum heldur einnig frá körlum. En á móti gæt- ir einnig vissrar óþolinmæði; það á að breyta strax. Við mátum það þannig að við gætum ekki sett þann svip á stjórnina sem breytti nægilega miklu. Þannig hefðum við gert íslenskri kvennahreyf- ingu til lengri tíma litið miklu meira ógagn en einhverjir stund- arávinningar í fylgi. Á sama tíma og fólk bindur vonir við okkur vegna sérstöðu okkar er samt ætl- ast til að við séum einsog hinir. Við vildum heldur standa á eigin sannfæringu og halda fylgi á rétt- um forsendum heldur en að hala inn fylgi á röngum forsendum. Hver er þá afstaða ykkar til nú- verandi ríkisstjórnar og hennar verka? - Við höfum ekki séð miklar áherslubreytingar frá þeirri stjórn sem áður sat og finnst ríkis- stjórnin standa harla illa undir nafni sem félagshyggju- og jafnréttisstjórn. En það er ekki þarmeð sagt að öll hennar verk séu slæm. Hvaða málaflokka ætlið þið að leggja mesta áherslu á í vetur? - Sem fyrr verðum við að huga að þeim sem við stöndum fyrir í stjórnmálum. Það er fyrst og Við enim fullkomlega óspilltar og ósnertar Kvennalistinn hefur verið í stjórnarandstööu þau sex ár sem hann hefur verið á Alþingi. í skoðanakönnunum náði hann alltupp í að vera vinsælasti stjórnmálaf lokkur landsins en fylgi hans hrapaði á ný eftir að nú verandi stjórn _tók við völdum án Kvennalistans. Hvað ætlar Kvennalistinn að gera með Sjálfstæðisf lokknum í vetur í andstöðu við stjórn jafnréttis- og félagshyggju? Þórhildur Þorleifsdóttir er á beininu 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.