Þjóðviljinn - 29.09.1989, Page 6
AFMÆLI
Anna Pálsdóttir
Reyðarfirði
Hjartahlýjar kveðjur og heilla-
óskir með örfáum orðum er nú
það allra minnsta sem ég get fært
fram á þessum merkisdegi í lífi
míns mæta félaga. Traust og
viljaföst myndaði hún sér ein-
dregna lífsskoðun, sem engir
sviptivindar tilviljana né tízku-
strauma hafa megnað að hrekja
hana frá. Pólitískt raunsæi henn-
ar hefur ævinlega verið henni
óbrigðult og því hefur löngum
verið gott að leita álits hennar á
hlutunum, því fjarri er hún því að
segja aðeins já og amen, þegar
eftir afstöu hennar er leitað. Hún
hefur verið ötull og ódeigur liðs-
maður og farið í forystu í félagi
okkar, heima á Reyðarfirði, þeg-
ar félagsleg þörf hefur kallað.
Kær og ljúf og mikilsverð hefur
liðsemd hennar verið og það skal
þakkað hér og nú um leið og ég
vona að löng verði samfylgdin
enn á vettvangi. En samfylgdin
var ekki síður verðmæt þeim sem
áttu hana að einstaklega lið-
tækum félaga í Leikfélagi
Reyðarfjarðar, og ég var einn
þeirra, þar sem hún fór með mörg
hlutverk og veigamikil og skilaði
með miklum ágætum. Það var
mikið og erfitt sjálfboðaliðsstarf
þar sem Anna lagði sitt ljúfa lið
með léttu geði sínu og eignaðist
allra vináttu að verkalaunum
ásamt ánægjunni yfir þakklátum
viðtökum þeirra sem á hlýddu og
horfðu. Hún hefur víðar við kom-
ið og alls staðar verið hinn virki
þátttakandi. Hörmuleg lífs-
reynsla, er eiginmaður hennar dó
af slysförum á bezta aldri, setti
ugglaust svip sinn á svo ótalmargt
á æviferli, en bugast lét hún ekki
né brotnaði og horfði áfram
vonglöð tii lífsins þrátt fyrir allt. I
því kom hún fram sem hetjan,
sem hvergi lætur hugfallast,
hversu þungt högg sem lífið nær
að ljósta.
Ég veit hún Anna vill ekki að
ég segi þetta allt, enn síður meira.
Eg hlýt því aðeins að færa henni
hjartans þakkir fyrir samfylgd-
ina, fyrir uppörvun alla og að-
stoð. Hanna biður fyrir beztu
kveðjur og einlægar óskir.
Gangi þér allt á gæfunnar veg,
kæra vinkona.
Helgi Seljan
Anna átti afmæli í gær, 28. sept.
Vatnsveita
Reykjavíkur 80 ára
í tilefni af afmæli veitunnar mun verða haft „opið
hús” í dælustöðvunum í Heiðmörk, sunnu-
daginn 1. október n.k. í því tilefni munu Strætis-
vagnar Reykjavíkur halda uppi ferðum frá
Lækjartorgi að Gvendarbrunnum.
Vagnarnir verða merktir „Vatnsveita Reykja-
víkur 80 ára” og er tímatafla vagnanna sem hér
segir:
Tímatafla Mín. yfir heila klst.
Frá Lækjartorgi 15
Hlemmur 20
Grensás 28
Stengur 32
Rofabær 35
Rauðhólar 43 og
síðan að Gvendarbrunnahúsi
Ekið er á klukkustundarfresti
FyrstaferðfráLækjartorgi Kl. 13.15
Síðasta ferð frá Lækjartorgi Kl. 17.15
Þar sem umferð einkabíla er ekki leyfð innan
verndarsvæðanna, er þeim sem í einkabílum
koma, bent á að geyma bílana í Rauðhólum
nálægt afleggjaranum inn á verndarsvæðið.
Strætisvagn mun verða í ferðum frá Rauðhólum
til Gvendarbrunna.
Frá Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar
Sýningu Kristjáns Davíðssonar lýkur um helg-
ina.
Safnið verður lokað frá 2. til 21. október n.k.
vegna undirbúningsvinnu fyrir sýningu vetrar-
ins á verkum eftir Sigurjón Ólafsson.
Bílaleigubílar
Tilboð óskast í leigu á bílaleigubílum til afnota
fyrir ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki árin 1989-
1990.
Útboðslýsing er afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavík.
Opnun tilboða fer fram á skrifstofu vorri föstu-
daginn 20. október 1989 kl. 11.00 fh. í viðurvist
viðstaddra bjóðenda.
INIMKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Sjóminjasafn íslands
Sýningunni „Fundur Ameríku” lýkur um helg-
ina.
Frá og með 1. október verður safnið opið
laugardagaog sunnudagafrá kl. 14-18. Skóla-
fólk og hópar geta pantað tíma virka daga.
Tökum á móti sjóminjum alla daga. Hafið sam-
band í síma 52502.
Borgarskipulag -
'I' Borgarverkfræðingur
Reitur 1.171.0 markast af Laugavegi, Ingólfs-
stræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Deiliskipulag
reitsins var auglýst frá 6. janúar til 17. febrúar
1988. Fram er komin tillaga að bílageymsluhúsi
á lóðinni Hverfisgötu 20 en skipulagstillagan er
að öðru leyti óbreytt. Tillagan er til kynningar á
Borgarskipulagi Borgartúni 3 og hjá Borgar-
verkfræðingi Skúlatúni 2 næstu 4 vikur eða til og
með 27. okt. n.k.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð
1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi
2. október.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaðan virkan dag eftireindaga uns þau
eru orðin 20%, en síðast reiknast dráttarvextir
til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá
og með 16. október.
Fjármáiaráðuneytið
LANDSPITALINN
Fulltrúi
óskast á kvennadeild Landspítala, félags-
ráðgjöf nú þegar. Um framtíðarstarf er að ræða
eftir reynslutíma.
Starfið er 50%, vinnutími er eftir samkomulagi. í
starfinu fellst m.a. umsjón með móttöku fé-
lagsráðgjafa, skráningar- og vélritunarstörf,
skjalavarsla, meðferð og frágangur trúnaðar-
gagna.
Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf
eða framhaldsskólamenntun af heilsugæslu-
eða félagssviði eða reynslu af ritara- og mót-
tökustarfi í heilbrigðisþjónustu.
Upplýsingar gefur Svava Stefánsdóttir, yfirfé-
lagráðgjafi í síma 601166 og 601165.
Umsóknir sendist yfirfélagsráðgjafa, kvenna-
deild Landspítalans.
RIKISSPITALAR
Auglýsið í
Nýju
Helgarblaði
Gerðuberg:
Mánudagur:
ENSKAI
ENSKAII
SAUMAR
Þriðjudagur:ENSKA I
ENSKAIV
Miðvikudagur:
ENSKAII
ENSKAIII
Fimmtudagur:
ÞÝSKAI
ÞÝSKAII
SPÆNSKAII
SPÆNSKAI
Árbæjarskóli:
Mánudagur:
ENSKAII
ENSKAI
Miðvikudagur:
ÞÝSKAIV
ÞÝSKAIII
ÞÝSKAII
Laugalækjarskóli:
Mánudagur:
SÆNSKAI
SÆNSKAII
Þriðjudagur:
SÆNSKAIII
SÆNSKAIV
VÉLRITUN
Miðvikudagur:
ENSKAI
ENSKAII
BÓKFÆRSLA
kl. 18.40-20.05
kl. 20.10-21.40
kl. 18.40-21.40
fullt kl. 18.40-20.05
kl. 20.10-21.40
kl. 18.40-20.05
kl. 20.10-21.40
kl. 19.25-20.50
kl. 20.00-22.20
kl. 18.40-20.05
kl. 20.10-21.40
kl. 18.00-19.20
kl. 19.25-20.50
kl.18.00-19.20
kl. 19.20-20.50
kl. 21.00-22.20
kl. 19.20-20.50
kl. 21.00-22.20
kl. 19.25-20.50
kl. 21.00-22.20
kl. 20.10-22.20
kl. 19.25-20.50
kl. 21.00-22.20
kl. 19.30-21.40
VERÐ: 24 st. flokkar kr. 3.800, 33 st. flokkar kr.
5.700,48 st. flokkar kr. 7.600, kennslugögn ekki
innifalin.
INNRITUN á skrifstofu Námsflokka Reykja-
víkur, Fríkirkjuvegi 1, kl. 13-21. Sími 12992 og
14106.
Kennsla hefst 2. okt. n.k.
Frá Borgarskipulagi
(/ Reykjavíkur
Reitir 1.130.2 og 1.131 markast af Mýrargötu að
norðan, Seljavegi að vestan, Nýlendugötu að
sunnan og Ægisgötu að austn. I samræmi við
samþykkt skipulagsnefndar 14. ágúst s.l. er að
hefjast deiliskipulagsvinna á þessum reitum.
Þeir sem vilja leita sér upplýsinga eða koma á
framfæri ábendingum hafi samband við Ólaf
Halldórsson deildarstjóra á Borgarskipulagi
Borgartúni 3 eða Guðmund Gunnarsson hjá
Arkitektaþjónustunni sf. Hellusndi 3 Reykjavík.
6 SÍOA — NYTT HELGARBLAb Föstudagur 29. september 1989