Þjóðviljinn - 29.09.1989, Side 12
ALÞÝÐIJBANDATAGIÐ
Alþýðubandalagið i Kópavogi
Haustferð í Þórsmörk
30. september 1989
Laugardaginn 30. september fer ABK haustlitaferð í Þórsmörk. Farið verð-
ur frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður
um Ölfus, Flóa, Holt, Rangárvelli og Landeyjar allt austur yfir Markarfljót
undir Eyjafjöllum. Þaðan er farinn 25 kílómetra langur vegarslóði inn í
Þórsmörk. Gist verður í skála Ferðafélags íslands í Langadal.
Gengið verður á Valahnúk að venju og þeir sprækari fara fram í hella og
heim um Húsadal. Þeir sem skemmra ganga skoða nágrenni skálans sem
er víða skógi vaxið með skjólgóðum lautum. Um kvöldið sitja menn saman
og gera sér gaman.
Á sunnudag verður skoðað Slyppugil og þeir göngusnörpu skreppa upp í
Tindfjöll á Þórsmörk. Haldið verður heim á leið klukkan 14 og komið við í
Básum og í Merkurkeri. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnu-
dagsins.
Jtówigtft-að þátttaká enaiirtn velkominl!
’Btkymið^átttöku í böfc&stáðvar flokksins, Hvérfisgötu -105, simi 17500.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Félagsfundur
Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félagsfund í Lárusarhúsi Eiðsvalla-
götu 18 miðvikudaginn 4. október klukkan 20,30. Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinn.
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Alþýðubandalagsins sem haldið verður á
Húsavík dagana 21.-22. október.
Önnur mál.
Félagar fjölmennið. Stjórnin
Alþýðubandalagið á Akureyri
Bæjarmálaráð
Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði sunnudaginn 1. október kl. 20.30
í Lárusarhúsi.
Fundarefni:
1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. október.
2) Vetrarstarfið - undirbúningur kosninga.
Athuga breyttan fundartíma.
Félagar mætið vel og stundvíslega.
LANDSPITALINN
Eldhús
Vífilsstaðaspítala
auglýsir eftir matartækni til framtíðarstarfa.
Staðan er laus nú þegar. Um er að ræða 80-
100% starf þar sem vinnutími er frá kl. 7.30 til
15.30. í starfinu felst m.a. almenn matreiðsla og
matreiðsla á sérfæði. Skilyrði er að umsækjandi
hafi matartæknapróf.
Einnig vantar starfsmann í 60-100% vinnu frá
október til frambúðar. Vinnutími erfrá kl. 7.30 til
15.30.
Um öll almenn störf í eldhúsi er að ræða.
Upplýsingar um ofangreind störf gefur Frið-
gerður Guðnadóttir í síma 602805. Umsóknir
sendist Eldhúsi Vífilsstaða.
RÍKISSPÍTALAR
RÍKISSPÍTALAR
Kópavogshæli
Starfsmenn óskast í 100% starf sem fyrst. í
starfinu felst umönnun vistmanna, útivera, þátt-
taka í þjálfun, almenn heimilisstörf, þrif og ræst-
ing. Æskileg starfsreynsla við sambærileg störf
og að umsækjandi sé orðinn 18 ára.
Athugið launahækkandi námskeið fyrir fast-
ráðið starfsfólk.
Upplýsingar gefa yfirþroskaþjálfi og hjúkrunar-
forstjóri í síma 602700.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
Eggert Þorbjarnarson
Langholtsvegi 33
lést að kvöldi 26. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. októ-
ber kl. 13.30.
Guðrún Rafnsdóttir
Rafn Eggertsson, Rósa Eggertsdóttir,
Guðbjörg Birna Bragadóttir, Gunnar Jónsson,
Eggert Rafnsson, Hjálmar Sigurjón Gunnarsson,
Örn Bragi Rafnsson, Eggert Rúnar Gunnarsson
Suður-Afríka
Nýtt
Búa-
stríð?
Hægrisinnaðir Búar
tala um stofnun nýs
ríkis hvítra manna í
hluta Höfðalands
Margt bendir til að nú líði að
lokum aparheidkerfisins í Suður-
Afríku. Jafnframt því eykst með-
al evrópskættaðra manna þar-
lendis klofningur um afstöðuna til
framtíðarinnar. Sumir virðast
reiðubúnir að ganga að kröfum
blökkumanna í stórum dráttum,
aðrir segjast fyrr hefja „nýtt Bú-
astríð“ en að sætta sig við stjórn
svarta meirihlutans.
„Við fórum í stríð 1899, og það
erum við reiðubúnir að gera aft-
ur,“ segir Carel Bishoff, rúmlega
sextugur háskólakennari og einn
forustumanna hægrisinna af Búa-
þjóðerni. Hjá honum og fleiri
Búum kemur fram ótti um að
undir stjórn svarta meirihlutans
verði hvíti minnihlutinn áhrifa-
og réttindalaus í raun. Niðurstað-
an yrði harðstjórn, sem hvítum
landsmönnum yrði ófært að lifa
við. Þeir benda í þessu sambandi
á reynsluna af öðrum Afríkuríkj-
um.
Endurminningarnar frá Búa-
stríðinu eru hollenskættuðum
Suður-Afríkumönnum enn í fers-
ku minni, þótt 87 ár séu liðin frá
því að því lauk. Eldra fólk hefur
heyrt um það frá foreldrum sín-.
um, öfum og ömmum, sem sjálf
voru þar með. Faðir Bishoffs tók
sjálfur þátt í stríðinu, þá ung-
lingur og þjónaði sem sendiboði
milli skæruliðahópa Búa. Systir
hans dó í einangrunarfangabúð-
um Breta.
Fangabúðir þessar voru á 50
stöðum. Þar eru nú grafreitir,
hinstu hvílustaðir þeirra sem í
fangabúðunum létust. Þeir graf-
reitir eru löngu orðnir helgistaðir
í augum Búa. Bretar byggðu
fangabúðirnar í síðari hluta
stríðsins, er Búar höfðu tekið upp
skæruhernað. f búðirnar ráku
Bretar konur og börn Búa, svo að
þau gætu ekki veitt skæruliðun-
um aðstoð. Þetta urðu
sannkallaðar dauðabúðir, því að
um 28,000 konur og börn af Búa-
þjóð dóu í þeim úr næringarskorti
og sjúkdómum. Búar telja að hér
hafi jaðrað við tilraun til þjóðar-
morðs.
Bishoff segir Búa almennt ekki
hafa neinn áhuga á því að drottna
yfir blökkumönnum, en þeir vilji
enn síður komast undir yfirráð
þeirra. Hann segir sig og skoð-
anabræður sína einfaldlega berj-
ast fyrir því að Búar geti haldið
áfram að vera til. Þar sem hann
telur ekki stætt til lengdar á því að
standa gegn kröfum blökku-
manna um jafnrétti, vill hann að
stofnað verði nýtt ríki fyrir hvíta
menn eingöngu í norðvesturhluta
Höfðalands. Þeir, sem vilji eiga
hlut að því ríki, verði að vera
reiðubúnir að gefa aðra lands-
hluta á vald blökkumönnum og
þeim evrópskættuðum mönnum,
er kjósi að búa í sama ríki og þeir.
Reuter/-dþ.
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Bjarni
Alþýðubandalag-
iðíReykjavík
Sameigin-
legtfram-
boð?
Kostir og
gallar
Samvinna eöa
eamfylking?
Miðvikudaginn 4. október kl. 20.30 býður Alþýðubandalagið í
Reykjavík til opins fundar vegná væntanlegra borgarstjórnarkosn-
inga. Fundarstaður: Flokksmiðstöðin, Hverfisgötu 105.
Framsögumenn: Bjarni P. Magnússon, Elín G. Ólafsdóttir, Sigrún
Magnúsdóttir og Sigurjón Pétursson.
Fundarstjóri: Stefanía Traustadóttir formaður ABR.
Fundarefni: Samvinna minnihlutans í borgarstjórn þetta kjörtíma-
bil. Sérstaða þessara flokka. Kostir og gallar sameiginlegs iram-
boðs.
Á eftir framsögum svara framsögumenn fyrirspurnum fundar-
manna.
Allir velkomnir'.
Stjórn ABR
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Félagsfundur
verður haldinn mánudaginn 2. október kl. 20.30 í Þinghól.
Dagskrá:
1. Bæjarmálin.
2. Kosning í uppstillinganefnd fyrir aðalfund.
3. önnur mál.
Stjórnin
Kjördæmisráðstefna
á Norðurlandi vestra
Aðalfundur kjördæmisráðs á Norðurlandi vestra verður haldinn í Vertshús-
inu á Hvammstanga sunnudaginn 1. október og hefst kl. 11.00.
Ölafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra verður gestur fundarins.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn kjördæmisráðs
Almennur fundur
á Hvammstanga
Alþýðubandalagið boðar til al-
menns fundar í Vertshúsinu á
Hvammstanga sunnudaginn 1.
október nk. kl. 16.00.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra og Ragnar Arnalds
alþingismaður hefja umræður og
svara fyrirspurnum.
Fundurinn er öllum opinn. Ragnar Ólafur
Alþýðubandalagið Arnalds Ragnar
Félagsfundur á Sauðárkróki
Alþýðubandalagið boðar til almenns fundar í Villa Nova á Sauðárkróki
laugardaginn 30. september nk. kl. 16.30.
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Ragnar Arnalds alþingis-
maður verða á fundinum.
Fundurinn er opinn öllum.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið á Austurlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi verður
haldinn laugardaginn 14. október frá klukkan 9 - 20 í Valaskjálf á Egilsstöð-
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnmálaviðhorfið. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra.
3. Lagabreytingar. Fulltrúi laganefndar Alþýðubandalagsins.
4. Þróun atvinnulífs á Austurlandi.
Framsaga: Axel Beck, Elísabet Benediktsdóttir,
geir Magnússon.
5. Nefndastörf.
6. Kosningar.
7. önnur mál.
Finnbogi Jónsson og Ás-
Stjórnin
Alþýðubandalagið Suðurlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður dagana 7. og 8. október 1989.
Fundurinn hefst á laugardag 7. október kl. 10.00 í Brydebúð við Víkurbraut,
Vík í Mýrdal.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestir fundarins verða Ólafur Ragnar Grímsson og Svanfríður Jónasdóttir.
Stjórn kjördæmisráðs