Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 2

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 2
SKAÐI SKRIFAR Ég var á Landsfundinum Ég, Skaði, hefi verið að skoða fallega bók og nytsamlega. Hún er eftir hann Hannes minn Hólmstein, sem er doktor í pólitík og fjallar bókin um Sjálfstæðisflokkinn okkar sextugan. Það þarf vissulega mikinn lærdóm til að taka saman svona mikið rit, þar sem er ekkert ónytjuhjal og argaþras heldur mikið af myndum sem segja okkur söguna næstbest: helst ætti þetta að vera svona sjónvarpsbók á kasettu. En í bókinni eru fjórar eða sex myndir á hverri opnu, sjálfsagt einar fjögur hundruð myndir. Ég fór að gera það að gamni mínu að telja myndir af góðum mönnum og ég fann 32 myndir af Ólafi mínum Thors og 37 af Bjarna Ben og 25 af Gunnari Thoroddsen. Ég er að vísu ekki alveg sammála þeirri söguskoðun sem fram kemur hjá doktornum í þessu myndavali, sjálfur hefði ég haft sirkabát 45 myndir af Ólafi miðað við hina. En söm var Hannesar gerðin og lýsir þeirri ræktarsemi við mikla menn sem einkennir minn flokk. Það er annað hjá hinum flokkunum, sem eru sífellt að slátra sínum skástu mönnum til árs og friðar, rétt sem væru þeir heiðnir menn og sóldýrkendur. Og kemur fyrir ekki. Þetta sagði ég lika við frænda minn Karl (Marx) Gíslason þegar ég hitti hann á förnum vegi. Hann var eitthvað að þusa upþ úr öfundar- fjölmiðlunum um að nú hefði Frikka Sóf verið fórnað fyrir vitleysurnar í Steina Páls og til að rýma fyrir þríbreiðan pólitískan rassinn á Davíð. Kalli minn, sagði ég, mér dettur ekki í hug að móðgast við þig fyrir þinn kommúníska kjafthátt og rugl, því í dag er ég glaður: ég var á Landsfundinum. Það er líka borin von að þú skiljir þetta formannamál, alinn sjalfur upp í stalínskri lymsku þar sem menn horfa lymskir og soltnir á grannann með hníf í kjafti. í okkar flokki hugsa menn um eininguna og annað ekki og horfa aldrei í smámuni eins og ráðherra - stól eða formennsku, og það endar alltaf á þann besta veg að á toþpnum standa allir hinir bestu menn og sá langbesti á herðum þeirra. Og er það Davíð? Davíð kemur í fyllingu tímans eins og segir í helgri bók, sagði ég. Sá sjálfumglaði ráðhúsgikkur, sagði Karl Marx og var eins ófrum- legur og framast mátti vera. j Ég skal segja þér eitt frændi, sagði ég. Maður lyftist allur í sætinu við að hlusta á Davíð halda sína vígsluræðu á Landsfundinum. Hún var svo áhrifamikil. Hann kom bara öllum til að brosa, klappa, stappa og skellihlæja, þúsund manns, hugsaðu þér! Var ykkur búið að leiðast svona skelfilega? spurði Kalli. Leiðast? Óekkí. En maður verður náttúrlega að hafa tilfinningu fyrir dramatískum strúktúr, þegar verið er að veita sögunni í réttan farveg. Fyrst kemur hið langa eintal hinnar þólitísku sálar. Svo skiptast menn á að syngja hin ýmsu stef flokksins. Og svo þegar menn eru orðnir ögn dasaðir yfir alvöru tilverunnar, þá kemur maðurinn sem færir lausnina með spriklandi fjöri og léttleika. Hirðfíflið? sagði Kalli meinfýsinn. Hinn bærilegi léttleiki tilverunnar, sagði ég, sem hefur djúpan undir- tón. Og þá hefur Foringinn talað og ekkert þarf meira að gera? sagði Kalli. Ekkert að gera? sagði ég. Nei það var sko af nógu að taka. Fundar- menn voru ekki að neinu sluxi og ríi skal ég segja þér væni minn. Þarna sátu þeir pungsveittir og lásu alls þrjú tonn af nefndagögnum eða fjögurtonn, þú geturtékkað þaðhjá Víkverjaí Mogganum. Aldrei lesið þið framsóknarkommar nema svo sem hálft skippund af pappír á ykkar landsfundum. Ég get sagt þér til dæmis, að bara í einni nefnd af átján, sjávarútvegsnefnd, var fundað í þrettán klukkutíma og það voru haldnar fimmtíu ræður og eins og Birgir ísleifur sagði þá komu fram í þessum ræðum hundrað skoðanir! Hvað hafið þið að gera við allar þessar skoðanir? spurði Kalli forviða. Aldrei skilur þú neitt, þitt glámskyggna marxistahross, sagði ég. Við í Sjálfstæðisflokknum sönkum að okkur öllum skoðunum. Menn þurfa ekkert að fara í aðra flokka að leita að þeim. Munurinn er bara sá að hjá okkur er ekki skoðun gegn skoðun með hávaða og látum og vitleysu. Hjá okkur er Stétt með Stétt og alveg eins er hver okkar skoðun MEÐ annarri skoðun og svo koll af kolli. Koll af kolli? spurði Karl Marx Gíslason. Já. Koll af kolli þangað til komið ertil formannsins. Og hann ræður. RÓSA- GARÐINUM HLÝÐNI VIÐ LÍFRÍKIÐ Kind sendi bíl út af. Fyrírsögn í DV MIKIÐ VAR FÓLKIÐ BÚIÐ AÐ ÞJÁST Þeir landsfundarmenn sem Víkverji hefur rætt við eru á einu máli um það að ræða Davíðs Oddssonar, þegar hann tók við embætti varaformanns, hafi verið svo áhrifamikil að menn hafi ekki upplifað slíkt á landsfundum um langt árabil. Að sögn þurfti Da- víð að gera hlé á máli sínu þrisvar til fjórum sinnum vegna fagnað- arláta áheyrenda og raunar er sagt að hann .hafi fengið 1000 manns til að skellihlæja... Morgunblaðió ER VERIÐ AÐ MÓÐGA DAVÍÐ SJÁLFAN? Við Sjálfstæðismenn höfum oft í gegnum tíðina gert grín að því sem við höfum kallað fataskipta- lausnir vinstri flokkanna og við megum ekki sjálf falla í þá gryfju að ímynda okkur að við getum sjálf blekkt almenning með ein- hverskonar fataskiptalausnum. Framkvæmdastjórí Sjálfstæðisflokksins á landsfundi Ó FRELSI, HVERT LEIÐIR ÞU MIG? Gáum að því að offita er ekki síður vandamál en reykingar og því á auglýsingamönnum ekki að líðast að smíða auglýsingar er tengja neyslu sætinda við stælta og tágranna líkama. Morgunblaðið JÁ, BÖLVAÐUR SKÓLINN ER SKÁRRI Fyrir hvern einstakling skiptir það að sjálfsögðu óskaplega miklu máli, hvort hann er sendur á vit gasklefanna, heftur í þrengs- lum og ófrelsi flóttamannabúða ævilangt, lendir í útrýmingu rauðra khmera einhversstaðar, er hrakinn holdsveikur eða fær að læra til að eiga möguleika í lífinu. Morgunblaðið PARADÍSARHEIMT Líklega er fólk aldrei fullkom- lega hamingjusamt nema í aug- lýsingum. Morgunblaðið FLAS ER EKKI TIL FAGNAÐAR Hljóp uppi þjóf og hlaut nef- brot. Lögreglufrétt í Tímanum 2 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.