Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 14

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 14
Áö í skógum Hvítarússlands. Frá vinstri: Skúli Gauta, Atli, Kristín, Diddi, Helga, Björgvin, Andrews fráLitháen, Svava, Einarog Bjarni Bragi. Mig haföi dreymt um það í mörg ár aö ferðast á mótor- hjóli um Sovétríkin. Það er öðruvísi en að ferðast með flugvél eða lest eða bíl: þú skynjar umhverfið betur, þú finnur lyktina, veðrið og vind- inn í fanginu, og þú finnur að þú ert frjáls. Ég hef ferðast víða um Evrópu á mótorhjóli, en flestir töldu það fráleita hugmynd að hægt væri að kqmast um Sovétríkin með þessum hætti. Það reyndist vissulega erfiðleikum bundið í upphafi, en það tókst, og ferð- in var hreint út sagt stórkost- legt ævintýri. Þetta sagði Atli Bergmann far- arstjóri nýkominn úr ævintýra- legu fjögurra vikna ferðalagi hljómsveitarinnar Sniglabands- ins um Sovétríkin. Ferðin var far- in á vegum norrænu samtakanna Next Stop, og hafði að markmiði að auka á gagnkvæman skilning á milli þjóðanna og minna á hættu þá sem mannkyni stafar af víg- búnaðarkapphlaupi, kjarnorku og umhverfiseyðingu. Um 5000 ungmenni frá Norðurlöndunum fóru til Sovétríkjanna á vegum samtakanna í síðasta mánuði í mörgum smáhópum og dreifðust hóparnir vítt og breitt um öll Sov- étríkin. Héðan frá íslandi fóru um 50 ungmenni í nokkrum hópum. Einn þeirra var hljómsveitin Sniglabandið og fylgdarlið, alls 11 manna hópur. Skipuleggjandi ferðarinnar var Atli Bergmann og heyrum nú ferðasögu hans: I nafni friðar Samtökin Next Stop eru byggð á hugsjónum um frið og umhverf- isvernd. Þau leggja til grundvall- ar starfi sínu Brundtland- skýrsluna, sem unnin var á veg- um Sameinuðu þjóðanna um framtíð mannkyns. Þar er bent á að við eigum ekki nema eina jörð, og að ef við förum ekki að ræða saman yfir þá hugmynda- legu og hagsmunalegu múra sem reistir hafa verið á milli manna og þjóða, þá verði fyrirsjáanlega engin jörð til innan tíðar. Þess vegna fóru samtökin sína fyrstu ferð til Nevada í Bandaríkjunum 1987 til þess að mótmæla þeim kjarnorkuvopnatilraunum, sem þar hafa verið stundaðar. Ferðin til Sovétríkjanna í haust var ann- að átak samtakanna. Meðal þátt- takenda voru einnig menntaðir vísindamenn sem heimsóttu svæði sem ógnað er af umhverfis- eyðingu (t.d. Tsérnobyl) og þar sem stundaðar eru tilraunir með kjarnorkuvopn. Þeir ræddu við þarlenda samstarfsmenn sína og fólkið á staðnum. Það má segja að okkar hópur hafi lagt megin- áherslu á hin mannlegu tengsl, og við komumst að því að það er bæði þýðingarmikið og gefandi. m Persónuleg tengsl Next Stop ferðirnar byggjast einmitt á því að skapa slík mannleg tengsl utan við hið opin- bera móttökukerfi. Þess vegna var lagt upp úr því að fá gistingu á einkaheimilum. Við byrjuðum á því að gera ferðaáætlun og koma okkur upp persónulegum sam- böndum. Samfara þessu hófum við fjáröflun fyrir ferðina, því við nutum ekki sambærilegra styrkja til framtaksins og félagar okkar á Norðurlöndunum. Við fengum 1000 kr. á mann frá menntamála- ráðuneytinu (það dugði ríflega fyrir flugvallarskattinum), en tónleikar og sölumennska í Kola- portinu og á 17. júní skilaði okk- ur áleiðis í fjármögnuninni. Ferðaáætlun okkar var í stór- um dráttum þessi: Reykjavík - Kaupmannahöfn - Stokkhólmur Helsinki - Vyborg - Leníngrad- Tallín (Eistland)- Riga (Lett- land) - Vilnius (Litháen) - Minsk (Hvítarússland) - Moskva- Len- íngrad - Vyborg - Helsinki og heim... Ferðaáætlunin tók mið af farkostunum, sem voru tvær 750 kúbfka Hondur, eitt BMW 900, eitt Kawasaki 1000 og hjólið mitt sem er Yamaha 920 kúbík. Auk þess höfðum við Mercedes - sendiferðabíl, sem við keyptum í Lúxemborg. Hljómsveitin Sniglabandið var á sínum tíma mynduð af mönnum sem allir áttu mótorhjól og kynntust j\ „Bifhjólasamtökum lýðveldisins - Sniglunum“, en það eru landssamtök mótorhjóla- eigenda á íslandi. Hljómsveitin hefur íeikið saman í 4 ár, er þekkt fyrir sitt þjóðlega rokk og ról og hefur gefið út fjórar plötur. Auk hljómsveitarinnar voru með í ferðinni þrjár söngkonur, þær Svava, Stína og Helga, sem syng- ja saman þjóðlög. Reyndar kom babb í bátinn á síðustu stundu, þegar búið var að kaupa bílinn og flytja hjólin út, en þá ætluðu þeir að neita okkur um leyfi fyrir farartækin, en fyrir hörku okkar og óbilgirni var því kippt í lag nokkrum klukku- stundum áður en ég fór í loftið með vegabréfin árituð, til Kaup- mannahafnar, þar sem ferðafé- lagarnir biðu. Framandlegt ferðagengi Það var kannski ekki óeðlilegt að eitthvert hik kæmi á þá með innflutningsleyfi fyrir mótorhjól- in, því landamæraverðirnir í Vy- borg virtust aldrei hafa séð svona farartæki eða þann leðurklæðnað sem tilheyrir þessum ferðamáta: þeir þurftu 4 klukkustundir og mörg símtöl og vangaveltur til þess að sannfærast um að allir pappírar okkar væru í lagi. Og þegar við komum inn fyrir landa- mærin varð augljóst að svona gengi voru ekki daglegir gestir á vegunum í Sovét. Hvarvetna þar sem við stoppuðum vöktu mótor- hjólin mikla athygli og undrun. Mér skilst að við séum fyrsta mót- orhjólagengið sem fengið hafi leyfi til þess að ferðast um Sovét- ríkin! Þeir eiga að vísu mótorhjól sjálfir, en það eru tæki sem gera lítið annað en að framleiða reyk og hávaða. Að vísu framleiða Rússar eina gerð mótorhjóla af stærri gerðinni með hliðarvagni sem kallast Dnépr, en það reyndist eftirlíking BMW af ár- gerðinni 1955 og hefur ekki verið endurbætt síðan. Þau hjól kom- ast ekki í 100 km nema undan brekku. Það var tvennt sem olli okkur áhyggjum alla leiðina: í fyrsta lagi að hjólin myndu bila, en enga viðgerðarþjónustu er að finna í Sovétríkjunum fyrir þessi farar- tæki. í öðru lagi að við myndum ekki finna öruggar geymslur fyrir hjólin á áfangastöðum, en margir höfðu greinilega augastað á farkostunum. Því er skemmst frá að segja að heppnin var öll með okkur í þessum efnum. í Leníngrad Við vorum fyrst 3 daga í Len- íngrad, og skiptum okkur þar niður á einkaheimili. Gestgjafar okkar þar sem annars staðar áttu það sameiginlegt að standa utan við ungliðahreyfingu Kommún- istaflokksins, Komsomol, en við vildum fyrir allan mun losna við þá hefðbundnu leiðsögn, sem ís- lenskar æskulýðssendinefndir hafa reynslu af á þeirra vegum. Það er skemmst frá að segja að strax í Leníngrad fundum við þá ótrúlegu gestrisni, sem átti eftir að einkenna alla gestgjafa okkar, hvar sem við fórum: það var bók- staflega gengið úr rúmi fyrir okk- ur, og það var dekrað við okkur í mat svo að við gátum langt í frá innbyrt allt sem að okkur var rétt. Leníngrad er stórborg, stór- brotin og fögur, en jafnframt illa menguð af bílaútblæstri. Þetta stafar m.a. af því að þeir sinna því ekki að stilla vélar bílanna, þann- ig að blár reykjarmökkurinn stendur aftur úr hverjum bfl. í Leníngrad gisti ég hjá 2 stúlkum, sem áttu enskumælandi vin. Þetta var menntað fólk, og önnur stúlkan hafði reyndar eitt sinn verið ritari hjá Komsomol. En það sem kom mér á óvart við þetta fólk var að það lét óspart í ljós sterkt vonleysi og hatur út í kerfið. „Það er tvennt sem virkar í Sovétríkjunum, herinn og neð- anjarðarlestin," sagði það. Vöru- Gömul kona og Lada. Götumynd frá Minsk. Gestgjafar okkar úr áhugaleikhúsi í Minsk taka lagið. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.