Þjóðviljinn - 13.10.1989, Qupperneq 28

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Qupperneq 28
Þjóðviljinn Laugar- dagsútgáfa aftur Þjóðviljinn mun framvegis koma aftur út á laugardögum, en vegna fjárhagsörðugleika var ákveðið að leggja niður laugar- dagsútgáfuna sl. vor tímabundið. Síðasta reglulega laugardagsblað Þjóðviljans kom út 1. apríl. í blaðinu á morgun mun kenna ýmissa grasa, m.a. má nefna grein um Hussein Jórdaníukóng , ítarlega úttekt á þingi Verka- mannasambandsins, viðtöl og fl. auk þess sem haldið verður áfram að rýna í perlur kýijcmyndahátíð- arinnar. Lesendur Þjóðviljans geta því framvegis hlakkað til þess að vakna á laugardagsmorgnum. -Sáf SKÁK Jusupov jafnaði metin Þeir Artur Jusupov og Anatoly Karpov tefldu í gærkvöldi sína fimmtu skák í áskorendakeppn- inni. Jusupov vann skákina í að- eins 37 leikjum og hefur því jafn- að metin, 2Vi: 2VL Sjöundu ein- vígisskák Speelmans og Timmans var frestað að beiðni Speelmans. Staðan þar er 3*/2 : 2'/2, Timman í vil. London, 5. einvígisskák: Jusupov - Karpov Drottningarindversk vörn 1. d4 Rfó 2. Rf3 e6 3. Bg5 c5 4. e3 b6 5. d5 exd5 6. Rc3 Be7 7. Rxd5 Bb7 8. Bxf6 Bxf6 9. c3 0-0 10. Bc4 a6 11. 0-0 b5 12. Bb3 (16 13. Dd2 Rd7 14. Hfdl Bxd5 15. Bxd5 Hb8 16. Dc2 Rb6 17. Hd2 g6 18. Hadl Dc7 19. De4 Kg7 20. h4 De7 21. Df4 Be5 22. Rxe5 dxe5 23. Dg3 Hbd8 24. h5 Hd7 25. b3 Hfd8 26. e4 g5 27. De3 h6 28. c4 Hc7 29. Hd3 Rd7 30. Bxf7 Kxf7 31. Dd2 Ke8 32. Da5 bxc4 33. bxc4 Hcc8 34. Da4 Hc7 35. Dxa6 Hb8 36. Dg6+ Kf8 37. Hf3+ - og Karpov gafst upp. Bragðarefir í Skoliagróf Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd sem á að kljást við vanda loðdýrabænda. Nefndina skipa þrír fagmenn, þeir Magnús B. Jónsson frá Hvanneyri, sem er formaður nefndarinnar, Guðmundur Guðmundsson frá Byggða- stofnun og Eyjólfur Sverris- son frá Þjóðhagsstofnun. Þá sitja fjórir stjórnarþingmenn í nefndinni, þeir Skúli Alex- andersson, Sighvatur Blöndal, Guðni Ágústsson og Ásgeir Hannes Eiríks- son. Nefndin hélt sinn fyrsta fund í gær og var hann hald- inn í þingflokksherbergi Al- þýðubandalagsins. Nefndin komst að einni niðurstöðu á fundinum: að kalla fundar- staðinn Skollagróf og nefnd- ina sjálfa Bragðarefi. ■ Ný búgrein Til skamms tíma hafa verið stundaðar hinar ýmsu auka- búgreinar í landbúnaði með misjöfnum árangri eins og gefur að skilja. En nú virðist sem ný búgrein sé að hasla sér völl sem er rekstur þrota- búa og eftir öllum sólarmerkj- um að dæma lítur út fyrir að sá rekstur gangi allvel. Þær fréttir berast að norðan að þar sem áður var rekið eitt stærsta minkabú landsins sé nú hafinn rekstur þrotabús. Ekki fylgir sögunni nánari skil- greining á starfsemi fyrirtæk- isins, en þeim sem hafa hug á að hasla sér völl á sviði at- vinnurekstrar er hér meö bent á þessa nýjung.B Guðmundur Ágústsson þingflokksformaður Borgara- flokksins hefur oft verið nefndur Guðmundur týndi, vegna þess að ekki hefur bor- ið mikið á honum á Alþingi. Svo bar til við nefndakosn- ingu á Alþingi í gær að ríkis- stjórnarflokkarnir höfðu sam- einast um að kjósa Guðna Ágústsson frá Brúnastöð- um, þingmann Framsóknar- flokksins, í eina nefnd. Einn stjórnarþingmaðurinn virðist þó hafa misskilið þetta og hafa haldið að þar væri átt við Guðmund Ágústsson. Skilaði hann því inn seðli með nafni Guðmundar. Þegarforseti las upp nafn Guðmundar Ágústs- sonar í stað Guðna gall við í Halldóri Blöndal: „Hvaða Guðmund Ágústsson er átt við. Er þessi seðill ekki ógildur?“B Guðmundur týndi fundinn GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK NYIR VEXTIR MBTBÓK nafnvextir 22% - ársávöxtun 23,2% verðtryggð kjör: 5% vextir umfram verðbólgu GULLBÓK nafnvextir 20% - ársávöxtun 21% * Innstæða Gullbókar er alltaf laus til útborgunar. * Vaxtaleiðrétting reiknast aðeins af úttekinni Qárhæð en hefur ekki áhrif á vexti þeirrar innstæðu sem eftir stendur. * Metbók er 18 mánaða sparibók. Hver innborgun er aðeins bundin í 18 mánuði. * Eftir það er hún ávallt laus til útborgunar en heldur engu að síður óskertum vaxtakjörum. * Ekkert úttektargjald. Við önnumst innlausn og sölu spariskírteina ríkissjóðs BUNAÐARBANKI ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI - RÍKISBANKI GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK GULLBÓK METBÓK Munið byggingarhappdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.