Þjóðviljinn - 03.11.1989, Page 5

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Page 5
Þrátt fyrir harða bar- áttu íslenskra kvenna á þessum áratug fyrir auknu jafnréttiþá blasir sú staðreynd við, að launamisrétti kynj anna hefur farið vaxandi, samfélagið hefur hunsað ábyrgð sína á uppeldi barn- anna og vinnuálagið á konur hefur stórlega aukist Eru konur hin kúgaóa stétt á íslandi? Við Islendingar státum gjarnan af því í hátíðarræðum, að við séum menntuð þjóð, gáfuð og jafnréttissinnuð. Að við eigum íslendinga- sögurnar, Halldór Laxness og Vigdísi. Að hér sé engin stéttaskipting og að hér búi menn og konur við meira jafnrétti en þekkist í öðrum löndum. Hver hefur ekki heyrt allar þessar fögru ræður þúsund sinn- um? En þegar ræðuskörungarnir snúa sér úr ræðupúltunum, taka af sér skyrtubrjóstið og lonníetturnar og háleita nefsvipinn, þannig að lands- menn fá ekki lengur horft upp í nasir þeirra en þurfa að horfa í eigin barm, þá blasir kannski svolítið annar veruleiki við: gullkjölurinn á íslendingasögunum og heildarútgáfunni á verkum Laxness er að vísu á sínum stað í heimilisbókasöfnum betri heimila, og jafnvel bókin um Vigdísi líka, en þegar horft er í gegnum glansmyndina kemur í ljós að allt er á annan veg: bókmenntaþjóðin ætlar að leggja hærri skatta á bækur en þekkist í víðri veröld, skólakerfið er óhæft um að sinna hlutverki sínu, einkum gagnvart yngstu kynslóðinni, og jafnréttismálin standa þannig að launamismunur kynjanna fer vaxandi og er óvíða meiri í nágrannalöndum okkar, auk þess sem vinnuálag á íslenskar konur hefur stóraukist með tvöföldu vinnuálagi, þannig að leiða má líkur að því að það eigi sér ekki hliðstæðu í vestanverðri álfunni. Það er væntanlega ekki að ástæðulausu að ísland er eina landið í Evrópu, þar sem stjórnmálin eru orðin kynskipt. Slíkt gerist ekki nema einhverjar knýjandi ytri ástæður eða þörf séu fyrir hendi. Nýlega hélt Kvennalistinn landsfund sinn, þar sem í þúsundasta sinn voru áréttað- ar ýmsar kröfur sem íslenskar konur hafa haldið á lofti um árabil, án þess að samfélagið hafi tekið við sér. Hvort sem menn eru hlynntir slíkri kynskiptingu stjórnmálanna eða ekki, þá getur enginn sá, sem hlynntur er jöfnuði, félagslegri samábyrgð eða sósíalisma, látið þessa rödd Kvennalistans sem vind um eyru þjóta. íslenskur þjóðfélagsveru- leiki sýnir okkur að sjónarmið kvenna hafa ekki náð fram sem skyldi. Því gerir Nýtt Helgarblað jafnréttismálin að sérstöku umræðuefni í dag. Sú umfjöllun sýnir að jafnréttishreyfing kvenna á málefnalegt erindi í íslenska þjóðmálaumræðu, sem taka þarf tillit til. Árangur í jafnréttismálunum hlýtur að verða einn af prófsteinum á það stjórnar- samstarf sem íslensku jafnaðarmannaflokkarnir eiga nú aðild að. Sú krafa að þeir sinni jafnréttismálunum af þekkingu og ábyrgð má ekki slævast vegna kynskiptingar stjórnmálanna og þeirrar staðreyndar að Kvennalistinn er nú í stjórnarandstöðu á Alþingi. -ólg Launamisréttið hefur aukist Hvers vegna er vinnuframlag kvenna fyrir sömu störf minna metið til launa en vinnuframlag karla? Rætt við Lilju Mósesdóttur hagfræðing Grunnkaup kvenna á al- mennum vinnumarkaði er ekki bara hlutfallslega lægra en grunnkaup karla fyrir sömu störf, heldur hefur þessi launamismun- ur farið vaxandi á þessum ára- tug. Þetta á ekki síst við ef bornar eru saman tölur Kjararann- sóknarnefndar um laun fyrir af- greiðslu- og skrifstofustörf. Það er afar mikilvægt að konur geri sér grein fyrir þessum mismun og af hverju hann stafar, sagði Lilja Mósesdóttir hagfræðingur í sam- tali við Þjóðviljann. Og hver er þá ástœða þessa? Eru konur ekki samkeppnisfœrar við karla á markaðnum? Er verkalýðshreyfingin of veikburða til þess að geta haldið fram rétti kvenna, eða liggur ástœðan í tregðulögmáli gamalla fordóma og hugarfars, sem ekki getur að- lagað sig breyttum þjóðfélagsað- stæðum? Ástæður launamisréttisins eru flóknar og fleiri en ein. Þeirra er meðal annars að leita hjá konun- um sjálfum. Þær vita ekki hvers vegna staða þeirra er eins og hún er. Þær ganga fáfróðar til samn- inga og þeim er tamt að taka tillit til hagsmuna viðsemjandans í ríkari mæli en körlum. Þá hefur staða verkalýðshreyf- ingarinnar verið veik. Stjórnvöld hafa í auknum mæli gripið inn í kjarasamninga og það hefur síð- an valdið því að markaðslögmál hafa í auknum mæli gilt á vinn- umarkaðnum, þar sem samnings- staða karla er sterkari. Karlar hafa oft fjölbreyttari eða meiri starfsmenntun, þeir hafa oft fjöl- breyttari starfsreynslu vegna þess að konum er oftast ekki gefinn kostur á fjölbreyttari störfum í sama mæli og körlum. Þeir fá að vinna sig upp í starfi á meðan konur eru bundnar við einhæfari störf. Til dæmis nota karlar tölv- ur til þess að hjálpa sér við Lilja Mósesdóttir ákvarðanatöku, á meðan konur eru látnar vinna við að mata tölv- ur á tölulegum upplýsingum. Ef konur hefðu gert sér grein fyrir þeirri breytingu sem tölvuvæð- ingin hefur haft á vinnuaðstöðu þeirra, þá hefðu þær með samtakamætti getað komið í veg fyrir þá verkaskiptingu sem þarna hefur skapast. Er verkalýðshreyfingin þá skipulagslega ófær um að standa vörð um kagsmuni kvenna? Það hefur sýnt sig að þær kon- ur, sem komist hafa í áhrifastöð- ur í miðstjórn ASÍ eða annars staðar hafa litlu fengið breytt í áherslum verkalýðshreyfingar- innar. Verkalýðshreyfingin í heild hefur ekki sýnt áhuga á þessum málum. Um það höfum við nokkur nýleg dæmi. Til dæm- is var skipuð sérstök atvinnu- málanefnd í kjölfar síðustu kjara- samninga, sem átti að hafa frum- kvæði að því að finna nýjar leiðir í íslensku atvinnulífi og skapa ný atvinnutækifæri. Þótt konur séu stór meirihluti þeirra sem nú ganga atvinnulausir, þá var eng- inn af þeim þrem fulltrúum sem ASÍ skipaði í nefndina kona. í síðustu kjarasamningum var líka kveðið á um að ASI og VSÍ skipuðu nefnd sem kanna ætti þróun launamunar karla og kvenna. Ég hef ekki heyrt að þessi nefnd hafi tekið til starfa. Þetta virðast vera orðin tóm. I Tímakaup kvenna sem hlutfall af tíma- kaupi karla á árunum 1981—1988 Taflan er unnin af Lilju Mósesdóttur hagfræðingi upp úr gögnum Kjararannsóknarnefndar og sýnir að munurinn á greiddu tímakaupi karla og kvenna fyrir sömu störf hefur aukist á þessu tímabili. fiskvinnslu- konur afgreiðslu- konur skrifstofu- konur 1981 97,7% 79,6% 76,0% 1982 95,9% 79,1% 72,0% 1983 96,7% 79,9% 73,4% 1984 96,3% 77,3% 73,8% 1985 97,7% 77,4% 73,5% 1986 95,8% 73,8% 73,8% 1987 95,9% 77,3% 71,8% 1988 96,6% 77,7% 70,5% Kjararannsóknarnefnd: Fréttabréf no. 84, 1989 Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.