Þjóðviljinn - 05.01.1990, Síða 8

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Síða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Heigarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: ® 68 13 33 Auglýsingadeild: ® 68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Fteykjavík Menntun og abrinnulíf Stofnanir sem veita starfsmenntun eru lífsnauðsyn- legar. Fagna ber því að nýjr straumar leika nú um þennan vettvang. Auk fjölbreyttra valkosta á höfuðborgarsvæð- inu hafa bændaskólarnir efnt til vel sóttra endur- menntunarnámskeiða fyrir bændur og ráðunauta. Farskóli Austurlands og Farskóli Suðurlands eru líka stórmerkur vaxtarbroddur í þjónustu af þessu tagi fyrir landsbyggðina. í samvinnu við Iðntæknistofnun og framhalds- og fjölbrautaskóla héraðanna bjóða þeir upp á aott úrval símenntunar á mörqum stöðum. T nágrannalöndum okkar er þáð talið eitt helsta lífakkeri byggðastefnunnar að hækka verulega menntunarstig fólks í dreifbýli, bæði almenna undirstöðumenntun og starfsnám af einhverju tagi. Því miður hefur löngum slælega tekist til um skipulag margs konar starfsnáms hér á landi. Auk þess hefur reynst slæm nýting á útskrifuðum nemendum margra skólanna. Eftir dýra þjálfun hverfa þeir að öðru en til hafði verið kostað. Sýnu alvarlegra er þó, þegar hvöss gagnrýni beinist bæði að innihaldi námsins við æðstu menntastofnanir og að rannsóknum þeirra og hvort tveggja talið úr takti við efnahagslíf þjóðarinnar. Bjargey Einarsdóttir fiskverkandi á Suðurnesjum benti á það í Þjóðviljanum fyrir áramótin að öll nýsköpun í atvinnulífi okkar undanfarið hefði mistekist og sagði: „Menntun okkar hefur ekki skilað sér sem kunnátta á þeim sviðum sem við þurfum til að heyja lífsbaráttu í þessu landi.“ ívar Jónsson félaashagfræðingur er mun beinskeyttari í gagnrýni sinni í Þjóoviljanum í gær. Hann segir: „Háskóli íslands hefur brugðist sem sjálfstæð akademísk rannsóknastofnun sem gæti stuðlað að langtímastefnu- mörkun fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélag. ívar bendir á að framlög til rannsókna- og þróunarstarf- semi eru mikilvægari fyrir hagvöxt en launaþróun. Hann álítur að níska íslenskra stjórnvalda í þessum efnum beri feigðina í sér. Háskólinn á Akureyri sé hins vegar „fram- sæknasta skrefið sem stigið hafi verið á síðari árum í átt að raunsærri byggðastefnu“. Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri gat tekið til starfa í gær vegna þess að Kaupfélag Eyfirðinga Ijær henni ókeypis húsnæði næstu 3 árin. ívar Jónsson bendir réttilega á að næg staðbundin þekking og nýsköpun er í fyrirtækjum á Norðurlandi til að verða bakhjarl sjávarút- vegsdeildar HA. Hann álítur einnig að færa beri rannsóknastofnanir atvinnuveganna í stórum stíl út á land; ekki vegna byggðasjónarmiða, heldur í Ijósi beinnar, þjóðhagslegrar röksemdafærslu. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, er líka gagnrýninn á ávöxt tilrauna- og ráðgjafaþjónustu opin- berra stofnana í núverandi formi. Hann hefur látið þá skoðun í Ijósi opinberlega í útvarpsviðtali nýlega, að sam- eina eigi formlega Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnun, til að gera starfsemi þeirra skilvirkari fyrir þjóðfélagið í heild. Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, vék að þessum málaflokkum í áramótahugleiðingu í Bústaða- kirkju í Reykjavík á nýársdag. Hann rakti hvernig illa undirbúin atvinnustarfsemi hérlendis hefur mistekist, vegna ónógra rannsókna og þekkingar og sagði síðan: „Slík mistök gerum við í raun aftur og enn á ný, en lærum ekki af fyrri mistökum, af þeirri kostnaðarsömu reynslu að rannsókna- og þróunarstarfsemi er nauðsynlegur liður og mikilvægt skref í uppbyggingu nýrra framleiðslufyrir- tækja.“ Hér hefur verið bent á rök nokkurra sérfróðra aðila um rannsóknir og starfsmenntun. öllum ber þeim saman um að íslendinqar „kunni ekki til verka“ í þessum efnum, misnoti bæði tíma og fjármagn. Samruni fyrirtækja oq opinn markaður Evrópu gerir kröfur um skjót viðbrögö okkar í bessum efnum, ef við ætlum okkur möguleika til; jafns vio aðrar Evrópuþjóðir á tímum fyrirtækjasamruna, opins markaðar og örrar hagræðingar. ÓHT Helgarveðrið L»gð yffir Grænlandshafi, hreyffist aust-norð-austur. Horffur á sunnudag Suðvestanátt og kólnandi veður. Él á Suður- og Vesturlandi en þurrt og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi.; 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. janúar 1990 Horfur á laugardag Hæg breytileg átt eða vestan gola. Fremur hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi en svalara á Suðvestur- og Vesturlandi. Skúrír eða slydduél á Vesturlandi. íþróttamaður ársins AHreð bestur Handknattleiksmenn í þremur efstu sætun- um Alfreð Gíslason landsliðsmað- ur í handknattleik var í gær kjör- inn íþróttamaður ársins árið 1989. Alfreð hlaut afgerandi kosningu fþróttafréttamanna með 350 stig og eins hlaut Krist- ján Arason félagi Alfreðs með landsliðinu öruggt 2. sæti með 282 stig. Reyndar voru hand- knattleiksmenn f þremur efstu sætunum því Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði landsliðsins varð þriðji með 181 stig. Alls hlutu 30 íþróttamenn stig að þessu sinni. Af þeim 10 efstu á listanum voru einnig þrír knatt- spyrnumenn, Ásgeir Sigurvins- son í 6. sæti, Arnór Guðjohnsen í 9. og Þorvaldur Örlygsson í 10. Bjami Friðriksson júdómaður varð í 4. sæti, sunddrottningin Ragnheiður Runólfsdóttir í 5. og spjótkastaramir Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einarsson í 7. og 8. sæti. -þóm , Alfreð Gfslason með bikarinn eftírsótta sem fylgir sæmdarheitinu Iþróttamaður ársins. Mynd-þóm.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.