Þjóðviljinn - 05.01.1990, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Qupperneq 16
Hvað má sýna? Upprifjun og vangaveltur um takmarkanir á myndbirtingum Ólafur H. Torfason skrifar í samfélagi hvítra manna um síðustu aldamót var ekkert at- hugavert við að sýna á almennum skuggamynda- og síðar kvik- myndasýningum kristniboðsfé- laganna naktar og þriflegar, lit- aðar stúlkur í safnaðarheimilinu á sunnudögum, þegar trúboðar sneru aftur úr hættulegum leið- öngrum sínum til Afríku, Asíu og V. A —nmvM OTUIlCí IAU. Uv/llðUUU skógarlundum og á ströndum, mörgum áratugum áður en opin- ber nekt hvítra kom til greina á Vesturlöndum. Þorleifur Repp reyndi að koma í veg fyrir samvinnu Frakka og íslendinga um miðja síðustu öld með því að koma þeirri sögu á kreik, að eftir heimsókn Napó- leons prins hingað 1856, hafi ver- ið haldin sýning í París á nektar- myndum af íslenskum konum í fullri líkamsstærð. Höfðu þær (samkvæmt lýsingu Þorleifs) að sögn Frakkanna allar verið heiðr- aðar með keisaralegu samræði. Fólk er enn íháldssamt á þessu sviði. Nokkrir áskrifendur Þjóð- viljans sögðu honum upp á síð- asta ári, þegar birt var ljósmynd af kviknakinni konu, reyndar eitt frægasta verkið á Epal- sýningunni á Kjarvalsstöðum. Ekki er óralangt síðan Hollywood-kossar máttu standa yfir í að hámarki 8 sekúndur og varir beggja skyldu vera lokaðar þegar kossi lyki. Svo var mælt fyrir í siðareglum bandaríska kvikmyndaiðnaðarins. Fáklædd- ar konur máttu ekki sjást nema heiðarlegur tilgangur þeirra með því væri ljós, til dæmis sá að þær væru nývaknaðar eða eitthvað að stússa með hárbursta og snyrti- efni á baðherberginu. Afleiðing þessa varð sú, að um margra ára skeið voru bandarísk- ar leikkonur sífellt á klósettinu í firnalöngum silkisloppa-atriðum, þar sem fimlega var að verki stað- ið við ýmiss konar uppátæki. Leikmyndahönnuðir fóru á kost- um í útbúnaði baðherbergja og áhrifin breiddust út eins og eldur í sinu um bandaríska þjóðfélagið. Það sem fólk sá í bíó vildi það apa eftir mætti heima hjá sér. Risa- vaxin, íburðarmikil baðherbergi sigu óstöðvandi inn í bandaríska þjóðarvitund og byggingarlist. Fáir gera sér þó grein fyrir því, að upptakanna að glæsileika snyrt- inganna hérlendis er líka í raun að leita hjá Velsæmisnefnd bandarískra bíóhöfðingja. 5. október 1982 birtist baksíðu- frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að Kattavinafélagið, undir fo,r- ystu Svanlaugar Löve, hefði ákveðið að mótmæla sýningum Sjónvarpsins á teiknimyndaþátt- unum um Tomma og Jenna. í fréttinni segir: „...félagið telur að í þáttunum sé gefin röng mynd af eðli kattar- ins og að þátturinn geti haft þáu áhrif á böm, að þau meðhöndli ketti á svipaðan hátt og farið er með Tomma í þáttunum." í viðtali blaðsins við formann Kattavinafélagsins kom fram eftir farandi álit hans: „Okkur finnst að í þessum þáttum sé sýnt svo mikið af ofbeldi og það er ljóst að þættimir hafa óæskileg áhrif á böm... (kötturinn) er sýndur mjög ofbeldishneigður, sem hann er ekki.“ Alllöngu áður hafði Samband breiðfirskra kvenna ályktað á sama hátt um óholl áhrif þessa myndefnis og nauðsynina á því að útiloka það úr íslenskri menning- ariandhelgi. Músavinafélagið var stofnað um líkt leyti og sendi fjölmiðlum hörð mótmæli við ályktunum Kattavinafélagsins og heimtaði aukna opinbera umfjöllun um mýs. Sænska sjónvarpið tók fyrir alln^H^nim ár,,,G af Haoclrrá þættaröð um Línu langsokk, eftir sögum Astrid Lindgren. Borist höfðu heiftarleg mótmæli við þáttunum frá málsmetandi fólki sem taldi þættina alls ófæra um að túlka raunveruleikann með við- hlítandi hætti. Félagsleg aðstaða fólks væri brengluð í þessum myndum og gæfi börnum kol- rangar hugmyndir. Svíar voru í nokkru stuði þessi misserin, því Finnar höfðu þá af- hjúpað Andrés önd og félaga sem siðleysingja og andfélagslega öfugugga. M.a. var bent á, að öndin og taglhnýtingar hennar spásseruðu um ber að neðan ó- feimin á almannafæri og hefðu gert frá upphafi. Var heftunum kippt út úr skólum og af dagvist- arheimilum um stund. Kvikmyndaeftirlit fram- leiðenda og dreifenda komst á legg í Bandaríkjunum á 3. ára- tugnum. Áður er sagt frá því hvemig Hollywood færði einfald- lega vettvang atburða inn í bað- herbergin til að réttlæta fáklædd- ar konur. En áhorfendur heimtuðu samt sem áður meira fjör. Og upp úr því jókst ofbeldi í bíó að miklum mun. Einföld lausn var fundin til að réttlæta það: Allir ofbeldismenn og varg- ar urðu að fá makleg málagjöld áður en myndin væri úti. Þá var allt leyfilegt fram að því. Ef mannkostir og siðferðisþrek, auk réttlætis, náðu að sýna sig nægi- lega var boðskapur myndarinnar augljós: Hið góða sigraði hið illa, syndugum var refsað. Drykkjuskapur, eiturát, morð, hórdómur, barsmíðar og stungur gátu nú varað í 80 mínútur, ef fantamir fengu ærlega á baukinn síðustu 10 mínúturnar. Árið 1982 ritaði fulltrúi Flug- málastjómar ádrepu í eitt dag- blaðanna og kvartaði undan „blóðelskandi æsifréttaskrifur- um“ sem störfuðu við nafngreind íslensk dagblöð. Tilefnið var myndbirting frá flugslysi í Esj- unni, þar sem 5 manns létust á hörmulegan hátt. Orðrétt sagði í grein fulltrúans: „Sorgaratburður sem þessi er hvalreki sem ber að hagnýta sér til hins ítrasta til þess að selja lé- legt blað. Þeir sem vilja sjá verk þessara manna ættu t.d. að fletta Tímanum og Dagblaðinu Vísi eftir slysið og hugleiða myndaval Kattavinafélagið: Mótmæla sýningum á Tomma og Jenna \ EKKEBT SL'A'SlE^j Jtww/ Þýski glæpamaðurinn Rösner sýnir fjölmiðlamönnum listir sínar við gíslatöku. þar á bæjum.“ Fleiri kvöddu sér hljóðs sér- staklega í tilefni af þessu um- rædda slysi og umfjöllun dag- blaða. Fordæma flestir „þá sem velta sér upp úr ógæfu annarra" með því að birta nákvæma lýs- ingu í máli og myndum af svona slysum, bardögum, hryðjuverk- um og hrakförum. I Velvakanda Morgunblaðsins birtist samviska borgaranna oft hispurslaus. Einn bréfritarinn taldi bíó, sjónvarp og vídeó sýna „sjúka og siðlausa glæpamennsku“, „klámmyndir, hryðjuverkamyndir og sænskar sáísýkissenur" á hverjum degi og alltof fáir risu til vamar. íslenskir fjölmiðlar sýna óá- reittir í smáatriðum útlensk flug- slys, styrjaldarhörmungar, sjálfs- morðstilraunir, nakta útlendinga og lýsingar á vaxtarlagi og kynlífi íbúa annarra landa. Hins vegar verður uppi fótur og fit, ef langt er gengið í þessum efnum varð- andi hagi íslenskra ríkisborgara. Einkalíf hárra sem lágra út- lendinga er sömuleiðis gott fjöl- miðlaefni hér, ekki síst ástamál, ímynduð og raunveruleg. En ís- lendingar samanlagðir hneyksl- uðust þegar danskt dagblað leyfði sér að hafa eftir einhverjar lausafregnir um einkalíf Vigdísar Finnbogadóttur um árið, hafðar eftir stuðningsmönnum hennar. Þjóðviljinn var á sínum tíma eina íslenska blaðið sem óhlýðn- aðist tilmælum forseta íslands, Sveins Bjömssonar, um frásagnir af syni hans, Bimi, í SS-sveitum nasista í Danmörku. Mörgum em í fersku minni ljósmyndir og kvikmyndir frétta- manna af Víetnam-stríðinu. Þetta reyndist fyrsta stríðið sem háð var inni í stofum hjá fólki. Sjá mátti þar skyndiaftökur á götum úti, pyndingar, menn dregna aft- an í skriðdrekum, brennd böm veinandi eftir napalm-árásir Bandaríkj amanna. Viðkvæðið var iðulega, að svo mikið væri sýnt, að myndimar Kattavinafélagið vildi láta banna Tomma og Jenna í Sjónvarpinu 1982. Aðrir heimta að birtar séu myndir af síbrotamönnum í fjölmiðl- um. hefðu engin áhrif lengur. Hins vegar er sú skýring nærtækári, að Vesturlandamenn hafi þolað þennan óhroða, vegna þess hve fjarri hann var raunveraleikan- um. Myndimar vora af útlend- ingum. Áður höfðum við áram saman séð skýrar og vel teknar ljósmyndir af soltnum bömum í þróunarlöndum, flóttamönnum í dauðateygjum, gyðingum í út- rýmingarbúðum. Hryllings- myndir fjölmiðla vora löngu orðnar hluti af heimilishaldinu á Vesturlöndum. Minntu helst á skýringarmayndir með dýrafræð- inni, ekkert sérstakar, alveg lög- legar. Fyrir tveim áratugum hrakku íbúar Norðurlanda við. Flugvél hrapaði í Eyrarsundi, milli Dan- merkur og Svíþjóðar. Áhugaljós- myndarar tróðu sér í froskbún- inga, köfuðu innan um hálfnakin og limlest líkin og tóku skýrar lit- myndir, sem birtust fyrst í dönsk- Svona myndir máttu bara birtast af svertingjum áður fyrr, - ekki af „okkur". um og síðan í sænskum tímarit- um. Annað eins hafði aldrei sést. Aðstandendur hinna látnu vora alveg vamarlausir gagnvart því hvemig myndir af ástvinum þeirra vora notaðar af gróðasjón- armiði á hrottalegan hátt. Þetta var of langt gengið. Norðurlandamenn vildu ekki sjá slasaða landa sína. Myndimar vöktu hávær mótmæli úr öllum áttum. Ritstjóri danska tímarits- ins réttlætti myndbirtinguna með því að hann hefði viljað vekja umræðu um réttmæti þess að sýna svonalagað. En hann tók skýrt fram, að ef danskir farþegar hefðu verið um borð hefði hann ekki birt myndimar. Dæmi um vafasamt framtak fréttamanna og fréttastjóra er frá forsetakosningunum á Filipps- eyjum milli Marcosar og Aquino. Æstum aðdáendum beggja fram- bjóðenda sló illilega saman á ein- um kjörstaðanna. Bandarísk sjónvarpsstöð kom fréttum af at- burðunum í beinni útsendingu til áhorfenda í Bandaríkjunum. Klukkustundum saman vora þessi íréíísskct cr.dursýnd og ekkert annað frá kjörstöðum. Áhorfendur hiutu ao skilja þetta þannig að allt hefði logað í slagsmálum á kjördag, sem var fjarri sanni. Að kosningunum loknum kom í ljós að ólæti voru að meðaltali á einum af hverjum 100 kjörstöð- um. Möguleikamir fyrir banda- rísku fréttamennina að hitta á slíkan stað vora því 1:100. Vestur-þýskur fjölmiðlafræðing- ur hefur leitt að því rök að banda- ríska fréttastofan hafi sjálf svið- sett og komið ólátunum af stað, til að tryggja sér gott fréttaefni. Tilgangur bandarísku frétt- astjóranna hefur hugsanlega líka verið að gera lítið úr þessum lit- uðu útlendingum, leggja áherslu á framstæða hegðun þeirra. Árið 1988 kom fram mikil gagnrýni í röðum fjölmiðla- manna sjálfra í V-Þýskalandi á þýska sjónvarpsmenn sem fjöll- uðu annars vegar um glæpamenn og hins vegar námuslys. Áfbrota- mennirnir rændu banka og tóku farþega í strætisvagni í gíslingu. Fréttamenn sjónvarps gerðust milliliðir glæpamannanna og lög- reglu, fylgdu vagninum fast eftir og tókst loks að mynda hrotta- fengna aftöku eins farþeganna. Öll atburðarásin var sýnd í sjón- varpi. Eftir námuslysið æddu mynd- atökumenn á vettvang og mynd- uðu allt sem fyrir varð, en radd- ust líka að fjölskyldum látinna námumanna með hljóðnema sína og linsur. Tóku þeir upp við- brögð fólksins og viðtöl, meðan áföllin urðu því ljós. Tillitsleysi og yfirgangur sjónvarpsmanna við fréttaöflunina gekk fram af flestum. Hið sama var uppi á teningn- um, þegar Boeing-þota hrapaði í Skotlandi 1988. Tímasprengja grandaði henni og hundruð fór- ust, þar eð hún lenti á þorpi. Sjónvarpsmenn gengu af göflun- um þama og síðar, þegar þeim tókst að komast í tæri við fjöl- skyldur hinna látnu. Margir óttast að þessi starfsemi færist í vöxt, sökum þess að öll tól sjónvarpsmanna gerast nú léttari og einfaldari, þannig að einn maður getur svo lítið ber á náð fréttum úr fjarlægð, þar sem áður þurfti 3 manna hóp með talsverð- ar föggur sem ekki Ieyndu sér. Hæstiréttur Wisconsin í Bandaríkjunum hefur nýlega úr- skurðað, að fjölmiðlamenn eigi engan rétt á því að fara inn á neyðar- eða slysasvæði. Tilefnið var flugslys við Milwaukee. Fjöl- miðlar töldu þetta brot á fyrstu grein bandarísku stjómarskrár- innar um tjáningarfrelsið. Hæsti- réttur taldi hins vegar, að „for- gang...hefðu þarfir og réttindi hinna slösuðu og deyj- andi...framyfir rétt fréttamanna sem keppast einfaldlega við...að hafa betur í samkeppninni og koma fréttinni tímanlega til vinn- uveitanda síns.“ ÓHT 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.