Þjóðviljinn - 05.01.1990, Síða 18
Þetta er bara myrkur
Garðar Baldvinsson skrifar um bókmenntir
Sigfús Bjartmarsson:
Án fjaðra
98 Ws
Mál og menning 1989
Kápa: Ragna Sigurðardóttir
Ljóðabókin Án fjaðra er
þriðja bók Sigfúsar Bjartmars-
sonar en sú fyrsta, Út um lens-
portið, kom út fyrir tíu árum
1979. Önnur bók hans, Hlýja
skugganna, kom síðan út árið
1985. Án fjaðra á það sameigin-
legt með Hlýju skugganna að í
henni eru löng ljóð og umfjöllun-
arefnið oft ferðalag um framandi
lendur svo að einstaklingurinn,
maðurinn birtist okkur sem út-
lendingur og skerpir þannig sýn
okkar á stöðu hans í heiminum.
Án fjaðra er löng og efnismikil
ljóðabók, tæplega 100 bls., og
skiptist í sjö hluta. í henni eru sex
ljóðabálkar en annars eru ljóðin
flest full blaðsíða að lengd. Þótt
hæpið sé að segja að ljóðin fjalli
öll um eitt tiltekið efni með ein-
um eða öðrum hætti þá eiga þau
flest það sammerkt að vera háð
sundrungunni, þeirri sundrun
manns og heims og trúarkerfa
sem nútíminn stendur frammi
fyrir. Það mætti jafnvel segja að
bókin lýsi því hve maðurinn hefur
fjarlægst upphaf sitt sem nú sé
honum horfið fyrir fullt og allt. í
upphafningu ásýndar sinnar hef-
ur maðurinn glatað sjálfum sér,
en í fremsta ljóði bókarinnar sem
stendur fyrir utan og myndar ein-
kunnarorð hennar má sjá ávæn-
ing slíkra hugrenninga:
hann er búinn að týna því
þessu merkjanlega fráviki
frá þekktri reynslu
þessari sjálfstœðu aðkenningu
að hreinum svip (5)
Sundruhin á sér margar birt-
ingarmyndir í þessum ljóðum.
Ein varðar tengsl orða og veru-
leika, en tengt henni er samband
h'fs og sögu. Hvorttveggja er ná-
tengt því hlutverki sem ásýndin
leikur í menningu okkar sem hef-
ur gert ljósið að tákni sannleika
og sælu en snýst hjá Sigfúsi
gjaman upp í andstæðu sína:
nœrri altæk
lygi lýsingin hér
allt og ekkert
sem sýnist. . . (52)
Þessi hending er úr bálkinum
„Stefnumót" sem lýsir ferð
manns um og yfír borg. Á leiðinni
er svo margt að sjá og hugleiða að
ferðin verður einhvem veginn út-
undan í ljóðinu. Hin ýmsu sjón-
arhom verða einsog veggur milli
mannsins og heimsins (þess sem
fyrir augu ber) á svipaðan hátt og
sögur. Mælandi ljóðsins rifjar
upp goðsögur um gangvirki
heimsins og stöðu mannsins í því
en þær hafa öðlast eigið líf eða
sjálfstæðan vemleika og koma í
veg fyrir þann skilning sem þær
áttu að veita. Sagan er hér jafn-
gildi ásýndarinnar, blekkingar-
hula sem getur verið uppspretta
sköpunar, þ.e. list. Orðin em
einföld en samhengi þeirra flókið
samspil á mörkum venjulegs
skilnings, jafnvel ofvaxið honum.
Dæmi um slíkt gæti verið 6. ljóð í
fyrmefndum bálki:
nokkuð / jafn dautt / og marmari í
myrkri
þessi var góður / finnst honum
betri
í endursögn / í umlifun / aftur um
árin
- eyðilegra / en maður undan
minni
- nei / enga vitleysu
hún er afbragð / þessi líka aðför /
að afturförinni
og tungl / dorgar gulum lokk /
dansmeyjar í lognöldu
og dregur höfuð í sarp (58)
Borgin leikur stórt hlutverk í
þessari ljóðabók sem fyrr segir og
er þá ekki síst umgjörð um firr-
inguna, eins konar leiktjöld eða
hreinlega svið. Lífinu er hér líka
oft líkt við sögu en einnig við
kvikmynd eða leikrit þótt „það
finnist ekkert handrit/ þegar
þráðurinn er flæktur“ (29). Borg-
in er á vissan hátt markmið aftur-
fararinnar, lokapunktur þess
syndafalls sem hófst við tilkomu
Cro-Magnon mannsins (fyrir ca
30.000 ámm) „þegar neandertha-
lis / þótti öllu því eytt / sem
grandað yrði / ... þakti tákn sín /
af ástúð / ... og tók stefnu út og
vestur fjöll“ (17). Enda má vel sjá
út úr bókinni vísi að mannkyns-
sögu með aðaláherslu á það sem
miður hefur farið á vegferð
mannsins. Horfín er nú sú tíð
þegar maður var manns gaman
en „í auðum götum / er ákjósan-
legt / athvarf og fylgsni / án marka
// umbun / í hverju spori“ (78).
Athvarfið á ekkert skylt við ná-
lægð eða hlýju annarrar mann-
eskju, heldur einmitt afhjúpar
það einangmn manns ins, sbr. 16.
ljóð í bálkinum „Fylgjur":
- og einn / speglar öðrum / og
speglar svo mér
-samkenndin / íþyngir öllum (88)
Svo sem sjá má er hér á ferð-
inni myndríkur skáldskapur í
öguðu formi; ljóðin em ekki
auðlesin heldur margræð og
stundum torræð. Erindi þeirra er
brýnt og þó skyldara vamaðar-
orðum en boðun, miðlað á
knöppu máli með galdri hljóms
Sigfús Bjartmarsson
og mynda fremur en rökréttri
merkingu, enda efast um að
merking sé yfírhöfuð til og gefið í
skyn að tjáning sé aðeins „helvítis
haugrof/ muldur rista / í merking-
ardauðann“ (61). Sá dauði er
vaki listarinnar á þessum síðum:
þetta er bara myrkur
hjarta þess tifandi
og blástrekkist um þök háhýs-
anna
- fjölþreifið
sítt og blautt (47)
Byggingameistari
Ríkisútvarpið - Leiklistardeild
SÓLNESS BYGGINGAMEISTARI
eftir Henrik Ibsen
Þýðandi: Ámi Guðnason
Leikstjóri: Jón Viðar Jónsson
Leikendur: Erlingur Gtslason,
Kristbjörg Kjeld, Róbert Amfinns-
son, Steindór Hjörieifsson, Jakob Þór
Einarsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir,
GuðrúnS. Gisladóttir ogfleiri.
Hjjóðritun: Friðrik Stefúnsson og
Georg Magnússon
Jólaleikrit Gufunnar var flutt
rétt fyrir áramótin, síðasta laug-
ardag ársins síðla eftirmiðdags,
glæsilegur endapunktur á leikár-
inu 1989. Yfirmaður leiklistar-
deildarinnar sá ástæðu til þess að
leikstýra leiknum sjálfur og fórst
það ljómandi vel úr hendi, þótt
ekki sé sú skipan mála til fyrir-
myndar að forstöðumenn deilda
ríkisstofnana úthluti sjálfum sér
bestu bitunum, og skiptir þá engu
þótt vel hafi til tekist með leik-
stjórn Jóns og flutninginn allan á
verkinu. Er reyndar full ástæða
til að skoða hvemig verkefnun-
um hefur verið deilt á leikstjóra í
landinu hjá Ríkisútvarpinu á
liðnum árum.
Leikurinn um Sólness hefur
einu sinni verið fluttur hér á sviði.
Þetta drungalega leikrit, um gáf-
ur og tækifæri, metnað og listræn-
ar kröfur, hefur löngum verið tal-
ið táknrænt uppgjör skáldsins við
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
líf og list. Sínum augum lítur hver
á silfrið. Hafi menn áhuga á slík-
um lestri og kunni svo góð skil á
ævi skáldsins, má koma þesshátt-
ar lestrarmáta heim og saman.
Venjulegum áheyranda er slíkt
fjarri. Fyrir honum er dramað
fýrst og fremst uppgjör eigingimi
og valda, persónugerðin sem tal-
aði úr munni Erlings Gíslasonar
var slík. Harðstjóri stýrði öllum
kringum sig undir þungum aga,
braut allt undir sig. Sagan rekur
hvemig óbilgimi, sjálfsblinda og
takmarkalítil kröfuharka á
þröngri framabraut nærist á fóm-
um fjölskyldu, starfsþreki og lífi
annarra, hæfileikum og sæmd.
Verkið er þannig grimmdarleg
kmfning á hinum kapítalíska
framkvæmdamanni, „mikil-
menninu“ sem slæst við almættið
í þeirri undarlegu upplifun að það
sjálft sé lítill guð og hafi í fullu tré
við allt og alla.
Æskan
birtist
Sólness veit sem er að líkt og
hann mddi burt gömlum keppi-
nautum, þá birtast honum nýir,
ungir menn sem hafa hæfileika og
ryðja honum frá. Hann sér tor-
tímanda sinn í unga teiknaranum
á stofu sinni. En þá birtist ung
stúlka sem hann hefur gert sér
dælt við fyrir löngu, komin til að
heimta sitt og knýr hann til upp-
gjörs. Mér hefur reyndar alltaf
þótt þáttur hennar í uppgjörinu
sem hún hrindir af stað óhugnan-
lega sjúklegur. Innan þess smá-
borgaralega hegðunarramma
sem allar persónur akta í, er
Hilda brjáluð, draumar hennar
og kröfur galnar. Hún hefur líka
gist eitt af þeim hressingarhælum
sem kona Sólness hefur sótt. Slík
hæli vom ekki einungis mönnum
til líkamlegrar heilsubótar heldur
líka andlegrar. Þau Sólness og
Hilda ná lflca aldrei betur saman
en í öfgakenndum og bældum
ómm sínum sem að lokum tor-
tíma honum svo hún stendur ein
eftir og hrópar honum dýrð þar
sem hann liggur maskaður á mal-
arbing. En þess háttar lestur er
minn. Guðrún Snæfríður var
aldrei þessu vant afar stillileg í
hlutverki af þessu tagi. Búast
mátti við sefameiri leik af hennar
hálfu. Er það til marks um styrk
tök leikstjórans eða er leikkonan
að losna úr viðjum þeirrar
taugaspenntu týpu sem leik-
stjómm hennar hefur þótt svo við
hæfi að halda henni í?
Bestu kostir
Reyndar var sama hvar gripið
var niður í leikinn. Allir vom
jafnir, skiluðu vel unnum hlut.
Víst verð ég að lýsa þeirri skoðun
að sú mædda Álína sem Krist-
björg lék gaf persónunni ekki þá
vídd sem vonir stóðu til. En líkast
til er það leikkonum erfitt að
finna Álínu fjölbreyttari tón en
einn. Það var hinsvegar nógs að
njóta í afburðatúlkun Erlings
Gíslasonar í hlutverki Hallvarðs
Sólness. Hann fór á kostum í
hlutverkinu, eins og svo oft er
sagt um leikara, rétt eins og þeir
séu veltamin hross. Erlingi em
hinsvegar ásköpuð þau örlög að
hann er afburða skýr listamaður,
með ótrúlegt vald á tjáningu sinni
í máli. Þetta hlutverk var loka-
punkturinn á góðu ári hjá hon-
um. Þótt hann hafi ekki verið
nema nokkmm sinnum í framlín-
unni, oftar bakvörður, hefur
hann skilað fínum árangri og
sannað betur en oft áður að hann
er á toppnum. Bara leikhús-
stjórar landsins láti ekki slíka
hæfileika vannýtta. Jóni Viðari
má óska til lukku með fi'nan ár-
angur með þessu ágæta fólki.
pbb
Meira um heilsurækt
Hörður Bergmann skrifar um bækur
Útbrunninn?
Eftir Barbro Bronsberg og Ninu Vest-
lund.
Þýðandi Óiafur G. Kristjánsson.
170 bls. Mál og menning 1989.
Þeir sem hugsa um heilsu sína
og vilja reyna að leysa ýmis vand-
ræði í lífi sínu með aðstoð þýddra
handbóka eiga nú orðið margra
kosta völ. Bókarheitið „Ut-
bmnninn?” bendir réttilega til
þess að hér er komin bók sem
einkum er ætlað að hjálpa þeim
sem em að „brenna út”, eyða lífs-
orkunni og ógna heilsu sinni með
of þungu álagi, vonlausu og
ómarkvissu hjakki í sama fari,
úrræðaleysi, áhyggjum og fleira í
þeim dúr.
í tíu köflum er fjallað um það
sem höfundarnir telja að ein-
kenni þá sem þeir beina máli sínu
til - en á undan og eftir koma
kaflar um streitu, að læra að segja
nei og hollar venjur. Vandamál-
unum er lýst með almennum orð-
um og þau skýrð nánar með per-
sónubundnum dæmisögum úr
daglega lífinu að hætti banda-
rískra höfunda á þessu sviði.
Áhersla er lögð á góð ráð handa
þeim sem þarf að gh'ma við þann
vanda sem verið er að fjalla um.
Eins og títt er um heilsuráð,
sem sjást á prenti um þessar
mundir, eru flest þeirra gamal-
kunn. Manni finnst satt að segja
að á þessu sviði sé alltaf verið að
segja það sama með dálitlum
áherslumun en sjaldan greint frá
nýjum tíðindum eða leiðum.
Þessi bók er samin af félagsráð-
gjöfum sem vantaði námsefni
fyrir námskeið sín. Mér virðist sá
uppruni efnisins valda því að
e.t.v. reynist ekki svo auðvelt
sem skyldi að nýta ráðin einn á
báti. önnur og markvissari fram-
setning og meira tillit til aðstæðna
hér á landi hefði orðið gagnlegra
fyrir þá sem vilja stunda umbúða-
lausa heilsurækt; að gera annað
en kaupa sér námskeið og tíma í
sérstökum heilsuræktarhöllum.
í bók sem þessari er streita
vitaskuld mjög til umræðu. Eins
og oft áður virðist erfitt að af-
marka það fyrirbæri og skýra það
skilmerkilega. Eða hvað finnst
mönnum um þetta?: „Streita
kemur ekki bara fram þegar ein-
staklingurinn telur lífi sínu ógn-
að. Hún er alltaf fyrir hendi innra
með honum í einhverjum mæli.
Annars væri hann dauður. Við
svengd eykst streitan. Þá hefur
þörfum líkamans ekki verið
fullnægt og eitthvað verður að
gera í málinu. Að áti loknu
minnkar streitan. En hún eykst
einnig þegar fólk er andlega
ófullnægt - eins og þegar kröfur
samstarfsmanna eða vina eru of
strangar...”
Mér finnst undarlegt að tengja
ófullnægju við kröfur vina og
samstarfsmanna og grunar að
eitthvað hafi skolast hér til í þýð-
ingunni. Hún er annars þokkaleg
eins og dæmið ber með sér, en
verður stirð og skrítin á köflum.
Eg bendi á orðasambönd eins og
„við svengd” og „áð áti loknu”.
Enn lakara þykir mér þó þegar
talað er um „að vinna með stað-
hæfingar”, „gera staðhæfingar”,
„gera slökun” og fleira af því tagi.
Þýðandinn hugsar ekki alltaf á ís-
lensku.
\
18 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. janúar 1990