Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 2
Ég kynnist
handbolta-
BESTAÐHÆTTAAÐ
FYLGJAST MEÐ
vandamálunum
Ég, Skaöi, er viss um að handboltinn er eitt
af því sem gerir íslenskt mannlíf Ijótara og
grimmara og heimskulegra en það ætti að
vera.
Með öðrum orðum: ég held að handboltinn
sé Jjjóðarböl.
Eg veit til dæmis um fimm ágæta vini mína
sem allir eru alkóhólistar og hafa staðið sig
með prýði í því að vera edrú, sumir í eitt ár,
aðrir í þrjú eða fimm. Svo fara þeir að fylgjast
með þessum andskotans beinu útsending-
um frá Tékkóslóvakíu. Og það er ekkert eins
hættulegt og bein útsending því þá veit mað-
ur aldrei á hverju maður á von. Nema hvað:
vinir mínir verða svo sperrtir og spenntir og
pirraðir yfir því að íslenskir handboltamenn
voru alltaf aö tapa og misssa tækifæri, að
þeir fóru að drekka til að ná sér ögn niður,
fyrst bjór og svo allt hitt. Og allir vita hvernig
það fer.
Ég sagði Kára frænda minum frá þessu
þegar hann leit við hjá mér í gær, en það
hefði ég ekki átt að gera, því Kári er bæði
sporteðjót almennt séð og handboltafrík sér
á parti og ekki við mælandi.
Iss, þetta er bara afsökun hjá ölkunum
þínum sagði hann. Ef ekki handbolti þá
eitthvað annað.
Nei, sagði ég, þeir höfðu staðið sig eins og
hetjur gagnvart öllum öðrum skakkaföllum.
Nú þá það, sagði Kári. Þjóðin verður að
færa fórnir fyrir sitt sjálfstæði.
Kallarðu handbolta sjálfstæðisbaráttu?
hváði ég.
Að sjálfsögðu, sagði Kári. Ef ekki væri
saltfiskurinn, Laxness og handboltinn þá
værum við (slendingar dauðir menn. Ég veit
ekki hvort ég á að hafa sauðkindina með.
Og er þá sjálfstæðið glatað fyrst við kom-
umst ekki með í heimsmeistarakeppnina?
spurði ég.
Nei asninn þinn, sagði Kári. Sigur í hand-
bolta þjappar þjóðinni saman og ósigur í
handbolta klessir henni enn meir í eina köku.
Aðalatriðið er að fólkið eigi sameiginlegar
geðshræringar.
Já en ekki endast menn til að horfa sýknt
og heilagt á einhver ómerkileg töp þótt það
sé í beinni útsendingu, sagði ég.
Þetta voru nú ekki svo mikil töp, sagði Kári.
Við vorum svo oft hérumbil búnir að vinna
eða þannig.
Jæja sagði ég, þú ætlar náttúrlega að fara
að kenna dómurunum um eins og venjulega.
Nei alls ekki, sagði Kári. Maður er vaxinn
upp úr svoleiðis. Hitt er svo annað mál að
boltarnir eru bersýnilega of hálir í Tékkóslóv-
akíu.
Of hálir?
Já, okkar strákar misstu þá oftar en líkur
bentu til, svo þeir hljóta að hafa verið of hálir
viökomu. Svo gerðu okkar strákar þann feil
að skjóta vitlaust á markmennina.
Þú meinar að markmenn keppinautanna
hafi verið of góðir fyrir okkar skyttur?
Nei ég segi bara að þeir skutu vitlaust á
markmennina. Líklega er þetta tengt slæmu
skyggni, þú veist að það er svo skelfilega
mikil loftmengun hjá þessum Tékkum, það
sagði Havel sjálfur.
En hvað segirðu þá um þær kenningar,
spurði ég, að undirbúningurinn hjá okkar
mönnum hafi verið of lítill eða of mikill?
Hann var bæði of lítill og of mikill, sagði
Kári.
Og hvussu má það vera, spurði ég ögn
háðslega.
Það er deginum Ijósara, sagði Kári. Undir-
búningurinn var of mikill í þeim skilningi að
strákarnir voru búnir að spila alltof mikinn
handbolta og voru orðnir leiðir á honum.
Hann var svo aftur of lítill í þeirri merkingu að
fyrir stórmót í sögu þjóðanna á ekki að æfa
menn í að kasta nettum knetti, heldur á að
þjálfa þá í illsku og grimmd, loka þá inni í búri
með hundrað svöngum minkum, láta þá
skríða eftir óralöngum skólpræsum eða gera
eitthvað annað sniðugt eins og víkingasveitir
gera.
En heyröu mig Kári, sagði ég. Finnst þér
þetta ekki klikkað með handboltaleiðtogana
sem vita ekki deginum lengur hvort íslend-
ingar hafa orðið A-þjóð eða B-þjóð í hand-
bolta.
Nei, sagði hann. Það er ekkert klikkað af
því það skiptir engu máli.
Hvernig getur það skipt engu máli? spurði
ég
Það er ósköp einfalt. Það er gott að vera
A-þjóð og það er líka gott að vera B-þjóð. Ef
við lendum í fyrsta flokki, þá megum við vera
stoltir af því að vera í flokki handboltastór-
velda heims. Ef við lendum í öðrum flokki, þá
getum við alltaf orðið fremstir meðal hinna
smærri. Og segir ekki þegar í Hávamálum
eða einhversstaðar þar, að það sé betra að
vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri?
Það hlýtur að vera óþolandi fyrir
þessa ungu menn að fylgjast fyrst
með þessari óraunsæju umfjöllun
fjölmiðla hér heima, sem kynda
undir hugmyndir fólks um stór-
sigra okkar manna út í löndum og
leggja svo af stað með þá byrði á
bakinu, að heil þjóð fylgist með
hverju fótmáli, hverju skoti í
mark eða hverjum leik í tafli eða
hverju spjótkasti!
Morgunblaðið
ÉGHÉLT ÞAÐVÆRI
ÖFUGT...
Það er enginn vandi að sigra en
það getur verið mikill vandi að
bíða ósigur.
Leiðari Morgunblaðsins
NOKKUÐ FRAMAR-
LEGA í RASSINN
GRIPIÐ
Til hamingju strákar með að hafa
náð þeim glæsilega árangri að
öðlast rétt til að keppa í Svíþjóð
‘93 heimsmeistarakeppninni.
Fjölmiðlarýnir
Morgunblaðsins
EINHVERSSTAÐAR
VERÐA VONDIR AÐ
VERA
Svona málflutningur er ekki
beint heiðarlegur. Við erum
dvergþjóð íslendingar og því ekki
úr miklu að moða þegar valið er í
landslið.
Sami
JÁ, ANNARS
GLEYMA ÞEIR ÞVÍ
Á ríkið að segja mönnum hvað
þeir reykja eða drekka? spyr Vil-
hjálmur Egilsson í Verslunar-
ráðinu.
Alþýðublaðið
FYRST KOMMÚN-
ISMINN ER HRUN-
INN...
Félag íslenskra stórkaupmanna:
Vill frelsa saltfiskinn.
Tíminn
GÓÐMENNSKAN
GILDIR EKKI
Stundum er það ekki tekið út
með sældinni að vera góður
strákur. Ég hefi fengið að reyna
það að undanförnu.
Ellert B. Schram í DV
NÁTTÚRULEYSIÐ
I' HJÓNABANDINU
Ég hef orðað það svo að það séu
allir að fara á fjörurnar við mig
nema minn eigin flokkur.
Sami
HVAÐ ER SVO
GLATT...
Stórar herbúðir. Margir vondir
menn. Braddock einn. Það er
nóg. Braddock skýtur. Byssa frá-
bær. Hús springa. Menn springa.
Bílar springa. Rosalega gaman.
Kvikmyndarýni í DV