Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 18
BRIDGE
Ólafur
Lámsson
Betur má ef duga skal
Dráttur á útgáfu raeistarastiga-
skrár Bridgesambands íslands hefur
vakið furðu margra. Frá því að
Bridgesambandið hóf að gefa út
skrána í því formi sem hún hefur verið
hin síðari ár, hefur verið kappkostað
að skráin komi út í janúar ár hvert.
Og það tókst ævinlega. Síðan var
henni dreift um land allt, og virkaði
sem eins konar handbók fyrir bridge-
áhugafóik. Útkoma skrárinnar er að
mínu mati einn sá þáttur sem stuðlaði
að uppgangi bridge hér á landi. Upp-
gangi sem vakti athygli langt út fyrir
landsteinana, og um tíma slógum við
öll met t' heiminum. Skráðir bridgesp-
ilarar eru komnir yfir 3500 og fjölgun
milli ára á uppgangstímanum um 25-
30% Var það einhver tilviljun? Eða
árangur markvissrar vinnu, þar sem
allir aðilar lögðu sitt af mörkum, til að
efla íþróttina? Ég spyr þessara spurn-
inga nú, því mér finnst slóðaskapur
alls ráðandi í bridgestarfinu. Sífellt er
einblínt á landsliðsstarfið, sem í sjálfu
sér er allra góðra gjalda vert, en þá
einungis sem hluti af heildinni. Lítil
vinna er lögð í starfið innanlands.
Sinnt er þeim þáttum sem sinna þarf,
svo sem um framkvæmd móta o.fl.
Allt umfram það nauðsynlegasta er
látið sitja á hakanum og borið við
tímaskorti eða fjármagnsskorti, ef
einhver dirfist að koma hugmyndum
á framfæri. Við skulum líta á nokkur
dæmi:
A) Útgáfa meistarastiga. Nú er
kominn miður mars, búið að draga í
riðla á fslandsmótinu fyrir alllöngu en
þó segir í lögum BSÍ að raðað skuli í
riðla eftir nýjustu meistarastigaskrá.
Ég spyr: Er skráin innanhússplagg
hjá Bridgesambandinu?
B) Keppnisstjóramál. Hefur verið
rætt í fullri alvöru um þessi mál ný-
lega? Hvað með þá hótun Agnars
Jörgenssonar að hætta í stjórnun, í
framhaldi af Bridgehátíðarklúðrinu?
Hvað þá?
C) Landsliðsmál í öllum flokkum.
Afhverju er auglýst eftir umsóknum í
kvennaflokk, á sama tíma og æfingar í
opnum flokki eru „tabú“? Og hvers
eiga yngri spilarar að gialda? Hvert er
framtíðarmarkmið BSI í þeim flokki?
D) Kennslumál og útbreiðslumál.
Hvað með þær hugmyndir að BSÍ yf-
irtaki Bridgeblaðið? Eða Bridge-
skólann? Hvar er afmælisritið sem
átti að koma út í fyrra? Er það lögmál
að gera ekkert í þessum málum að
fyrra bragði? Og þær hugmyndir að
kennsla geti farið fram á landsbyggð-
inni, með stuttum helgarnám-
skeiðum. Er það virkilega ófram-
kvæmanlegt?
E) Tekjustofnar. Hvað með síð-
ustu framkvæmd á Landsbikarakepp-
ni í tvímenning. Hvað varð BSI af
miklum tekjum, vegna kostulegs
undirbúnings. Halda menn að félagar
í félögunum séu til þess eins í Bridge-
sambandinu að taka við því sem að
þeim er rétt hverju sinni, og ekkert
helv... múður? Misskilningur. Menn
taka þátt í Landsbikarkeppni á sömu
forsendum og þeir bíða eftir
meistarastigaskránni. Að finna sig
sem hluti af heildinni, að taka þátt í
einhverju. Bridgesambandsstjórn
hverju sinni verður að skilja það
undirstöðuatriði, að til að taka inn
verður að gefa út. Sífelld inntaka án
sýnilegrar útgjafar (svo varla nemi,
að slepptum þeim föstu liðum, sem
alltaf hafa verið á dagskrá, ár hvert)
gerir það að verkum, að menn fara að
spyrja sig, hvað er ég að gera í þessu
samstarfi?
Þetta er orðið ansi langt mál. Þrátt
fyrir allt hef ég þá trú, að nv. sam-
bandsstjórn, með ágætan forseta í
fararbroddi, Helga Jóhannsson, og
menn eins og Guðmund Hermanns-
son, Magnús Ólafsson, Jakob Krist-
insson, Sigríði Möller og Frímann
Frímannsson innan stjórnar, auk
Kristjáns Haukssonar, hafi alla burði
til að gera meir en að spá í spilin. Til
þess þurfa þau að virkja mun fleiri til
starfa og vinna bug á þeirri tortryggni
sem ákveðin öfl hafa alið á síðustu
misserin. Öll stefnum við að sama
marki.
Undanrásir íslandsmótsins í
sveitakeppni verða spilaðar á Akur-
eyri í næstu viku. 32 sveitir spila, í 4
riðlum. 4 efstu sveitir úr hverjum
riðli, auk 2 annarra sem flest stig
hljóta fyrir utan þessar 4 sveitir,
munu ávinna sér rétt til þátttöku í
úrslitum fslandsmótsins. Úrslitin
verða spiluð í Reykjavík um páskana.
Sveit Kristjáns Guðjónssonar Akur-
eyri gaf frá sér réttinn.til að spila í
úrslitum, þannig að aðeins sveitir
Verðbréfamarkaðarins og Flugleiða
munu bætast í hópinn, er að úrslitum
kemur. Á Akureyri verður spilað f
Alþýðuhúsinu og hefst spilamennska
eftir hádegi á fimmtudag.
Sigurvegarar á síðasta konfektk-
völdi Skagfirðinga urðu Jón A. Kjart-
ansson og Magnús Ásgrímsson.
LFEEÍ) TIL EVROPU
MEÐ ÍLÚXUSSKIPI
NORRÓNA
NORRÆNA FERÐAS KRIFSTOFAN
SMYRIL-LINE ÍSLAND
LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK
SÍMI 91-62 63 62
AUSTFAR HF.
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI
SIMI 97-211 11
>■ \M □
iiiiiiiiiiiiinr
"iiiiiiiiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiniiiiii
Það er notaleg tilbreyting
að sigla með lúxusfleytu til
Evrópu. Um borð í þægi-
legri ferju með öllum ný-
tísku þægindum geturðu
slakað á og byrjað að njóta
sumarleyfisins. Hreint
sjávarloftið hressir ótrú-
lega og streitan hverfur eins
og dögg fyrir sólu á Atlants-
hafsöldunni. Norræna er
bílferja af. fullkomnustu
gerð, búin þeim þægindum
sem kröfuharðir
ferðamenn nútímans
vilja. Um borð í
Norrænu er að finna
veitingastaði, frí-
höfn, bari, diskótek
og leikherbergi fyrir
bömin. Fullkominn stöð-
ugleikabúnaður gerir
siglinguna að ljúfum leik.
Þannig eiga sumarfríin að
vera. Hringdu eða
líttu inn og fáðu all-
ar upplýsingar um
ferðir Norrænu til
Færeyja, Noregs,
Danmerkur og
Hjaltlands, því vel
undirbúið sumarfrí er
vel heppnað sumarfrí.
.....□■■■■■ 1 ■
5MYRIL-LINE
/
Kvöldunum verður fram haldið næstu
þriðjudaga. Spilað verður í Drangey
v/Síðumúla 35 og hefst spilamennska
kl. 19.30. Öllum heimil þátttaka.
Sveit Verðbréfamarkaðar fslands-
banka sigraði aðalsveitakeppni
Bridgefélags Reykjavíkur, sem lauk
sl. miðvikudag. Sveitin hlaut 134 stig.
Aðaltvímenningskeppni félagsins
(barometer) hefst svo eftir hálfan
mánuð, þarsem ekki verður spilað í
félaginu í næstu viku.
íslandsmót í parakeppni verður um
þessa helgi. Spilað verður í Sigtúni og
hefst spilamennska kl. 13 á morgun
(laugardag). Spilaður verður baro-
meter og ræðst spiiafjöldi milli para af
þátttöku.
Ein af uppáhaldsbókunum mínum
gegn um árin, er hin merka sagnfræð-
ibók Guðmundar Sv. Hermanns-
sonar, Hringsvíningar og Hrærings-
þvinganir. Bókin sú arna fjallar lítil-
lega (hún er innan við 100 bls.) um
bridgevini Guðmundar hér á árum
áður (kom út 1983 á vegum Jóa Skák)
og eru nokkur þjóðfræg spil í bókinni.
Hér er líklega það merkilegasta (mið-
að við þá sem áttu í hlut). Gefum
Guðmundi orðið:
S:953
H:DG9
TÁK109
L:KD7
S:G SÁD84
H:10542 H:86
T:G5 T:D72
L:ÁG 10543 L:9862
S:K10762
H:ÁK73
T:8643
L:—
f sveitakeppni í BR varð loka-
samningurinn við annað borð 4 spað-
ar. Eins og sést Iá spilið ekki sérlega
vel, og eftir barning endaði sagnhafi 2
niður.
Við hitt borðið hefur Jón Baldurs-
son líklega vitað að 4 spaðar var erfitt
spil, svo hann spilaði 6 spaða í stað-
inn. Vestur hóf leikinn með laufaás,
sem Jón trompaði heima. Síðan
hjarta að drottningu og spaðanía úr
borði. Ég tek það fram að AV voru
landsliðspar á þessum árum og vegna
þess hefur Austur þurft ansi mikið
tiltal frá heilladísum Jóns áður en
hann fékkst til að stinga upp spaðaás.
En hann gerði það nú samt og þegar
gosinn kom frá Vestri var eftirleikur-
inn auðveldur. Austur spilaði hjarta,
sem Jón hleypti á gosann. Síðan svín-
aði hann tvisvar spaða gegn um
Austur og tíglarnir heima fóru niður í
laufahjónin.
Svona gengur það fyrir sig á þeim
bæ. Við þessir venjulegu menn verð-
um að sætta okkur við duttlunga
heilladísanna, segir Guðmundur í lok
frásagnar af þessu ótrúlega spili. Það
skal þó tekið fram (af greinarhöfu-
ndi) að Jón var ungur á þessum árum
og er alveg hættur að sýna takta sem
þessa (ekki satt Jón?)
Auglýsing frá utanríkis-
ráðuneytinu
Auglýst er eftir umsækjendum um þátttöku í
hæfnisprófi sem haldið verður á vegum Sam-
einuðu þjóðanna 10.-11. maí 1990 fyrir þá sem
vilja sækja um störf hjá Sameinuðu þjóðunum á
sviði hagfræði.
Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar
og fæddir eftir 1. janúar 1958.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást
á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Umsóknir verða að berast ráðuneytinu sem
allra fyrst.
Reykjavík, 15. mars 1990.
Vesturgötu 3
Aðalfundur
Aðalfundur Vesturgötu 3 hf. (Hlaðvarpans)
verðurhaldinn laugardaginn 24. mars kl. 14:00 í
Hlaðvarpanum.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Bifhjólamenn
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
UUMFERÐAR
RÁÐ
18 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990