Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 25
VWVIWV* WVWfltíWí**.». 1 Vofa fér yfir A-Evrópu Gamall draugur þjóðrembings hefur vaknað til lífsins í kjölfar falls flokksein- rœðis í A-Evrópu Þau miklu umskipti sem átt hafa sér stað í Evrópu austan- verðri á undanförnum misserum hafa leitt í Ijós að undir yfirborði ríkiskommúnismans kraumuðu þjóðernisvandamál sem rekja má allt aftur fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Nú þegar oki ríkiskommún- isma og flokkseinræðis er létt af mörgum þessum þjóðum kemur í Ijós að þjóðernisvandamálunum hefur verið sópað undir teppið án þess að þau hafi nokkurn tímann verið leyst: Þjóðverjar í Póllandi, Tyrkir í Búlgaríu, Ungverjar í Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Júg- óslóvakíu, Rúmenar í Moldavíu og Albanir í Júgóslavíu. Vandinn er hvað augljósastur í Rúmeníu, þar sem ríkir mikið óvissuástand og þar sem ýmsir þykjast sjá merki þess að lang- kúgaður ungverskur minnihluti geti ógnað einingu ríkisins. Ungverjar í Rúmeníu Hingað til hafa ekki verið til opinberar tölur um fjölda íbúa af ungverskum uppruna í Rúmeníu, en haft er eftir ritstjóra ungversks dagblaðs í Transsilvaníu, að í Rúmeníu séu 2,4 miljónir Ung- verja. Ritstjórinn segir jafnframt að ungverski minnihlutinn óski ekki úrsagnar úr Rúmeníu, held- ur krefjist hann lýðræðislegs rétt- ar síns í samræmi við þann rétt þjóðernisminnihluta, sem viður- kenndur sé af Sameinuðu þjóð- unum. Einn af pólitískum leiðtogum ungverska minnihlutans í Rúm- eníu, Raymond Székeley, segir að þátttaka ungverska minnihlut- ans í bráðabirgðastjórninni í Búkarest sé einungis til mála- mynda. Afstaða stjórnarinnar sé tvíræð og Iliescu forseti hafi til dæmis útnefnt sérstakan ráð- herra þjóðernisminnihluta eftir byltinguna en sett hann síðan af eftir fáa daga vegna þess að tilvist ráðuneytisins „gæti ýtt undir að- skilnaðarstefnu". Jafnframt hefur fall Ceausesc- us haft lítil áhrif á flóttamanna- strauminn frá Rúmeníu til Ung- verjalands. Á síðustu tveim árum hafa 35.000 ungverskir Rúmenar flúið yfir landamærin og Reuter- fréttastofan segir að nú sé tala flóttamanna um 1000 á mánuði. Székeley segir þetta benda til þess að einangra eigi ungverska minnihlutann eins og á dögum Ceausescus. Því hafi Lýðræðis- lega Ungverjabandalagið verið myndað sem stjórnmálaflokkur og ætli að bjóða fram til kosn- inga. Þegar eru 600.000 félagar innritaðir. Svissnesk fyrirmynd Haft er eftir einum leiðtoga flokksins, að hann krefjist ekki aðskilnaðar, heldur vilji hann að Rúmenar noti sögulegt tækifæri til þess að verða lýðræðisríki þar sem fleiri þjóðir með ólík tungu- mál geti búið saman rétt eins og í Sviss. Þótt yfirlýsingar flokksins séu þannig settar fram af göfuglyndi þá eru ýmsir þeir sem vilja meina að undir niðri kraumi aðskilnað- arhyggjan. Og tilkoma Ung- verjabandalagsins hefur orðið ti- lefni mótmælaaðgerða gegn Ung- verjum af hálfu þjóðernissinn- aðra Rúmena. Þannig hefur nýlega verið stofnuð öfgafull hreyfing þjóð- ernissinna í borginni Tirgu Mur- es, sem hefur á stefnuskrá sinni varðveislu rúmensks þjóðernis. Hreyfingin er sögð eiga sér fyrir- mynd í panrússnesku þjóðernis- hreyfingunni „Parniat" og er stýrt af menntamönnum. „Við erum fólkið, þið eruð úr- hrakið!“ (Noi sintem poporul, voi sinteti gtunoiul!) var slagorð- ið sem þessi þjóðernisfylking not- aði í andungverskum mótmæla- aðgerðum í borginni Cluj og víðar í Rúmeníu fyrir skemmstu. Að sögn fréttamanns ítalska dag- blaðsins Corriera della sera minntu aðgerðir þessar einna helst á endurvakta drauga þeirrar þjóðrembu á Balkanskaganum sem leiddi til fyrri heimsstyrjald- arinnar í Evrópu fyrir tæpum 80 árum. Loft lævi blandið Fréttaritarinn segir að and- rúmsloft það sem nú ríki í Rúm- eníu sé þess eðlis að ekkert sé eins og það sýnist. Andrúmsloft samsæris, spillingar, tortryggni og tækifærisstefnu einkenni hið pólitíska líf og þjóðernisvakning ungverska þjóðernisminnihlut- ans geti orðið kærkomið tilefni einhverra stjórnmálaafla til þess að afla sér vinsælda með andung- verskri stefnu. Á sama tíma og rúmenskir þjóðernissinnar eru þannig fullir tortryggni gagnvart ungverska minnihlutanum, eru þeir jafn- framt farnir að horfa nýjum von- araugum til rúmenska minnihlut- ans í Bessarabíu, sem eitt sinn tilheyrði Rúmeníu en er nú hluti af Moldavíu í Sovétríkjunum. Rúmenskir þjóðernissinnar gera nú landakröfur til þessa svæðis, sem að þeirra sögn er byggt Rúm- enum að þremur fjórðu. Þegar fulltrúi þjóðernissinna var spurð- ur hvort landakröfur Rúmena á hendur Moldavíu myndu ekki ýta undir landakröfur Ungverja á hendur Rúmeníu var svarið að svo væri ekki, þar sem Ungverjar væru í minnihluta í Transsilvaníu en Rúmenar í meirihluta í Bess- arabíu. Sem dæmi um þann pólitíska rugling sem komið hefur upp á yfirborðið eftir fall Ceausescus í Rúmeníu hefur blaðamaður Corriere della sera eftirfarandi boðskap eftir lækni einum, sem losaði sig við flokksskírteinið í rúmenska kommúnistaflokknum fyrir þrem mánuðum: „Við megum ekki gleyma því að Ung- verjarnir í Transsilvaníu stóðu með kommúnistunum á árunum 1945-48. Þótt ég telji persónu- lega að ekki stafi bein hætta af ungverskri aðskilnaðarstefnu, þá verðum við að standa fast gegn öllum kröfum Ungverja. Því við verðum að standa sameinaðir gegn óvini númer eitt: kommún- ismanum.“ -ólg/Corriere della sera Hermennfjarlægja flokksmerki kommúnistafráopinberri byggingu í Búkarest. Undan yfirbreiðslu flokks- einræðisins skríða nú vofur þjóðrembu og menningarlegrar uppdráttarsýki í Rúmeníu og öðrum löndum A-Evrópu. FjRÆÐSLUMLÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS [Sj TARFSLOK FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS gengst fyrir námskeiði um STARFSLOKað Hótei Lind laugardaginn 17. mars 1990 frá kl. 10-16. [d]agskrá 1. Trygginga- og lífeyrismál aldraðra Margrét H. Sigurðardóttir fulltrúi. 2. íbúðamál aldraðra Ásgeir Jóhannesson framkvæmdastjóri. 3. Fjármál við slarfslok Fjárfestingarfélag íslands. 4. Nýtl skipulag á þjónustu við aldraða í Reykjavík. Sigurbjörg Sigurðardóttir félagsráðgjafi. 8. Námskeið fyrir eldri borgara íbanda- rískum háskólum og Háskóla íslands Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri H.i. 9. Önnur námstæki/æri Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri. 10. Kynning: Félag eldri borgara, Bergsteinn Sigurðsson. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, Softía Stefánsdóttir íþróttakennari. Umræður, námskeiðsmat og námskeiðsslit. Námskeiðsgjald er kr. 1.000. - Vinsamlegast skráið ykkur í síma 91-2 6722 tyrir kl. 17 á föstudag. Námskeiðið er öllum opið en fólk sem komið er um og yfir sextugt er sérstaklega velkomið. 5. Undirbúningur starfsloka Erla Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur. 6. Ábyrgð á eigin heilsu Grímur Sæmundsen læknir. 7. Sjálfboðastörf Kvennadeildar Rauða krossins Karitas Bjargmundsdóttir formaður Kvennadeildar RRKÍ. Næst... Auglýsingastofa 0STA- 0G SMJÖRSALAN SF. BITRUHÁLS 2 • P0 B0X 10100 • 130 REYKJAVÍK • *r 691600 • FAX 673465 Viðskiptavinir, athugið Helgina 17.-18. mars verður skipt um símanúmer hjá fyrirtækinu. Nýja símanúmerið okkar verður 69 16 00. Beint innval á söludeild verður 69 16 20. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.