Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 14
Blístursmálið undariega á Kanaríeyjum Blístur er Þegar bóndi vill tala viö nágranna sinn þvert yfir djúpan dal á fjalla- eyjunni LaGomera, þásetur hann blátt áfram stút á varirsínar og blístrar. Skilaboðin hljóma að sögn eins og kanarífuglar með magnara væru að kallast á. f>að er hægt að segja hvað sem| er með þessu móti og ef veður er gott þá er hægt að heyra skilaboð- in um þriggja kílómetra leið. Bjó landslagiö til máliö? Enginn veit með vissu hvemig á því stendur að eyjarskeggjar annað tungumál eyjarskeggja á La Gomera sem er ein af Kanaríeyjunum sjö blístra sín á milli. Um það eru uppi furðulegustu kenningar - meðal annars sú að blístrið sé leifar af máli Atlantisbúa, sem nú eru löngu sokknir í sæ. Flestir benda þó á landslagið - fjöllótt eyja, menn að vinnu á stöllum í bröttum hlíðum, engir vegir, þaðan af síður sími: menn fóru að blístra vegna þess að engin leið var betri til að koma áleiðis skila- boðum eða tala við grannann. Blístrið er ekkert dulmál. Hugsunin á bak við blístursmálið er mjög einföld. Sérhver bókstaf- ur í stafrófinu á sér jafngildi í blísturshljóði og þannig blása menn út úr sér orðum og eru furðu fljótir að því. Sagt er að það taki um fimm ár að læra þessa list. Menn geta notað blístursmálið til hvers sem vera skal. Þeir geta spurt grannann hvort hann langi í bjór, og þeir geta minnst á nú- tíma tæknifurður eins og tölvur. Málið, sem kallað er „silbo“, er notað í daglegu lífi t.d. í höfuð- borg eyjarinnar San Sebastian. Þar má oft heyra granna blístra skilaboð og konur blístra á karla sína í matinn. Er að deyja út La Gomera er nokkuð afskipt í Kanaríeyjaklasanum. íbúarnir eru aðeins átján þúsundir. Eyjar- skeggjar eru hræddir um að blíst- ursmál þeirra sé að deyja út: síminn og vegirnir eru að leggja það að velli. Eins og er ríkir vand- ræðalegt millibilsástand í þessum málum. Gert er ráð fyrir því að um fimm af hundraði eyjar- skeggja kunni að blístra „reiprennandi“ - en svo eru margir sem kunna eitthvað, en hættir til að rugla saman, og þeir skilja alls ekki allt sem til þeirra er blístrað. (byggt á Reuter) VINNINGSLEIKURINN Bósi setti bragða jarl brúði á milli fóta Eitt skondið dæmi um það hvernig sögutexti breytist í rímnafrásögn Fyrir skömmu var á fundi Fé- lags áhugamanna um bók- menntir fjallað um rímur. Þar var, sem sjálfsagt er, ýmislegt saman dregið um einkenni þessarar kveðskapartegundar. Meðal annars var á það minnst, að enda þótt rímur væru frásagnarljóð, þá yrði sjálft hið dýra form með öllu þess flúri einatt til þess að frá- sagan yrði mjög hæg, rétt sem hún mjakaðist áfram yfir kenn- ingahrönglið. I framhaldi af þessu datt blaða- manni í hug að bera saman sögu- texta sem lagt er út af í rímu og rímuna sjálfa. Fyrir valinu varð kafli úr Bósa rímum þar sem segir af kvennafari söguhetjunnar, sem um leið þjónar honum til upplýsinga um það hvar næst skal niður bera í mannraunum. Bósa saga og Herrauðs er, eins og menn vita, einna vinsælust Forn- aldarsagna, og þá fyrst og fremst fyrir bráðhnyttnar lýsingar á ferðum þeim sem Bósi gerir til þriggja bændadætra í sögunni. Hér skal fyrst vitnað til þess hvernig sagan segir frá því er Bósi vildi jarl sinn herða hjá bónda- dóttur: Ungan skal jarlinn heröa Og létti sér frá dýnu.. Bósarímur segja svo frá tíðind- um með þessum vísum hér. Hér er textinn tekinn eftir stafréttri útgáfu sem Ólafur Halldórsson hefur annast og út kom í flokkin- um „íslenskar miðaldarímur“ árið 1974. Ekki er víst að lítt fróður blaðamaður hafi alltaf skilið textann rétt þegar hann færir hann til nútímastafsetning- ar. En allt um það: Við erum stödd í sjöttu rímu, Bósi og félagi hans, Herrauður, koma að bæ einum sem í sögunni segir og er vel við þeim tekið: Bósi sté á brúðar fót og blíðlega augum renndi þetta gjörði þrúður á mót þýðum brodda sendi. Gjöra þeir ekki á gleðinni tjón garpar náðir þiggja innst í skála ítrust hjón ágæt vildu liggja. í miðjum skála mærin lá í mektar hvílu einni og ærnir drengir utar í frá upp í stafnsæng hreinni. Þegar Ijós voru af logunum svipt og latrast fólk í ranni þá vitjar Bósi bauga nipt blíðlegur vakti svanni. Kappinn tekur á kyrtla brú kært með hýru bragði - Hvað ernú rétteða hvertskaltþú? horskust kvinnan sagði. Mœrin vildi ég mæt hjá þér mjúkar náðir þiggja Hægt var ekki hrundinn mér þar hal var skipað að liggja. Var það erindið voldugt mitt ef viltu jarl minn herða. Honum frá ég ansar hringþöll blítt: Hvernig má það verða? Ligg þú mjúkt við Ijúfan karl og láttu hann yndis njóta. Bósi setti bragða jarl brúði á milli fóta. Drag þú ótt að, drósin kvað, drengur í afli mínum. Spara skal ekki sprundið það að spektar ráðum þínum. Ætla ég rétt að auðgrund kvað ei gangi of létta svíður ótt og sœtan það segi eg hann linast við þetta. Vanstillt er, kvað vella grér, voldugan jarl að herða. Kœran það vil ég kenna þér ef kann hann deigur að verða. Vildi ég herða víst í stað voldugan jarl af létta í annað sinn að auðgrund kvað ef eigi dugir þetta. Bú þig til segir Bósi þá bauga skorðin svinna. Það skal gjört kvað þorna ná það er ég fús að vinna. Lœrum frá ég hún liðaði til og létti sér frá dýnu. Bósi gjörði brúði skil bráðari hóti sínu. Fann það snót hinn fagri jarl fékk hann herslu stinna hvergi drap þá herrann stall henni með sæmd að vinna. Bósi lagði að blíðri snót breytnum lœra spenni Auðgrund lék þá aftur á mót af dró kláðann á henni. Eftir þennan þýða leik það vil ég ýtum glósa um breytni þá sem brúðurin keik af bernsku gjörði að hrósa. Undrast tók nú á minn sann auðar skorðin svinna mjúka frygð að mengrund fann í millum fóta sinna. Heyri vífin vœn með dygð vil ég þess ekki dylja drengir segja að drósar frygð dýnuna réð að hylja. Náttúrlega er margt skemmti- legt í þessum kveðskap eins og hver maður getur séð. En vissu- lega er hann kauðalegri miklu og ómarkvissari en frásagan sjálf sem lagt er út af og verður allt saman til þess að vekja upp sí- gilda spurningu: til hvers voru menn yíirleitt að leggja slíka lykkju á sína leið sem rímnakveð- skapur var? Við þeirri spurningu fæst ekkert svar, sem betur fer. áb tók saman. „Karl fylgir þeim til stofu og var þar fámennt. Húsfreyja var við aldur. Dóttur áttu þau væna, og dró hún klæði af gestum og voru þeim fengin þurr klæði. Síð- an voru handlaugar fram látnar, og var þeim reist borð og gefið gott öl að drekka og skenkti bóndadóttir. Bósi leit oft hýrlega til hennar og sté fæti sínum á rist henni, og þetta bragð lék hún honum. Um kvöldið var þeim fylgt að sofa með góðum umbún- ingi. Bóndi lá í lokrekkju, en bóndadóttir í miðjum skála, en þeim fóstbræðrum var skipað í stafnsæng við dyr utar. En er fólk var sofnað stóð Bósi upp og gekk til sængur bóndadóttur og lyfti klæðum af henni. Hún spyr hver þar færi. Bósi segir til sín. „Hví fer þú hingað? sagði hún. „Því að mér var eigi hægt þar sem um mig var búið“ - og kveðst því vilja undir klæðin hjá henni. „Hvað viltu hér gera? sagði hún. „Eg vil herða jarl minn hjáþér“,segirBögu-Bósi. „Hvað jarli er það?“ sagði hún. „Hann er ungur og hefur aldrei í aflinn komið fyrri, en ungan skal jarlinn herða.“ Hann gaf henni fingurgull og fór í sængina hjá henni. Hún spyr nú, hvar jarlinn er. Hann bað hana taka milli fóta sér, en hún kippti hendinni og bað ófagnað eiga jarl hans og spurði, hví hann bæri með sér óvæni þetta, svo hart sem tré. Hann kvað hann mýkjast í myrkholunni. Hún bað hann fara með sem hann vildi. Hann setur nú jarlinn á millum fóta henni. Var þar gata eigi mjög rúm, en þó kom hann fram ferð- inni. Lágu þau nú um stund sem þeim líkar áður en bóndadóttir spyr, hvort jarlinum muni hafa tekist herslan. En hann spyr hvort hún vill herða oftar, en hún kvað sér það vel líka ef honum þykir þurfa. Greinir þá ekki hversu oft að þau léku sér á þeirri nótt, en hins getur, að Bósi spyr, hvort hún vissi ekki til „hvert að leita skyldi að gammseggi því, sem við fóstbræður erum eftir sendir og gullstöfum er ritað utan.“ SAMTÖK UM NYJAN VETTVANG A Einar Ragnheiöur Svanur Aöalsteinn Kristín A. Ólína Guömundur LÝÐRÆÐIGEGN FLOKKSRÆÐI Stofnfundur samtaka um nýjan vettvang í borgarmálum veröur haldinn laugardaginn 17. mars kl. 14.00 i Ársal Hótels Sögu. Ávörp flytja: EINAR Heimisson, RAGNHEIÐUR Davíösdóttir, SVANUR Kristjánsson, AÐALSTEINN Hallsson og KRISTÍN Á. Ólafsdóttir. Gestur tundarins veröur GUÐMUNDUR ÁRNI Stefánsson, bœjarstjóri í Hafnarfiröi. Fundarstjóri ÓLÍNA Þorvaröardóttir. Allir áhugasamir Reykvíkingar um manneskjulegra umhverfi og breytta stjórnarhœtti borgarinnar eru hvattir til aö mœta. VINNUM SAMANIVOR! Undirbúningshópurinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.