Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 6
Sigurjon Petursson: Nyja framboöiöget- ur orðið okkur skeinuhætt. serstaklega ef þar veröurfolk urokkar hopi. Bjarni P. Magnusson: Hef ahuga a að taka þatt i profkjöri Nys vettvangs °g ^tlþyöuflokksins. en hef ekki gert upp hug minn. Kristin A. Olafsdottir: Verö felagi i Nyjum vettvangi. en hef ekkitekið akvöröun um þatttoku i profkjöri. Vinstri flokkarnir Hörð barátta í borginni Nýr vettvangur og Alþýðuflokkurinn verða Alþýðubandalagi og Kvennalista skeinuhætt. Pó engin málefnaleg sérstaða. Birtingarmaður: Dapurlegt fyrir samfylkingarsinna Alþýðubandalagið og Kvenna- listinn eru að eignast skæðan keppinaut í komandi borgar- stjórnarkosningum. Sameigin- legur listi Nýs vettvangs og Al- þýðuflokksins mun vafalaust höfða sterkt til kjósenda vinstri flokkanna,en það ermeiravafa- mál hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur ástæðu til þess að hafa áhyggjur af nýja aflinu. Ljóst er að Nýr vettvangur hef- ur engin áform um að skapa sér pólitíska sérstöðu málefnalega. í drögum að stofnsamþykkt segir að grundvöllur borgarstjórnar- stefnu samtakanna verði almenn velferð, manneskjulegt um- hverfi, öryggi í daglega lífinu og blómstrandi menning. Sá Reykvíkingur er líklega vand- fundinn sem ekki getur skrifað upp á þetta. Megináherslur samtakanna verða ennfremur „öruggt og þroskandi umhverfi fyrir börn og unglinga, öryggi og vellíðan aldr- aðra, umferðaröryggi og bættar samgöngur, aukið framboð á fé- lagslegu húsnæði" og áfram í þessum dúr. Allt er þetta í ágætu samræmi við sameiginlegar áherslur minnihlutaflokkanna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir skömmu. Óánægja flokksmanna „Það verður enginn stórvægi- legur pólitískur munur á fram- boði á vegum Nýs vettvangs og vinstri flokkunum í borgarstjórn. Munurinn mun felast í fólkinu og því að með Nýjum vettvangi opn- ast leið fyrir þá sem ekki vilja bindast flokkum. Auk þess er ljóst að margir flokksmenn núverandi minni- hlutaflokka eru mjög óánægðir með þá einangrunarstefnu sem meirihluti í þeim flokkum valdi,“ segir Kristín Á. Ólafsdóttir borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, við Þjóðviljann. Hún segist ætla að gerast félagi í Nýjum vettvangi á stofnfundinum á laugardaginn og hefur verið orðuð við væntanlegt framboð samtakanna. Hún segist þó ekki hafa tekið neina ákvörð- un um þátttöku í prófkjöri. Með ný andlit og hugsanlega ný vinnubrögð telja samtökin sig geta boðið veldi Sjálfstæðis- flokksins birginn. Markmiðið er að út úr próf- kjöri samtakanna, Alþýðu- flokksins og hugsanlega fleiri að- ila komi listi, sem síðan fær að starfa algerlega án afskipta form- legra stjómmálasamtaka. Þannig telja forvígismenn Nýs vettvangs því borgið að lýðræðis- leg vinnubrögð og hagsmunir fólksins standi „þröngum flokks- hagsmunum" ofar. Effasemdir í Birtingu Eðli málsins samkvæmt eru það fyrst og fremst félagshyggju- menn sem standa að stofnun Nýs vettvangs. Þar eru Alþýðubanda- lagsmenn, Alþýðuflokksmenn og fólk sem ekki hefur haft áhuga á að starfa í flokkunum. Með ný andlit og hugsanlega ný vinnubrögð telja samtökin sig geta boðið veldi Sjálf- stæðisflokksins birginn Birtingarmenn munu vafalaust setja svip sinn á samtökin, en Birting sem féiag er ekki aðili að þeim. Blaðamaður Þjóðviljans fékk ekki að fylgjast með félagsfundi Birtingar, sem haldinn var í fyrra- kvöld, en þar voru framboðsmál- in til umræðu. Áhrifamaður innan Birtingar segir í samtali við Þjóðviljann að fundurinn hafi yfirleitt verið vel- viljaður Nýjum vettvangi, en þó hafi komið fram sterkar efa- semdir. „Það fóru fram heitar umræður á fundinum og það er greinilegt að menn eru hræddir við þessi nánu tengsl samtakanna við Al- þýðuflokkinn," segir heimildar- maður Þjóðviljans. Hann sagðist jafnframt telja að prófkjör Nýs vettvangs og Alþýð- uflokicsins væri dapurleg niður- staða fyrir þá sem vilja samfylk- ingu vinstri manna gegn Sjálf- stæðisflokknum. í ályktun fundarins segir að Birting hyggist ekki hafa bein af- skipti af kosningunum í Reykja- vík í vor. Hins vegar segir í ályktun Birt- ingar að Iíkur bendi til að „nú sé að koma fram í borgarstjórnar- kosningunum nýtt afl, sem kynni ef vel er á haldið að geta tekið við þar sem fyrri tilraunum Birting- armanna og annarra sleppti. Félagsfundur Birtingar ítrekar þá fyrri afstöðu félagsins að trú- verðugleiki og árangur slíks framboðs ræðst verulega af því að gömlu flokkarnir hafi ekki form- leg afskipti af framboðinu". Bjarni P. heffur áhuga Það á eftir að koma í ljós hvort Nýjum vettvangi og Alþýðu- flokknum tekst að komast að samkomulagi um fyrirkomulag prófkjörs, listabókstaf og annað, en það mun væntanlega standa í mörgum rótgrónum Reykjavík- urkrötum að halda aigjörlega að sér höndum og hafa ekki „form- leg afskipti af framboðinu“. Formaður Alþýðuflokksins, þingmenn flokksins í Reykjavík og núverandi borgarfulltrúi virð- ast þó allir hlynntir hugmyndinni um sameiginlegt prófkjör Alþýð- uflokksins og Nýs vettvangs. Bjarni P. Magnússon segir í samtali við Þjóðviljann að hann telji samfylkingu Alþýðuflokks- ins og Nýs vettvangs skref í rétta átt. „Ég er mjög hlynntur þessari tilraun, en hún má ekki kosta hvað sem er. Það kemur t.d. ekki til greina að Alþýðuflokkurinn gerist aðili að Nýjum vettvangi og helst vil ég auðvitað að listinn verði A-listi. Það er ástæða til þess að reyna Birtingarmaður: Menn eru hræddir við þessi nánu tengsl Nýs vett- vangs við Alþýðu- flokkinn þetta ef það skapar möguleika á að fella meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og ég hef trú á að svo sé. Tilgangurinn er alls ekki að fara út í baráttu við Alþýðubandalagið. Eg hef áhuga á að taka þátt í væntanlegu prófkjöri, en hef ekki tekið neina ákvörðun enn. Ég á t.d. eftir að sjá hvernig staðið verður að prófkjörinu,“ sagði Bjarni. Ólína óákveðin Margir hafa verið nefndir sem hugsanlegir þátttakendur í próf- kjöri Nýs vettvangs og Alþýðu- flokksins. Eitt helsta trompið gæti orðið Ólína Þorvarðardóttir sjónvarps- kona, en hún segist alls ekki hafa tekið ákvörðun um að taka þátt í prófkjöri. Hún segist ekki einu sinni hafa tekið ákvörðun um að fara út í pólitík. „Ég er ekki hingað komin sem frambjóðandi,“ sagði hún við Þjóðviljann eftir fréttamanna- fund undirbúningshóps að stofn- un Nýs vettvangs í gær. Ólína verður fundarstjóri á stofnfundi Nýs vettvangs á laugardaginn. Ólína, Bjarni P., Kristín Á. Ólafsdóttir, Hrafn Jökulsson og fleiri eru nefndir, en enginn segist hafa gert upp hug sinn. G-listinn Á meðan vinnur kjörnefnd Al- þýðubandalagsins baki brotnu að þvf að finna þátttakendur í forvali flokksins sem á að fara fram innan skamms. Þar eru málin síst skýrari en hjá Nýjum vettvangi og Alþýðuflokknum. Sigurjón Pétursson og Guðrún Ágústsdóttir hafa ekki svarað því ákveðið hvort þau hyggjast taka þátt í forvali og hugmyndir kjör- nefndar um kandídata í efstu sæti fara mjög leynt. Raddir hafa heyrst um að Sigurjón hyggist draga sig í hlé eftir 20 ára setu í borgarstjórn, en hann svarar því hvorki af né á. Sem kunnugt er bað Birting stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík um síðustu helgi að endurskoða afstöðu sína til sam- eiginlegs framboðs með öðrum. Stjórn ABR fjallaði um beiðni Birtingar á fundi í gærkvöldi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til frekari að- gerða. Stjómin segist bundin af ákvörðun félagsfundar ABR um að bjóða fram G-lista. En væntanlegt prófkjör Nýs vettvangs og Alþýðuflokksins, hugsanlega með þekkt nöfn úr Alþýðubandalaginu innanborðs, gerir val frambjóðenda ABR enn erfiðara en ella. Gert er ráð fyrir að forvalsgögn verði send fé- lögum eftir helgina. „Þetta nýja framboð kemur mér fyrir sjónir sem útvíkkaður Alþýðuflokkur, en það er ljóst að þarna er kominn samkeppnisaðili við G-listann. Nýja framboðið getur orðið okkur skeinuhætt, sérstaklega ef þar verður fólk úr okkar hópi,“ segir Sigurjón Pét- ursson, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins. -gg Ólína Þorvarðardóttir var meðal talsmanna Nýs vettvangs á fréttamannafundi í gær. Hún segist alls ekki hafa tekið ákvörðun um að taka þátt í prófkjöri. Mynd: Kristinn. 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.