Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 4
Jón Hjaltalín Magnússon á beininu Hoppa ekki af þó á móti blási Nýir tímar eru að renna upp í íslenskum handbolta og hefur for- ysta HSÍ ákveðið að fara þess á leit við Þorberg Aðalsteinsson að hann taki við stjórn karlalandsliðsins og honum til aðstoðar verði Einar Þorvarðarson. Þá er mönnum enn í fersku minni HM í Tékkó og úrslit í leikjum íslenska liðsins. Til að ræða þessi mál og fjöl- mörg önnur er snerta handboltann í nútíð og framtíð er formaður HSÍ á beininu í dag Afhverju Þorbergur? - Það er alveg ljóst að undan- farin ár höfum við verið að leita að mjög hæfum íslenskum þjálf- ara til að taka við landsliði ís- lands. í því sambandi buðum við Bogdan oft að taka sér sérstakan aðstoðarþjálfara en hann hafnaði því. Undanfarna daga höfum við hjá HSÍ verið að velta því fyrir okkur hvaða þjálfarar koma helst til greina og þar hafa bæði verið erlendir sem og nokkrir íslenskir. Eftir að hafa farið yfir nöfn þess- ara manna þá var það samdóma álit landsliðsnefndar og fram- kvæmdastjórnar HSÍ að Þorberg- ur Aðalsteinsson væri mjög fær þjálfari, sterkur einstaklingur og hæfur til þess að verða landsliðs- þjálfari íslands núna. Hann er að ljúka námi í Svíþjóð og er eini útlendingurinn sem hefur verið tekinn inn á handboltalínu íþróttaháskólans þar í landi. Þar lauk hann prófi með hæstu ein- kunn sem þar hefur verið gefin. Þar fyrir utan hefur Þorbergur náð góðum árangri með Saab- liðið í handbolta undanfarin ár og þá sérstaklega núna í vetur þegar liðið varð sænskur bikarmeistari. Okkur þykir því rétt að gefa hon- um tækifæri til þess að þjálfa ís- lenska liðið. Hann þekkir vel til alþjóðlegs handhnattleiks, bæði hefur hann leikið í Heimsmeist- arkgppni, á Olympíuleikum og margsinnis með íslenska liðinu. Hann þekkir íslendinginn út og inn, hæfileika hans og galla en einnig hvernig hægt er að beisla þennan mikla íslenska vilja til si- gurs þegar á þarf að halda. Við væntum þess að hann eigi eftir að ná langt með íslenska liðinu. Þá höfum við einnig lagt áherslu á að með honum starfi markvarða- þjálfari og í því sambandi höfum við rætt við Einar Þorvarðarson. Þeir hafa báðir tekið vel í að ræða við okkur um samstarf sín í milli til þess að leiða íslenskan hand- bolta. Einnig höfum við áhuga á að þeir taki að sér þjálfun yngri liða og vinna að útbreiðslu hand- boltans á íslandi. Það er þes- svegna okkar markmið að þeir fái sömu starfsskilyrði og erlendur þjálfari en ekki eins og oft var hér áður fyrr, að íslenskur þjálfari væri ráðinn til landsliðsins og hefði það sem eitthvert áhugam- ál. Heldur er það markmið okkar að Þorbergur og Einar fái nák- væmlega sömu, ef ekki betri starfsskilyrði heldur en Bogdan hafði, til þess að geta náð sem lengst með landsliðið okkar. Eru fyrrum leikmenn meistaraflokks Víkings í hand- bolta kannski að yfirtaka HSÍ? - Það hefur enginn okkar boð- ist né sóst eftir því að starfa sér- staklega fyrir HSÍ heldur höfum við verið beðnir að taka þetta að okkur. Án efa hefði okkar gamla félag sýnt því áhuga að við ynnum fyrir það og þá væri kannski staða þess öðruvísi en hún er í dag. En við störfum algjörlega hlutlaust fyrir handboltann í heild á íslandi og ég held að það sé samdóma álit allra að Þorbergur sé einn af þremur bestu þjálfurum íslands í dag. Þó eigum við sem betur fer nokkra til viðbótar sem eru mjög hæfir á heimsmælikvarða. Hvaða skýringar hefur þú á frammistöðu íslenska liðsins á HM í Tékkóslóvakíu? - Ég tel að frammistaðan hafi verið góð. Það að ná tíunda sæt- inu á Heimsmeistaramótinu er frábær árangur í flokkaíþrótt á ís- landi, en hins vegar hefur liðið oft leikið mun betur. Þannig að mað- ur finnur svolítið til með strákun- um og þjálfaranum vegna þess að þeir náðu ekki sínum bestu leikjum. Þó munaði aðeins herslumun að þeir næðu einu af efstu sætunum. Það afhverju strákarnir náðu ekki að sýna sitt besta, tel ég vera vegna þess að álagið á þá undanfarin ár og þá sérstaklega í fyrra hafi verið of mikið. Þá æfði það lið sem fór út til Tékkó ekki nema í hálfan mán- uð fyrir keppnina. Voru þá mistök i undirbún- ingnum? - Ég vil ekki kalla það mistök. Heldur erum við með nokkra atvinnumenn sem spila á Spáni og það var erfitt að fá þá með okkur í þetta verkefni. Við höfðum að vísu fengið þá flesta hingað til lands í undirbúningn- um fyrir Olympíuleikana með því að hjálpa þeim fjárhagslega. En eins og fjárhagur HSÍ og íþrótta- hreyfingarinnar almennt er á ís- Iandi er erfitt að keppa við stór- þjóðirnar um bestu leikmennina í heimi. Þegar borinn er saman undir- búningur íslenska liðsins og þess sænska kemur í Ijós að undirbún- ingur okkar manna var meiri og fjöldi atvinnumanna hinn sami. Munurinn hlýtur því að liggja í leikskipulagi og þjálfun. Hvað finnst þér? - Nú þekki ég mjög vel til sænsks handbolta þar sem ég lék í ein tíu ár í Svíþjóð og veit að þeir eiga eina best skipulögðu íþrótta- hreyfingu í heimi, bæði hvað snertir þjálfara, leiðtoga og að- stöðu fyrir sína íþróttamenn. Ef við lítum á heildarundirbúning- inn fyrir þessa keppni, frá síðustu Olympíuleikum, þá voru Svíar með meiri undirbúning. Þeir gátu æft með sama liðið allt síðastliðið sumar á sama tíma sem stór hluti okkar leikmanna var ekki með. Á þeim tíma æfðu Svíarnir mjög stíft með þann kjarna sem tók þátt í HM. Þeir höguðu síðan sín- um undirbúningi mjög skynsam- lega fyrir keppnina en lokaundir- búningur þeirra var engu að síður mjög svipaður þeim og var hjá okkur. Hins er það Ijóst að þeim tókst mjög vel upp á HM og náðu frábærum árangri sem sýnir það að þessi kerfisbundni handbolti, sem hefur einkennt okkar bolta undanfarin ár, að hann er heldur á undanhaldi. í staðinn byggist þetta mun meir á einstaklingum sem geta leikið saman sem heild en eru engu að síður tilbúnir til að taka af skarið og vinna leiki. Þá veit ég einnig að flest allir leik- menn Svía eru „hálfatvinnu- menn“ í handbolta. Því hefur verið haldið fram sem skýringu ma. á velgengni sænska liðsins, að það sé hið af- slappaða andrúmsloft sem ríki í liðinu og þá ekki síst á milli þess og þjálfarans. Hvað segirðu um það? - Það fer mikið eftir liðinu og þjálfaranum hvernig samband myndast þar á milli, en einnig fer þetta mikið eftir þeim árangri sem liðið nær hverju sinni og vel- gengni. Hefði okkur til dæmis tekist að vinna Spánverja og Júg- óslava þá hefði leikgleðin trúlega verið mun meiri hjá okkar strák- um og þeir hefðu líka verið mun afslappaðri heldur en raun varð á. f þessu sambandi er best að vísa til þess sem gerðist í Frakk- landi. Þá unnum við flest alla leikina, leikgleðin var í fyrirrúmi og allt umhverfið mjög afslapp- að. HSÍ-forustan hefur gagnrýnt fjölmiðla fyrir að keyra upp væntingar til íslenska liðsins. En eigið þið ekki sjálfir stærstan þátt í því og þá til þess að fá landsmenn til að kaupa happdrættismiða og styrkja ykkur á annan hátt með fjárstuðningi? - Við gerum gríðarlegar kröf- ur til okkar leikmanna og hið sama gera fjölmiðlar. Stundum hafa okkar væntingar náðst og stundum ekki. Persónulega tel ég það hafa verið raunhæft að gera jafntefli eða vinna Spánverja og við hefðum átt að vinna Pólverja. Þar með hefðum við verið að keppa um eitt af efstu sætunum í HM. Þannig að ég tel að þær kröfur sem við gerðum til leik- mannanna hafi verið raunhæfar. En því miður náði liðið ekki að leika sýna bestu leiki í þessari keppni með þeim árangri sem flestum er kunnugt um. Bogdan hefur verið gagnrýnd- ur fyrir innáskiptingar og að keyra alltaf á sömu mönnunum og vilja ekki gefa þeim yngri tæki- færi. Ert þú sömu skoðunar? - Ég er sammála þessu og hef sagt þetta við hann sjálfur, að mér hefur fundist að hann ætti að gefa öðrum mönnum meiri tæki- færi á að spreyta sig í keppninni í stað þess að keyra alltaf á þeim sömu. En hitt er staðreynd að Bogdan hefur geysimikla trú á ákveðnum leikmönnum, eins og Kristjáni Arasyni og Alfreð Gísl- asyni. Þessum mönnum hefur Bogdan treyst kannski fullmikið eða allt að 105% og mér fannst á HM að hann hafi keyrt Kristján alveg gjörsamlega út. Mér finnst að hann hafi átt að skipta honum Mynd: Jim Smart. oftar út og hvfla hann af og til. Þetta er án nokkurrar gagnrýni á Kristján því hann óskaði sjálfur oft ^eftir ^ hvíjdarskiptingum en fékk það ekki. Auk þess fannst mér að Bogdan hafi keyrt of lengi á markmanni sem ekki hafði komist inn í leikinn, eins og við segjum. Þannig að ég hef oft séð Bogdan starfa mun betur eins og ég hef sagt áður opinberlega. En það er ekki þar með sagt að okk- ur hefði gengið betur þó að hann hefði skipt meira um leikmenn. Er ekki ástæða til að breyta um áherslur í handboltanum frá því sem verið hefur og leggja meiri áherslu á unglingastarfið, deildakeppnina, fjölga leikjum og taka þá jafnframt upp atvinnu- mennsku í íþróttinni? - Þetta er nú það sem við höf- um verið að vinna að. Ef við lítum á þetta keppnistímabil þá höfum við náð langmesta árangri sem við höfum nokkurntíma áður náð með unglingalandsliðið sem náði fimmta sætinu á Heims- meistaramóti pilta á Spáni í sept- ember síðastliðinn. Á opna Norðurlandamótinu í sumar náði íslenska 18 ára liðið öðru sæti og var aðeins herslumun frá því að vinna mótið þar sem tólf þjóðir tóku þátt í. Þá höfum við verið að byggja upp 16 ára landsliðið og erum með 18 ára og 20 ára lands- lið sem æfir markvisst og þar eigum við marga efnilega leik- menn. Hvað varðar deildar- keppnina og fyrirkomulag henn- ar þá ráða félögin sjálf þar mestu, þó svo að við í stjórn HSÍ höfum lagt mikla áherslu á það að fjölga leikjum og jafnframt að lengja keppnistímabilið. En því hafa fé- lögin ekki sýnt nægjanlega mik- inn áhuga og bera fyrir sig ýmsum rökum í því sambandi. Hvað at- vinnumennskuna varðar þá höf- um við sagt að við þurfum að stefna að hálf-atvinnumennsku í íþróttinni þar sem handboltinn er sú íþrótt sem hefur hentað okkur mjög vel miðað við okkar lífsskil- yrði. Hér er vetur oft mjög langur og aðstaða hérlendis til iðkunar handbolta er all þokkaleg og fer sífellt batnandi með fjölgun íþróttahúsa út um allt Iand. Hins vegar hefur engin stefna verið mótuð í afreksiþróttum, hvorki af íþróttasambandi íslands né af stjórnvöldum. Heldur hefur sér- samböndunum alfarið verið falið þetta verkefni. Þó hefur ÍSÍ skipað nefnd sem á að fara að fjalla um þetta mál. Aftur á móti er afreksstefna HSÍ mjög einföld. Við stefnum að því að vera ávallt A-þjóð í handbolta og til þess þarf að æfa vel og keppa mikið. En það kostar fjármagn og stað- an í þeim efnum er alls ekki nógu góð í dag. Þið hafið ávallt haldið því fram að handboltinn sé góð landkynn- ing fyrir ísland. Á móti segja menn að víða erlendis sé þessi íþrótt í skugga annarra og vin- sællra keppnisgreina og segja sem svo: Landkynning - Handbolti hvað? Ofmetið þið ekki þessa iandkynningu í Ijósi þessa? - Þetta er góð spurning. Hins vegar vitum við að mörgum leikjum fslands á HM var sjón- varpað beint til Spánar, einnig til V-Þýskalands og mörgum beint til Danmerkur og Noregs og til fleiri landa. Að mínu mati er það mjög góð landkynning fyrir ís- land að fá heilan klukkutíma í sjónvarpi erlendis. Við höfum verið að ferðast með liðið víða um heiminn, bæði til Japans, Kóreu, Bandaríkjanna og þess- um leikjum hefur oftast nær verið sjónvarpað í þessum löndum. Þá er mjög auðvelt að reikna það út hvað það kostar að láta segja ís- land - ísland í klukkutíma td. í japanska sjónvarpinu eða því í S- Kóreu. Þessar útsendingar vekja áhuga fólks í viðkomandi löndum á landi og þjóð og að það fari að forvitnast meira um það eftir á en ella. Þetta er bara einn liður í okkar landkynningu og ég er fullviss um það að þegar við höld- um HM árið 1995 verði það hval- reki á okkar fjörur í þessu sam- bandi. Að lokum Jón. Hefurðu hug- leitt að segja af þér formennsku í HSÍ? -Ég er ekki sá maður sem hoppar af þó það gangi kannski illa. Aftur á móti þá hef ég eytt ansi miklum tíma í þetta áhuga- mál undanfarin sex ár eða að meðaltali um þúsund klukkutím- um á ári. Það er hins vegar þing HSÍ sem velur formann og stjórn og síðan er það stjómin sem velur þjálfara og hann síðan leikmenn. Ef menn vilja finna einhvern sökudólg þá er ég tilbúinn að vera hann, á þessum árangri að vera bara í tíunda besta sæti í heimin- um í handbolta. -grh 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.