Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 5
• •
FOSTt mAGSFRFTTIR
Menntamálaráðuneytið
Ráðhena boðar valddreifingu
Lögð hafa veriðfram á alþingifrumvörp tillaga um grunnskóla og um Háskóla íslands. Að auki hefur
ráðuneytið gefið úttvœrreglugerðir um framhaldsskóla
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra hefur lagt fram á al-
þingi tvö stjórnarfrumvörp sem
eru frumvarp til laga um grunn-
skóla og frumvarp til laga um Há-
skóla Islands. Auk þess hefur
menntamálaráðuneytið gefið út
tvær nýjar reglugerðir með ný-
jum lögum um framhaldsskóla.
Sammerkt með frumvörpunum
tveimur og reglugerðunum er
aukin valddreifing frá ráðuneyt-
inu og til viðkomandi skóla og
stofnana.
Helstu breytingar sem fram
koma í frumvarpi til laga um
grunnskóla frá núgildandi lögum
eru þær að skólaskylda 6 ára
bama verði lögleidd, stefnt að
einsetnum skóla á næstu 10 árum,
stofnað verði grunnskólaráð sem
verði samstarfsvettvangur þeirra
sem vinna að málefnum grunn-
skólans, skólastjórar annist ráðn-
ingar kennara og annarra starfs-
manna skólana en ráðningar
stjórnenda í höndum fræðslu-
stjóra í umboði ráðuneytisins. Þá
er gert ráð fyrir að hámarksfjöldi
nemenda í 1.-3. bekk verði lækk-
aður og komi það til fram-
kvæmda á næstu fimm árum.
Jafnframt eru foreldrar, kennar-
ar og einstakir skólastjórnendur
kvaddir til verka oftar en í gild-
andi lögum sem kemur ma. ann-
ars fram í auknum verkum
fræðslustjóra, fræðsluskrifstofa
og skólastjórnenda. Þá gerir
frumvarpið ráð fyrir náms- og
starfsráðgjöf í skólunum og nem-
endaverndarráði. Ennfremur er í
frumvarpinu gert ráð fyrir lág-
marksákvæði um þann tíma-
fjölda á hvern nemanda, þannig
að ekki verði heimilt að bjóða
minni kennslu handa nemendum
en grunnskólalög kveða á um.
í frumvarpi til laga um Háskóla
íslands er stefnt að því að auka
sjálfræði eininga háskólans og
þar með valddreifingu, skilvirkni
og ábyrgðarskil í almennri stjórn-
sýslu og deildum. Auk þess sem
þátttaka háskólaþegna í ákvörð-
unum verður virkari og rektorsá-
Umhverfisvernd
Fjömr
vaktaðar
Viltu taka að þér svosem hálfan
kflómetra af fjöru og fylgjast með
henni í allt sumar? Þá er tækifær-
ið komið því frá og með vorjafn-
dægrum, 20. mars, skipuleggja
náttúruverndarsamtök lands-
hlutanna fjöruvakt undir heitinu
„Fjaran mín“ og stendur það í
hálft ár.
Þetta verkefni er til komið eftir
að Fjöruskoðun Evrópuþjóða
hófst í fyrra en frá henni var sagt í
fjölmiðlum nýlega. Gefið verður
út eyðublað fyrir allar fjörur
landsins sem eru 5.000 km að
lengd. Hugmyndin er að hver
einstaklingur taki að sér 500
metra fjörurein og fær hann í
hendur eyðublað með korti af
viðkomandi rein og nokkrum
auðsvöruðum spurningum um
lífríki og ástand reinarinnar.
Þessu eyðublaði skilar hann-svo
útfylltu til samtakanna.
Samtökin munu skipa fulltrúa í
hverju sveitarfélagi sem sér um
að úthluta fjörureinum, afhenda
og taka við eyðublöðum. Þetta er
gert að erlendri fyrirmynd og hef-
ur hlotið nafnið vöktun.
Með þessu móti ætla samtökin
að safna saman greinargóðum
upplýsingum um ástand fjörunn-
ar en fyrsta evrópska fjöruskoð-
unin leiddi í ljós að full ástæða er
til að fylgjast grannt með ástandi
lífríkisins við strendur landsins.
Upplýsingar um verkefnið
Fjaran mín má fá hjá náttúru-
verndarsamtökum landshlutanna
og hjá verkefnisstjórninni í síma
91-15800. -ÞH
Könnun Neytendasamtakanna gefur til kynna að verslanir bjóði heldur betra kjötfars nú en fyrir ári, en enn
eru engin vandkvæði á að finna ósöluhæft fars. Mynd Jim Smart.
Neytendasamtökin
Fæni gerlar í kjötfarsinu
Könnun Neytendasamtakanna: Enn mörg dœmi um ósöluhœft kjöt
fars. Mikill verðmunur
Við erum ánægð með þessa urstöður könnunar á gerlainni-
niðurstöðu. Við hefðun
erum ánægð með þessa
niðurstöðu. Við hefðum
auðvitað viljað að kjötfarsið væri
betra, en það er þó mun skárra nú
en í fyrra, sagði Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendasam-
takanna, þegar hann kynnti nið-
haldi kjötfars.
Könnun samtakanna náði til
um 40 verslana á höfuðborgar-
svæðinu og utan þess. Meirihluti
sýnanna reyndist söluhæfur, en
sex sýnanna eða fimmtán af
Menntamálaráðuneytið
Utvarpsráð í nýju hlutverki
Fær fyrst og fremst rekstrar- og fjármálalegt eftirlitshlutverk
Ifrumvarpi til útvarpslaga sem
:
lagt hefur verið fram á alþingi
er lagt til að breytingar verði
gerðar á yfirstjórn Ríkisútvarps-
ins, þannig að útvarpsráð fái
fyrst og fremst rekstrar- og fjár-
málalegt eftirlitshlutverk en
framkvæmdastjórn fái veigam-
eiri hlut við stjórn stofnunarinn-
ar.
Af öðrum nýmælum í frum-
varpinu er lagt til að Útvarpsrétt-
arnefnd verði lögð niður, en ráð-
herra veiti framvegis leyfi til út-
varpsreksturs. Þá er gert ráð fyrir
því að Útvarpsnefnd skipuð
þremur fulltrúum sem tilnefndir
eru af Hæstarétti verði ráðherra
til ráðuneytis og fjaili auk þess
um kærur á hendur útvarpsstöð
telji einstaklingur eða félög mis-
gert við sig í dagskrá.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir
að heimildir til reksturs einkaút-
varpsstöðva miðist ekki við af-
mörkuð þjónustusvæði heldur
nái til alls landsins. Þá er lagt til
að þýðingarskylda verði lögfest
og að efni handa börnum og ung-
lingum verði talsett. Ennfremur
er lagt til Menningarsjóður út-
varpsstöðva verði lagður niður í
núverandi mynd og létt verði
þeirri kvöð af Ríkisútvarpinu að
greiða hlut af rekstrarkostnaði
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Varðandi tekjustofna Ríkisút-
varpsins er lagt til að áfram verði
innheimt afnotagjald af viðtækj-
um en þó ekki nema eitt gjald af
hverju heimili. Svo sem verið
hefur munu aðflutningsgjöld
renna áfram til ríkissjóðs. I frum-
varpinu er einnig gert ráð fyrir að
settar verði skýrari reglur um
styrk utankomandi aðila við gerð
einstakra dagskrárliða. Þá verður
sérstaklega áskilið hvað varðar
auglýsingar að þær séu á lýta-
lausu íslensku máli.
-grh
byrgð á stjórnsýslunni efld. Allt
þetta á að stuðla að því að há-
skólinn ræki hlutverk sitt betur
og ekki verði gengið á sjálfstæði
hans.
Þá hefur menntamálaráðu-
neytið gefið út tvær nýjar reglu-
gerðir með nýjum lögum um
framhaldsskóla. í þeim eru
ákvæði laganna nánar útfærð þar
•sém lögin eru fyrst og fremst
rammalög. Þar eru settar fram ít-
arlegar skilgreiningar á hlutverki
skóla, skólastjórnenda, kennara
og annarra starfsmanna skóla svo
og skólanefnda, en hlutverk þess-
ara aðila er í ýmsu frábrugðið því
sem áður var. Þá má nefna að
ráðningar starfsmanna færast nú
frá ráðuneyti til skóla að öðru
leyti en því að ráðuneytið sér
áfram um skipanir í stöður og
ráðningu skólameistara. Einnig
má nefna að skólamir fá meiri
sjálfsákvörðunarrétt en áður var
um námsframboð, námsskipulag
og ráðstöfun fjármuna.
Þá hafa skólanefndir verið
skipaðar við alla skólana jafn-
framt því sem gengið hefur verið
frá skipun iðnfræðsluráðs og
fræðsluráðs sjávarútvegsins.
Verulegar breytingar eru á
skipan og stjórnun iðnfræðslunn-
ar frá því sem áður var. Iðn-
fræðsluráð sér ekki lengur um
framkvæmd iðnfræðslu en er í
staðinn ráðgefandi um stefnu-
mörkun en ráðuneyti og skólar
taka við hlutverki Iðnfræðsluráðs
að því er varðar stjórn og fram-
kvæmd hennar. -grh
hundraði var ekki söluhæfur.
Kólígerlar gerðu fimm sýni
ósöluhæf, en saurkólígerlar fund-
ust í of miklu magni í einu sýn-
anna.
Sambærileg könnun sem gerð
var í fyrra leiddi í ljós að aðeins 53
af hundraði sýna vom söluhæf, á
móti 78 af hundraði nú. í fyrra
fundust saurkólígerlar í of miklu
magni í átta sýnum.
Aðeins eitt sýni var tekið í
hverri verslun, svo könnunin gef-
ur aðeins mynd af þeirri vöm sem
var í boði þann daginn.
Búðir sem buðu upp á ósölu-
hæft kjötfars samkvæmt könnun-
inni voru Kjöthöllin í Reykjavík,
Sparkaup í Reykjavík, Vörðufell
í Kópavogi, Vömval og HN búð-
in á ísafirði og Kaupfélag Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum.
Gunnarskjör, Kjörbúð Hraun-
bæjar og verslunin Rangá, allar í
Reykjavík, buðu upp á gallað
kjötfars daginn sem könnunin
var gerð.
Könnun Neytendasamtakanna
leiddi einnig í ljós að mikill verð-
munur er á kjötfarsi. Þar sem
boðið var upp á lægsta verð kost-
aði kílóið 299 krónur, en hæsta
verð var 457 krónur. Munurinn
er 53 prósent. _gg
Föstudagur 16. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
Laugavegur 118
Tveggja ára
dagsektir
ógreiddar
Dagsektir sem byggingarnefnd
Reykjavíkur samþykkti að leggja
á eigendur bflageymslu við
Laugaveg 118 í aprfl 1988 hafa
enn ekki verið innheimtar, en
fulltrúar Alþýðubandalags og Al-
þýðuflukks í nefndinni hafa nú
lagt til að þær verði innheimtar.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá
fyrir skemmstu hafa samþykktir
byggingamefndar um dagsektir
verið orðin tóm fram til þessa.
Að undanförnu hafa hins vegar
komið fram tvær tillögur um að
innheimta dagsektir sem sam-
þykktar voru fyrir löngu.
Byggingarnefnd setti eigendur
Laugavegs 118 í dagsektir vegna
þess að bflageymslukjaliari hefur
verið notaður sem lager. Sektim-
ar áttu að nema tveimur þúsund-
um króna á dag og em nú komnar
í 1200 þúsund krónur. Enn er þó
lager í bílageymslukjallaranum.
Gunnar H. Gunnarsson, full-
trúi Alþýðubandalagsins í bygg-
ingamefnd, endurvakti annað
mál af þessu tagi fyrir skömmu.
Þeir sem stóðu að breytingum á
Hamarshúsinu svonefnda við
Tryggvagötu voru dæmdir í dag-
sektir árið 1987, en sektirnar hafa
aldrei verið innheimtar. Þær em
nú komnar í níu miljónir króna
og Gunnar lagði til að farið yrði í
að innheimta þær.
Báðar tillögurnar era í frestun í
byggingarnefnd.
-gg