Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 28
Sovétrikin og Vatíkanið Sama dag og Gorbachov var kosinn forseti Sovétríkjanna í gær lögðu Sovétríkin og Páfaríkið formlega til hliðar 70 ára ágrein- ingsmál um samskipti ríkjanna og tóku upp stjórnmálasamband, en því var slitið 1923. Fyrirhuguð er heimsókn páfa til Sovétríkjanna, eftir að Gor- bachov og Jóhannes Páll II hitt- ust í Róm 1. des. sl, en það var fyrsti fundur leiðtoga þessara ris- avelda frá upphafi. Talsmenn Páfagarðs segja þetta hápunktinn á stefnu þeirra í málefnum Austantjaldsríkja. Nú munu rík- in skiptast á sendiherrum, sem þó hafa ekki aðsetur í Moskvu og Róm til að byrja með. Helsti þröskuldurinn í vegi fyrir stjórnmálasambandi Páfa- garðs og Sovétríkjanna hefur ver- ið að þau hafa ekki viljað viður- kenna sjálfstæði Ukraínsku kirkjunnar. Á desemberfundin- um í Róm lýsti Gorbachov því hins vegar að hún yrði það í kjöl- far nýrrar lagasetningar og því er páfa ekkert að vanbúnaði lengur að heimsækja Sovétríkin 1992 á ráðstefnu Úkraínsku kirkjunnar, eins og hann hefur látið í ljós ósk- ir um. ÓHT Búnaðar- þingi lokið I gær lauk í Reykjavík næst- stysta búnaðarþingi sem setið hefur frá upphafi, 11 daga fullt- rúafundi Búnaðarfélags Islands. Þingið fékk til meðferðar 40 mál og afgreiddi öll nema eitt. Hjörtur E. Þórarinsson, for- 'maður BÍ, sagði í þingslitaræðu sinni, að erfitt væri að gera upp á milli mikilvægis erinda þingsins. Pó nefndi hann þær ákvarðanir sem teknar voru um undirbúning að endurskoðun á skipulags- og félagsmálum landbúnaðarins, sjóðagöld og málefni gróður- og landnýtingar. Einnig vakti hann athygli á niðurstöðum skýrslu um atvinnumál sveitakvenna. Jón Ólafsson bóndi í Eystra- Geldingaholti, aldursforseti þingsins, færði formanninum fyrir hönd fulltrúanna gjafir í til- efni sjötugsafmælis hans og þakk- ir fyrir góða og lipra forystu. Á þessu ári fara fram kosningar til Búnaðarþings fyrir næstu 4 ár. mhg/ÓHT Húsgull á morgun Á morgun er haldin á Hótel Húsavík ráðstefna um gróður- vernd á vegum Húsgulls, sam- taka um náttúruvernd og gróður- vernd, sem stofnuð voru í kjölfar slíks fundar fyrir ári. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, setur ráðstefnuna, en meðal fyrirlesara eru Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra, Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra og fjölmargir sérfræðingar í gróður- og landnýtingarmálum, landgræðslustjóri, skógræktar- stjóri, formaður Stéttarsam- bands bænda og búnaðarmála- stjóri. Umhverfissamtökin Húsgull gróðursettu 20 þús. trjáplöntur á Húsavík, barnaskólabörn tíndu 20 kg af birkifræi í Fossselsskógi, gróðurhús var reist, lúpínufræi dreift úr flugvél yfir Húsavíkur- fjall og mela, auk þess sem girt var í tengslum við starf samtak- anna 25 ferkílómetra upp- græðslusvæði í nágrenni bæjar- ins. Markmið samtakanna er að allt Húsavíkurland verði girt og grænt. Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Hvað em húsbréf? Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Hvemig fam íbúðarkaup fram? Greiðslumat. ..Tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. \ Skrifleg umsögn. Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. ^\íbúð fundin - gert kauptilboð. _______A Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt veröi á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbrófum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numiö allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar. XAAfgreiðsla húsbréfadeildarinnar. ~ \ Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverðs. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. 'C- \ Kaupsamningur undirritaður - ° \ fasteignaveðbréf afhent seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að greiðslugeta hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HUSBREFADEiLD SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK SÍMI • 696900 Gy \ Kaupandinn lætur þinglýsa \ kaupsamningnum. \ Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. ^ X^Seljandi skiptir á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf. /\ Oy \Greiðslur kaupanda hefjast. “ \.. —A Húsnæðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári. --..........................---------------------------------------------------"----------—(HMimtfNÞ'é—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.