Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 20
PISTILL Pólitískt ímyndunarafl óskast Góð ráö og vel brugguð Undanfarnar vikur hefur farið fram hér í Nýju Helgarblaði lífleg umræða um klofninginn í ís- lenskri vinstri hreyfingu. Þessi umræða hefur vakið mikla eftir- tekt af skiljanlegri ástæðu, þar sem nú er tekist á um klofnings- málin sem aldrei fyrr. Flestum virðist það ljóst að vinstri- hreyfingin í Reykjavík er um þessar mundir í óða önn að fremja pólitískt harakírí með þeim fálmkennda hætti sem stað- ið hefur verið að framboðsmál- unum fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. Allir sem við er talað virðast á einu máli um að ekkert vit sé í að stefna 3-4 vinstri-listum á móti Sjálfstæðisflokknum. Enginn hefur getað bent á þann málefnaágreining, sem réttlætir þennan klofning. Engu að síður virðist hann óhjákvæmilegur. Það þarf meiri kunnáttumann í refskák stjórnmálanna en þann sem þetta ritar, til þess að skilja þá „sögulegu nauðsyn" sem leitt hefur til þessarar niðurstöðu. En mér þykir ekki ólíklegt að sökin liggi hjá fleiri en einum aðila. Sú „flokkspólitíska eigingirni og langrækni", sem Magnús Torfi Ólafsson talaði um í viðtali við okkur, virðist hafa verið helsta leiðarljós þeirra sem að undir- búningi framboðsmála hafa stað- ið. Er það hugsanlegt að vinstri- hreyfingin sé enn að súpa seyðið af því þegar Alþýðuflokksmenn stóðu að samþykkt Iagagreinar nr. 14 á þingi Alþýðusambands íslands í nóvember 1930, þar sem kommúnistar voru gerðir brott- rækir úr jafnaðarmannafélögun- um og öllum fulltrúastörfum fyrir Alþýðusamband íslands? Sitja forystumenn flokkanna enn í þeim skotgröfum sem þá voru grafnar með stofnun Kommún- istaflokks íslands og tvískiptingu fslenskrar verkalýðshreyfingar í Alþjóðasamböndin tvö? Eins gagnlegt og það er að kunna skil á þeirri sögu, þá er það jafnvíst að þeir sem sitja fastir í þeim skotgröfum er þá voru grafnar, munu ekki eiga erindi við framtíðina. Þeir munu ein- faldlega sitja eftir á meðan aðrir taka við. Þegar stjórnmálaflokk- ar þekkja ekki sinn vitjunartíma og hafa ekki kjark eða dug til þess að horfast í augu við verkefni framtíðarinnar, þá riðlast fylk- ingar og ný sambönd myndast án þess að flokkamir fái við nokkuð ráðið. Sú kynslóð, sem nú er að kom- ast á kosningaaldur skilur ekki þá heiftúðugu langrækni sem ein- kennir flokkana á vinstri væng ís- lenskra stjórnmála. Hún tekur ekki afstöðu á forsendum þeirrar þyrnum stráðu sögu sem ein- kennir samskipti Alþýðuflokks- insog Alþýðubandalagsins. Allra sfst þegar taka á afstöðu til bor- garmálefna. Ef Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið ætla að byggja starf sitt og kjörfylgi á þeirri kynslóð sem mótaðist í heiftúðugum stéttaátökum kreppuáranna, þá munu þessir flokkar sjálfkrafa útiloka sig frá áhrifum í íslensku þjóðfélagi. í síðasta Helgarblaði var greint frá því, hvernig Achille Occ- hetto, formaður ftalska komm- únistaflokksins, vill bregðast við þeim vanda sem vinstri-öflin í Evrópu standa frammi fyrir. Hann sagði þar, að ekki sé nóg að gefa ný svör við gömlum spurn- ingum. Það þurfi líka að spyrja nýrra spurninga. Framboð 3-4 vinstri-Iista á móti Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er ekki einu sinni nýtt svar við gamalli spurningu. Það er gamalt svar við gamalli spurn- ingu, sem hefur þegar margsann- að hversu haldmikið það er. Ochetto talar í viðtalinu um þá nauðsyn sem vinstri-hreyfing- unni ber til þess að virkja ímynd- unarafl ungu kynslóðarinnar. Ekki með gömlum hugmyndaf- ræðilegum þrætum, heldur með áþreifanlegum athöfnum er sýni að hægt sé að virkja samtakamátt fólksins til árangurs. Vandinn sé fólginn í því að „skapa pólitíska áætlun og samsvarandi stjórnmá- laafl, er fært sé að tengja hin ólíku öfl saman til þess að mynda valkost við ríkjandi valdastétt“. Flokkurinn er ekki markmið í sjálfu sér og hinn þjóðfélagslegi veruleiki mun aldrei þjóna flokknum sem slíkum. Það er hins vegar flokkanna að bregðast við þessum veruleika í því skyni að hafa áhrif á mótun hans. í þessum tilgangi hafa ítalskir kommúnistar ákveðið að leggja flokk sinn niður til þess að skapa nýtt vinstra-afl á Ítalíu. Vinstra- afl sem fært sé um að horfa upp úr þeim skotgröfum gamalla stétt- aátaka, sem lokað hafa sýn á meginvandamál samtímans: um- hverfisvandann, jafnréttismálin og misrétti norðurs og suðurs. Nýtt stjórnmálaafl, sem höfðað geti til unga fólksins með nýjum hætti og virkjað ímyndunarafl þess og bjartsýni. Þetta eru tíð- indi sem trúlega hafa farið fram- hjá þeim, sem nú standa niður- grafnir í skotgröfum framboðs- slagsins í Reykjavík. En þau eiga erindi til okkar engu að síður. Herranótt sýnir: VINDSÓRKONURNAR KÁTU eftir William Shakespeare Helgi Hálfdanarson þýddi Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Leikmynd: Pétur Gautur Svavarsson Búningar: Sigrún Guðmundsdóttir Lýsing: Egill Eyjólfsson Vindsórkonurnar kátu hafa aldrei verið settar á svið hér á landi fyrr en nú að nemendur Menntaskólans í Reykjavík troða upp með þær í Iðnó undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur. Lesanda Ieikritsins finnst engin furða þó að það sé sjaldan sett ásvið. Strax á annarri blaðsíðu dettur honum í hug að það sé ekki hægt! Plottið er svo flókið og persónur margar og sumar fáránlegar. En undir styrkri hönd góðs leikstjóra greiðist úr öllum flókum, og með hæfilegum einföldunum og stytt- ingum verður verkið viðráðan- legt jafnvel lítt reyndum leik- mönnum. Hlín hélt þó engum heljartökum um taumana heldur leyfði leikurunum sínum ungu að sprella og verkið varð afspyrnu skemmtilegt í meðförum þeirra. í leikritinu eru tveir aðalþræð- ir: Annar er barátta þriggja biðla um hönd ungfrú Pák - sem verð- ur flókin vegna þess að faðir hennar heldur með einum, móðir hennar með öðrum og hún sjálf með þeim þriðja. Hinn segir frá tilraunum Falstaffs riddara frá Lundúnum til að tæla tvær heiðvirðar giftar konur í Vindsór til óleyfilegra ásta við sig og hafa út úr þeim fé í leiðinni. í lok leikritsins fléttast þræðirnir hag- lega saman þegar Vindsórkon- urnar kátu ná sér endanlega niðri á Falstaff í miklu sjónarspili úti í skógi að næturþeli og Anna Pák notar skjól myrkurs og æsings til að stinga af með biðlinum sem hún kýs sjálf. Þetta er vissulega ærslaleikur en hann hefur þó boðskap sem er sá að afbrýðisemin sé vond veiki og óholl manninum. Herra Pák treystir sinni góðu konu og lætur slúðrið um samband hennar við Falstaff ekki hagga sér. Herra Vað fyllist hins vegar óviðráðan- legri tortryggni og leikur djarfan blekkingaleik til að vera alltaf einu skrefi á undan konu sinni og meintum friðli hennar. Guði sé lof fyrir afbrýðina, segir hann, maður lætur þá ekki gera sig að fífli, en það er hann sem er asni en ekki hinn æðrulausi Pák. Kvalir Vaðs reynast óþarfar, konan hans er bara að leika sér að Fal- staff og ætlar sér aldrei að láta hann vaða yfir sig. Konur eru tryggðatröll í þessu leikriti og fal- legar, skemmtilegar og greindar í ofanálag. Leikritið er skrifað í lok 16. aldar (líklega 1597) en það er snilldarráð að flytja það inn á 20. öldina í búningum og sviði sem hvort tveggja var fallegt og prakt- ískt. Ef unga fólkið hefði ofan á Þau Þráinn Bertelsson og Olga Guðrún Árnadóttir hafa bæði ansað grein minni er birtist hér í Þjóðviljanum þann 3. þessa mán- aðar. Fátt kemur á óvart í svörum þeirra Þráins og Olgu, nema ef vera skyldi undrun þeirra og sár- indi yfir að árásum á Friðrik Þór Friðriksson skyldi svarað. Þó er tvennt í orðsendingunum sem ég verð að gera athugasemdir við. í fyrsta lagi þá hefur aldrei hvarflað að mér að ráðnir gagnrýnendur blaðanna hafi einkarétt á að tjá skoðun sína um listaverk. Hinsvegar hef ég, eins- og títt er, síður tilhneigingu til að ergja mig á þeirra skrifum en margra annarra. Því hefur það að ég skuli telja meiri ástæðu til að andmæla grein Olgu en þess sem öll ærslin þurft að burðast með fatnað sem það er óvant hefði allt yfirbragð verksins orðið þung- lamalegra. Auðvitað verða ein- hverjar tímaskekkjur - til dæmis hefði Falstaff líklega hringt til ástkvenna sinna á okkar öld og ekki látið hanka sig á bréfum og sverðin eru alltaf dálítið hallæris- leg í tilfærslum til nútíma, annars er fátt í efni og umfjöllun sem getur ekki átt við þriðja áratug þessarar aldar. Leikstjóri hefur líka einfaldað tungutak séra ívars sem talar með velskum hreimi á frummáli og Helgi Hálfdanarson gerir ó- skaplega harðmæltan í þýðingu sinni. Eflaust er fyndið í fag- mannlegri uppsetningu á frum- málinu að heyra séra ívar og doktor Kajus hinn franska klæm- ast á enskunni en það þarf geysi- lega leikni til, og á íslensku hefur mállýska prestsins ekki merk- ingu. Franska hreimnum hjá doktornum var haldið og Þór- mundur Jónatansson kom hon- um oftast vel til skila. Vindsórkonurnar kátu eru af- bragðsverkefni fyrir áhuga- leikhóp að því leyti að hlutverkin eru mörg en ekkert þeirra of við- amikið. Engin óhóflega löng ein- töl. En textinn er ekki á neinu hversdagsmáli heldur hljóm- mikilli og bragðsterkri íslensku Helga Hálfdanarsonar, og miklu skiptir að vel sé með hann farið án þess að flutningur máls tefji framrás leiksins. Leikstjóri hafði góða stjórn á þessu, og þó að leikritið verði flangt í endann þá var það umbúnaði og mannmergð á sviði að kenna en ekki textanum. í sýningum áhugamanna sér áhorfandi oftar fingraför leik- stjóra en í sýningum atvinnu- leikhúsa. Við getum séð hvernig leikstjóri hefur kennt leikaranum hefur með höndum kvikmynda- gagnrýni Þjóðviljans ekkert með afstöðu mína til tjáningar- og rit- freisis að gera. Grundvallaraf- staða mannréttindasinnans er sú að hann er tilbúinn til þess skil- yrðislaust að verja rétt annarra til að tjá skoðanir sínar, hversu vit- lausar sem þær kunna að vera. En samtímis áskilur hann sér rétt til að andmæla þessum skoðunum hvenær sem honum býður svo við að horfa. Og þetta er líka sú kennisetning sem Rithöfunda- samband íslands aðhyllist, verð ég að leyfa mér að fullyrða úrþví það var dregið inní þessa umræðu um sjónvarpsmyndir, og þá er ég kominn að seinna atriðinu sem ég vildi nefna. Bæði gera þau Olga og Þráinn að segja setninguna, leika hlut- verkið. En áhorfendur eiga ekki á öðru von og hjá öllum helstu leikurum þessarar sýningar var þetta allt í lagi. Dagur Eggertsson er furðusannfærandi í hlutverki Falstaffs þó að hann þurfi að leika langt upp fyrir sig í aldri og þyngd. Frank Þórir Hall er ekta stóískur enskur óðalsbóndi í hlut- verki herra Páks í tvídjakkanum með pípuna. Jón Oddur Guð- mundsson sýndi bestu kosti áhugaleikarans í hlutverki herra Vaðs, ýkti öll viðbrögð hæfilega og skemmti sér stórvel, enda fær hann einna skemmtilegustu ræð- urnar. Sigurþóra Bergsdóttir valdi sér Elsu Lund að fyrirmynd í hlutverki Sprækrar húsfreyju og fór á kostum. Það var elskulegt af Hlín að leyfa Falstaff að komat á sjens með henni; þar reynist hún honum betur en Shakespeare sjálfur. En það kemur fyrir að áhuga- menn fara fram úr kröfum leik- stjóra eða líkamna þær eins og atvinnumenn svo að hann gleymist. Það gerðist í atriðunum milli kvennanna kátu, frú Vaðs sem Sólveig Amarsdóttir lék og frú Páks sem var leikin af Matt- hildi Sigurðardóttur. Þær náðu svo skínandi vel tviskinnungnum í skiptum sínum við karlálftina Falstaff, með örsnöggum augn- gotum sín á milli, kæfðu flissi, og svo háalvarlegar á næsta andar- taki, æstar, harmþrungnar, ást- leitnar, að það er erfitt að hugsa sér það gert af samhæfðari leikni og meiri innlifun. Þær voru að hrekkja karlinn. Áhugamenn um leiklist eiga ekki að láta verk Shakespeares sem þeir hafa ekki séð á sviði fara fram hjá sér, ekki heldur skóla- sýningu. Og alls ekki þegar ágæt- lega er að verki staðið eins og hér. mikinn stall með þá staðreynd að ég sé formaður Rithöfundasam- bandsins. Það er eins og þau haldi að sá sem starfi fyrir Rithöfunda- sambandið eða hafi verið valinn þar til forystu taki aldrei til máls uppfrá því án þess að birta þarm- eð skoðanir samtakanna. En það er mikill misskilningur, einsog flestum sem komist hafa til ein- hvers félagslegs þroska ætti að vera ljóst. Þannig tel ég skoðanir mínar á bíómyndum í sjónvarp- inu ekki snerta neitt nema eigin smekk, rétt einsog að ég hef jag- ast um fótbolta við Ólaf Schram í síðdegisþætti í útvarpinu án þess Rithöfundasambandið ætti nokkra aðild að þeim skoðana- skiftum. Einar Kárason Örlítil og lauflétt 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.