Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 12
Bömin hefji námið yngri „Þannig verðum við líka að hafa það ef við viljum teljast til þróaðra ríkja,“ segja JóhannaEinarsdóttir talmeinafræðingur og Málfríður Lorange sálfræðingur Slagsmálabörnin vöktu löngun til að fræðast meira um hegðun- arvandamál barna og leiðirtil að- stoðar. Þjóðviljinn mælti sér því mót við þær Málfríði Lorange sálfræðing og Jóhönnu Einars- dóttur, talmeinafræðing hjá Sál- fræði- og sérkennsludeild Dag- vistar barna. Eftir að hafa fengið að skoða fjölbreytt safn þroska- leikfanga er þær reka til útlána á dagheimilin, komum við okkur fyrir inni á skrifstofu og hófum spurningarnar. - Hefurfjöldi þeirra barna sem þurfa sérstaka hjálp farið vax- andi? M: Nei, það eru svona 150-200 börn sem þurfa sérstaka aðstoð. Þetta er nokkuð breytilegt milli ára en þetta er talan. í þessum hópi eru líka alvarlega fötluð börn sem eru æ meir að koma inn í dagvistarkerfið. Áður voru þessi börn höfð heima en nú koma þau inn í leikskólana og dagheimilin sem er gott, en þarna er um allavega sérþarfir að ræða. Þetta eru fjölfötluð börn, heyrnarlaus, hreyfihömluð, þroskaheft og börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Öll þurfa þau á sérstuðningi að halda og þetta krefst auðvitað mann- afla. Fólks með fjölbreytilega menntun, þroskaþjálfa, tal- meinafræðinga og fóstra með sér- menntun. Það má líka nefna að þessi börn koma inn á svokölluð- um forgangi. Þau eru send til okkar frá öðrum aðilum svo sem heimilislæknum, Félagsmála- stofnun og fleirum. Starfið á leikskólunum er forvarnarstarf, hluti þessara barna býr við erfið- ar félagslegar aðstæður og leikskólarnir koma til móts við þarfir þeirra. Biðlistinn er farinn að yngjast svo við fáum þau orðið inn fyrr. - Er það jákvætt? M: Já og nei, það er jákvætt að fá börn á aldrinum 2-3 ára til að vinna með. Þau eru svo ótrúlega móttækileg á þeim aldri og hægt að kenna þeim ótrúlega mikið á skömmum tíma. Það er mikill misskilningur að ekkert sé hægt að gera með börnum, í fullri al- vöru, fyrr en í skóla. Það þarf að breyta því sjónarmiði að það sé auðvelt að vera með ung börn, að ekki þurfi mikla menntun til. Frá sérfræðilegu sjónarmiði þykir einmitt erfiðast að vinna með ung börn, sem hafa vandamál. For- eldrar bamanna kvíða líka oft skólagöngunni. Skyldi nú allt ganga vel, og ætli sé hægt að hjálpa þeim? Foreldrar telja að með skólagöngunni byrji alvara lífsins, allt fyrir þann tíma sé bara gæsla. Inni á dagheimilunum og á leikskólunum er unnið markvisst uppeldisstarf. 2-6 ára börn em einmitt móttækilegust og taka út mestan þroska. ísland er á eftir - Hvernig er ísland statt miðað við önnur lönd á þessu sviði? J: Þessu er ekki tvískipt annars staðar. Þetta er sama stofnunin, ekki tvísetnir leikskólar eins og hér. f þessu sambandi skiptir líka máli við hvað er miðað, þ.e. hvaða kröfur eru gerðar. Ég þekki til í Þýskalandi og þar eru gerðar aðrar kröfur um mál- þroska en hér. Það sem mér þykir eðlilegt myndi í Þýskalandi telj- ast vandamál. J?ar eru stofnanir fyrir 3 ára börn og ekki eins mikið um vistun yngri barna og hér. Eins og ég sagði eru þetta allt spurningarviðmið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir að það er mikilvægt að böm hafi tækifæri til að fara á leikskóla. Þau verða að fá annað og meira en það sem býðst heima. Nú orð- ið eru gerðar miklar kröfur til menntunar. Kennslan byrjar fyrr, jafnvel 3-4 ára. Þannig er það orðið í öllum þróuðum ríkj- um og þannig verðum við líka að hafa það, ef við viljum teljast til þróaðra ríkja. Það verður að vera í gangi tilboð til allra barna um að þau komist að. Hraðinn er orðinn svo miklu meiri og öll viðmið skólanna strangari. - Gegnir leikskólinn þá jöfn- unarhlutverki? M:Já, því hlutverk leikskól- anna er að hjálpa börnum sem eru á einhvern hátt sein til. Inni á leikskólunum er unnið markvisst með þeim. Mál, hreyfing, hegð- un, seinþroski, allt er þetta kann- að og unnið að úrbótum ef þörf er á. En viðmiðin hafa breyst og kröfurnar aukist. J: Já, því oft verður vandamál þannig til að foreldrar líta svo á að barnið eigi við vandamál að stríða sé það ekki farið að tala á vissum tíma. Það leiðir svo til ei- lífra spurninga og tilrauna til að fá barnið til að tala, t.d. hvað heitir þetta, hvað er þetta o.s.frv. Barnið verður hins vegar fljótt j þreytt á að vera stöðugt í prófi. I Þannig fer barnið smátt og smátt að líta á sig sem vandamál og hættir jafnvel að alveg að tala, í það minnsta við ókunnuga. í leikskólunum er hægt að veita markvissa örvun, þjálfa barnið og ráðleggja foreldrum. Bein þjálfun ætti ekki að vera í hönd- um foreldra því það íþyngir sam- skiptum foreldra og barna en for- eldrar verða að vera meðvitaðir um þessa hluti. M: Sama máli gegnir um hegð- Ný hegðunarvandamál í gr Sjónvarpsofbeldi á leikv „Þessi börn eru árásargjörn og berjast afmiklum ofsa, t.d. skalla andstæðinginn í götuna og sparka í hann liggjandi ‘ SvavarGestsson mennta- málaráðherra vakti athygli á því í umræðum um leikskólamál á Al- þingi nýlega, að í haust hafi kom- ið inn í grunnskóla Reykjavíkur börn með alveg ný og áður óþekkt hegðunarvandamál. Hvað er hér á ferðinni og hvað er Mynd: Kristinn til ráða? Þjóðviljinn leitaði til nokkurra sérfræðinga sem hafa beina reynslu af þessum málefn- um. Vandamálið er þeim öllum Ijóst, en ef til vill er ekkert eitt svar við því hver orsökin er. Lausnir eru þekktar á sumum fyrirbrigð- anna, en ekki öllum. Börnin með þessi nýju hegðun- arvandamál hafa verið kölluð slagsmálabörn eða „fighter children“. Rætt var við fóstru sem hafði unnið með svona bam árum saman. Hún vildi ekki láta nafns síns getið af tillitssemi við foreldra viðkomandi barns. Hún lýsti reynslu sinni á þennan hátt: „Ég varð einfaldlega örmagna. Ég og önnur fóstra unnum með þetta barn árum saman og vandi þess breyttist ekki vitund. Eftir að það fór frá okkur fréttum við að vandinn væri áfram nákvæm- lega eins, bara á öðrum stað. Maður veit aldrei hverju þau taka upp á næst. Mér liggur við að segja að þegar þau viðhafa betri hegðun sé ástandið í raun verra því þá eru þau að leggja grunninn að næsta kasti. Þau eru að vinna að áætlanagerð í huganum og þau spila með mótleikarann á já- kvæðan eða neikvæðan hátt. Þetta eru smákríli sem fara svona með mann, taktu eftir því.“ Margir vilja skella skuldinni á sjónvarpið og telja að þar sé að fínna orsök vandans. Ekki þarf það þó að vera einhlítt, að svo einföld skýring dugi. - Sjónvarpið er afleiðing, ekki orsök, segir Hugo Þórisson sál- fræðingur, börn sem eru tilfínn- ingalega vanrækt Ieita í sjónvarp- ið til að fylla upp tíma. Sjónvarp- ið beinir aðeins því sem þegar er til staðar í ákveðinn farveg. Það hefur aldrei fyrr þekkst að börn séu að ala upp börn eins og nú er algengt. Inná dagheimilunum eru kannski tuttugu þriggja ára börn í hóp og hinir fullorðnu hafa oft ekki aðstöðu til annars en að gegna gæsluhlutverki." Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík telur að sjónvarpið gegni hér stóru hlut- verki. „Það er ekki síður vandi að velja rétta andlega fæðu fyrir börnin en líkamlegt fóður,“ segir hún. „Allir viðurkenna nauðsyn þess að velja hollan og góðan mat handa baminu en svo er þeim kannski leyft að horfa á hvaða vitleysu sem er í sjónvarpi.“ Ás- laug og félagar hennar í Félagi kvenna í fræðslustörfum hafa ný- verið gefið út bækling um þessi mál, sem heitir „Hvað viljum við að festist í barnshuganum?“ Þar hvetja þær foreldra til að velja sjónvarpsefni handa börnum sín- um og að láta ekki sjónvarpið stjórna heimilinu. Einnig er lögð mikil áhersla á að foreldrar horfi á sjónvarpið með börnum sínum og svari þeim spurningum sem upp kunna að koma. I þessum bæklingi er bent á ýmis hegðunarvandkvæði sem börnum er horfa mikið á sjón- varp er hættara við en öðrum. Þar á meðal er talið tal og tjáning- arörðugleikar, ásamt til- hneigingu til að misskilja hugtök. Þau eiga einnig í erfiðleikum með að skilja myndlausar sögur. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Jó- hanna Einarsdóttir talmeina- fræðingur segir í viðtali hér á síð- unni að málhömluðum bömum hafi fjölgað gífurlega nú í ár. En þó að menn greini á um mátt sjónvarpsins sem áhrifa- valds í lífí barna okkar em allir sammála um að ekki sé til betri lækning en góð tengsl milli for- eldra og barna. Foreldrar vinna of mikið, börnin em látin ganga of mikið sjálfala og þá er eðlilegt að þau leiti í sjónvarpið, segir Hugo Þórisson. Þetta er fullkomin uppgjöf einstaklings sem hefur engan metnað, skortir áhuga á öllu, því umhverfíð hefur brugðist. Foreldrar, skóli, þjóðfélagið allt. Barnið fær ekki þá hvatningu sem það þarf. Barn- ið bregst ekki öðruvísi við en því hefur verið kennt. Ég segi við for- eldra: Horfðu á barnið þitt leika sér. Ef það kann að deila með öðmm geturðu verið ánægð, en ef það stríðir og kvelur er það ekki annað en sú valdbeiting sem því hefur verið kennd. Vandinn neðar í aldursstigann Ónefndur skólastjóri kannast vel við þetta vandamál en getur ekki gert sér grein fyrir orsök þess. „Ég hef aldrei fyrr kynnst svona börnum. Þau ráðast fyrir- varalaust á hvað sem er með bar- smíðum og hroðalegu orðbragði. Þeim líður mjög illa í hóp og eiga í miklum samvinnuörðugleikum. Þessi börn eru eðlilega greind en félagsþroskinn er kannski svipað- ur og hjá tveggja ára. Foreldrarn- ir eru öll af vilja gerð að hjáipa. Það er stóra spurningin hvernig skólinn á að bregðast við. Hvar á að leita hjálpar og hvað á að gera? Við getum ekki sett þau í sérskóla því þau hafa eðlilega greind. Þau eiga ekki heima á geðdeildum því þau em ekki geð- veik. Við stöndum eiginlega ráð- þrota frammi fyrir þessu.“ í ljósi þessara orða er vert að taka eftir að í bæklingi Félags kvenna í fræðslustörfum teljast til einkenna barna sem horfa mikið á sjónvarp: samstarfs- og sam- skiptaörðugleikar, skortur á ein- beitingu, frumkvæði og löngun til sköpunar. Arthúr Morthens segir að 12 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.