Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Augiýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: ® 68 13 33 Auglýsingadeild:?í68 13 10-68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: í lausasölu 150 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37,108 Reykjavík _________________ Vestanáttin í dag er Gvendardagur, kenndur við Guðmund biskup góða, forystumann í réttinda- og velferðarmálum öreiga síns tíma, og væri vestanátt þann dag boðaði það gott vor, samkvæmt þjóðtrúnni. Veðurspeki fyrri tíðar manna byggðist þó hvorki á trú né kenningum, heldur á gömlum reynsluvísindum og sumt af henni stenst tímans tönn. Reyndar standa veðurfræðingar nútímans ráðþrota við skýringar á ýmsum fyrirbærum loftanna og fara sér hægt í langtímaspám og kenningasmíð. Þó er Ijóst að í vetur hefur munurinn á hitafari pólsvæða og miðbaugs aukist, svo að feiknahvassir háloftavindarnir úr vestri hafa enn magnast, með afleiðingum sem íbúar Bretlandseyja og meginlands Evrópu hafa illilega fengið að kenna á í fár- viðrum í janúar og febrúar. Þarf að fara nokkra áratugi til baka í tímann til að finna jafn miklar sveiflur. Of snemmt er að ætla gróðurhúsaáhrifum verulegan þátt í þessum aukna hitamun milli svæða. Margir vísinda- menn telja að svo margir ráðandi þættir um veðurfar séu enn svo óljósir, og þekking okkar á sveiflulengd og tíðni viðburða svo lítil, að erfitt sé að móta nothæfa heildarsýn á viðfangsefnið. Meðal annars eru óþekktir kraftar þeir sem valda streymi pólsjávar inn á íslandshaf, en það streymi virðist í viðkvæmu jafnvægi, eins og Stefán S. Kristmannsson benti á í erindi sínu á alþjóðlegri ráðstefnu íslensku vatnafræðinefndarinnar um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreytingar í Reykjavík 17. janúar. Aukning pól- sjávar dregur hins vegar gífurlega úr framleiðni svifþör- unga og plöntusvifs, sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir nýliðun í fiskstofnum okkar, fyrir utan það að auka líkur á hafísmyndun. íslendingum er það einna mikilvægust lífsnauðsyn að stunda öflugar hafrannsóknir og efla mælingar af ýmsu tagi, til dæmis á sjávarstöðu, eins og Páll Bergþórsson veðurfræðingur sagði á fyrrnefndri ráðstefnu. Skipulagi allra framtíðarmannvirkja nærri ströndum þarf að haga með tilliti til hugsanlegra breytinga á sjávarhæð. Auk sjávarborðshækkunar bætist við landsig, sem áætlað hefur verið um 20-25 cm á öld á Reykjavíkursvæðinu. En afleiðingar annars konar vestanvinda koma nú iafnvel enn örar í Ijós. Fjöldamargar þjóðir snúa nú baki við miðstýringu þeirri og kennisetningum sem við höfum kennt við „Austurblokk" og austanvinda hingað til. Eþíóp- ía, Nicaragua, Mongólía og Litháen bætast í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa inn því lofti sem við höfum kennt við vestrænan markaðsbúskap, þótt veruleg einföldun sé í því fólgin að alhæfa út frá ýmiss konar aðlögun og hag- ræðingarráðstöfunum sem stjórnvöld grípa nú til. Fjarri fer því, að hugsjónum og gildismati sósíalisma sé hvar- vetna kastað á glæ, þótt ákafir frjálshyggjumenn láti slíkt í veðri vaka í öllum fjölmiðlum. Einna mesta athygli vekur hér á Vesturlöndum, að ítalski kommúnistaflokkurinn skuli um síðustu helgi hafa samþykkt með 67% atkvæða að kasta ekki einvörðungu merki hamars og sigðar, heldur nafni sínu og kalla sig héðan í frá jafnaðarmannaflokk og segja skilið við lenín- ismann. ítalski kommúnistaflokkurinn var samnefnari og drjúgur hugmyndab’anki þess Evrópukommúnisma sem margir litu til árum saman í sósíalistahreyfingum Vestur- landa. Og þótt ýmsir kunni aðeins að líta á þessar svipt- ingar á Ítalíu sem pólitískar leikfléttur Achille Ochetto til að ná því samstarfi við aðra flokka sem gæti bundið enda á 40 ára stjórnarsetu Kristilega lýðræðisflokksins, er það augljóst að ítarleg endurskoðun hefur farið fram innan raða ítalskra sósíalista. í síðasta Helgarblaði Þjóðviljans var viðamikil úttekt á sögu og þróun þessa uppgjörs í ítalska kommúnistaflokknum. Mörgum kann að finnast bláþræðir í samanburði á veðurfræði og stjórnmálum. Hins vegar má minnast þess, að Ochetto, formaður ítalskra kommúnista, sagði nýlega í viðtali við Marxism Today: „Það dugar ekki lengur að finna ný svör, við verðum líka að spyrja nýrra spuminga." Og með nokkrum hætti má fullyrða, að vís- indi lofts og stjórnmála eigi sér þann samnefnara núna, að þar sé minna fullyrt, en meira spurt. Og er þó ekki fargað allri fyrri speki, jafnvel þótt hún beri við fyrstu sýn svip af þjóðtrú. Karólína sýnir vatnslita- myndir Karólína Lárusdóttir sýnir vatnslitamyndir og dúkristur í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Þetta er þrettánda einkasýning Karó- línu, sem er búsett í Bretlandi þar sem hún kenndi myndlist um fimm ára skeið en vinnur nú al- farið að list sinni. Karólína er fædd í Reykjavík 1944. Hún nam við Ruskin Scho- ol of Art í Oxford 1965-67 og Barking College of Art 1980. Henni var boðin aðild að Royal Society of Painter-Etchers and Engravers árið 1980 og kosin meðlimur 1984. f september 1989 fékk hún Dicks and Greenbury verðlaunin fyrir mynd sína Bið, á haustsýningu Painter-Etchers í Bankside Gallery í Lundúnum. Sýning Karólínu stendur til 28. mars og er opin 10-18 virka daga og 14-18 um helgar. Helgarveðrið Horfur á laugardag: N-til á landinu lítur út fyrir N-læga átt með snjókomu og nokkru frosti en um landið S-vert verður SV-átt með slydduéljum og hita rétt yfir frostmarki. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.