Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 10
Simen Agdestein stóð sig frábærlega vel á 1. borði norrænu sveitar-
innar, hlaut 4 v. af 6 mögulegum.
Styrkirtil rannsókna í
kvennafræðum
Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar
milljónar þrjú hundruð og fimmtíu þúsund króna
- kr. 1.350.000 - fjárveiting færð til Háskóla
íslands til rannsókna í kvennafræðum.
Áhugáhópur umn íslenskar kvennarannsóknir
auglýsir hér með, í umboði Háskólans, eftir um-
sóknum um styrki til rannsókna í kvenna-
fræðum, en til kvennafræða teljast allar þær
rannsóknir sem á einhvern hátt varða konur,
eru unnar á forsendum kvenna og frá þeirra
sjónarhóli.
Veittir verða launastyrkir fyrir rannsóknir í
minnst þrjá mánuði og skulu þeir miðast við
byrjunarlaun lektors. Þó getur nefndin veitt
styrki til skemmri tíma ef sérstaklega stendur á.
Ekki verða veittir styrkir til sama verkefnis oftar
en tvisvar sinnum.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
sem svarar til meistaraprófs eða kandidats-
prófs og / eða sýnt fram á hæfni sína til rann-
sóknastarfa með öðru móti.
í umsókn skal greina ítarlega frá þeim rann-
sóknum sem sótt er um styrk til og fjáröflun til
þeirra frá öðrum. Við lok styrktímabils skal
styrkþegi senda úthlutnarnefnd framvindu-
skýrslu.
Áhugahópurinn vill vekja athygli á því að hægt
er fyrir fólk á ólíkum fræðasviðum að sameinast
um rannsóknarverkefni og vill hvetja til sam-
starfs sem gæti orðið upphaf að röð rita um líf og
stöðu íslenskra kvenna frá sjónarhóli mis-
munandi fræðigreina.
Umsóknum skal skila á sérstökum eyðu-
blöðum, sem fást á aðalskrifstofu Háskóla ís-
lands.
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k.
Umsóknir sendist til:
Áhugahóps um íslenskar kvennarannsóknir
b.t. Guðrúnar Kvaran, orðabókarritstjóra
Orðabók Háskólans
Árnagarði
101 Reykjavík
SKÁK
.•JSSL*
HELGI
ÓLAFSSON
Stórveldaslagurinn
Sovétmenn unnu nauman
sigur eftir æsispennandi
lokaumferð
Sovétmenn unnu nauman sigur
í Stórveldaslagnum í skák eftir
æsispennandi lokaumferð. Þeir
urðu Vi vinningi fyrir ofan ensku
sveitina sem náði sér vel á strik á
lokasprettinum, unnu Sovét-
menn t.d. á miðvikudagskvöldið
var að skákmönnum skyldi gert
að ljúka skákunum á klst. og fóru
mörg athyglisverð endatöfl fyrir
lítið af þeim sökum. Þetta mót
verður ekki reiknað til stiga og
því afar hart barist.
Lítum á eina af skákum gær-
)
n i
CHESS SUMMIT MATCH
STÓRVELDASLAGUR
VÍSA
REYKJAVÍK
1990
(Um annað er ekki að ræða. Þó
Nunn fái nokkur peð fyrir mann-
inn er mótvægi hans ekki nógu
mikið. Menn hans vinna illa^am-
an og það ræður úrslitum.)
17. bxc5 d4 18. Rd5 Bd8 19. Bd3
Da6 20. 0-0
(Vitaskuld ekki 20. cxdó Ba5!
o.s.frv.)
20. ... dxc5 21. Hfcl Dd6 22. Bc4
Kg7 23. f4 exf4 24. Rexf4 He8 25.
Dc2 Ha5 26. Hfl Dc6 27. Rd3!
(Hótar 28. Hxf7+! Kxf7 29. Rb4
og svarta drottningin fellur.)
27. ... f6 28. R5f4
(Margeir stillir liði sínu til sóknar
gegn veikri kóngsstöðu svarts.
Nunn var orðinn afar naumur á
tíma.)
28. ... b6 29. Hbel Dd6 30. Df2
Ha7
n
6:4 en þó dugði sá árangur ekki
til. Fyrir síðustu umferð var stað-
an þessi: 1. Sovétríkin 26V^ v. 2.
England 26 v. 3. Bandaríkin 25 v.
4. Norðurlönd 22Vz v.
í síðustu umferðinni lauk báð-
um viðureignunum með jafntefli
5:5 en lengi vel var útlitið dökkt
hjá sovésku sveitinni. Það var
Artur Jusupov sem var hetja
þeirra. Honum tókst að vinna
Boris Gulko í æsispennandi skák.
Lokaniðurstaðan varð því þessi:
1. Sovétrfkin 31 Vi v. 2. England
31 v. 3. Bandaríkin 30 v. 4. Norð-
urlönd 27 Vz v.
Af einstökum sveitarmeðlim-
um norrænu sveitarinnar hafa
þeir Simen Agdestein og Jóhann
Hjartarson staðið sig best. Jó-
hann hefur verið í lægð undanfar-
ið, en árangur hans, 4Vz v. úr 6
skákum bendir til þess að hann sé
að komast í sitt fyrra form. Agde-
stein náði frábærum árangri á 1.
borði, 4 v. af 6 mögulegum. Er-
ling Mortensen fékk fjóra vinn-
inga og Margeir Pétursson stóð
sig einnig vel, einkum í seinni
umferðinni þegar hann vann Jón-
ana Federowicz og Nunn. Þá stóð
Karl Þorsteins sig ágætlega, en
taflmennska undirritaðs og Jóns
L. Árnasonar var með lakara
móti.
Aðstæður á skákstað voru
prýðilegar fyrir fjölmarga móts-
gesti og kom enn í ljós hvílík bylt-
ing hið nýja skákheimili í Faxaf-
eni er. Það eina gagnrýnisverða
dagsins er Margeir Pétursson
vann enska stórmeistarann og
byrjunarsérfræðinginn John
Nunn. Honum tókst að vinna
Nunn á heimsbikarmótinu í
Reykjavík haustið 1988 og nú aft-
ur í sama afbrigði kóngsind-
versku vamarinnar:
Margeir Pétursson - John Nunn
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 Ra6
(Sjaldséður leikur. Nunn lék 6.
... h6 í áðumefndri skák. Aðrir
möguleikar eru 6. ... c5, og 6. ...
Rbd7.)
7. Dd2 e5 8. d5 c6
(Eftir 8. ... Rc5 9. f3 kemur upp
staða sem er alþekkt úr fræði-
bókunum en Nunn vill forðast
troðnar slóðir.)
9. Bd3!? Rc510. Bc2 Db611. Hbl
Db4
(Vafasöm ákvörðun eins og
framhaldið leiðir í ljós. Eftir 11.
... a5 vega möguleikamir nokkuð
jafnt.)
12. Rge2! a5
(Vitaskuld ekki 12. ... Dxc4 13.
Bxf6 Bxf6 15. b4! og hörfi riddar-
inn kemur 16. Bd3 og drottningin
fellur.)
13. a3 Dxc4
(Nunn ákveður að fóma manni
enda ræður hann ekki við stöð-
una sem kemur upp eftir 13. ...
Db6 tveim tempóum undir.)
14. Bxf6 Bxf6 15. b4 axb4 16.
axb4 cxd5
31. e5!
(Þetta gegnumbrot ræður úrslit-
um.)
31. ... fxe5 32. Rxe5 Hae7
(Ekki 32.... Hxe5 33. Hxe5 Dxe5
34. Re6+! Kh6 34. Df8+ Kh5 36.
Be2+ og vinnur.)
33. Rf7! Hxf7 34. Hxe8
- og Nunn gafst upp enda er staða
hans gjörtöpuð.
VISA og IBM stóðu fyrir
keppninni en upphafsmaðurinn
er skákfrömuðurinn Einar S.
Einarsson. Keppnin 1986 milli
Norðurlanda og Bandaríkjanna
tókst ágætlega, en þessi að mínu
mati enn betur. Vonandi verður
framhald á skákviðburðum af
þessu tagi.
Karpov vann
aftur
Anatoly Karpov hefur náð
tveggja vinninga forskoti í einvígi
sínu við Jan Timman. Hann vann
fyrstu skák einvígisins, en eftir
fýlgdu tvö jafntefli. í fjórðu skák-
inni fór Timman afar illa að ráði
sínu er hann átti mun betra tafl
lengst af, en lék illa af sér í tíma-
hraki og eftir langa baráttu tókst
Karpov að vinna skákina en hún
hafði farið í bið eftir 61. leik.
Jafntefli varð í fimmtu skákinni
og staðan í einvíginu því 3Vi:lVi,
Karpov í vil. Hann hefur hvítt í
næstu skák einvígisins.
Stórveldaslagur í skák — lokastaða
Sovétríkin
Bandaríkin
Bretland
Noröurlönd
Sovétr.
4,5/5
3,5/6
4,5/5
Bandar.
5,5/5
5,5/5,5
2,5/6
Bretl.
6,5/4
4,5/4,5
4,5/5
Norðurl.
5,5/5
7,5/4
5,5/5
Vinn.
31,5
30
31
27,5
Röö
10 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990