Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 13
unarvandamál. Þau magnast en
stoppa ekki. Oft verður bamið
einræðisherra á heimilinu. For-
eldrar finna til sektarkenndar eða
vorkenna barninu ef það er fatlað
og veigra sér því við að setja fast-
ar og ákveðnar reglur. Það væri
því gott að foreldrar væru með-
vitaðir um að hægt er að byrja
fyrr en við skólaaldur að bregðast
við. Besta forvamarstarfið er á
meðan barnið er ungt. Sú mark-
vissa uppeldisstarfsemi sem unn-
in er á dagvistarheimilum er í
sjálfu sér forvamarstarf.
- En geta þessi vandamál ekki
verið dulin?
M: Jú, auðvitað geta þau dul-
ist. Á leikskólanum gilda fast-
mótaðar hegðunarreglur sem
barnið lærir að fara eftir en er svo
kannski óviðráðanlegt heima hjá
sér. Þess vegna er svo mikilvægt
að hafa gott og vel menntað
starfsfólk og góða ráðgjafarþjón-
ustu. Eiginlega eru öll börn sem
eiga við þroskavandamál að
stríða komin á dagvist eða á
leiðinni þangað. Það ear því
mikið álag á starfsfólk. Þetta er
nýtt og það vantar starfsfólk með
góða og fjölbreytilega menntun.
Það þýðir ekki að setja börnin inn
á dagheimili ef starfsfólkið veit
ekki hvernig það á að vinna með
þau.
Málhömluðum
börnum fjölgar
gífurlega
- Teljið þið að hegðunar-
vandamál hafi aukist?
M: Það hefur vantað allar tölu-
legar upplýsingar og rannsóknir
til að hægt sé að mæla breytingar.
Mér finnst ég finna í mínu starfi
að foreldrar séu óömggir í upp-
eldishlutverkinu. Það er eins og
þeir veigri sér við að setja mörk.
Svo þegar hegðunarvandkvæði
koma upp er erfitt að bregðast
við. íslendingar em ekki vanir að
alabörn uppíborg. Fjölskyldum-
ynstrið hefur líka breyst gífurlega
á stuttum tíma. Börn hafa lengi
setið á hakanum og kominn tími
til að breyta því. Börnin hafa
gleymst. Mikil vinna foreldra set-
ur spor sín á uppeldið. Foreldrar
standa líka oft einir í uppeldi
barna sinna og þá sérstaklega
móðirin. Þær kvarta stundum yfir
því við mig að þær fái ekki nægi-
legan stuðning frá feðrunum.
Auðvitað eru þeir svo líka oftast
bundnir í vinnu svo að segja allan
daginn. Álagið á einstæðar mæð-
ur er líka gífurlegt. Þær neyðast
til að hafa börn sín í allt að 9 tíma
vistun á dagheimilum sem mér
þykir persónulega of mikið. Það
ríkir hér kreppa í uppeldi ungra
barna. Það þarf að fjölga dagvist-
arplássum en það þarf líka að líta
á hlutina í stærra samhengi og
fjölga valmöguleikum. Góðar
stofnanir eru ekki einvörðungu
lausnin. Ef uppeldisaðstæður eru
slæmar er Iausnin ekki einungis
fólgin í að setja þau á dagheimili.
Margar leiðir koma til greina.
Það má vel hugsa sér að einstæð-
ar mæður nytu t.d. vinnuafsláttar
og eins árs fæðingarorlof er nauð-
syn.
J: Málhömluðum börnum hef-
ur fjölgað mjög mikið og brýnt er
orðið að taka á því. Mörag 3-4 ára
börn skilja lítið og tala lítið. Nú í
ár varð bókstaflega sprenging
hvað þetta varðar. Þeim hefur
fjölgað gífurlega sem þarfnast
unnskólum
ellinum
‘ segir Arthúr Morthens sérkennslufulltrúi
þetta sé vandamál sem hafi mikið
verið rætt á ráðstefnum erlendis
og að menn telji sig sjá samband
milli mikillar sjónvarpsnotkunar
og árásargirni. Að hans sögn er
þetta ekki nýtt vandamál í sjálfu
sér, heldur sé þetta aðeins að fær-
ast neðar í aldursstigann. Hins
vegar hafa engar rannsóknir eða
athuganir verið gerðar hér á landi
er sýni óyggjandi samband milli
sjónvarpsnotkunar og obeldis-
hneigðar.
„Sjónvarpið er aðeins hluti
vandans," segir Hugo Þórisson.
„Við notum mjög mikið vald í
uppeldi barna okkar. Við segjum
til dæmis: Ef þú lærir heima færð
þú að horfa á teiknimyndirnar í
sjónvarpinu. í þessu felst ákveðin
valdbeiting. Börnin læra að lúffa
og þau beita því sem við kennum
þeim í samskiptum sínum við
aðra. En hvar eiga börnin í dag að
læra það sem við viljum kenna
þeim? Það er enginn heima til að
taka við þeim. Eiga 5 ára börn að
læra af öðrum 5 ára börnum
hvernig samskipti eiga að fara
fram? Vissulega er þetta líka
ábyrgð þjóðfélagsins, en þjóðfé-
lagsbreytingar taka langan tíma
og við breytum engu með því að
fórna börnunum okkar á morg-
un.“
Áslaug Brynjólfsdóttir telur
lausnina vera fólgna í því að
virkja betur eldri kynslóðimar í
uppeldi barnanna. „Foreldrar
eru allt of mikið ein með uppeldi
barna sinna. Það er ekki eins og
var áður þegar afinn og amman
voru inná heimilunum og tóku
þátt í uppeldi barnanna. Eldra
fólkið í dag er svo miklu heilsu-
hraustara en áður var og það býr
yfir sjóði fróðleiks sem nýst getur
þeim yngri til ánægju og gleði.
Hvers vegna ekki að nýta þessa
krafta í þágu barnanna frekar en
að vera að skipuleggja föndur
fyrir þennan aldurshóp inná
stofnunum?"
Venjulegar
dagvistir
ekki lausnin?
Margrét Pála Ólafsdóttir
fóstra var spurð hvort hún kann-
aðist við þennan ákveðna hóp
barna. Hún sagðist hafa séð dæmi
um svona börn, en hafði engar
skýringar á hvers vegna þau
hegðuðu sér eins og þau gera.
„Af þeim dæmum sem ég þekki
um svona börn koma þau úr svelti
og hjarnbeit en ég þekki líka fullt
af börnum sem koma úr svipuð-
um félagslegum aðstæðum og
hafa ekki þessi hegðunar-
einkenni. Ég er á engan hátt
sannfærð um að það geri þessum
börnum gott að vera inná venju-
legu dagheimili eða leikskóla.
Kerfið er ráðþrota gagnvart
þessu og mörgum öðrum sérþörf-
um. Við erum búin að vera svo
lengi í miðjumoðinu, sannfærð
um að blöndun geri öllum gott.
Við erum komin að því skrefi í
uppeldismálum að við ráðum
ekki lengur við allar þessar sér-
þarfir. Fram að þessu hefur
margt verið dulið í venjulegum
blönduðum barnahóp. Nú erum
við að byrja að fara leiðina til
sundurgreiningar. Þetta er ekk-
ert nýtt, þetta og önnur vandamál
eru að koma úr felum. í dag er
ekki boðið uppá annað en þungar
sérdeildir með alvarlegum þrosk-
afrávikum eða venjulegar bland-
aðar deildir. -ss
Föstudagur 16. mars 1990j NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13
séraðstoðar. En það krefst mik-
illar sérkunnáttu og okkur vantar
fagfólk.
- Hver er ykkar draumsýn,
hvernig er besta dagvistarkerfið?
M: Ég myndi vilja sjá meiri
fjölbreytni. Einhverja valmögu-
leika. Áð t.d. væri boðið upp á
tónlistaruppeldi fyrir ung börn.
Ég myndi vilja sjá að foreldrar
gætu verið heima fram að 3 ára
aldri. Að börnin þyrftu ekki að
vera í 9 tíma vistun frá 6 mánaða
aldri. Frá 3 ára ættu allir að eiga
aðgang að dagvist einsog þeir
vildu. Að lagt væri eitthvað í
menntun starfsfólks. Það mætti
hugsa sér fólk með mismunandi
og mjög breiða menntun við störf
á dagvistarheimilum. Ég nefni
t.d. íþróttakennara, myndlistar-
kennara, lúkfistar- og tónlistar-
kennara. Ég\vil að það sé
sveigjanleiki í kerfjnu, rúm fyrir
skemmtilega tilraúqastarfsemi,
því börnin eru svo opJn og mót-
tækileg á forskólaaldrinuru. Þess
vegna er svo dýrmætt aðN^ota
þennan tíma.
J: Ég vildi að foreldrar gætu'
valið meira. Að þeir gætu valið
dagheimili sem legði áherslu á
markvisst uppeldisstarf á vissum
sviðum, t.d. málörvun og mynd-
mennt. Mikilvægt er að vistunart-
ími sé líka aðlagaður þörfum for-
eldra. Það virðist vera að fólk sé
frekar tilbúið í tilraunir með
þennan aldur og því hægt að að-
laga starfið þörfum barnanna.
M: Já, því skólinn er oft skipu-
lagður í kringum ákveðna náms-
skrá og gerð sú krafa að sex ára
börn læri ákveðna hluti. Dagvist-
arkerfið er meira hægt að laga að
þörfum einstaklingsins.
-ss
Jóhanna (t.h.) og Málfríður í leikfangasafninu. Mynd: Kristinn.
MEIRA FYRIR MIIMIMA VERÐ
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
SERTILBOD ILGAMAt
NÚ LlKA I BREIÐHOLTI
Þú þarft ekki aö leita lengra
Grundarkjör
Opiö: Mánud.-fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
REYKJAVÍKURVEGI 72, HAFNARFIRÐI, S. 53100 9-20 J-21 10-18 11-18
GARÐATORG11, GARÐABÆ, S. 656400 9-19 9-20 10-18 11-18
FURUGRUND 3, KÚPAVOGI, S. 46955 0G 42062 9-20 9-20 10-18 11-18
STAKKAHLlÐ 17, REYKJAVlK, S. 38121 9-20 9-20 10-16 Lokað
BRÆÐRABORGARSTÍG 43. REYKJAVlK.S. 14879 9-20 9-20 10-16 Lokað
EDDUFELLI8, REYKJAVfK.S. 71655 9-19 9-20 10-18 Lokað
VERSLANIR FYRIR ÞIG