Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 7
Kosið í Austur-Þýskalandi Jafnaðarmönnumerspáðsigriífyrstuogsíðustufrjálsukosningumí ^Þýska alþýðulýðveldinu á sunnudag Kosmnga Þýskalandi á sunnudag eru einhverjar mikilvægustu kosn- ingar sem haldnar hafa verið í Evrópu frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari. Úrslit þeirra hafa ekki aðeins áhrif á það hvernig Þýskaland verður sameinað. Þau koma líka til með að hafa mikil áhrif á stjórnmálaþróunina í öðr- um ríkjum Austur-Evrópu og jafnvel í Vestur-Evrópu. Þetta eru fyrstu kosningarnar í Austur-Evrópu frá því að veldi kommúnista hrundi á síðasta ári. Alls ganga fimmtíu miljónir Austur-Evrópubúa í fimm löndum að kjörborðinu í frjálsum kosningum í fyrsta sinn á næstu mánuðum. Ungverjar koma næstir á eftir Austur-Þjóðverjum með kosn- ingar 25. mars og 8. apríl. Rúm- enar kjósa þann 20. maí. Kosn- ingar verða í Tékkóslóvakíu dag- ana 8. og 9. júní. Og Búlgarar stefna líka að því að halda kosn~, ingar í júní. Mjög er óljóst hvemig úrslitin verða í öllum þessum kosningum annað en að kommúnistum er spáð litlu fylgi. Fjöldi flokka býð- ur sig allsstaðar fram, 24 í Austur-Þýskalandi, 28 í Ung- verjalandi, 51 í Rúmeníu, yfír þrjátíu í Tékkóslóvakíu og hátt á þriðja tug í Búlgaríu. Miklar fylgis- sveiflur Skoðanakannanir sýna að stór hluti kjósenda er óákveðinn jafnvel í Austur-Þýskalandi nokkmm dögum fyrir kosningar. Miklar sveiflur em líka á fylgi flokkanna jafnvel um tugi prós- enta á tæpum mánuði. Sósíaldemókratar fengu 53 til 54 prósenta fylgi í tveimur skoð- anakönnunum fyrir nokkmm vikum á móti 7 til 14 prósenta fylgi fyrir kosningabandalag þriggja íhaldsflokka undir for- ystu icristilegra demókrata. En í skoðanakönnun, sem birt var um síðustu helgi, fengu sósí- aldemókratar ekki nema 35 prós- enta á móti 36 prósenta fylgi fyrir íhaldsmenn af þeim sem tóku af- stöðu. Leifarnar af kommúnista- flokknum, sem kallar sig Lýð- ræðislega sósíalistaflokkinn, fengu 17 prósenta fylgi. Sameiningin aðalmál kosninganna Höfuðmál kosninganna í Austur-Þýskalandi er með hvaða hætti þýsku ríkin skuli sameinuð og hvað hratt. Nær allir frambjóðendur em sammála um að þýsku ríkin skuli sameinuðu fyrir utan nokkra smáhópa sem njóta hverfandi fylgis. En flokkana greinir á um hvernig ríkin verði sameinuð og hvenær. Bandalag íhaldsflokka undir forystu kristilegra demókrata vilja að sameiningin verði sem fyrst eftir kosningar. En sósíal- demókratar vilja fara hægar í sak- irnar eins og reyndar skoðana- bræður þeirra í vestur-þýska jafn- aðarmannaflokknum. Afstaða austur-þýsku flokk- anna endurspeglar hagsmuni bræðraflokka þeirra í Vestur- Þýskalandi. Kohl kanslari Vestur-Þýskalands vonast til að sameiningin gangi sem hraðast fyrir sig og að hún verði sem lengst komin þegar þingkosning- ar verða í Vestur-Þýskalandi í desember. Þá gæti hann gengið til kosninganna baðaður hetjuljóma sem þjóðarleiðtoginn sem kom sameiningunni í kring. Vestur-þýskum sósíaldemó- AÐ UTAN Ibrahim Böhme forsætisráðherr- aefni austur-þýskra sósíaldem- ókrata með Oskar Lafontaine sem er líklegasta kanslaraefni vestur-þýskra sósíaldemókrata. marka fylgi flokkanna í skoðana- könnunum. Sjálfsagt bætir njósnahneyksli í forystu bandalags frjálslyndra demókrata stöðu sósíaldemó- krata nokkuð. Margir telja að þeir verði því sigurvegarar kosn- inganna jafnvel þótt þeim takist ekki að ná hreinum meirihluta. Ibrahim Böhme formaður austur-þýska sósíaldemókrata- flokksins yrði þá fyrsti lýðræðis- lega kjömi forsætisráðherra landsins og jafnframt væntanlega sá seinasti. Böhme segist vilja mynda breiða samsteypustjórn en hefur útilokað stjórnarsamstarf við kommúnista. Sumir spá samt því að þegar á hólminn kemur ákveði margir að greiða gömlu kommúnistunum í Lýðræðislega sósíalistaflokknum atkvæði sitt af gömlum vana og Wolfgang Schnur fyrrum forsæt- isráðherraefni kosningabanda- lags kristilegra demókrata í Austur-Þýskalandi ásamt Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýska- lands áður en upp komst að sá fyrrnefndi hefði starfað fynr austur-þýsku leyniþjónustuna. krötum er þvert um geð að leyfa Kohl að eigna sér sameininguna. Almenningur í Vestur-Þýska- landi eru líka farinn að hafa efa- semdir um ágæti hraðrar samein- ingar vegna þess hvað hún er kostnaðarsöm. Sósíaldemókratar í Austur- Þýskalandi óttast líka að erfitt reynist að verja ýmis félagsleg réttindi almennings ef kristilegir demókratar keyra sameininguna hratt í gegn. Sigur sósfaldemókrata í kosn- ingunum á sunnudag kæmi óhjá- kvæmilega til með að auka fylgi við bræðraflokk þeirra í Vestur- Þýskalandi. Þá myndu sósíal- demókratar hamra á því við vestur-þýska kjósendur að sam- einingin gengi best fyrir sig ef sami flokkurinn væri við stjórn í báðum ríkjum. Vestur-þýsk afskipti af kosninga- baráttunni Vestur-þýskir stjórnmálamenn hafa beitt sér mjög í kosningabar- áttunni í Austur-Þýskalandi enda mikið í húfi fyrir þá sjálfa. Flokkar kristilegra demókrata og sósíaldemókrata í Vestur- Þýskalandi hafa ausið miljónum marka í kosningasjóði bræðra- flokka sinna og vestur-þýskir stjórnmálaleiðtogar hafa mætt á kosningafundi í Austur- Þýskalandi. Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands og flokksleiðtogi kristilegra demókrata hefur gengið lengst í þessu jafnvel þótt Lafontaine, Brandt og fleiri leið- togar vestur-þýskra sósíaldem- ókrata hafi svo sem ekki heldur dregið af sér. Kohl hefur tekið jafnmikinn þátt í kosningabaráttunni eins og um fylkiskosningar í Vestur- Þýskalandi væri að ræða. Hann hefur jafnvel verið meira áber- andi í kosningabaráttunni í Austur-Þýskalandi en þarlendir flokksleiðtogar. Til að byrja með gerðu austur- þýskir stjórnmálamenn tilraunir til að takmarka þátttöku Vestur- Þjóðverja í kosningabaráttunni en það mistókst hrapallega. Lýð- ræðisbandalagið Nýr vettvangur og fleiri samtök, sem höfðu upp- haflega forystu fyrir fjölda- hreyfingunni gegn stjóm komm- únistaflokksins, hafa alveg horfið í skuggann fyrir sósíaldemókrö- tum og kristilegum demókrötum sem starfa því sem næst sem flokksdeildir úr vestur-þýsku flokkunum. Ákvörðun Kohls um að beita sér af fullum krafti í kosningabar- áttunni hefur óneitanlega skilað árangri. Enginn vafi leikur á að ótrúleg fylgisaukning kristilegra demókrata og bandamanna þeirra í Austur-Þýskalandi úr 12 prósentum í 36 prósent á einum mánuði er fyrst og fremst honum að þakka. Njósnahneyksli Einmitt þegar allt virtist leika lyndi fyrir kristilegum demó- krötum neyddist vinsælasti leið- togi kosningabandalags þeirra tii að segja af sér vegna þess að upp komst að hann starfaði sem uppl- jóstrari fyrir austur-þýsku leyni- þjónustuna árum saman. Wolfgang Schnur formaður Lýðræðisvakningarflokksins viðurkenndi á miðvikudag ásak- anir um að hann hafi gefið leyni- þjónustunni upplýsingar um andófsmenn. Hann fullyrti að hann hefði ekki átt annarra kosta völ og að upplýsingarnar hefðu verið lítilvægar og ekki skaðað neinn. Austur-þýska sjónvarpið skýrði hins vegar frá því að Schnur hefði verið sérstaklega mikilvægur uppljóstrari. Hann hafí veríð á háum launum hjá RAGNAR BALDURSSON leyniþjónustunni og fengið medalíur og bónusa fyrir vel unn- in störf. Schnur var talinn eiga góða möguleika á að verða forsætis- ráðherra ef kosningabandalag hans hefði sigrað. Framkvæmda- stjórn Lýðræðisvakningarflok- ksins rak hann úr flokknum í gær og kaus Rainer Eppelmann til formanns í hans stað. Eppelmann gaf þegar út yfir- lýsingu í sjónvarpi þar sem hann skoraði á kjósendur að láta ekki þennan mannlega og pólitíska harmleik verða til þess að þeir snúi baki við flokki hans. Ömögulegt er að segja hvernig kjósendur bregðast við. En lík- lega hafa sigurlíkur kristilegra demókrata heldur minnkað við þetta Tvísýn úrslit Skoðanakannanir sýndu að nær helmingur kjósenda var enn óákveðinn viku fyrir kosningar. Alls er óvíst hvað mikið er að vegna ótta við of örar breytingar. Hans Modrow forsætisráð- herra er vinsælasti stjórnmála- maður Austur-Þýskalands. Hann hefur haft sig lítið í frammi þótt hann hafi fallist með semingi á að leiða kosningabaráttu Lýðræðis- lega sósíalistaflokksins. Hann kom ekki fram á nema einum kosningafundi. Gregor Gysi, sem var kosinn leiðtogi Lýðræðislega sósíalista- flokksins þegar kommúnistafl- okkurinn var lagður niður, segist vona að sósíaldemókratar og bandalag kristilegra demókrata nái ekki samtals tveimur þriðju hluta þingsæta sem þarf til að breyta stjórnarskránni. Þá gætu kommúnistar hugsan- lega náð oddaaðstöðu og haft áhrif á fyrirkomulag sameining- arinnar við Vestur-Þýskaland. Óneitanlega er stórt stökk fyrir kommúnista frá því að hafa setið einir að völdum í fjóra áratugi til þess að eygja nú aðeins óljósa von um að geta kannski haft ein- hver áhrif á framtíð Þýskalands. Föstudagur 16. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 Lýðræðisleg kosningalög Austur-Þjóðverjar vildu ekki apa vestur-þýskar kosningareglur í þessum fyrstu frjálsu kosningum sínum heldur bjuggu þeir til sín eigin kosningalög. Lögfræðingar og þingmenn viðuðu sér víða fanga og höfðu hliðsjón bæði af eldri kosningalögum í Þýskalandi og lögum í öðrum löndum. Þrátt fyrir að þeir höfðu aðeins nokkrar vikur til umráða eru þeir hreyknir af árangrinum og telja Austur-Þjóðverja hafa einhver lýðr- æðislegustu kosningalög í Evrópu. Samkvæmt lögunum, sem þeir samþykktu 20. febrúar, koma at- kvæði allra kjósenda til með að hafa jafnmikið vægi hvar sem er í Austur-Þýskalandi. Kjósendur greiða atkvæði með stjórnmálaflokk- um en ekki einstaklingum. Kosið er um 400 hundruð þingsæti. Flokkarnir fá einn þingmann kjörinn fyrir hvern fjórðung úr prósenti atkvæða sem þeim áskotnast á landsmæíikvarða. Þingsætum er síðan úthlutað úr fimmtán kjördæm- um í samræmi við kjörfylgi flokkanna. Þeir fá því flest þingsæti í því kjördæmi þar sem fýlgi þeirra er hlutfallslega mest. Þetta kerfi er mjög hagstætt fyrir smáflokka sem geta fengið fulltrúa kjörna á þing jafnvel þótt þeir hafí tiltölulega lítið fylgi. Um þrjátíu þúsund atkvæði ættu að duga til að ná inn þingmanni. Allir austur-þýskir ríkisborgarar átján ára og eldri hafa kosningarétt nema þeir séu í fangelsi eða dæmdir andlega óhæfír til að greiða atkvæði. Kjósendur eru um það bil 12,2 miljónir, þ.e. 75 prósent af þeim 16 miljónum sem búa í Austur-Þýskalandi. Allir sem hafa kosningarétt mega bjóða sig fram fyrir einhvern hóp eða stjórnmálasamtök. Frambjóðendum er óheimilt að boða ofbeldi eða mismunun kynþátta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.