Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Blaðsíða 3
Hvað er kírópraktík? Katrín Sveinsdóttir kírópraktor svarar: „Kírópraktík er grein innan heilbrigöisþjónustunnar sem meðhöndlar aðallega fólk með bakverki og vöðvabólgu í hálsi og herðum, en hún leiðir oft til höfuð- verkjar. Pað má segja að við meðhöndlum hvað eina sem við- kemurstoðkerfi líkamans, beinum, vöðvum og sinum." í hverju felst meðhöndlunin? „Kírópraktík hefur verið kölluð hnykking eða hnykkinga- lækningar á íslensku, en lækning- in felst aðallega í liðlosun. Með- höndlunin felst í því að finna hvaða hryggjarliðir hafa misst hreyfingahæfileika og að losa um þá með sérstakri aðferð sem við höfum þróað með okkur.“ Er nám kírópraktora þá hluti af lœknisnámi? „Nei. Þetta er fjögurra ára nám en kemur læknisnámi lítið við nema við lærum svipuð fög hvað viðkemur byggingu mannslíkam- ans. Grunnurinn að kírópraktík er þó allt annar en að læknis- námi.“ Eru þetta þá einhverskonar skottulœkningar? „Nei, kírópraktík er ekki skottulækning, enda liggur fjög- urra ára háskólanám að baki og kírópraktíkin er viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum í flestum löndum, t.d. í Danmörku og Sví- þjóð og Norðmenn eru langt komnir með að fá þetta viður- kennt. Hér á landi var kíróprak- tíkin viðurkennd með reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu í fe- brúar á þessu ári og er sú reglu- gerð mjög svipuð þeirri og gildir um sjúkranuddara.“ Er þetta alveg ný lœkningaað- ferð? „Nei, kírópraktíkin er í raun eidgömul en hefur lítið verið stunduð hér þar sem bara einn aðili, Tryggvi Jónasson, hefur stundað þetta, en um 13 ár eru síðan hann hóf að stunda kíró- praktík hér á landi. Þar sem hann hefur verið einn hefur lítið farið fyrir þessu þar til nú §1. haust að við bættumst tvö við, ég og svo Gunnar Arnarson, sem vinnur hjá Tryggva.“ Hvar er hœgt að lœra þetta? „Það er hægt að læra þetta í Bretlandi Bandaríkjunum, Kan- ada og í Astralíu. í Bretlandi eru kírópraktorar útskrifaðir með BS gráðu.“ Hafiði nóg að gera hér á landi? „Ég er tiltölulega nýbúin að opna eigin stofu og eðlilega tekur tíma að byggja upp starfsemina. Tryggvi hefur hinsvegar mikið að gera á sinni stofu, enda stundað þetta í 13 ár. En ég er viss um að það er full þörf fyrir þetta hér á landi.“ / hverju er meðferðin fólgin? Er sá sem fer í meðferð spenntur þannig að það braki í liðunum? „Já, það brakar í liðunum. Sá sem er í meðferð er látinn liggja Hart deilt á þingi sovéskra gyöinga Nýveriö kom saman í Moskvu þing sovéskra gyðinga, hið fyrsta sinnartegundar. Þingið sóttu um 500 fulltrúar f rá 200 gyðingasam- tökum, og erlendir áheyrnarfull- trúar voru um 300. Glasnost Gorbatsjovs hefur vakið til lífs m.a. menningarfélög minnihlutahópa, sem áður áttu oft erfitt uppdráttar. Auk þess sem gyðingasöfnuðir hafa bætt stöðu sína nú á tímum trúfrelsis. Fjandskapur Þingið var um margt storma- samt að því er segir í blaðinu Moskvufréttir. Fyrir utan þing- stað létu illum látum gyðingahat- arar úr þjóðrembufélaginu Pamj- at, sem telja að öll mein Rúss- lands fyrr og síðar stafi af of mikl- um áhrifum gyðinga. Ennfremur komu palestínskir stúdentar í Moskvu saman fyrir utan þing- Frá þingi sovéskra gyðinga í Moskvu. stað til að lýsa því mati sínu, að þingið væri síonistasamsæri um stuðning við stefnu ísraels á her- numdu svæðunum. Alexander Shojkhet, einn af aðalskipuleggjendum þingsins, segir að þar hafi alþjóðamál verið lítt til umræðu. Hann kvartaði um leið yfir því, að enda þótt áróður fyrir kynþáttahatri væri bannaður að sovéskum lögum hefðu Pamjatmenn fengið að fara sínu fram án þess að nokkur hreyfði legg eða lið. Að ffara eða vera um kyrrt Shojkhet viðraði þann ótta margra rússneskra gyðinga, að Pamjat njóti stuðnings hér og þar meðal háttsettra manna - en ótt- inn við áróður Pamjat og ýmis önnur merki um gyðingafjand- skap hafa mjög ýtt undir menn til að sækja um brottfararleyfi til ís- raels. Það gera um þessar mundir margir þeir gyðingar sem fyrir skemmstu létu sér ekki detta í hug að fara úr landi. A þinginu sjálfu kom til snarpra átaka milli „sovéskra gyðinga“ sem hafna síonískum hugmyndum um ísrael sem hið eina sanna heimkynni gyðinga og vilja reyna að leggja rækt við arf sinn í Rússlandi og (amk sumir hverjir) við jiddísku, hina þýsk- ættuðu tungu austurevrópugyð- inga. Síonistahópar hinsvegar héldu því mjög fram, að gyðing- leg sjálfsvitund og menning séu nú óhugsandi innan Sovétríkj- anna, bæði vegna gyðingafjand- skapar sem á sér rætur aftur í öldum og svo vegna þess hve margir hafa þegar flutt úr landi. Einhverskonar málamiðlun náðist þó með hópunum, m.a. um stuðning við ýmis þau skref í lýðræðisátt sem stjórnvöld hafa stigið. áb tók saman eða sitja og síðan er fingri þrýst á þann hryggjarlið sem veldur vöðvabólgunni eða því sem að er. Fingurinn er síðan hreyfður þannig að hryggjarliðurinn hreyfist og smámsaman liðkast um hann.“ Fylgir þessu sársauki? „Nei,hnykkingunni sjálfri fylg- ir enginn sársauki. Sé fólk hins- vegar með þursabit þá getur stell- ingm sem fólkið situr í við með- ferðina verið sársaukafull, en sársaukann tekur mjög fljótt af. Eftir meðferð í fyrstu skiptin get- ur fólk verið aumt, einsog það sé með harðsperrur fyrst á eftir.“ / dag og á morgun verður hald- inn sameiginlegur stjórnarfundur kírópraktorafélaga Norðurlanda á Holiday Inn í Reykjavík. Hvað verður fjallað um þar? „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með á svona fundi og það voru félögin á hinum Norður- löndunum sem tóku þá ákvörðun að halda fundinn hér á landi, en svona fundir eru haldnir árlega. Ég býst við að við munum soga í okkur þær upplýsingar sem koma fram á fundinum, frekar en að flytja eigin mál.“ -Sáf mars er lokadagur pantana í næstu afgreiðslu á Macintosh-tölvubúnaði með verulegum afslætti, samkvæmt ríkissamningi þeim, sem gerður var á milli Innkaupastofnunar ríkisins og Radíóbúðarinnar hf. Pantanir berist til Kára Halldórssonar, Innkaupastofnun;ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844, fyrir 28. mars 1990. Radíóbúðin hf. Apple-umboðið Föstudagur 16. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.