Þjóðviljinn - 30.03.1990, Page 12
Jan Guillou á bókakynningu í Norræna húsinu: Við hlutum að vita að Rússarnir væru læsir. Mynd - Jim Smart.
Kerfiö er gallað
- Afstaða mín til þjóðfé-
lagsins mótaðist í pólitískum
umbrotum sjöunda áratugar-
ins og þess vegna skrifa ég,
segir sænski rithöfundurinn,
blaðamaðurinn og samfé-
lagsskelmirinn Jan Guillou,
sem um síðustu helgi var
staddur hér á landi í tilefni
sænskrar bókakynningar í
Norræna húsinu. Guillou hóf
feril sinn sem blaðamaður á
FIB-aktuellt árið 1966, en var
blaðamaður á FIB-kulturfront
árið 1973 þegar hann kom
Svíþjóð á annan endann með
uppljóstrunum sínum í svo-
kölluðu IB-máli. IB var leyni-
legasta deild sænsku leyni-
þjónustunnar SÁPO, - svo
leynileg að aðeins örfáir af
æðstu mönnum Svíþjóðar
höfðu hugmynd um að hún
væri til og lyktaði þeim upp-
Ijóstrunum svo að deildin var
lögð niður og Guillou var
dæmdur í fangelsi fyrir njósn-
ir.
- Hvers vegna? Jú þetta voru
auðvitað pólitísk réttarhöld, það
var ljóst alveg frá upphafi. Ég
fékk meira að segja að vita það
við fyrstu yfirheyrslur að við yrð-
um dæmdir í tveggja ára fangelsi
og kæmum til með að sitja inni í
ár, - og það stóðst. Það sem við
vorum dæmdir fyrir var að safna
upplýsingum á ólöglegan hátt og
að hafa, óbeint, komið þessum
upplýsingum til Rússanna. Við
birtum þær upplýsingar sem við
komumst yfir í blaðinu, vitan-
lega, því tilgangur okkar var að
upplýsa lesendur um það sem um
var að vera, en í meðförum á-
kæruvaldsins urðu þessar greinar
að sniðugri aðferð til að koma
sænskum ríkisleyndarmálum til
Rússanna. Við hlytum jú að hafa
vitað að þeir væru læsir.
- Það er skiljanlegt að kallarn-
ir væru sárir, þetta voru engin
smámál sem þarna komust upp,
og IB var náttúrlega búið að vera.
Auk þess sem við komumst að
því að IB stundaði umfangsmikl-
ar persónunjósnir um sænska
ríkisborgara sem taldir voru rót-
tækir, komumst við meðal annars
að því að þó Svíþjóð væri á þess-
um árum opinberlega á móti
Bandaríkjamönnum í Víetnam-
stríðinu og að sendiherra okkar í
Bandaríkjunum hefði verið kall-
aður heim af þeim sökum unnu
deildir innan sænska hersins með
þeim, fylgdu sem sagt stefnu sem
gekk þvert á opinbera stefnu Sví-
þjóðar. Sama er að segja um
hernaðarbrölt ísraelsmanna í
Palestínu, Svíar voru opinberlega
á móti því en unnu svo með fsra-
elsmönnum á bak við tjöldin.
- Þessar uppljóstranir voru af-
rakstur margra ára vinnu. Ég
komst á sporið, komst að því
hverjir starfsmenn IB voru og elti
þá síðan árum saman. Þegar ég
loksins komst að því að þeir
komu upplýsingum sín á milli
bréflega var eftirleikurinn
auðveldur. Ég stal einfaldlega
póstinum þeirra, las hann og
myndaði áður en þeir fengu hann
í hendur.
En hvernig fór þetta samstarf
hersins við Bandaríkjamenn og
ísraela fram?
- Það er ákaflega einfalt. Allir
sem á annað borð velta slíku fyrir
sér vita að hlutverk sendiráða,
hvar sem þau eru stödd í heimin-
um, er að safna upplýsingum og
sænsk sendiráð eru þar engin
undantekining. Vegna opinberr-
ar afstöðu sinnar höfðu Svíar að-
gang að ýmsum upplýsingum,
sem lágu ekki á lausu fyrir opin-
bera andstæðinga viðkomandi
þjóða og þessum upplýsingum
var svo einfaldlega lekið til
„réttra" aðila.
- En IB réttarhöldin voru
vissulega óvenjuleg og verða þau
einu sinnar tegundar, því stjórn-
arskránni var breytt vegna IB
málsins og slík réttarhöld eru þar
með orðin óhugsandi í Svíþjóð.
Fjölmiðlareru
málpípur yfir-
valda
Nú ert þú þekktur fyrir óvœgna
gagnrýni á sœnskum fjölmiðlum.
Hvað erþað aðallega semfer fyrir
brjóstið á þér í fjölmiðlaheimin-
um?
- Það er samvinna sænskra
fjölmiðla við yfirvöld, leyniþjón-
ustu og stjórnmálamenn. Hún er
ákaflega vafasöm og er orðin
vandamál. í stað þess að veita að-
hald, gagnrýna og minna til að
mynda stjórnmálamenn á fyrri
yfirlýsingar tyggja fjölmiðlar upp
það sem þeim er sagt, segja það
sem þeim er sagt að segja og setja
það fram sem heilagan sannleika.
Stjórnmálamenn hafa tekið upp
þá aðferð að fái þeir ekki já-
kvæða umfjöllun hjá einhverjum
fjölmiðli eða jafnvel ákveðnum
blaðamanni ræða þeir ekki við
viðkomandi framar heldur snúa
sér umsvifalaust til einhvers ann-
ars, sem þá hefur væntanlega vit á
því að halda sér á mottunni.
- Önnur aðferð er að leika ein-
um fjölmiðli á móti öðrum með
því að lauma upplýsingum að ein-
hverjum ákveðnum, sem þá er
væntanlega í náðinni, og segja
honum jafnframt að hann sé sá
eini sem fái söguna. Það er vitan-
lega draumur allra blaðamanna
að vera fyrstur með fréttina og
menn vilja ýmislegt til vinna að
slíkt geti gerst oftar en einu sinni.
- Dæmi um samvinnu af þessu
tagi er samvinna stærsta síðdegis-
blaðs Expressen með SÁPO,
sænsku leyniþjónustunni. Ex-
pressen birtir allar upplýsingar
sem þaðan berast án nokkurra at-
hugasemda, jafnvel þó að víð
nánari athugun sé verið að fara
með staðlausa stafi í þeim tilgangi
að stjórna almenningsálitinu.
- Gott dæmi um þessi vinnu-
brögð er mál palestínskra flótta-
manna, sem hafa verið búsettir í
Svíþjóð árum saman og eru orð-
nir sænskir ríkisborgarar. SÁPO
kom fyrir hlerunartækjum heima
hjá þeim fyrir einum tíu árum en
allt í einu kom upp umræða um
slíkar hleranir og það var ákveðið
að athuga hvort það gæti verið að
það viðgengist í Svíþjóð að það
væri njósnað um sænska ríkisborg-
ara. SÁPO þurfti því að fjar-
íægja sönnunargögnm í flýti og
greip til þess ráðs að gera innrás í
íbúðina og hafa á brott með sér
allt sem hönd á festi, þar á meðal
hlerunartækin.
- Hlutur Expressen var síðan
að réttlæta aðgerðirnar. SÁPO
kom til þeirra sögu um að þessir
palestínumenn væru stórhættu-
legir glæpamenn, hryðjuverka-
menn sem árum saman hefðu
reynt að grafa undan sænska rík-
inu. Málatilbúningur sem hefði
aldrei getað staðist fyrir neinum
dómstóli. En með dyggilegri að-
stoð Expressen tókst að fá þessa
menn dæmda í augum sænsku
þjóðarinnar og það að því marki
að þeir eiga sér tæplega við-
reisnar von.
Fjöldinn
er áhrifalaus
- En SÁPO er ekkert eins-
dæmi því stjórnmálamenn beita
þessari aðferð líka. Ég var stjórn-
andi Magasínsins, sem er þáttur í
Sænska ríkissjónvarpinu frá
1981. Og þó Sænska sjónvarpið
sé í eðli sínu málpípa stjórnvalda,
„his masters voice“ ef svo má
segja, var Magasinet sjálfstæður
þáttur, sem neitaði að taka þátt í
þessari vafasömu samvinnu enda
neituðu stjórnmálamenn að sitja
fyrir svörum hjá okkur. En ég
hætti með þáttinn í fyrra því þó ég
hefði stærsta áhorfendahópinn
varð ég var við vaxandi fjandskap
annarra fjölmiðla við það sem ég
var að gera.
- Áhrif sjónvarps felast nefni-
lega í því að þau mál, sem þar eru
tekin fyrir séu tekin upp af öðrum
fjölmiðlum. Sjónvarpsútsending
er bara einhver tæknigaldur sem
gufar sporlaust upp ef enginn
skrifar um það sem þar fór fram.
Það má orða það svo að
stjórnmálamenn fletti dagblöð-
unum taugaóstyrkir daginn eftir
að þeir voru í sjónvarpinu til að
gá að því hvort þeir hafi yfirleitt
sagt hlutinn eða ekki. Ef hvergi
er stafur um það sem þeir sögðu
jafngildir það því að þeir hafi
ekki sagt orð um málið.
- Á meðan þau mál sem
Magasinet tók fyrir fengu góðan
hljómgrunn í öðrum fjölmiðlum
hafði þátturinn tilgang, en þegar
tilhneigingin var orðin sú að þau
mál sem ég fjallaði um voru
þöguð í hel borgaði sig ekki að
halda áfram. Ef enginn vildi fjalla
um sömu mál og ég voru áhrif
þáttanna þar með orðin neikvæð
og þó Magasinet hafi náð til fleiri
en nokkuð dagblað breytti það
engu því fjöldinn er jú áhrifalaus.
Hvers vegna hefur þinni
gagnrýni verið jafn illa tekið og
raun ber vitni?
- Innan blaðamannastéttar-
innar ríkir félagsandi sem ein-
kennir stéttir eins og til dæmis
lögreglumenn. Gagnrýni er leyfi-
leg fari hún fram innan klúbbsins,
hins vegar er illa séð að menn séu
eitthvað að blaðra um þessi mál
við óviðkomandi. En ég lít á
blaðamannastéttina sem pólitískt
vald og gagnrýni hana sem slíka.
Áhrif fjölmiðla eru slík að þeir
hljóta að verða að svara fyrir
gerðir sínar á sama hátt og þeir
sem með völdin fara. Ástæðan
12 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ