Þjóðviljinn - 30.03.1990, Side 13
fyrir því að menn taka þessu illa
er þannig að ég er með gagnrýni
minni að svíkja einhvern mis-
skilinn félagsanda. Þar að auki er
ekki einu sinni svo vel fyrir kol-
lega mína að þeir geti yppt öxlum
yfir því sem ég segi og svarað því
til að þessu hafi ég ekki vit á, en
það er það sem gerist ef einhver
önnur stétt gerist gagnrýnin á
blaðamenn. En ég hef verið
blaðamaður í 25 ár og er þar að
auki sá sænskra blaðamanna sem
hefur unnið til flestra viðurkenn-
inga í starfi, svo þegar ég
gagnrýni félaga mína er ekki hægt
að afgreiða slíkt sem nöldur og
menn reyna þá heldur að þegja
þunnu hljóði við því sem ég segi.
Hvað heldurðu að hœgt sé að
gera til að koma í veg fyrir sam-
vinnu eins og þá sem þú varst að
nefna dœmi um?
- Þjónustulund sænskra fjöl-
miðla við þá sem völdin hafa er
bein afleiðing þess að ríkið hefur
einkarétt á útvarps og sjónvarps-
rekstri og þennan einkarétt þarf
því að fella niður. Ríkisrekinn
fjölmiðill er í eðli sínu málpípa
ríkjandi yfirvalda, hver svo sem
þau eru og málflutningur hans
hlýtur að hafa áhrif á málflutning
annarra fjölmiðla.
Njósnsagan
er vændiskona
Nú hefur þú skrifað bœkur,
leikrit, kvikmyndahandrit og
fleira meðfram blaðamennskunni
en snerir þér svo allt í einu að
njósnasögunum. Hvernig stóð á
því að þúfórst allt í einu að skrifa
um Carl Gustaf Gilbert Hamilton
greifa og súpernjósnara?
- Það var þegar ég áttaði mig á
því að þessa tegund bókmennta
gæti ég notað nákvæmlega eins
og mér hentaði. Venjulegar
njósnasögur les ég aldrei og mér
er gjörsamlega hulið hvers vegna
þetta er ein vinsælasta lesning
sem um getur á Vesturlöndum.
Ég hef gert nokkrar tilraunir ti!
að lesa slíkar bækur en ég gefst
alltaf upp vegna þess hvað mér
finnst þessar bækur ósennilegar
og í rauninni hjákátlegar. Þar að
auki veit ég meira um þessi mál
en flestir þeirra sem slíkar sögur
skrifa, ég hef lifað og hrærst í ná-
vígi við veröld njósnaranna í svo
mörg ár að ég get ekkert lært af
njósnabókmenntunum. Þeir sem
þær skrifa hafa ekki nándar nærri
jafn góðan bakgrunn og ég hef
hvað varðar kennisetningar, pó-
litík og þjóðfélagsmál, svo ekki
sé minnst á vitneskju um hvernig
þetta fer allt saman fram í raun og
veru.
- Ég hefði líklega aldrei snúið
mér að því að skrifa njósnasögur
ef það væri ekki fyrir Sjöwall/
Wahlö. Það var einhver sem
færði mér bækurnar þeirra á
meðan ég sat í fangelsinu og ég
las þær allar spjaldanna á milli, -
eða allar sem þá voru komnar út,
ég held þær hafi verið orðnar níu.
Það sem heillaði mig var hvernig
þau notuðu sér lögreglusöguna til
að sýna fram á galla kerfisins og
benda á ýmislegt sem miður fer í
velferðarþjóðfélaginu Svíþjóð.
Ég hugsaði því sem svo að því
skyldi ég ekki geta notað mér
vinsælustu bókmenntagrein hins
vestræna heims, njósnasöguna,
til að gera eitthvað svipað.
Njósna- og lögreglusagan er í eðli
sínu vændiskona, sem maður get-
ur notað sér nákvæmlega eins og
maður vill og ég tók einfaldlega
njósnasöguna og sveigði hana að
markmiðum mínum.
Lykilrómanar
- Ég lít á bækumar um Hamilt-
on sem framhald af starfi mínu
sem blaðamaður. Það er þannig
ekki um neitt ósætti á milli blaða-
mannsins og rithöfundarins að
ræða. Sem blaðamaður rannsaka
ég mál og birti svo niðurstöður
mínar, hneykslið, það sem er
fréttnæmt við málið og ég get
sannað. Sem rithöfundur tek ég
hins vegar fyrir hvers vegna slíkt
mál gat komið upp og hvernig
það er hugsað að hálfu þeirra sem
að því standa og þetta geri ég til
að fólk geti betur áttað sig á sam-
hengi hlutanna. í blöðum birtum
við ekki greinar um það hvernig
einhver pótentáti í leyniþjónust-
unni hafi hugsað hlutina heldur
segjum við frá því sem hann
gerði. Það er blaðamennska.
- En það er alveg jafn
nauðsynlegt að segja fólki frá
hugsanagangi þessara náunga. í
minni fyrstu bók segi ég til dæmis
frá því hvernig það er mögulegt
að klúðra rannsókn máls jafn
gjörsamlega og raun bar vitni um
rannsóknina á morðinu á Palme,
- og þá bók skrifa ég vel að
merkja áður en Palme var myrt-
ur. Það kerfi sem við búum við er
nefnilega meingallað og það er
skýringin á því að einn heimskur
lögreglufulltrúi getur flækt málin
svo gjörsamlega að enginn nær
áttum. Þegar rannsókn málsins
hófst hafði sænska leyniþjónust-
an árum saman fylgst með kúrdn-
eskum flóttamönnum í Svíþjóð
án þess að hafa fundið neina ein-
ustu réttlætingu á grundsemdum
sínum. Þegar morðið er framið
fannst þeim liggja beint við að
reyna að finna samhengi þar á
milli því það hefði réttlætt þessar
njósnir þeirra. Hefðu þeir fundið
eitthvað hefðu þeir getað sagt:
Þarna sjáið þið, svona vorum við
framsýnir! Þeir hugsa einfaldlega
svona þessir menn og mér finnst
full ástæða til að upplýsa fólk um
það.
- Ég vil með þessum bókum
benda á það að í okkar lýðræðis-
kerfi eru kraftar sem geta slegið
það algjörlega út af laginu. Það er
meingallað og það eru þessir gall-
ar sem ég skrifa um. Bækurnar
um Hamilton eru lykilrómanar
því ég lít á mig sem sagnaþul og
hlutverk hans, skylda og starf er
að segja frá hvernig hlutirnir
ganga fyrir sig. Ég ber mikla virð-
ingu fyrir fagurbókmenntum en
með njósnasögunum tel ég mig
vera að vinna mikilvægt starf og
ég skil í rauninni ekki hvers vegna
þeir sem sýsla við fagurbók-
menntir telja sig hafa efni á því að
fitja upp á nefið yfir því sem ég er
að gera. Hvers vegna þeir geta
ekki sýnt því sem ég er að gera
sömu virðingu og ég sýni því sem
þeir fást við.
- Ég tók frá upphafi þá stefnu
að fjalla um atburði sem raun-
verulega hefðu átt sér stað eða
gætu mjög auðveldlega átt sér
stað. Það eru þanmg ekki aðeins
persónur bókanna sem eiga sér
stoð í raunveruleikanum heldur
líka atburðir og það gerir að verk-
um að sögurnar eru mjög trú-
verðugar. Eg held að það sé þessi
trúverðugleiki bókanna sem hef-
ur gert þær svona vinsælar í Sví-
þjóð. Fólk veit um hvað ég er að
tala. Ég átti hins vegar alls ekki
von á að bækurnar yrðu jafn vin-
sælar utan Svíþjóðar og raun ber
vitni, en ef til vill er skýringin sú
að hlutirnir ganga mjög svipað
fyrir sig í öllum vestrænum lýð-
ræðisríkjum og þessir gaukar sem
ég skrifa um eigi sér þannig hlið-
stæður alls staðar í hinum vest-
ræna heimi.
Félagi
Oxenstierna!
- Hamilton sjálfur er hinsveg-
ar tilbúningur. Margir halda að
ég sé hann, en í bókunum er ég
blaðamaðurinn Erik Ponti. En
Hamilton er reyndar ekki alveg
úr lausu lofti gripinn, bæði upp-
runi hans og þjálfun er nokkuð
sem vel hefði getað átt sér stað.
Að ég skuli hafa gert hann að
aðalsmanni er til komið vegna
ógleymanlegrar reynslu af
mótmælafundi fyrir mörgum
árum. Þar fylgdist ég með ræðu-
manni, sem tilheyrði öðrum vin-
strisamtökum en ég sjálfur, hann
var hin fullkomna skopstæling á
byltingarhetju þeirra ára, hárið,
skeggið, vinnufötin, tóbaksklút-
urinn, allt... og þegar hann hafði
lokið máli sínu sagði fundar-
stjóri: Við þökkum félaga Oxen-
stierna. Félagi Oxenstierna! Mér
fannst það ómótstæðilegt. Svo
þegar ég skapaði njósnara með
fortíð í vinstrihreyfingunni fannst
mér óhjákvæmilegt að hann væri
aðalsmaður.
- Hamilton er stærsta aðals-
fjölskylda Svíþjóðar og synirnir
heita yfirleitt Carl, Gustaf, Gil-
bert eða Ian. Ég valdi nafnasam-
setningu sem enginn þeirra heitir
en þrátt fyrir það hafa ýmsir með-
limir Hamilton-fjölskyldunnar
haft samband við mig vegna
þessa. En ég get bent þeim á að
Carl Gustaf Gilbert er síður en
svo ættleri og í rauninni ættu þeir
að vera stoltir af honum. Hann
fær heiðursmerki í hverri bók og
það eru fleiri aldir síðan einhver
af Hamilton-fjölskyldunni hefur
unnið til jafn margra viðurkenn-
inga fyrir störf í þágu fósturjarð-
arinnar.
En erþað ekki hœpið að vinstri-
sinni, jafnvel þó hann sé aðals-
maður, geti verið súpernjósnari
hjá sœnsku leyniþjónustunni?
- Síður en svo, það er meira að
segja mjög sennilegt. Skömmu
áður en skrif mín urðu til þess að
IB liðaðist í sundur var deildin
einmitt með áætlanir um að
krækja í unga vinstrisinna, sem
þá gegndu herþjónustu og senda
þá til Bandaríkjanna til þjálfun-
ar, því hefðu þeir verið þjálfaðir í
Svíþjóð hefði óhjákvæmilega
komist upp um starfsemi deildar-
innar. Ég greip einfaldlega hug-
myndina á lofti og notaði fyrir
Hamilton.
- Það er augljóst mál að stofn-
un eins og IB hefði haft mikið
gagn af því að hafa vinstrisinna
innan sinna raða, og það verður
að huga að því að það er ekki um
hvaða vinstrisinna sem er að
ræða. Við erum að tala um maó-
ista. Fyrir leyniþjónustunni er
nefnilega aðeins einn óvinur
hugsanlegur og það eru Sovétrík-
in. Maóistar eru ekkert hlynntari
Sovétríkjunum en Bandaríkja-
menn eru og því þótti leyniþjón-
ustunni tilvalið að fá þá til starfa.
Yfirmenn leyniþjónusta eru vit-
anlega hægrisinnaðir, en hafi þeir
eintóma hægrisinna í sinni þjón-
ustu verður stofnun þeirra óhjá-
kvæmilega verri en hafi þeir full-
trúa mismunandi skoðanahópa
innan sinna raða. Slíkt gerir
stofnunina markvissari.
Hamilton er
orðinn iðnaður
- En ég hef haft meira gagn af
IB málinu en bakgrunn Hamilt-
ons við samningu bókanna. Þar
hefur vinátta mín við fyrrverandi
yfirmann IB komið að góðu
gagni. Hann heitir Birger Elmér
og er nú kominn á eftirlaun og
þegar ég er kominn með hug-
mynd að söguþræði ræði ég við
hann, spyr hann hvort þetta eða
hitt sé mögulegt eða hvernig
hann hefði sjálfur hugsað hlutina
væri hann yfirmaður Hamiltons.
Hann gerir svo annað hvort að
taka undir að hlutirnir myndu lík-
lega f ara fram eins og ég hef hugs-
að mér eða hann leiðréttir mig.
- Vinátta okkar er til komin á
all sérstæðan hátt. Ég hitti hann
fyrir tilviljun í biðröð nokkrum
árum eftir IB málið og það lá við
að það yrðu með okkur fagnaðar-
fundir. Við áttum vissulega ýmis-
legt sameiginlegt og hann var
ákaflega hrifinn af því hvernig ég
hafði farið að því að koma upp
um hann. Við borðuðum saman
um kvöldið og það var upphafið
að vináttu okkar sem er óviðjafn-
anleg því við höfum um margt að
tala, ýmislegt sem hvorugur okk-
ar getur rætt við aðra. Við erum
vafalaust þeir sem vitum mest um
starfsemi IB.
Megum við eiga von á fleiri
bókum um Hamilton eða Rauða
hanann?
- Ég bara veit það ekki. Ég er
gjörsamlega tómur í kollinum
sem stendur, ég hef nýlokið við
fimmtu bókina sem kemur vænt-
anlega út í ágúst og það líður
alltaf einhver tími áður en ég get
farið að hugsa um næstu bók. Ég
byrja ekki á nýrri bók nema ég
viti um hvað ég ætla mér að skrifa
og þá á ég ekki við eltingarleiki
og annað slíkt heldur hver sagan
er í raun og veru.
- En mér finnst þetta reyndar
orðið svolítið erfitt í vöfum. Þeg-
ar ég byrjaði fannst mér þetta
bæði skemmtilegt og áhugavert
en nú hef ég skrifað fimm bækur á
fimm árum og þetta er hreinlega
orðið að iðnaði. Ég gat alls ekki
séð fyrir að bækurnar um Hamilt-
on yrðu metsölubækur en hver
bók hefur selst í 350 000 ein-
tökum, baraíSvíþjóð. Nú erbeð-
ið í spenningi eftir næstu bók og
jafnframt því að vera sá mest
lesni er ég líka sá höfundur sem
fær óþvegnasta gagnrýnina á síð-
um dagblaðanna. Það er með ó-
líkindum hvað menn nenna að
skammast út í Hamilton vesaling-
inn og það hefði náttúrlega alls
ekki gerst ef bækurnar væru ekki
svona vinsælar. - Útgefandinn
minn er náttúrlega alveg í sjö-
unda himni.
- En ég gæti vel hugsað mér að
skrifa eitthvað annað. Sögulega
skáldsögu til dæmis og þá undir
dulnefni, þó slíkt kæmi ekki til
með að gleðja nefndan útgef-
anda. Hann veit jú að hann selur
svo og svo mikið bara út á nafnið
Jan Guillou. LG
Jan Guillou: í lýðræðiskerfinu eru kraftar
sem geta slegið það algerlega út af laginu
19*6* VlSOIflV