Þjóðviljinn - 30.03.1990, Síða 15

Þjóðviljinn - 30.03.1990, Síða 15
Fuglaskoðarinn. Katrín Óttarsdóttir dagsstund, og er stúlkan nú vafa- laust orðin amma og hefur von- andi aldrei þurft á það að reyna hvernig hún gæti bjargað sér í sökkvandi skipi. Norðmenn láta hins vegar athöfn fylgja orðum, og með kút og kork skutla þeir sér ótrauðir út á sjávar-dýpi kvik- myndagerðarinnar, en það hefur svo leitt til þess að eftir kynningu á danskri kvikmyndagerð í hitt- eðfyrra og finnskri í fyrra, fundu aðstandendur hátíðarinnar í Rúðuborg upp á því að beina at- hyglinni í þetta skiptið að nor- skum kvikmyndum. Sú kynning var tvíþætt: annars vegar voru sýndar einar tólf norskar myndir gerðar milli 1948 og 1960, og hins vegar yfirlit yfir feril kvikmynda- höfundarins Önju Breien, frá 1970 til 1984. Kútur og korkur kvikmynda- gerðar er í þessu tilviki sá að fylgja sem nákvæmlegast ein- hverri fyrirmynd, einhverri margreyndri formúlu eða þá líkja Konurnar á þakinu. FrotÍG rneíödrama í Danmörku: Dansmærin. Norræn andlit Kvikmyndir sem gerðar eru á Norðurlöndum ferðast mjög lítið milli Norðurlandannasjálfra", sagði Katrín Óttarsdóttirkvik- myndahöfundurfrá Færeyjum. „Til að fá einhverja yfirsýn yfir það sem þar er að gerast eða hefur verið gert á þessu sviði verður maður einna helst að fara á kvikmyndahátíðirnar í Lýbiku eða Rúðuborg". Það var á síðarnefnda staðnum sem þessi orð voru mælt, en þar var Katrín Óttarsdóttir á ferli í byrjun mars til að kynna gestum þriðju norrænu kvikmyndhátíð- arinnar mynd sína „Atlantic Rhapsody". Sem betur fer mun ástandið í þessum málum óvíða vera eins slæmt og í Færeyjum, þar sem kvikmyndahúsin gáfust hreinlega upp fyrir sjónvarpinu, að sögn Katrínar, hættu að sýna annað en „auðveldar“ og lélegar myndir til að reyna að draga til sín áhorfendur og lögðu svo niður alla starfsemi þegar það gekk ekki. Þurfti hún að ferðast sjálf um Færeyjar með spólurnar af „Atlantic Rhapsody“ í fartesk- inu, dusta ryk og köngulóarvefi af sýningarvélum í yfirgefnum bíó- sölum og biðja almættið um að vélin legði ekki upp laupana meðan á sýningu stóð... En það virðist samt lítil ástæða til að vé- fengja orð Katrínar: Norræna kvikmyndahátíðin í Rúðuborg er nú orðin að svo umfangsmiklum árlegum menningarviðburði að hún ætti að varða miklu fleiri en Frakka eina. Kemur þetta ekki síst fram í því hvemig hún hefur smám saman eflst og vaxið: nú, þegar hátíðin hafði verið lengd upp í tólf daga, vom sýndar hvorki meira né minna en 158 kvikmyndir, reyndar að stuttum myndum meðtöldum. Eistlend- ingar vom nú í fyrsta skipti meðal þátttakenda og komu með veiga- mikla dagskrá, og um þrjátíu þús- und áhorfendur mættu á sýning- arnar, en það er þrefalt meira en fyrsta árið. Það skipti þó mestu máli að þarna var boðið upp á fjölbreytta kynningu á mörgum hliðum kvikmyndagerðar á Norðurlöndum fyrr og nú, og áttu menn þá einmitt kost á að sjá sitthvað sem harla fáséð er á heimaslóðum, eins og kvik- myndadreifingu er þar háttað. Kjarni hátíðarinoarvar eins og áður þær myndir sem voru í hinni opinberu samkeppni, en þær voru að þessu sinni átta að tölu, langflestar frá 1989. Að öllum líkindum hefur verið reynt að velja þær þannig að þær væru e.k. þverskurður af því sem helst er að gerast í kvikmyndalist á Norður- löndum um þessar mundir, en ef dæma má af valinu verður að segja að hún virðist heldur sund- urlaus, og verður ekki vart við neina ákveðna strauma, heldur er oft á tíðum eins og verið sé að halda áfram ýmsu sem áður hefur verið gert, en með misjöfnum ár- angri. Misskilið kristnihald Framlag íslendinga til hátíðar- innar var að þessu sinni „Kristnihald undir Jökli“ og var í góðu meðallagi, ef miðað var við aörar myndir í samkeppninni. Samt fékk hún engin verðlaun fremur en þær myndir aðrar sem íslendingar hafa áður sent til Rúðuborgar, þótt ýmsar myndir sem síður virtust eiga það skilið væru verðlaunaðar bæði áður og nú: heyrðist því fleygt að með þessu vildu Frakkar sýna sjálf- stæði sitt gagnvart hátíðinni í Lý- biku, en þar hefur íslenskum myndum vegnað einkar vel. Hvort sem þessi skýring er rétt eða ekki, er sálfræðilegur grund- völlur hennar staðgóður. En áhorfendur tóku „Kristnihald- inu“ með ágætum, þótt sá mis- skilningur kæmi upp að sú draumkennda veröld sem brugð- ið er upp í skáldsögunni og kvik- myndin kemur vel til skila, væri byggð á „fornri íslenskri goða- fræði“: í viðræðum sínum við áhorfendur og blaðamenn varð Guðný Halldórsdóttir þannig t. d. að svara þeirri gagnrýni að koma hippanna á staðinn spillti sög- unni, því hún væri „innrás nútím- ans í hefðbundinn íslenskan veru- leika“. Svaraði Guðný þessu með því að benda á skopstælinguna og háðið í verkinu, sem beindist ekki sfst gegn alls kyns dulspeki á íslandi, en sá þáttur virtist mjög fara fram hjá áhorfendum. „Þetta er fyrst og fremst saga um tvo vini sem hafa tekið ólíka lífss- tefnu og ungan mann sem mætir örlögum sínum“, bætti hún svo við. En síðan kom einnig fram önnur spurning sem virtist skipta meira máli, - hvort íslenskir kvik- myndahöfundar gerðu sér grein fyrir þvf að stórbrotið landslag á íslandi gæti skyggt á innihald verka þeirra: það væri auðveld lausn að gera innihaldslitla kvik- mynd með góðum landslags- myndum, þannig að áhorfendur yrðu samt hrifnir af verkinu, - vegna landslagsins. Sagði Guðný að íslenskir kvikmyndahöfundar gerðu sér fulla grein fyrir þessari hættu. Fiskur og gildra Meðal annarra mynda í sam- keppninni voru tvær danskar kvikmyndir, eins ólíkar og dagur og nótt. Önnur þeirra, sem nefndist „Isold“ var e.k. ljóðræn nútímaútgáfa af „Tristrams sögu“, margræð og dularfull, en svo hlaðin táknum að erfitt var að átta sig á henni. Hin hét á frum- málinu „Lykken er en underlig fisk“, en þegar búið var að þýða titilinn á ensku og síðan á frönsku var „fiskurinn“ orðinn að „gild- ru“, og efast ég um að jafnvel meistara Óvíd hafi nokkurn tíma svamlað í huga jafn rosaleg myndbreyting. Bak við þennan sérkennilega titil faldist svo nokkuð grimmileg lýsing á ástum og örlögum í dönsku fiskiþorpi sem myndi áreiðanleg falla Is- lendingum vel í geð. Einnig voru sýndar tvær finnskar myndír, önnur harla léttvæg en hin sýnu merkari: hún hét „Vetrarstríðið" og var eftir Pekka Parikka og hafði varla nokkurn eiginlegan söguþráð heldur lýsti hún með ótrúlegu raunsæi skotgrafahern- aði í styrjöld Rússa og Finna vet- urinn 1939-40. í þrjá klukkutíma var eins og áhorfandinn væri sjálfur að skríða um vígvöilinn í ærandi skothríð, en þessi frásögn höfðaði beint til atburða líðandi stundar, þegar ein persónan var að stappa stálinu í aðra: „Við vilj- um ekki hljóta sömu örlög og Eystrasaltsþj óðirnar“: Konurnar á þakinu Besta framlagið frá Norður- löndunum að þessu sinni var þó, kannske, að öðrum ólöstuðum, sænska myndin „Konurnar á þak- inu“ eftir Carl-Gustav Nykvist, son hins þekkta kvikmyndatöku- manns Svens Nykvist sem starfað hefur í áratugi með Ingmar Berg- man. Segir þar frá tveimur ung- um konum sem búa í sama húsi um það leyti'sernheimsstyrjöldin fyrri er að hefjast. Önnur er ljósmyndari og ævintýrakona og fær hún hina sem fyrirsætu, en smám saman fara lífsþræðir þeirra að fléttast saman og fyrir- sætan að sogast inn í leyndar- dóma ævintýrakonunnar. Þessi mynd var mjög mögnuð, en það mætti jafnvel gagnrýna hana fýrir það að myndatakan hafi verið of falleg - enda Carl-Gustav ljós- myndari að atvinnu - þannig að stundum hafi legið við því að hún bæri söguna ofurliði. „Konurnar á þakinu“ fékk verðlaun á hátíðinni, en aðal- verðlaunin fóru þó í aðra átt, því þau fékk eistneska myndin „Fuglaskoðarinn“. Þar segir frá ungum náttúrufræðinema sem fær að koma sér fyrir á friðaðri eyju norður í landi til að fylgjast með fuglalífi. Á staðnum hittir hann fyrir vörð, sem er rússnesk kona talsvert eldri en hann sjálf- ur, og kemst hann fljótlega að raun um að hún notfærir sér þessa stöðu sína til að stunda ótæpt veiðiþjófnað í friðlandinu og selja fenginn á svörtum markaði. Reyndar er hún ekki ein um það, t.d. gerir herinn, sem á þarna að gæta landamæra, stóran usla á eynni, og eru það kannske her- menn sem koma fyrir dauðagildr- um fyrir stærri dýr, en konan sér ekkert athugavert við þetta: í þessu þjóðfélagi verður hver og einn að bjarga sér sem best hann getur, og er fuglaskoðarinn ekki annað í hennar augum en barna- legur hugsjónamaður án nokk- urra tengsla við jörðina. („Hvernig ætti ég öðru vísi að geta sent börnin mín á heilsuhæli við Svartahaf?“) Loftið er lævi blandið á eynni, en jafnframt myndast milli þessara tveggja persóna af ólíku þjóðerni mjög tvírætt samband... Þótt þessi mynd dytti nokkuð niður eftir miðbik var hún mjög vel að verð- laununum komin, en þau voru hundrað þúsund frankar sem verja á til að stuðla að dreifingu hennar. Er því von til að hún ber- ist víðar. Meö kút og kork En fyrir utan þessa spegilmynd sem samkeppnin gaf af kvik- myndagerð á norðurslóðum eins og hún er um þessar mundir var hægt að fylgja ýmsum öðrum endurspeglunum til skemmt- unar, fróðleiks og samanburðar, og leiddu þær menn stundum í óvæntar áttir. Einu sinni þegar ég var harla lágur í loftinu heyrði ég á það tal barnungrar stúlku, en þó dálítið eldri en ég var þá, að hún þyrði alveg að vera í sökkv- andi skipi, ef hún bara væri með kút og kork. Á sama hátt þora Norðmenn alveg að gera kvik- myndir ef þeir hafa kút og kork við hendina. Síðan ég heyrði þessi hreystiyrði er liðin löng I Einar Már Jónsson segir frá norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg eftir einhverjum mjög auðkenni- legum stíl og fleyta sér þannig yfir lognsæ andleysisins. En er samt ekki hægt að gera nokkuð bita- stæðar myndir á þennan hátt? Sem dæmi um aðferðina mætti nefna kvikmyndina „Nauðgun" eftir Önju Breien. Hún hefst á því að tveimur konum er nauðgað undir beru lofti í snævi þöktu úthverfi í Ósló, og skömmu síðar er ungur maður, sem sést hafði þarna á vappi í snjónum, tekinn höndum og á- kærðurfyrirverknaðinn. Myndin heldur síðan áfam í svart-hvítum heimildarmyndastíl: þótt ungi maðurinn neiti ákaft og ekki séu neinar sannanir gegn honum, heldur einungis líkur og óljós vitnisburður kvennanna, er lög- reglan sannfærð um að þama hafi hún gómað hinn háskalega snjó- tittling, og réttvísin heldur sínu striki. En smám saman fer áhorf- andinn að átta sig á því að fyrir utan klisju heimildarmynda- stflsins er verið að beita svipaðri formúlu og þeirri sem Hitchcock hafði að uppistöðu í myndinni „The Wrong Man“: maður er handtekinn saklaus fyrir glæp, vegna þess að hann líkist hinum raunverulega sökudólgi, og út frá því fara líkurnar síðan að safnast saman gegn honum, hversdags- leg atvik úr lífinu eru túlkuð þannig að þau verða „sannanir“ og þar fram eftir götununm. Munurinn er sá, að í mynd Hitch- cock kemur endirinn áhorf- andanum á óvart, því þótt hann væri rökréttur hafði hann lítið verið gefinn í skyn áður, en í nor- sku myndinni verður maður fljótt var við alls kyns ábendingar um að annar maður hafi verið á kreiki í snjónum, ungi maðurinn verið tekinn í misgripum fyrir hann og maskínan síðan farið í gang. Þegar hér var komið sögu voru áhorfendur farnir að forða sér út um neyðarútganginn hver um annan þveran, en þeir sem eftir sátu gátu nú farið að velta því fyrir sér hvort höfundur ætl- aði að fylgja formúlunni áfram til enda og láta myndinni lykta með mjög svo fyrirsjáanlegu coup de théatre, eða hvort meiningin væri sú að menn skyldu ekki láta blek- kja sig, karlmaðurinn væri sekur hvað sem tautaði og raulaði: „moralen er...“. En hvorugt gerðist: hinn mikli frumleiki myndarinnar var í því fólginn, að hún endaði ekki á neinu. Ungi maðurinn er spurður hvort hann sé sekur eða saklaus, hann hikar, enda orðinn heldur ringlaður á öllum þessum ósköpum, og þá er myndinni allt í einu lokið, í miðj- um klíðum að því er virðist. Kannske á þetta að vera meta- fýsik, en áhorfandinn situr gap- andi eftir. Það versta var að formúlan var andlaus þegar henni var beitt á þennan hátt, og allt var þetta svo grátlega óspennandi. Meinlæti En er ekki hægt, þrátt fyrir allt, að gera þokkalegar myndir með slíkri aðgerð? Það virtust ýmsir aðstandendur kvikmynda- hátíðarinnar telja, því norska myndin í samkeppninni, „En hándful liv“, fékk þrenn verð- laun, m.a. „pressuverðlaun" og verðlaun fyrir frammistöðu aðal- leikkonunnar. En þessi mynd var síst betri. Þar var fylgt á heldur einfeldningslegan hátt þeirri for- múlu, sem virkar mjög útþvæld ef engin frumleg hugsun býr á bak við, að blanda saman fortíð og nútíð, ímyndunum og veruleika, og síðan var eins og nefnd félags- ráðgjafa hefði fyllt inn í þennan ramma eftir þeim kokkabókum sem nú tíðkast, og ægði þar ýmsu saman: feður misnotuðu dætur sínar í gríð og erg með miklu of- beldi, ruglaður öldungur strauk burt af elliheimili til að gefa upp öndina á leiði konu sinnar, sem látin var hálfri öld áður, mikil ógn stóð af vangefnum dreng og ný- norskumælandi, og þar fram eftir götunum. Ofan á annað var myndin illa saman sett, full af lausum endum og alls kyns klaufaskap, en landslagið í fjöll- um og dölum Vestur-Noregs stóð fyrir sínu: hér hefði því mjög vel átt við sú spurning sem lögð var fyrir Guðnýju Halldórsdóttur. En er þá alveg loku fyrir það skotið að hægt sé að koma sjáan- legum myndum á flot með slíkum kútum og korkum? Þeirri spurn- ingu ætla ég ekki að reyna að svara, því eftir að hafa séð fáeinar af þessum myndum fannst mér satt að segja að ég væri ekki enn- þá reiðubúinn fyrir þau andlegu meinlæti sem virtust fylgja því að kynna sér norska kvikmyndagerð eitthvað að ráði og treysti mér ekki til að taka frekari áhættu. Þess í stað ákvað ég að líta í aðra átt og sjá eistnesku myndirnar, sem gagnrýnendur voru sammála um að væru aðalviðburður og nánast „opinberun“ þessarar há- t íðar. Eistnesk opinberun Það virtist óneitanlega vera mikið tímanna tákn að eistneskar myndir skyldu nú vera sýndar á norrænni kvikmyndahátíð. Sú hugmynd að bjóða Eystrasalts- þjóðunum þátttöku mun þó hafa komið fram þegar í upphafi, og það var fyrir rúmu ári, eða nokkru áður en umrótið hófst fyrir alvöru í þessum hluta Evr- ópu, að farið var að undirbúa kynningu á eistneskum myndum: stór hluti þeirra mynda sem fyrir valinu urðu var þá að sögn bann- aður eða hafði verið bannaður fram að því og mörgum þeirra varð að „smygla“ úr landi. Nú hefur ástandið þegar breyst til muna, og við að horfa á eistnesk- ar myndir skilur maður ýmsa þætti í þessum breytingum: eist- neska hljómar eins og finnska, enda eru málin náskyld líkt og íslenska og færeyska, og virðist Eistland að mörgu leyti hluti af menningarheimi Norðurlanda, svipað og Finnland. Þeir kvik- myndahöfundar eistneskir sem voru gestir hátíðarinnar voru heldur ekki myrkir í máli. Einn þeirra, Olav Neuland, sagði t.d. að Eistlendingar væru nú að sleppa undan hálfrar aldar kúgun og áþján - hann talaði jafnan um Sovétríkin sem erlent ríki - en þeim hefði samt tekist að varð- veita tungu sína og myndu bráð- lega endurheimta sjálfstæðið, kannske áður en þetta ár væri á enda. Hann sagði einnig að nú væri að hefjast samvinna við Norðurlandaþjóðir og fleiri um kvikmyndagerð, og hefði hann sjálfur á prjónunum kvikmynd um ævi Gorbatsjovs... Hugsjóna- landslag Á þessari kynningu á eistneskri kvikmyndagerð voru einar tíu myndir, og er erfitt að fjalla um þær í stuttu máli, en þær voru yfirleitt í mjög háum gæðaflokki og sumar þeirra reyndar betri en sú sem var í samkeppninni og fékk verðlaunin. Greinilegt er að kvikmyndahöfundar hafa smám saman fært sig upp á skaftið og orðið óhræddari við að fjalla um sögu landsins síðustu áratugi. í myndinni „Hugsjónalandslag“ (frá 1980), sem gerist einhvem tíma snemma á sjötta áratugnum, segir t.d. frá því þegar ungur maður, félagi í æskulýðssam- tökum kommúnistaflokksins, kemur í samyrkjubú sem verið er að skipuleggja og á að stjóma sáningunni og sjá til þess að fyrir- mælum flokksins sé hlýtt. Andrúmsloftinu er lýst mjög fín- lega og einnig þeirri klípu sem maðurinn lendir í. Fyrirmælin eru ekki í neinu samræmi við á- standið, jörðin er t.d. of blaut til þess að hægt sé að sá á tilsettum tíma, eins og bændumir benda skilmerkilega á, og þegar einhver flokkspótintáti kemur á vettvang til að reka þá þrátt fyrir allt af stað, festist dráttarvélin í bleytunni og grípur pótintátinn þá til þess að ásaka bændurna um „skemmdarverk“. Þeir veita þá mótspyrnu sem þeir geta, og þeg- ar ekki er hægt að fylgja áætl- uninni á neinn hátt sjá flokks- pótentátar ekki aðra lausn en þá að gera húsleit hjá bændum og gera upptækt það korn sem þeir hafa til eigin nota á þeim forsend- um að þeir hafi stunið því undan (ekki er víst að það sé að öllu leyti rangt, en þeir eiga naumast ann- arra kosta völ). Öðru hverju er myndavélinni beint á heldur kaldhæðnislegan hátt að gömlu myndskreyttu landakorti af þessu héraði sem hangir uppi á vegg: það er „hugsjónalandslagið". Þessi mynd sýnir betur en langar ritgerðir hvers vegna þetta kerfi var dæmt til að misheppnast, - og hvað það var sem Finnar sluppu við. Nautaatið Ýmsar aðrar myndir gerðust hins vegar í Eistlandi okkar daga og sögðu frá viðhorfum og átökum fólks við núverandi að- stæður. Þannig fjallar myndin „Nautaatið" eftir Olav Neuland (frá 1982) um þéttvaxinn mið- aldra rithöfund sem nefnist Ósvald Rass (en það mun vera algengt nafn í Eistlandi) og flyst til eyðieyjar í Eystrasalti ásamt kornungri konu sinni, Rögnu að nafni. Ætlar hann að vinna þar í friði að stórvirki sem hann hefur í undirbúningi. En til eyjarinnar kemur einnig ungur ljósmyndari, fyrrverandi elskhugi Rögnu, og fer að busla í sjónum, og jafn- framt birtist náttúran í líki stórrar hjarðar af heldur ógnvekjandi tuddum sem reika um á strönd- inni. Andrúmsloftið er drauga- legt og virðist stundum vera á mörkum draums og veruleika, og smám saman dregur að uppgjöri. Reyndar fara orðræður Osvalds Rass og ljósmyndarans að nokkru leyti fram hjá vestrænum áhorfendum, þar sem þær snúast mjög um eistneskar bókmenntir, en endirinn, þegar andrúmsloftið verður stöðugt draumkenndara og náttúran þrengir æ meir að persónunum, er ekki síður magn- aður fyrir það. En því má skjóta inn, að hvergi var að sjá „póst- kortalandslag“ í eistneskum myndum. Danskt melódrama Ef menn urðu þreyttir á þess- um kynningum, var sitthvað ann- að að sjá í Rúðuborg af þessu sinni: yfirlit yfir feril Ingmars Bergmans og sænskar myndir frá ýmsum tímum gerðar eftir leikri- tum Strindbergs. En mér fannst þó mest tilbreyting í að sjá þarna yfirgripsmikla dagskrá með myndum trá fyrri gullöld danskr- ar kvikmyndagerðar í byrjun ald- arinnar, frá 1906 til 1911, en þær voru nú nefndar einu nafni „erót- ískt melódrama í Danmörk“. Fyrsta orðinu mega nútímamenn reyndar taka með nokkrum fyrir- vara, en melódramað var svika- laust og engin hætta á því að áhorfendum leiddist. Þarna var „Kamelíuffúin" afgreidd á tíu mínútum - og geta menn af því lært að forðast allar óþarfa mála- lengingar - en ekki voru síður áhrifaríkar myndir eins og „Hvít þrælasala“ og „Fómarlamb mormónans“, svo ekki sé talað um „Freistingar stórborgar- innar“ eða þá „Örlagaríka lygi“, sem sagði frá dr. Villý Pútífar og léttlyndri unnustu hans. Hún reynir að koma liðsforingja til við sig, og þegar hann vill það ekki ásakar hún hann fyrir ótilhlýði- lega framtakssemi, - eða kannast menn kannske eitthvað við þessa sögu? Það leynast víða áhugaverðir hlutir í kvikmyndagerð á norður- slóðum. e.m.j. Úr Kristnihaldinu. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. mars 1990 Föstudagur 30. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.