Þjóðviljinn - 30.03.1990, Síða 20
PISTILL
AUÐUR
SVEINSDÓTTIR
SKRIFAR
Súrál —
súrt regn —
og skyr
Guðmunda Andrésdóttir við eitt verka sinna á Kjarvalsstöðum. Ljósm. Kristinn.
Hreina fagra veröld
Yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur á Kjarvalsstöðum
Um fátt er eins mikið rætt
þessa dagana og umhverfismál.
Úr umhverfismálaskúffu
stjórnmálaflokkanna eru dregin
upp rykfallin gulnuð blöð sem
legið hafa nærri óhreyfð í þessum
skúffum allt frá síðustu kosning-
um. Nú nálgast kosningar enn á
ný og hylli kjósenda er mikilvæg.
Því eins og allir vita þá er það
einmitt markmið allra
stjórnmálaflokka að vera um-
hverfisverndarflokkur, græni
flokkurinn í augum kjósenda.
Það er um að gera að finna ein-
hver góð græn mál í hvelli, ekki
alltof viðkvæm, helst eitthvað
sem allir eru sammála um, og það
skiptir engu þó skammtímasjón-
armiðin ráði, því eftir kosning-
arnar í maí er umhverfismála-
skúffan opnuð á ný og öllu dras-
linu ýtt ofan í aftur. Reyndar er
allt þetta mengunartal óttalegt
kjaftæði, því hvað ætli svo sem
ísland sé mengað!
Vindurinn hreinsar allt, lengi
tekur sjórinn við og hvað með
það þótt sandfok sé inni á
öræfum, svona er ísland! Auðvit-
að eru umhverfisvandamál úti í
heimi, það veit hver heilvita mað-
ur, Austur-Evrópa og allir hinir
eru að drepa allt í kringum sig og
alls staðar er lífríkinu ógnað. Við
setjum upp bjartsýnisbrosið og
seljum útlendum álfurstum
hreinu orkuna okkar svo þeir geti
byggt stóra álverið sem ekkert
mengar, því auðvitað setja þeir
upp fullkominn hreinsibúnað al-
veg eins og þeir hafa gert í öllum
menguðu löndunum í kringum
okkur! - En áfram brosum við
blítt og seljum hreint vatn,
heilsuskyr, fisk úr ómenguðum
sjó og leyfum erlendum ferða-
mönnum að þeysast um öræfín á
sínum fjallabílum.
Svo er einhver sértrúarsöfnuð-
ur (aðallega í þéttbýlinu) að
reyna að telja öllum hinum trú
um að landið sé mengað. Þeim
hefur meira að segja tekist að
sannfæra meirihluta hins háa Al-
þingis um nauðsyn á sameigin-
legri yfírstjóm þessara mála, það
er að segja umhverfismálaráðu-
neyti. Þetta fólk er aldrei ánægt,
smámunasamt og sínöldrandi,
það er líka veifandi einhverri
Brundtland skýrslu og heimtar að
ríkisstjómin lesi hana og marki
einhverja stefnu í umhverfismál-
um. Auðvitað mega ráðherrar
ekki vera að því að lesa þá skýrslu
því þeir em svo önnum kafnir á
Alþingi, meðal annars við að tog-
ast á um það, hvað marga stóla
Júlíus Sólnes umhverfismálaráð-
herra megi fá í nýja ráðuneytið.
Þessa skýrslu er lika alltaf hægt
að lesa og í versta falli í flugvél-
inni til útlanda þegar farið er til
funda um umhverfismál þar sem
markmið og leiðir umræddrar
skýrslu em rædd og leita á eftir
alþjóða samkomulagi um að láta
umhverfisvemd hafa forgang í
allri ákvarðanatöku. 1
Nei, hér hefur umhverfisvernd
ekki forgang - því hvernig geta
nokkrir stjórnmálamenn, alþing-
ismenn og almenningur opnað
faðminn og boðið stóriðjuna
velkomna ef umhverfismálin em
í fyrirrúmi. Skilur fólk ekki að
óskirnar um að byggja álver hér
koma ekki eingöngu vegna
ódýru, hreinu orkunnar okkar,
heldur líka vegna þess að víðast
hvar erlendis veit fólk (þar með
talinn almenningur) hvflíkur
mengunarvaldur slík stóriðja er
og vill ekki sjá hana nálægt sér.
Það er þetta fólk sem í örvænt-
ingu leitar að nýjum mörkuðum
þar sem hrein, óspillt náttúra er
ríkjandi og matvæli em framleidd
án hættu á mengun.
Hvernig getur þá nokkmm
dottið í hug að staðsetja álver við
Eyjafjörð um leið og markaðir
fyrir heilsuafurðir svo sem fiski-
afurðir, vatn , já og jafnvel land-
búnaðarafurðina skyr, em að
opnast. Þessum mönnum dettur
greinilega ekkert í hug nema
töfraorðið: stóriðja! -sem verður
ein allsherjar flugeldasýning inn í
íslenskt þjóðfélag - hún stendur
stutt en voðalega verður gaman!
Verst að ekki er hægt að keyra
nema einn bfl í einu (það má þó
alltaf eiga fleiri í skúrnum!), en
þá má alltaf byggja stærra hús
fyrir allt draslið sem hægt er að
kaupa í flugeldasýningunni
miklu!
Hér er ekki spurt hvort við vilj-
um mengandi stóriðju, heldur
brosað blítt og spurt: „elskurnar
mínar, hvar viljið þið hafa hana -
auðvitað eigið þið að ráða, bara
ekki fara , ekki fara, geriðið það
verið þið hjá okkur og svelgið í
ykkur af íslenskri náttúm eins og
þið getið í ykkur látið! Auðvitað
treystum við ykkur, þið vitið allt
um mengun og mengunarvamir
og þótt umhverfið verði pínulítið
súrt, þá gerir það ekkert til því
allt er svo basískt hér að jarðveg-
inn hlýtur að þola það!“
Auðvitað veit enginn eftir 20
eða 30 ár að mengunin í vatninu
sem eyfirsk fyrirtæki hafa selt
með góðum árangri í 20 ár gæti
verið vegna álversins við Eyjafj-
örð, og skrítið með skyrið sem
allir bundu svo miklar vonir við,
af hverju ætli markaðurinn í Am-
eríku hafi hrunið þegar fréttapist-
illinn um álverið í miðju landbún-
aðarhéraðinu var sendur til
milljóna áhorfenda?
Er ekki mál að fara að setja
fingurinn á púlsinn og fara að
hugsa um hvað er á seyði í lífríki
jarðarinnar í dag? Niðurstaðan
gæti orðið : Höfum við íslending-
ar raunvemlega efni á því að taka
áhættuna á að menga eitt blóm-
legasta og hreinasta landbúnað-
arhérað heimsins? Er það skyn-
samleg ákvörðun fyrir hönd
þeirra þúsunda ungra íslendinga,
sem eiga sama rétt til hreinnar
ffamtíðar og við ?
Þegar Guðmunda Andrésdótt-
ir var spurð að því fyrir skömmu,
hvers vegna geómetríska ab-
straktlistin hefði orðið jafn afger-
andi og raun ber vitni á 6. árat-
ugnum, þegar hún var við nám í
Paris, var svarið:
„Við vildum taka þátt í því að
'skapa nýjan heim, hreinan og
kláran, í kjölfar þeirra hörmunga
sem heimsstyrjöldin hafði leitt
yfir Evrópu. Geómetríska ab-
straktmálverkið átti að vera
hreint og klárt og laust við öll
aukaatriði. Það fól jafnframt í sér
visst uppgjör við fortíðina, það
átti að byggja á hreinum og klár-
um forsendum. Bauhaus-
hreyfingin tengdist þessu líka, og
hugmynd Bauhaus-mannanna
um að tengja myndlistina í ríkari
mæli byggingarlist, hönnun á
daglegum brúkshlutum og um-
hverfismótun. Því var það að þótt
abstraktmálverkið hefði ekki fal-
ið í sér neinn beinan boðskap eða
dulda merkingu, þá var það fyrir
okkur þjóðfélagslegt fyrirbæri
sem tengdist því uppgjöri, sem
átti sér stað í samtímanum við
reynslu stríðsáranna.“
Sýning sú, sem Listasafn
Reykjavíkur efnir nú til á verkum
Guðmundu Andrésdóttur spann-
ar yfir 40 ára feril hennar sem
listakonu. Þrátt fyrir erfiðar ytri
aðstæður og mikið mótlæti sem
hún og skoðanabræður hennar í
listinni urðu fyrir á 6. áratugnum,
þá hefur hún haldið áfram ótrauð
allan tímann, þannig að þessi sýn-
ing gefur okkur yfirlit yfir æfistarf
sem sýnir ekki bara óvenjulega
þrautseigju, heldur líka mar-
kvissa rannsókn á möguleikum
abstraktmálverksins út frá þeim
forsendum sem hugmyndafræði-
legir lærifeður ab-
straktmálverksins eins og
Auguste Herbin og Victor Vasar-
ely lögðu fram á 5. og 6. áratugn-
um.
í formála sýningarskrár bendir
Gunnar Kvaran á þá þverstæðu,
að endurtekningin, sem finna má
í verkum hennar Guðmundu
Andrésdóttur, sé jafnframt fors-
enda þeirrar endurnýjunar, sem í
þeim felst. Því í raun megi segja,
að listsköpun Guðmundu sé ein
samverkandi heild, þar sem ekki
sé gengið út frá einangraðri mynd
með upphaf og endi, heldur sé
sérhver mynd aðeins einn tími,
ein athöfn í samfelldu sköpunar-
ferli. Málverk hennar hafi því
engan fast markaðan endapunkt,
heldur haldi þau í sífellu áfram í
næstu mynd.
ÓLAFUR GÍSLASON
Það er einmitt þetta
rannsóknarferli á möguleikum
abstraktmálverksins sem gerir
þessa sýningu Guðmundu athygl-
isverða. í ljós kemur að Guð-
munda hefur í raun aldrei fengið
að njóta sín til fulls á þeim sam-
sýningum, sem hún hefur reglu-
lega tekið þátt í. Gildi verka
hennar felst ekki síst í því samfell-
da ferli sem við sjáum á þessari
sýningu. Og það er einkar athygl-
isvert að sjá, að það er engan
uppgjafartón að sjá í síðustu
verkum hennar, þau bera með
sér ástríðufulla könnun sem er
óvenjuleg af málara á hennar
aldri. En Guðmunda hefur sagt
að myndlistin sé henni eins og
ólæknandi sjúkdómur, sem hel-
taki hana enn, en með misjafn-
lega löngum hléum þó. Og þegar
hún er að því spurð, hvort árang-
urinn af þessari 40 ára glímu
hennar við myndlistargyðjuna sé
í samræmi við það sem til stóð
segir hún:
„Það er einfalt mál, mér hefur
aldrei tekist að gera það sem ég
ætlaði mér í málverkinu. Ég hef
hins vegar komist misjafnlega ná-
lægt því. Starfið að málverkinu er
mér í rauninni mikið kvalræði.
Það má segja að það nálgist það
að vera stöðugur sálarháski. Fólk
sér hins vegar ekki þennan sálar-
háska út úr myndum mínum. Því
finnst jafnvel að þetta séu hlutir,
sem hver og einn geti gert. En
málverkið er samviskuspurning
fyrir málarann. Ég held að það
megi kannski segja að listamenn
séu með nokkrum hætti samviska
síns tíma.“
Þess er að vænta að yfir-
litssýning Listasafns Reykjavíkur
á verkum Guðmundu Andrés-
dóttur eigi eftir að koma mörgum
listunnendum á óvart. Sýningin
verður opnuð á morgun kl. 16.
-ólg
Danskir bókadagar
Dönsk menning verður á dag-
skrá í Norræna húsinu um helg-
ina. í gær var fluttur fyrirlestur
um danska myndlist og menningu
og á morgun, laugardag kl. 16.00
verður kynning á dönskum
bókum frá 1989 í umsjón Keld
Gall Jörgensens lektors. Skáld-
sagnahöfundurinn Helle Stang-
erup mætir og les úr verkum sín-
Á sunnudag kl. 16.00 heldur
Auður Leifsdóttir fýrirlestur um
ævi og störf Tove Ditlevsen.
Á mánudagskvöld kl. 20.30
talar Ole Knudsen, blaðafulltrúi
hjá Gyldendal-bókaforlaginu
um „Tendenser i den danske for-
lagsverden gennem de sidste 5
aar“.
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ