Þjóðviljinn - 30.03.1990, Page 25

Þjóðviljinn - 30.03.1990, Page 25
KVIKMYNDIR Hinn ungi Christy Brown (Hugh O’Connor) fær hér fyrsta bjórsopann hjá föður sínum (Ray McAnally) fyrir að nota vinstri fótinn í fyrsta skipti til að skrifa með. Vinstri fótur Vinstri fóturinn (My ieft foot) Leikstjóri: Jim Sheridan Handrit: Jim Sheridan og Shane Connaughton Framleiðandi: Noel Pearson Aðalleikarar: Daniel Day Lewis, Brenda Fricker, Ray McAnally og Hugh O’Connor Háskólabíó vígir einn af nýju sölunum með sannsögulegri mynd um írska málarann og rit- höfundinn Christy Brown. Myndin, My left foot eða Vinstri fóturinn sem gerð er eftir sjálfs- ævisgöu Christy, vann tvenn Óskarsverðlaun síðastliðinn mánudag. Daniel Day Lewis fékk Óskar fyrir bestan leik í að- alhlutverki og Brenda Fricker sem besta leikkona í aukahlu- tverki. Þó að Óskarsverðlaunin séu ekki alltaf sem bestur mælik- varði á gæði myndar, þá er óhætt að segja að í ár var einstaklega vel valið. Vinstri fóturinn átti svo sannarlega verðlaunin skilið og þótt fleiri hefðu verið. Vinstri fóturinn fjallar í stuttu máli um ævi Christy Brown, frá fæðingu hans í Dublin 1932 og þar til hann hittir tilvonandi konu sína, Mary Carr, 1959. Christy fæðist taugalamaður, hann getur ekki talað og ræður ekki við hreyfingar neins lík- amshluta nema vinstri fótarins. Læknar segja foreldrum hans að hann verði fáviti alla sína ævi, en þau neita samt að setja hann á hæli: „Fyrr í kistuna en á hæli“ segir faðirinn fullur af fjölskyldu- stolti. Svo að Christy elst upp í fátækri, fjölmennri og einstak- lega samheldinni fjölskyldu sem frú Brown stýrir með járnhendi í silkihanska. Það er móðurinni að þakka og ást hennar á bækluðum syni sínum að systkini hans og faðir koma fram við hann eins og fullgildan fjölskyldumeðlim en ekki fávita. Og það er náttúrlega þessari ómótstæðilegu fjölskyldu að þakka að Christy sigrast á fötl- un sinni og tekst að gera sig skiljanlegan. Þaðan liggur skrykkjóttur vegur upp á við til frægðar og frama. Það væri ákaflega auðvelt að gera dæmigerða grátmynd eftir þessari sögu. Sigur Christy á fötl- un sinni býður upp á fjölmargar átakanlegar nærmyndir. En myndin jaðrar aldrei nokkurn tímann við að vera væmin. f stað þess er hún fyndin og hlý og af- skaplega áhrifamikil. Daniel Day Lewis er eins og kamelljón, skiptir um lit í hverju hlutverki, (nægir að minna á uppstoppaða aristókratann í Herbergi með útsýni og kvenna- manninn ómótstæðilega í Óbæri- legum léttleika tilverunnar), og í hlutverki Christy sýnir hann á sér enn eina hlið. í vinstri fætinum tekst Lewis ekki aðeins að sýna manninn á bak við fötlunina, heldur tekst honum að gera hann blátt áfram sexí, sem manni finnst að hljóti að vera ómögu- legt. Enda fellur Mary Carr fyrir honum um leið og hún hittir hann, ekki af meðaumkun heldur vegna þess að hann er greinilega ástríðufullur og gáfaður maður og þetta getur hann bara sýnt með vinstri fætinum, sem fær mann til að velta því fyrir sér hvort allt hitt sé aðeins hjóm!! Leikaraval hefur á heildina litið tekist með afbrigðum vel og undir leikstjórn Sheridans verða allir óaðfinnanlegir, þó eiga þau sérstakt lof skilið Hugh O’Conn- or sem leikur Christy ungan og Brenda Frickan sem leikur móð- ur hans. Allt í allt er ekki hægt annað en að hrópa þrefalt húrra fyrir Vinstri fætinum og láta þar við sitja. Þó verð ég að finna að einu í sambandi við hvernig sýningu myndarinnar er háttað. Háskóla- bíó klippir að sjálfsögðu myndir í tvennt með hléi eins og önnur kvikmyndahús á íslandi, enda er löngu sannað að landinn verður að fá popp og kók á klukkutíma fresti, svo að ég er ekkert að ergja mig yfir því. Hinsvegar ætla ég a ergja mig yfir hvar klippt er í sundur. Hléið kemur í hádramat- ísku atriði, eiginlega í eina skiptið sem Christy gerir uppreisn gegn fötlun sinni. Það er mikill tilfinn- ingahiti í þessu atriði og klipping- in dregur úr áhrifunum. FLÍSAR Ný sending af glœsilegum flísum á gólf og veggi. Mikið úrval ATH: Eigum afganga á niÖursettu verði frá því Stórhöfða 17 við Gullinbrú - sími 67 48 44 Kómískur kvendjöfull Ævi og ástir kvendjöfuls (She-Dcvil) Leikstjóri: Susan Seidelman Framleiðandi: Susan Seidelman og Jonathan Brett Handrit: Barry Strugatz og Mark R. Burns Aðalleikarar: Meryl Streep, Rose- anne Barr og Ed Begley Jr. Margir hafa eflaust lesið bók Fay Weldon um ævi og ástir kvendjöfuls og enn fleiri muna eftir bresku sjónvarpsþáttunum sem gerðir voru eftir bókinni og ríkissjónvarpið sýndi hér fyrir u.þ.b. tveimur árum. Nú er kom- in amerísk útgáfa í leikstjórn Sus- an Seidelman (Desperately seek- ing Susan) sem á lítið skylt við fyrrnefnda bók. Fyrir þá sem hvorki kannast við bók né þætti er þetta ágætis afþreying, en þeir sem hafa ann- aðhvort lesið eða séð fyrri útgáfu verða líklega fyrir vonbrigðum. Hefnigjarni kvendjöfullinn er SIF GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM KVIKMYNDIR orðinn hálfgerður trúður, alls ekkert ægileg, myndin endar vel á amreríska „happy end“ vísu, kvendjöfullinn fyrirgefur öllum allkt og segir að lokum afskap- lega umburðarlynd að fólk geti breyst. Öðruvísi mér áður brá. í örstuttu máli er þetta mynd um konu, Ruth, sem leikin er af Roseanne Barr, sem hefnir sín á kvensömum manni sínum, Bob - Ed Bogley, og ástkonu hans Ruth (Roseanne Barr) Bob (Ed Begley, Jr.) og Mary (Meryl Streep hittast í fyrsta skipti. skáldkonunni Mary Fisher sem Meryl Streep leikur snilldarlega, með því að gera ævintýralegt líf þeirra helvíti líkast. Hún sendir á þau frek börn og drykkfellda móður, og að lokum setur hún eiginmanninn í fangelsi fyrir svindl. Þar með er draumurinn búinn og myndin sömuleiðis. Roseanne Barr er í þessari mynd að þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu, en hún skemmtir okkur á mánudagskvöldum í sjónvarpinu ásamt fjölskyldu sinni, og í hreinskilni sagt held ég að hún ætti að láta sjónvarpið nægja, hún hefur að minnsta kosti ekki nægilega breidd til að koma kvendjöflinum til skila. Ed Begley kemst skammlaust frá sínu hlutverki sem lyginn kvennabósi en senuþjófurinn er tvímælalaust Meryl Streep sem leikur hér gamanhíutverk í fyrsta skipti og vonandi ekki síðasta. Hún er geysilega fjölhæf leik- kona en það þarf meira en hana til að lyfta kvendjöflinum upp úr meðalmennskunni. Laugarásbíó Ekið með Daisy ★★★★ Nú er þessi mynd búin aö raöa á sig Ósk- arsverðlaunum og ekki að ástæðulausu. Jessica Tandy og Morgan Freeman leika af innlifun eftir stórskemmtilegu handriti. Eigum við að segja hugljúf mynd sem eng- inn ætti að missa af? / Sif. Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHUS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1990. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð í síðasta iagi 20. apríl 1990. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: Ölfusborgum Húsafelli í Borgarfirði Svignaskarði í Borgarfirði lllugastöðum í Fnjóskadal Vatnsfirði, Barðaströnd Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri Flúðum Miöhúsum, Biskupstungum Aöeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeirsem ekki hafa dvaliðsl. 5ár í orlofshúsum átíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 18. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 5. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð. Ekki verðurtekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.