Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 4
Páll Halldórsson er á beininu Munum leita réttar okkar fyrir dóm- stólum Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta fram- kvæmd nýs launaliðar hjá BHMR sem taka átti gildi um næstu mánaöamót hefur valdið gífurlegri óánægju hjá BHMR-félög- um. í vinnustaðasamþykktum einstakra félaga er þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar nefnd valdníðsla og aðför að frjálsum samningsrétti. Til að forvitnast um viðhorf formanns BHMR til þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar tókum við Pál Halldórs- son á Beiniö. Mynd: Ari. að hjálpa honum til þess með einu né neinu. Telurðu að einhver von sé til þess eftir fund ykkar með ráð- herrunum í Stjórnarráðinu á þriðjudag? Lengi skal manninn reyna. Samninganefnd hefur falið við- ræðunefnd sinni að leita leiða til að opna málið á ný. Hver er hugur ykkar til for- ystu BSRB og ASÍ þegar Ijóst er að samningar þeirra gerðu ykk- ar samning að engu? Þeirra samningur gerði ekki okkar samning að engu. Eg fellst ekki á þá skýringu. Þeir gera auð- vitað sína samninga sem þeir hafa fulla heimild til og við gripum að sjálfsögðu ekkert þar inní. Þeir geta látið standa í sínum samning- um það sem þeir vilja og þeir eru væntanlega að vinna að heill sinna félagsmanna eins og þeir telja að þeir geri það best. Eg get heldur alls ekki fallist á það að þeir hafi samið um það að við fengjum ekki þessar hækkanir. Rikisstjómin hefur hinsvegar reynt að grípa þetta sem hálmstrá en það breytir engu. Hinsvegar þætti mér allavega hart að sitja undir því, ef mér yrði borið það á brýn, að eitthvert annað stéttarfé- lag fengi ekki sínum samningi framgengt vegna þess að ég hefði krafist þess, eins og ríkisstjómin gefur í skyn að Alþýðusambandið hafi gert. Eg hef hinsvegar ekkert heyrt um það ffá Alþýðusam- bandinu sjálfu og hef enga ástæðu til að ætla það. Og samninga- nefndin hefur ákveðið að leitað verði samstöðu með þessum sam- tökum og aðildarfélögum þeirra til vamar samningsréttinum. Að lokum Páll, hvað hef- urðu í laun? Ætli ég hafi ekki hjá rikinu eitthvað um 90 þúsund krónur á mánuði. -grh Afhverju eigið þið að fá meiri kauphækkun en aðrir hafa fengið? Við eigum að fá þann samn- ing sem gerður hefúr verið við okkur. Það er svoleiðis í þessu landi að menn hafa samningsrétt. Við gerðum kjarasamning um það að fá leiðréttingu miðað við aðra háskólamenn í landinu sem starfa á almennum markaði. Þennan samning eigum við að fá. Fólk á lægstu töxtunum hefur samið um nánast ekki neitt í þeirri von að hægt verði að ná verðbólg- unni niður og koma á efnahags- Iegum stöðugleika. Er þá ekki eölilegt að þið axlið einhverjar byrðar líka? Við höfum axlað byrðar í gegnum tíðina hvað þetta varðar. Við höfum í sjálfu sér tekið þátt í leiðangrum sem famir hafa verið gegn verðbólgunni. Aðalatriðið í þessu sambandi er að hér er um að ræða gamalt efni sem við höf- um verið að berjast fyrir svo lengi sem okkar samtök hafa starfað. Nú þegar við loksins náðum þess- um samningi sem kostaði sex vikna verkfall í fyrravor, útgöngu kennara 1985, verkfoll margra fé- laga 1987, þannig að þetta er búin að vera langvinn barátta, þá er rokið upp með enn eina þjóðar- sáttina sem ástæðu til þess að rífa þetta af okkur enn einn ganginn. Þetta er ekki í fyrsta skipti því fyrir Kjaradómi var alltaf bent á slík atriði úti í þjóðfélaginu til þess að svipta okkur þeim leið- réttingum á launum sem við átt- um rétt á. Hagfræðingur ASI lýsti því yfir í 1. maí ávarpi sínu í Kópa- vogi að ef þið fengjuð ykkar iaunahækkun yrði núll-lausnin að engu. Jafnframt því sem þeir myndu krefjast hins sama fyrir sína félagsmenn. Eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar ekki skiljan- leg í því Ijósi? Ég hef engar áhyggjur af því þó að laun félaga í ASI hækki. Ég er einnig mjög andvígur þeirri greiningu sem iiggur þama að baki hjá hagfræðingi ASI að und- irrót verðbólgu og undirrót efna- hagsvandans hér á landi séu laun- in. Ef maður horfir til annarra landa og horfir til þess hver Iaunakjör em hérlendis, þá finnst mér það hlálegt að halda þessu fram og sorglegt að það skuli vera gert af hagfræðingi Alþýðusam- bands íslands. Máttuð þið ekki reikna með því að ríkisstjórnin sæi sér leik á borði og slægi þessum hækk- unum á frest þar sem 1. grein samningsins er opin í báða enda eins og margir félagsmenn ykk- ar vöruðu sterklega við þegar samningsdrögin lágu fyrir í fyrravor? Þessi grein er ekkert opin í báða enda. Það tók marga daga að semja um efni hennar og við höfðum flokk af lögfræðingum til að skoða hana. Það var tekist á um þessa grein og hún tók breyt- ingum á meðan. Það var ekki fyrr en okkar fæmstu menn vom bún- ir að gefa grænt ljós á hana sem samninganefndin samþykkti hana. Það var alveg klárt mál að við ætluðum ekki að skrifa uppá. samning sem fæli í sér eitthvað slíkt. Var það ekki algjört gláp- ræði af ykkar hálfu að faliast á þau býti eitt skipti enn að sætt- ast á að launahækkanir yrðu samkomulagsatriði eftir að samningar voru gerðir? Við náðum ekki samkomulagi við ríkið um það hvert leiðrétting- artilefnið væri. Við höfðum hins- vegar skýrar hugmyndir um það sem við náðum ekki samkomu- lagi um við ríkisvaldið. Það hefði auðvitað verið miklu betra að semja um það að þessi munur væri svo og svo mikill en það náðist ekki fram. Við þær aðstæð- ur sem þama voru komnar upp og það hvemig samningurinn var að öðm leyti, að könnun sem fram færi, myndi leiða sannleikann í ljós og yrði þar með tilefni til launahækkana. Þó svo að við- semjandi okkar segist ekki vera lengur „með” þá vil ég ítreka það að hann er bara einn af tveimur viðsemjendum og þannig ganga hlutimar einfaldlega ekki fyrir sig. Þegar við gemm samninga em báðir aðilar bundnir af þeim. Hvernig ætlið þið að bregð- ast við þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að fresta fram- kvæmd nýs launaliðar sem átti að taka gildi um næstu mánaða- mót? Það eina sem hefur gerst er það að ríkisstjómin hefur sagt að hún ætli ekki að vera með. Að hún ætli sér ekki að standa við samning sem var gerður og sem hún stóð öll að. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál út af fyrir sig vegna þess að það gerir þessa menn ótrúverðuga í allri um- gengni. Það er ekkert þægilegt að setjast fyrir framan menn sem segja síðan: „Við meintum ekkert með þessu”. En eins og ég sagði áðan þá er ég sannfærður um að þessi samningur og samningstext- inn heldur. Við munum sækja þetta eftir þeim jeiðum sem lög og reglur gera ráð fyrir. Við höf- um ákveðið að vekja athygli Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar á ákvörðun ríkisstjómarinnar. Einnig em í samningnum ákveðin ákvæði um það hvemig taka skuli á ágreiningi. Þannig að það er al- veg klárt hvemig við getum tekið á þessu. Auk þess höfum við þessi ským viðbrögð félagsmanna okk- ar sem fundurinn i Bíóborginni ber vitni um og aðdáunarvert hversu margir af félögum okkar komu á fundinn sem var ákveðinn nánast undirbúningslaust. Við- brögðin em það skýr að viðsemj- andi okkar, ríkið, veit vel við hvaða hóp er að etja. Hann hefur reynslu af þessum hóp og hann ætti að fara að láta sér skiljast að hann kemst ekkert undan okkur. Samninganefndin hefur ákveðið að setja á stofn aðgerðanefndir til að samræma aðgerðir félaganna. Er ekki staða ykkar til að grípa til aðgerða veik á þessum árstíma þegar t.d. kennarar eru í sumarfríi sem báru hitann og þungann af verkfallsbaráttunni í fyrra ásamt öðrum? Það var nú einhvem tíma sagt að allir tímar væm erfiðir þegar kæmi að því að slást fyrir kaup- i og kjömm. Það er auðvitað al- veg rétt að á þessum árstíma em menn misvel við látnir. Kennarar ekki í skólunum og fólk er farið að fara í sumarleyfi og annað eft- ir því. Þær leiðir sem ég nefndi em hinsvegar allar fyrir hendi og þó að það séu sumarfrí núna þá reiknar vinnuveitandinn væntan- lega með því að starfsmenn hans komi einhvemtíma aftur til vinnu að loknu fríi. Þannig að þetta er ekki spuming um daga eða vikur. Við emm að beijast fyrir samn- ingi sem er búinn að vera okkur dýrkeyptur og við tökum okkur aílan þann tíma sem við teljum okkur þurfa til að ná honum. Má þá búast viö aðgerðum þegar haustar? Ég vil ekkert fullyrða um það og ég ætla bara að vona að ekki þurfi að koma til eins né neins. Ég ætla að vona að viðsemjandi okk- ar sjái að sér og að það þurfi ekki 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.