Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 16
Við getum ekki tára bundist! Mark Schiallaci leysir vandamál Suður-Italíu. I Napolí sprettur kárt lindar- vatn úr hverjum krana. Mafí- ósarnir gefa sig fram í þús- undatali. Storkið blóð heilags Gennaros og Langbarðabanda- lagsins fer að renna á ný. Bygg- ingaverkamennirnir 24, sem fórust við byggingu knatt- spyrnuleikvanganna fyrir heimsmeistarakeppnina, rísa úr gröfum sínum syngjandi „O sole mio”. Og íþróttafréttarit- ari Sjónvarpsins talar tungum, þar á meðal rétta ítölsku. Þannig hófst með flennifyrir- sögn á baksíðu dagblaðsins L'Unitá frásögn af sigurleik Italíu yfir Austurríki síðastliðinn sunnudag. Baksíða blaðsins var reyndar prentuð á hvolfi, til þess að undirstrika, að hún væri und- anskilin ritstjómarábyrgð blaðs- ins, sem er flokksmálgagn ítalska kommúnistaflokksins. Það er gríniðja flokksins sem ber ábyrgð á tveim öftustu síðum blaðsins um þessar mundir, en þær eru prentaðar undir yfirskrifíinni C- Hlutdeild í eilífðinni UROE-Mundial, en CUROE er annars sérstakt grínblað sem fylg- ir með mánudagsútgáfú L'Unitá. Blaðaukinn er í senn skemmtilegt sýnishom ítalsks gálgahúmors og vettvangur meinlegra og oft djúp- viturra athugasemda um atburði líðandi stundar. Sigur lítilmagnans Tilvísunin í hið storknaða blóð heilags Gennaros og Lang- barðabandalagsins þarfnast frek- ari skýringar fyrir íslenska les- endur: Heilagur Gennaro er vemdardýrlingur Napólíborgar, og er storkið blóð hans varðveitt í kirkju dýrlingsins. Einu sinni á ári gerist það kraflaverk, að blóðið verður fljótandi, og ber það ávallt upp á helgidag dýrlingsins. Lang- barðabandalagið er hins vegar ný- stofnaður flokkur aðskilnaðar- sinna í Lombardíu, sem riðlaði flokkakerfinu í síðustu sveitar- stjómarkosningum í héraðinu, og hlaut um 20% atkvæða. Lang- barðabandalagið vill helst segja sig úr lögum við þá Ítalíu sem byrjar í Róm og endar í Siracusa. Flokkurinn hefur líka haft það á stefnuskrá sinni að vísa öilum „ólöglegum” innflytjendum um- svifalaust úr landi, einkum þeim 800 þúsund Afríkubúum sem taldir eru dvelja hér á Ítalíu án til- skilins dvalar- eða atvinnuleyfis. Þessir innflytjendur hafa sótt hingað í auknum mæli síðari ár og stunda hér illa launuð og erfið störf án þess að njóta þeirra al- mennu mannréttinda sem tilskilin em launafólki hér á landi. Sigur Kamerún yfir Argent- ínu í upphafsleik heimsmeistara- keppninnar var ekkj síst kærkom- inn fyrir- þennan réttindalausa minnihlutahóp hér á Italíu, sem mátt hefur mæta aðkasti og kyn- þáttafordómum síðustu árin. Hér í Riccione sáust blökkumenn áka sigrihrósandi um götumar eftir leikinn og þeyta bílflautur og veifa þjóðfána Kamerún. Jafntefli Egypta við Hollendinga i Pal- ermo í gær vakti reyndar svipuð viðbrögð, og eru knattspymu- menn hér nú famir að tala með virðingu um Afríkuríki sem knattspymulönd. Nýir barbarar Hér í Porto Verde fylgjumst við með heimsmeistarakeppninni á stómm 2x2m sjónvarpsskermi á veitingahúsi Kapteins Italo, og það fer ekkert á milli mála hér, hvaða lið hafi sýnt bestan leik til þessa. Sigurleikur Itala yfir Aust- urríki var hreint augnayndi, jafn- vel fyrir þá sem ekkert vit hafa á knattspymu, eins og undirritaður. Leikur Þjóðverja gegn Júgóslöv- um þótti einnig tilþrifamikill, en á hann féll skuggi skrílsláta, sem vesturþýskir heimsmótagestir stóðu fyrir í Mílanó, Veróna og við Gardavatnið fyrir leikinn. Al- varlegust urðu átökin á Dóm- kirkjutorginu í Mílanó, þar sem „hinir nýju barbarar” eins og þeir em gjaman kallaðir í pressunni hér, lögðu til atlögu við allt sem fyrir var, búðarglugga, strætis- vagna og vegfarendur, einkum þó lögregluna, sem átti í vök að verj- ast og beitti bæði skotvopnum og táragasi. Önnur eins átök hafa ekki orðið í Mílanó síðan á tímum stúdentauppreisnarinnar i lok 7. áratugarins. Um 60 óeirðaseggir vom handteknir og hafa flestir þegar fengið dóm frá nokkmm mánuðum upp í tveggja ára fang- elsi. Flestir þurfa þó ekki að af- plána dóminn, en em sendir heim með skömm, en nokkrir fá að sitja inni á meðan á heimsmeistara- mótinu stendur. Sendiherra V-Þýskalands hef- ur beðist afsökunar á framferði landa sinna, en óeirðaseggimir vom ekki allir á því að láta ítalska réttarkerfið buga sig. Þannig sagði einn óeirðaseggjanna, sem Iá með sundurskorinn fótinn á borgarsjúkrahúsinu í Mílanó eftir að hafa sett hann í gegnum búðar- glugga á Dómkirkjutorginu: „ítölsku löggumar em hreint út sagt hlægilegar. Þær höfðu sagt okkur að við gætum ekki hagað okkur hér eins og við væmm heima hjá okkur. Við tókum þær í kennslustund. Allur heimurinn fylgist nú með okkur, og hann verður að skilja að við emm sterkastir.” Verkfall gegn vínbanni „Ofbeldið” sem fylgir knatt- spymunni hefur orðið mönnum umhugsúnarefni. Yfírvöld hafa bmgðist við vandanum með tvennu móti: stórefldri löggæslu og vínbanni í keppnisborgunum 12 þá daga sem leikið er. Slík ráð- stöiún þykir fáheyrð í því mikla vínlandi, sem Italía er, og hefur valdið mikilli gagnrýni. Enda mun það mála sannast að þeir sem á annað borð em staðráðnir í að misnota áfengi gera það án tillits til vínbannsins. Þannig höfðu þýsku gestimir komið með birgð- ir af þýskum bjór með sér til Mílanó, og barþjónar seldu bjór- dósir undir borðið á íjórfoldu verði. Þeir sem hins vegar em vanir að drekka sinn Qórðung eða hálfpott með matnum máttu súpa vatn og sama gildir um hefð- bundna bargesti sem neyta áfeng- is í hófi. Veitingahúsaeigendur í Róm hafa nú hótað 5 daga verk- falli til þess að mótmæla vínbann- inu. Ymsir hafa orðið til þess að reyna að skýra þetta að því er virðist tilefnislausa og tilgangs- lausa ofbeldi. í dagblaðinu La Repubblica var því haldið fram í ritstjómargrein að Ieita yrði sál- rænna skýringa, enda kæmu þessi ólæti ekki knattspymunni við sem slíkri. Hins vegar væri búið að blása upp slíkt vcður i kringum þetta mót í fjölmiðlum, að áhorf- endur fengju það á tilfinninguna að þeir væru þátttakendur i heimssögulegum viðburði. Hóp- stemmningin myndaðist síðan þegar gestimir væru komnir í framandi borgammhverfi, sem þeir uppliíðu sem fjandsamlegt. Fram kæmi sterk þörf innan hóps- ins til þess að lála til sín taka, helst áður en sjálfur Ieikurinn hæfist. Óeirðaseggimir fengju það á lilfinninguna að þeir gætu orðið þátttakendur eða gerendur í sögulegu uppgjöri, eins og fram kom í máli stráksins á sjúkrahús- inu. „Augu alls heimsins beinast að okkur, og hann verður að skilja að við emm sterkastir.” Þótt ekki sé nema um blint ofbeldi að ræða gegn búðargluggum, strætisvögn- um, ljósastaumm og því sem fyrir verður, þá finnist óeirðaseggjun- um sem þeir séu orðnir þátttak- endur í mótun sögunnar, og fái þannig útrás fyrir þá miklu van- máttarkennd og tóm, sem þeir búa við í daglegu lífi hversdagsins heima fyrir. Hið óbærilega tóm Rithöfundurinn Alberto Mor- avia skrifar grein um heimsmeist- aramótið í dagblaðið Corriere della Sera í dag. Þar tekur hann nokkuð annan pól í hæðina. Hann segir sem svo: Fótboltinn uppfyll- ir tómið, sem óhjákvæmilega skapast í massasamfélagi nútím- ans. Hvers eðlis er svo þetta óbærilega tóm, sem náttúran hat- ar? Jú það er tóm hins klára skiln- ings og upþlýsingar í siðmenn- ingu fjöldans. Tóm sem áður fyrr var fyllt með trúarhátíðum og trú- arathöfnum, fyrir tíma fjöldasið- menningarinnar. Með iðnbylting- unni breyttist allt, líka hátíða- höldin sem uppfylltu tómið. Bylt- ingar, harðstjómir til hægri og vinstri og tvær heimsstyrjaldir hafa fært okkur þessa siðmenn- ingu Ijöldans, sem hefúr kostað ómældar fómir. Við getum ekki tekið hana fyrir annað en það sem hún er: I þessari siðmenningu fjöldans verður knattspyman ekki bara leikur að bolta, heldur upp- hefur leikurinn sjálfa söguna og gefur áhorfendunum tilfinningu fyrir hlutdeild í Paradís eða eilífð- inni. Hér eru ekki hin raunveru- legu efnahagslegu og menningar- legu rök og orsakavaldar sögunn- ar að verki, sagan er þvert á móti víðs íjarri í sjálfum Ieiknum. Þetta megi ekki síst lesa út úr þeirri umfjöllun sem leikurinn fái í fjölmiðlum, þar sem yfirdrama- tíseringu sé beitt til hins ýtrasta og hetjumar ýmist hafnar til skýja eða dregnar í svaðið. Síbyljan í fjölmiðlunum gangi öll út á þetta með þeirri dramatík, sem búin sé tií, ekki bara í kringum leikmenn- ina, heldur líka dómarana, þjálf- arana, liðstjórana, styrktaraðilana og alla þá miklu maskínu, sem búin hefúr verið til í kringum knattspymuna. Allt beri þetta ein- kenni þess hugarástands sem líkja megi við trúaræsing eða trans, er nái hámarki í hegðun hooliganana og „hinna nýju barbara” sem svo eru kallaðir. Moravia segir að á meðal knattspymuaðdáendanna sem fylgja liðum sínum borg úr borg, og kallaðir em „tifosi” á ítölsku, ríki ástríður sem hafi í raun ósköp lítið með knattspymu eða íþróttir yfirleitt að gera. Þetta eigi við þegar „keppnisandinn” blandist þjóðemishyggju, lókalpatríót- isma, kvenfyrirlitningu og kyn- ferðislegri eða annarri bælingu, félagslegri eymd. Þessi blanda geti orðið með svo ólíku móti að fótboltaæðið verði í raun óskilj- anlegt. Það sé einfaldlega með- tekið sem eðlilegur hluti knatt- spymunnar sem félagslegs fyrir- bæris. HM um alla eilífö Moravia endar grein sína á að benda á að þrátt fyrir allt um- stangið, þá breyti fótboltinn ekki sögunni. Hins vegar megi hugsa sér framlengingu á þeirri hlut- deild sem hann gefi í eilífðinni með því að framlengja heims- meistaramótið um alla eilífð. Verst væri hvað slík eilífð yrði róstursöm og fyrirhafnarmikil. Þess er að vænta að flestir hafi fengið sig fullsadda af leiknum um boltann hvíta þegar yfir lýkur, en mótið mun standa með linnu- lausum sjónvarpsútsendingum og fréttasíbylju I rúman mánuð eða allt til 8. júlí. Er ekki síst um að ræða að þctta bitni á almennu fjölskyldulífi, þar sem allt snýst um sjónvarpið í enn ríkari mæli en ella, oft til skapraunar fyrir húsmóðurina, sem virðist eins og utangátta i þessari eftirsókn eftir hlutdeild í eilífðinni. Frá Ólafí Gíslasyni fréttaritara Þjóðviljans I Porto Verde 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.