Þjóðviljinn - 15.06.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Side 5
'UV\Crnr TT^ A TT^Hpr|tT¥3 rUijl U IJAvr^r tv wtj I I 1 rv Parísarsáttmálinn Islenska tillagan of róttæk Arsfundi Parísars^ttmálans lauk í gær. Tillaga Islendinga um að rfld, sem hyggjast setja upp starfsemi sem getur verið mengunarvaldandi, yrðu skylduð til að hafa samráð við aðrar þjóð- ir áður en ákvörðun er tekin, var ekki samþykkt og þótti flestum aðildarríkjum hún ganga of langt. í stað hennar var tekin upp og samþykkt ályktun sem samþykkt var í mars á ráðstefnu ríkja við Norðursjó sem fjallar um sama efni. Þar er hins vegar gert ráð fyrir að viðkomandi ríki dæmi sjálf um hvaða þjóðir þurfi að fá upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi. í samþykktinni er það orðað svo að samráð sé nauðsynlegt við öll önnur aðildarríki „sem líkleg eru til að verða fyrir merkjan- legum áhrifum“ af starfseminni. Liggi vatnasvæði ríkja saman er skylt að hafa samvinnu og tryggja að mengunarhætta sé rannsökuð að fullu áður en ákvörðun er tekin. Jörgen Henningsen, formaður Parísarsáttmálans, sagði í samtali við Þjóðviljann að ef upp kæmu deilur um upplýsingaskyldu þessa skæri ársfundur sáttmálans úr þeim og óski einhver ríki eftir sérstökum upplýsingum um starf- semi sem hugsanlega getur valdið mengun er skylt að verða við því samkvæmt ályktun sáttmálans frá árinu 1988. Umræður um íslensku til- löguna tóku fjóra tíma og áður en Norðursjávarályktunin var sam- þykkt bættu íslendingar við aukagrein við tillögu sína þar sem kveðið var á um að aðeins væri átt við endurvinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang. Það dugði þó ekki til. Að sögn Magnúsar Jóhannes- Mógilsármálið Var stjómin aldrei til? Athugasemd Jóns Gunnars Ottóssonar Vegna fréttar í Þjóðviljanum í gær þar sem stjórn Rannsóknastöðvar Skógræktar ríksins að Mógilsá lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun land- búnaðarráðherra að leysa for- stöðumann hennar frá störfum vill sá sem í hlut á, Jón Gunnar Ottósson gera eftirfarandi at- hugasemd: Ég vil lýsa furðu minni á þessari yfirlýsingu stjórn- ar Rannsóknastöðvarinnar til stuðnings aðgerðum ráðherra. Aðalinntakið í þessari yfirlýsingu er að þeir lýsa því yfir að þær breytingar sem ráðherra ætlar að gera á stöðinni væru bara staðfe- sting á óbreyttu fyrirkomulagi. En ein af aðalbreytingunum sem ráðherra er að gera er að hann er að leggja þessa sömu stjórn nið- ur. Að lokum vill Jón Gunnar benda á hverjir það eru sem sitja í þessari stjórn og skrifuðu undir: Það er ráðuneytisstjóri landbún- aðarráðuneytisins, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, formaður Skógræktarfé- lags Islands, Skógræktarstjóri sit- ur í þessari stjórn og einn starfs- maður Skógræktar ríksins. Eru þessir menn virkilega hlutlausir? -grh sonar siglingamálastjóra fékk til- lagan í lokabúningi nokkurn hljómgrunn meðal aðildarríkja sáttmálans en aðeins Danir, írar og Norðmenn lýstu yfir beinum stuðningi. „Ef við hefðum haft meiri tíma hefðum við líklega náð lengra því fjölmenn ríki voru hlynnt þessu. Það eru ágætir möguleikar á að ná meiru fram á næsta ársfundi,“ sagði Magnús. Á fundinum voru bomar fram fyrirspurnir til Breta um hvað væri hæft í fréttum um að til stæði að auka starfsemi endurvinnslu- stöðvarinnar fyrir kjamorkuúr- gang í Dounreay. Magnús sagði Samningar tókust um fimm- leytið í fyrrinótt á milli Slcipnis félags langferðabflstjóra og viðsemjenda þeirra. Þar með var áður boðuðu fimm daga verk- falli aflýst rétt áður en verkfalls- verðir félagsins áttu að koma til starfa. Að sögn Magnúsar Guð- mundssonar formanns Sleipnis bresku sendinefndina hafa gert grein fyrir starfseminni þar og þegar spurt hefði verið eftir samningum við önnur ríki um endurvinnslu í Dounreay hefðu svörin verið á þá leið að allt slíkt væri á athugunarstigi ennþá og engin ákvörðun hefði verið tekin. Verði það gert hafa íslending- ar, sem aðrar þjóðir, heimild til að fá um það allar upplýsingar samkvæmt ályktuninni frá 1988 sem áður er getið. Á ársfundinum var m.a. einnig samþykkt að draga mjög úr leyfðri notkun mengunarvald- andi efna við framleiðslu á trjá- og pappírskvoðu og við fram- eru þetta nauðungarsamningar en samið var á sömu nótum og ASÍ og VSÍ sömdu um fyrr í vet- ur. Magnús sagðist ekki vera sátt- ur við þessa samninga en þó feng- inn að eitthvað skuli vera komið í höfn. Þá fengu bflstjórarnir um 1500 krónur í matarpeninga á dag en engar upphæðir tilgreindar í samningnum um fatapeninga leiðslu á rafhlöðum sem inni- halda kvikasilfur og fleiri hættu- leg efni. Þá var samþykkt að setja ákveðna takmörkun á mengun frá verksmiðjum sem menga and- rúmsloftið með klór-alkalí efna- samböndum og á því marki að vera náð árið 1996. Stefna á að því að leggja niður alla slíka starf- semi sem notar kvikasilfurstækni við framleiðslu um leið og kostur er, í síðasta lagi árið 2010. Fundurinn ályktaði einnig um eýðingu PCB og var samþykkt að allt PCB skuli vera tekið úr notk- un í löndum sem liggja að Norðursjó fyrir árið 1995 og í allra síðasta lagi árið 1999. ísland þeim til handa. Magnús sagðist búast við því að fram færi allsherjaratkvæða- greiðsla um samninginn á skrif- stofu félagsins. Hann bjóst við að hún mundi standa yfir í hálfan mánuð þar sem margir bflstjórar eru dreifðir víðs vegar um landið í sinni vinnu á þessum árstíma. -grh gekkst einnig undir þessa sam- þykkt. Ástæðan fyrir því að öll aðildarríkin gangast ekki undir þessa samþykkt, m.a. Portúgal, Spánn og írland, er sú að sögn Henningsens, að þessi ríki þurfa tíu ár til viðbótar til að tryggja örugga eyðingu á efninu. -vd. Vegagerð Jarðgöng á kostnað slítlags Vegaframkvæmdir uppá 4.543 miljónir Vegaframkvæmdir eru hafnar út um allt land og til þeirra eru áætlaðar 4.543 mijjónir. Að sögn Eymundar Runólfssonar verk- fræðings hjá Vegagerð rikisins, er umfang framkvæmda nú svip- að og verið hefur undanfarin ár. Hins vegar hefur sú breyting orð- ið að mikill hluti pcninganna fer til jarðgangagerðar, sem ella hefðu farið í að leggja bundið slit- lag á vegi. Eymundur sagði að bundið slitlag hefði verið komið upp í 300 kflómetra á ári, en í fyrra hefðu það verið 160 kflómetrar og er nú komið niður í 108 kflómetra. „Það hægist svo á þessum fram- kvæmdum vegna jarðgangagerð- ar,“ sagði Eymundur. Til gerðar nýrra þjóðvega fara nú um 2 miljarðar króna, en minna fer í viðhald. Meðal framkvæmda á suðvest- urhorninu má nefna að framhald verður á rannsóknum á vegteng- ingu yfir Hvalfjörð og klæðning verður sett á 6 kflómetra á Þing- vallavegi. Þá verður sett klæðning á 2 km kafla á Meðal- fellsveg. Brú verður löguð yfir Kópavogslæk, undirgöng við Fíf- uhvammsveg, umferðarbrú á Arnarnesveg og gatnamóta- mannvirki á Arnameshæð. Á Reykjanesbraut verður afrétting slitlags með malbiki á 19 km kafla. -ns. FJtflnwnni var á baráttufundi BHMR-félaga í Bíóborginni í gær þar sem mótmælt var harðlega gerræðis- legum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar að ákveða einhliða.að fresta framkvæmd nýs launaliðar BHMR sem taka átti gildi um næstu mánaðamót. Mynd: Ari. Sleipnir Verkfalli afstýrt Formaður félagsins: Þetta er nauðungarsamningur Sjávargrœnmeti Japanir vilja ísienskan þara Óvíst hvort afviðskiptum getur orðið vegnafíókinnar vinnsluog skorts á fjármagni Sjávarútvegsstofnun há- skólans, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fyrirtækið Morgunn hafa í sameiningu feng- ið úthlutað 600.000 króna styrk frá Rannsóknaráði ríkisins til þess að kanna möguleika á að selja stórum matvælahring í Jap- an íslenskan þara. Japanir eru mjög sólgnir í þang, eins og flestar Asíuþjóðir, og brúka það í flestar máltíðir að sögn Arnar D. Jónssonar for- stöðumanns Sjávarútvegsstofn- unar. Þeir flytja inn árlega mikið magn af þangi og það er verðlagt allt frá 10 krónum fyrir kflóið upp í 3000 krónur. Verðið fer eftir tegund og vinnsluaðferð. Japanir drekka litla mjólk og næringar- efnin í þangi koma á vissan hátt í stað hennar. Fyrirtækið Morgunn er í eigu tveggja manna sem einnig eru hluthafar í Gott fæði sem verslar með morgunverðarkorn og fleira. Það var markaðskönnun þeirra sem leiddi þennan mögu- leika í Ijós og ákveðið var að sækja um styrk að upphæð tvær milljónir til að kanna hvortverk- efnið væri hagkvæmt, tæknilega mögulegt og hvort fyrirtækinu í Japan er full alvara með að gera samning við íslendinga. Örn sagði að japanska fyrir- tækið óskaði eftir því að þarinn væri unninn til íblöndunar við önnur efni á mjög flókinn hátt með sérstakri frostþurrkunarað- ferð og þar sem styrkupphæðin væri aðeins þriðjungur af því sem óskað var eftir væri ljóst að ekki væri hægt að kanna nema e.t.v. einn þátt af mörgum í þessu dæmi. Hugsanlegt er þó að fram- kvæmd verði einhver forathug- un. „Heimsmarkaður fyrir heilsu- fæði fer sívaxandi og markaðsfor- skot okkar ætti að vera minna mengaður sjór en víða annars staðar. Rannsóknaráð fékk ekki háa upphæð til að skipta á milli þeirra sem sóttu um og því ekki við það að sakast þó upphæðin sé ekki hærri,“ sagði Örn. Viðar Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri Morguns sagði fyr- irtækið stofnað utan um þessa hugmynd. „Þetta er mjög spenn- andi mál en vinnsluaðferðin er flókin og efnisöflunin einnig," sagði hann. Þess má geta að heilsufæðis- innflytjendur hafa um árabil flutt til íslands japanskan þara. -vd. Föstudagur 15. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.